Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA I DAG „Allt sýnir æðri vilja, vitogsál“ í júnímánuði hrekur birtan myrkrið * út úr sólarhringnum. I albirtu Jónsmessunnar, segir Stefán _ * Friðbjarnarson, lögtóku Islendingar kristinn dóm árið 1000. Allt sýnir æðri vilja, vit og sál, sem vantar orð að lýsa dauðlegt mál, en hugann grunar sem í <ppum draumi hið dulda afl í tilverunnar straumi. Alvaldið skín í gegnum heimsins gler og gerir eilíft það, sem stundlegt er. (Jakob Jóh. Smári) Jónsmessudagur, 24. júní, mikill helgidagur í kaþólskri tíð, er talinn fæðingardagur Jóhann- esar sldrara. Jónsmessan rís og hátt í Islands sögu. Kuldi og myrkur vetrar eru þá vel að baki. Jónsmessudagurinn spann- ar albjartan sólarhringinn og gróðurríkið skartar fullum blóma á nýjan leik. Bjargræðis- tíð er hafin til sjávar og sveita. Og þennan dag árið 1000 stigu Islendingar mesta gæfuspor sögu sinnar, lögtóku kristna trú á þjóðhelgum Þingvöllum. Þeim atburði er lýst í ítarlegri grein fræðimannsins Einars Amórs- sonar í menningarritinu Skími árið 1930. Stöldram lítillega við þá gagnmerku grein. Einar Arnórsson segir að meðal kristinna höfðingja á Al- þingi árið 1000 hafi verið Síðu- Hallur, Hjalti Skeggjason, Gizur hvíti og Þóroddur Eyvindarson og bætir við: „Menn góðviljaðir kristinni trú vóra: Snorri goði, Brennu-Flosi (að líkindum), As- grímur Elliða-Grímsson, Skafti Þóroddsson, auk ýmsra stór- bænda, sem kunna að hafa átt í goðorði, svo sem Njáll á Berg- þórshvoli, Gestur Oddleifsson, og ýmsir stórbændur í Skafta- fellsþingi, er Njála segir Þangbrand hafa kristnað, Þor- varður í Ási Spak-Böðvarsson o.fl....“ Gizur hvíti og Hjalti Skeggja- son héldu út til íslands úr Nor- egsfor vorið 1000. Með í för þeirra var prestur, Þormóður að nafni. Gluggum enn í grein Einars Amórssonar: „Daginn eftir, að því er ætla má sunnudaginn fyrra í þingi (Al- þingi stóð í tvær vikur), 23. júní, söng Þormóður, prestur þeirra Gizurar messu á gjábakkanum uppfrábúð Vestfirðinga ...Segir nú, að þeir Gizur og Hjalti hafi gengið til Lögbergs eftir mess- una. Hafi þar verið sjö menn skrýddir, eftir því sem Kristni- saga og sumar sögur Ólafs kóngs Tryggvasonar segja ...Er sagt, að þeir hafi lagt reykelsi á glóð og hafi ilminn lagt eigi síður gegn vindi en forvindis...“. Hæst reis þetta söguríka þing ársins 1000 er Þorgeir Ljósvetn- ingagoði las upp þau lög, „að all- ir menn skyldu kristnir vera og skím taka, þeir er áður vóru óskírðir á landi hér“. í Skímis- grein Einars Amórssonar segir um þann atburð: „Það verður seint of mikið úr því ágætisverki gert, er Hallur af Síðu og Þor- geir Ljósvetningagoði komu í framkvæmd á Alþingi árið 1000, er þeir fengu kristna trú lög- tekna að nafni tU mánudaginn 24. júní, á Jónsmessu skírara." Morgunblaðið/Þorkell Dómkirkjan í Reykjavik (eftir endurbætur). Þetta eru sannyrði. Og engar heimildir tilgreina andstöðu þingheims við þennan úrskurð Ljósvetningagoðans. Þormóður prestur söng messu á gjábakkanum upp frá búð Vestfirðinga 23. júní árið 1000. Boðskapur hans bergmálaði í hamraveggjum Þingvalla. Dag- inn eftir, 24. júní, á fæðingardegi Jóhannesar skírara, lögtók hið forna allsherjarþing Islendinga kristinn sið að Lögbergi við Öx- ará. A þessum söguríka og þjóð- helga stað fagnar íslenzk þjóð þúsund ára kristnitöku næst- komandi laugardag og sunnu- dag, 1. og 2. júlí. Dagskráin er fjölbreytt og forvitnileg. Alþingi Islendinga fundar að Lögbergi. Meðal annarra dagskrárliða verða hátíðarmessa, helgileikir, leiksýning byggð á kristnitök- unni, lifandi myndir úr kristni- sögu þjóðarinnar, fjölskylduhá- tíð, hátíðatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands og tónleikar unga fólksins. Þarna mætir þverskurður úr þjóðinni, háir og lágir, sem á hinu foma allsherjarþingi. Biskupinn yfir íslandi predikar og hátíðarávörp flytja forseti og forsætisráðherra lýðveldisins. A Jónsmessu skírara hefur birtan hrakið myrkrið út úr sól- arhringnum. Við augum blasir að gróðurríkið hefur risið upp til nýs lífs, lita og ilms af vetrar- svefni. „Allt sýnir æðri vilja, vit og sál“. Við lesum úr táknmáli birtunnar og gróandans eilífðar- boðskap höfuðsmiðs himins og jarðar. „Alvaldið skín í gegnum heimsins gler - og gerir eilíft það, sem stundlegt er.“ Það fer vel á því að fagna 1000 ára kristnitöku í gróandanum á Þingvöllum, höfuðstað íslands sögu, þar sem Þormóður prestur söng messu við reykelsisilm fyrir þúsund árum - og síðast en þó fyrst og fremst: Þorgeir Ljós- vetningagoði las upp lög um kristinn dóm, sem þá var og enn er giftan mesta í þjóðarsögunni. vin\k\\m Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Öryrkjar haldi mannlegri reisn EG var að lesa Velvak- anda 20.júní sl. Gunnar G. Bjartmarsson vill að ör- yrkjar og aldraðir standi fyrir utan Alþingi er þing kemur saman með söfnun- arbauka. Eg hef lesið um slíkar uppákomur í blöðum áður og finnst þetta hin mesta andstyggð. Öryrkj- ar og aldraðir eiga ekki að vera annars fiokks fólk, hímandi undir vegg með betlibaukana. Þetta fólk ætti ekki að þurfa að sýna sig né niðurlægja á þenn- an hátt. Ungt og fullfrískt fólk ætti frekar að sýna samstöðu og reyna að hjálpa þessu fólki og krefj- ast þess að stjórnvöld leið- rétti þessi bágu kjör aldr- aðra og öryrkja. Það er hart fyrir þetta fólk að vera skammtað eftir geð- þótta stjórnvalda og þurfa að lifa af molunum sem detta af borðum þeirra sem ríkari eru. Það er oft talað um þá sem minna mega sín, þetta er niður- lægjandi orðaval. Það er í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna að allir eigi þau sjálfssögðu mannréttindi að eiga ofan í sig og á. Sigrún Jarðgöng til Sigluíjarðar ÞAÐ er eins og köld vatnsgusa framan í mann að heyra að nú á að eyða milljörðum króna í jarð- göng númer tvö til Siglu- fjarðar um leið og lokað er deildum vegna peninga- leysis á sjúkrahúsunum, svo engin leið er að kom- ast í lífsnauðsynlegar að- gerðir. Það þarf engin jarðgöng og engar frekari vegaframkvæmdir á með- an slíkt ástand ríkir. Eiga það ekki að heita mann- réttindi í nútímaþjóðfélagi að komast á spítala í lífs- nauðsyn. Það hefur enga þýðingu fyrir jafnvægi byggða landsins hvort tug- milljarða göng eru gerð eða ekki. Það væri miklu nær að ríkið bætti húseig- endum í Reykjavík eigna- tjón á heilsuspillandi og verðlausum íbúðum þeirra vegna umferðarmengunar. Þingmenn Reykjavíkur þurfa að láta miklu meira til sín heyra og gæta hags- muna Reykvíkinga sem kvarta sjaldan. Kona Fótboltinn og fréttirnar KONA hafði samband við Velvakanda og er afar ósátt við allan þennan fót- bolta í Ríkissjónvarpinu. Henni finnst fótboltinn ráða ríkjum hjá Ríkis- sjónvarpinu þessa dagana en fréttaflutningurinn gjörsamlega sitja á hakan- um. Laugardaginn 17. júni sl. þegar jarðskjálftinn reið yfir var ekki rofin út- sending á fótboltanum til þess að koma með fréttir af jarðskjálftanum. Hún er mjög óánægð með frétta- flutning Rikissjónvarpsins af þessum atburði og finnst þeir gjörsamlega hafa brugðist. Þetta er alls ekki viðunandi fyrir fólkið í landinu. Kirkjan hefur brugðist I sambandi við hörmun- garnar sem nú hafa dunið yfir þjóðina, finnst mér þjóðkirkjan gjörsamlega hafa brugðist. Það hafa ekki verið opnaðar neinar kirkjur fyrir almenning, prestarnir ekkert látið í sér heyra og biskupinn yf- ir Islandi er sennilega svo upptekinn við að skipu- leggja kristnitökuhátíðina að hann má ekki vera að því að tala til íslensku þjóðarinnar. Forseti ís- lands og forsætisráðherra hafa sýnt þjóðinni samhug og er það vel. Ég veit ekki á hvaða tímum þjóðkiijan og allir þeir vígslubiskup- ar sem við eigum, eiga að tala til íslensku þjóðarinn- ar ef ekki núna. Ég veit að þegar seinni skjálftinn reið yfir safnaðist fólk fyr- ir framan tiltekna kirkju í Reykjavík en þar kom kona út og sagði að kirkj- an væri lokuð vegna þess að presturinn væri svo upptekinn við undirbúning kristnitökuhátíðarinnar. Þarna fyrir utan kirkjuna stóð fólk og var skelfingu lostið eftir skjálftann og hafði þörf fyrir að komast inn í Guðs hús. Kirkjan og hennar fólk hefur algjör- lega brugðist. Við lifum þessa dagana eins og flóttafólk, með alla okkar hluti tekna niður úr hillum og það er altalað að það sé jafnvel von á þriðja og fjórða jarðskjálftanum. Væri ekki tilvalið hjá ráða- mönnum kirkjunnar að opna kirkjur landsins fyrir þjóðina svo hún geti leitað skjóls á erfiðum tímum. Steinunn. Kannast einhver við myndina? A þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. fannst filma í Hall- argarðinum. Filman var sett í framköllun með öðr- um fílmum frá ÍTR eftir þennan dag. Þeir sem kannast við þessa mynd geta vitjað myndanna hjá ITR, Fríkirkjuvegi 11 Tapad/fundid Seðlaveski týndist við Bónus LÍTIÐ, svart glansandi seðlaveski tapaðist í Bónus við Holtagarða eða á bíla- planinu fyrir utan, sunnu- daginn 18. júní sl. I vesk- inu voru öll skflríki eiganda. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 861- 1682 eða 553-1682. Fund- arlaun. Úlpa tapaðist á fótboltamóti 14. JÚNÍ sl. tapaðist blá úlpa á fótboltamóti á Fjölnisvellinum í Grafar- vogi. I úlpunni er saumað merki Stjörnunnar og hún er vel merkt með nafninu Ásgeir. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 565- 3479. Víkveiji skrifar... RÍFLEGA þriðjungur er nú búinn af Islandsmóti karla í knattspyrnu og er mál manna að sjaldan hafi keppni liðanna tíu ver- ið jafn spennandi og jöfn og nú. Aðeins eitt lið virðist skera sig úr á botni deildarinnar, en hin liðin níu virðast geta reytt stig hvert af öðru þegar sá gállinn er á þeim. F'ornfræg lið eins og Akranes og Fram virðast eiga í basli með markaskorun og topplið siðustu ára, KR og ÍBV, virðast aðallega gera jafntefli þessa dagana. Afleið- ingin er sú að deildin er afar jöfn og aðeins fjögur stig skilja að liðin í efsta og sjötta sæti. Einhvern tíma hefði slíkt þótt tíðindum sæta. XXX A ASAMA tíma og deildarkeppn- in er svo jöfn sem raun ber vitni, verður því miður að segjast alveg eins og er að ár og dagar era síðan boðið hefur verið uppá jafn- marga leiðinlega leiki og í ár. Varnarknattspyrnan virðist í heiðri höfð; frjóir leikmenn eru skorðaðir niður í einstrengingsleg leikkerfi og fátt gleður augað lang- tímum saman. Hraðinn í leikjum virðist minni en oftast áður og svo virðist sem úthald sumra lykilleikmanna sé ekki eins og best verður á kosið. Með öðrum orðum: Það er vor- bragur á íslensku knattspyrnunni og efstu deild karla nú um stundir, en það er afleitt þegar komið er fram í mitt mót og dag tekið að stytta á nýjan leik. XXX VÍKVERJI er mikill knatt- spyrnuáhugamaður en flest liðin hafa valdið honum vonbrigð- um í ár. Aðeins Grindavík og Fylk- ir hafa leikið skár en búist var við, þótt ekki séu þar snilldartaktar á ferðinni. Eyjamenn virðast bitlaus- ir og án baráttuandans sem jafnan fleytti þeim langt, fyrir Akurnes- ingum er að renna upp sú stað- reynd að það var ekki Logi Ólafs- son sem brenndi dauðafærunum í fyrra og Frömurum virðist ganga afskaplega treglega að styrkja lið sitt þrátt fyrir stöðugan straum sparkara ár eftir ár í Safamýrina. Úm íslands- og bikarmeistara KR er það að segja að meistarataktar eru þar hvergi sjáanlegir; sjálfsör- yggið er á bak og burt og leikgleð- in að hluta til líka. Pétur Péturs- son, þjálfari liðsins, gagnrýndi aðferðir Atla Eðvaldssonar í KR- útvarpinu í fyrra, þótt allt gengi upp hjá Atla og liði hans, og sagð- ist vilja meiri sóknarleik. Sparaði þessi mikli markahrókur síst stóru orðin, en afleiðing ráðningar hans er hins vegar sú að KR leikur leið- inlegustu knattspyrnu sem sést hefur úr þeim herbúðum í áraraðir og þau firn góðra leikmanna sem félagið hefur á sínum snærum nýt- ast engan veginn sem skyldi. Vík- verji hefur lengi stutt Vesturbæj- arliðið og krefst þess að sjá betri leik og meiri gleði í næstu leikjum. XXX EINN kunningi Víkverja fór út að skemmta sér um síðustu helgi, aldrei þessu vant, og eftir að hafa þrætt öldurhús borgarinnar ákvað hann að bregða sér inn á Skuggabarinn. Þegar í röðina var komið sá kunninginn að einnig var boðið upp á aðra röð inn á skemmtistaðinn þar sem gengið var inn um hliðardyr hússins. Eftir nánari eftirgrennslan meðal fasta- gesta staðarins komst kunninginn að því að sú röð væri fyrir þá sem vildu stytta sér biðina inn. En gegn hærri greiðslu en ella, þ.e.a.s. 1000 kr. í stað 500 kr. Mál- ið var hins vegar ekki svo einfalt því kunninginn komst fljótlega að því að sumir í röðinni komust ókeypis inn, aðrir fyrir 500 kr. og enn aðrir fyrir 1000 kr. allt að því er virtist eftir eigin geðþótta dyi-a- varðarins. Þegar þetta háttalag var borið undir yfirmann á staðn- um var hún sögð eiga sér stoð í reglum staðarins. Dyraverðinum væri semsé heimilt að verðleggja viðskiptamenn staðarins að eigin geðþótta. Ekki fylgdi sögunni eftir hvaða kostum eða ókostum dyra- verðirnir fara við þetta val sitt en það er þó huggun harmi gegn að verðlagning þeirra hafi ekki víð- tækari áhrif út í þjóðfélagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.