Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ómar Húsandarfjölskylda 1 Laxá Þessi húsandarfjölskylda barðist við strauminn í Laxá í Mývatnssveit Evrópu þar sem húsendur verpa. Talið er að um 800 pör séu á landinu. þegar ljósmyndari var þar nýverið á ferð. ísland er eina landið í Flestar eru þær á Mývatns-Laxársvæðinu. Erill hjá lögreglu TALSVERT annríki var hjá lög- reglu í Reykjavík aðfaranótt laugar- dags. Kom 91 bókun í dagbók lög- reglu frá kl. 23.30 til 9.30 í gærmorgun. Segir lögreglan þær flestar hafa verið vegna óláta í eða við heimahús en auk þess voru ellefu manns stöðvaðir fyrir ölvunarakst- ur, þrjár líkamsárásir voru kærðar og karlmaður meiddist lítillega í óhappi nærri tívolíinu við hafnar- bakkann. Hjá lögreglunni í Keflavík var einnig mikið annríki, ólæti og ölvun í bænum og gistu fimm manns fanga- geymslur lögreglu. Segir lögreglan um 40 bókanir hafa verið skráðar í dagbók yfir nóttina. -----MH------ Arekstur við Rauða- vatn ÁREKSTUR varð á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Suðurlands- vegar við Rauðavatn laust fyrir klukkan tíu í fyrrakvöld og stöðv- aðist umferð á svæðinu í um hálfa klukkustund vegna þessa. Að sögn lögreglu var ökumaður annars bílsins fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi, en ökumanni og tveimur far- þegum hins bílsins ekið á slysa- deildina af lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild slasað- ist enginn alvarlega. Bílarnir eru báðir mikið skemmdir. Ovissa hjá tjónþolum á skjálftasvæðum vegna brunabótamats Dugar varla fyrir helmingi kostnaðar Tveir á batavegi TVEIR þeirra þriggja sem lagðir voru á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi eftir árekstur nærri Hellu á miðvikudag eru á batavegi að sögn læknis. Þeir liggja þó enn á sjúkrahúsi og verða ekki útskrifaðir í bráð. Sá þriðji liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu og segja læknar líðan hans óbreytta. Tildrög slyssins eru enn til rann- sóknar hjá lögreglunni á Hvolsvelli sem leitar nú vitna að slysinu. --------------- Fákar úr áli eða stáli HESTAMENN hvaðanæva af land- inu hafa glaðst undanfarna daga á glæsilegu Landsmóti hestamanna í Víðidal, eins og glöggt hefur komið fram hér á síðum Morgunblaðsins. En það eru til annars konar fák- ar en þessir hlýlegu, mjúku, skjóttu, gráu og brúnu sem glatt hafa augu áhorfenda síðan á fimmtudag. Þessi renndi sér á glæstum fáki úr áli eða stáli í Elliðaárdalnum í góðviðrinu í gær. MIKIL óvissa ríkir nú meðal hús- eigenda á skjálftasvæðum sunnan- lands um það hvort þeir fái eignir sínar í raun að fullu bættar. Að sögn Anders Hansen, húseiganda í Holta- og Landsveit, sem missti heimili sitt í skjálftanum, stafa þessar áhyggjur af því, að hús- eignir á svæðinu voru með mis- gamalt og þar af leiðandi mishátt brunabótamat þegar skjálftinn gekk yfir. Því sjá menn nú fram á það, að þeir húseigendur sem ekki höfðu nýlegt brunabótamat á húsum sín- um muni ekki fá eignirnar bættar nema að hluta til. Sagði Anders að hann teldi brunabótamat á húsi sínu hafa verið frá árinu 1961 og þar af leiðandi algerlega úrelt. „Ég býst við að bætur samkvæmt þessu mati myndu nægja fyrir 40- 50% af endurbyggingarkostnaði hússins," segir Anders. Brunabótamat fallið á milli Iaga Þar sem altjón hefur orðið á húsum eru eignabætur Viðlaga- tryggingar reiknaðar út frá bruna- bótamati fasteignar, en brunabóta- mat eignar miðast við þann kostnað sem leggja þyrfti í ef end- urbyggja þyrfti eignina vegna brunatjóns. Samkvæmt lögum nr. 48/1994 er það Fasteignamat ríkisins sem sér um að meta húseignir og skrá brunabótamat þeirra sem og fast- eignamat. Fram að fyrrgreindri lagasetn- ingu voru brunabótamat og fast- SAMKEPPNISSTOFNUN vinnur nú að rannsókn á verðmyndun á matvörumarkaði en ríkisstjómin fól henni þetta verkefni í lok maímánað- ar og eiga niðurstöður að liggja fyrir í haust. Að sögn Steingríms Ægissonar hjá Samkeppnisstofnun er verkið komið af stað og búið að senda út spumingalista til matvöruverslana með ákveðnum spurningum, sem eignamat ekki á sömu hendi og fylgdust því ekki endilega að. Að sögn Valtýs Valtýssonar, sveitarstjóra í Holta- og Land- sveit, geta menn sér þar til að vegna þessa hafi brunabótamat húseigna í hluta sveitarinnar „fall- ið á milli laga“. Segir Valtýr að þegar Landsveit og Holtahreppur sameinuðust á árunum 1993-1994 hafi misjafnlega verið á komið með hreppunum tveimur hvað fast- eignamat varðaði. Fasteignamat eigna í Landsveit hefði verið endurnýjað árið 1992 en í Holtahreppi hefði matið verið eldra og úrelt. Því hefði verið ráð- ist í það að láta endurmeta eignir þar eftir sameiningu, en þá hafa fyrrnefnd lög að öllum líkindum verið gengin í gildi. Eignirnar í hafa það að markmiði að meta hlut- deild einstakra fyrirtækja á mark- aðnum. í framhaldi af því mun stofn- unin snúa sér til fyrirtækja til að afla nánari upplýsinga. Steingrímur sagði að fyrstu vik- umar hefðu farið í að undirbúa verk- efnið en stefnt væri að því að niður- stöður lægju fyrir í haust. Nánari tímasetningar væru þó ekki tíma- bærar. gamla Holtahreppi hafa því líklega fengið bæði nýtt brunabótamat og fasteignamat því á þeim tíma var þetta hvort tveggja komið í hendur Fasteignamats ríkisins. Eignirnar í gömlu Landsveitinni hafa hins vegar haldið sínu fasteignamati frá 1992 en ekki fengið nýtt bruna- bótamat, þar sem Fasteignamat ríkisins tók ekki við brunabóta- matinu fyrr en með lögunum frá 1994. „Þetta eru reyndar bara til- gátur og ekkert endanlega orðið skýrt í þessu máli, en staðreyndin er að minnsta kosti sú að við erum hér með sambærileg hús, annað í gamla Holtahreppi og hitt í Lands- veitinni, þar sem húsið í Holta- hreppi er með tvöfalt hærra brunabótamat en hitt húsið,“ sagði Valtýr. Eldur í upp- þvottavél RÉTT fyrir miðnætti aðfara- nótt laugardags var Slökkvilið- ið í Reykjavík kallað í hús við Lynghaga þar sem eldur logaði í eldhúsi. Að sögn slökkviliðs kviknaði eldurinn út frá upp- þvottavél en þar sem eldhúsið var lokað varð eigandi íbúðar- innar, sem var sofandi, einskis var. Voru það íbúar á efri hæð sem urðu varir við reyk og voru allir íbúar hússins komnir út þegar slökkvilið kom að. Nokkrar skemmdir urðu í eldhúsinu. Morgunblaðið/Kristinn Samkeppnisstofnun rannsakar verð- myndun matvöru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.