Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 9 AKUREYRI Kaffistofan að Hafnarbraut 5 Morgunblaðið/fgígja Morgunblaðið/fgigja Stefán Gunnarsson og Valur Halldórsson bakarar og eigendur Kaffistofa opnuð á Dalvík Dalvík - Axið„ bakarí á Dalvík, opnaði nýverið kaffístofu. Undan- farnar vikur hefur verið unnið að breytingum á húsnæðinu á Hafn- arbraut 5 á Dalvík og þykja breyt- ingarnar hafa tekist afar vel. Stanslaus straumur af fdlki var alian daginn og að sögn Kristínar Gunnarsdóttur, eins af eigendun- um, fór aðsókn fram úr björtustu vonum. „Við erum alveg í skýjun- um með aðsóknina, það er greini- lega þörf á svona kaffístofu hér. Boðið var upp á atriði fyrir gesti og var það dægur- og pönklaga- hljómsveitin Húfan sem lék fyrir gesti. Er óhætt að segja að þeir hafí fengið feikigóðar viðtökur og fólk skemmt sér konunglega. Opið verður daglega í allt sum- ar og verður hægt að fá kaffi og með því allan daginn. Nýbakað brauð, mjólk og aðrar nauðsynja- vörur eru fáanlegar í Axinu alla daga vikunnar og er þetta því kærkomin viðbót að geta tyllt sér inn á kaffístofuna, fengið sér ilm- andi kaffí og nýbakað brauð. Enn óráðið í stöðu skólamálafulltrúa við utanverðan Eyjafjörð Einu umsókn- inni hafnað AÐEINS barst ein umsókn um stöðu skólamálafulltrúa við utan- verðan Eyjafjörð og sagði Pétur Bolli Jóhannesson, sveitarstjóri í Hrísey, og einn þeirra sem fjallaði um umsóknina að menn hefðu búist við fleiri umsóknum. Að sögn Péturs Bolla var umsókninni hafnað vegna þess að umsækjandi hafði ekki rétt- indi til kennslu í grunnskóla heldur réttindi til framhaldsskólakennslu með sérsvið á skipstjórnarsviði. Pað var Björn Björnsson, Dalvík, sem sótti um starfið. „Umsækjandi uppfyllir ekki þau skilyrði sem við tókum fram þegar við auglýstum starfið. í auglýsing- unni er tekið fram að æskilegt sé að umsækjandi hafi víðtæka reynslu af skólastjórnun. Viðkomandi þarf að vera í góðum tengslum við grunn- skólana á svæðinu og því leggjum við á það áherslu að sá hinn sami sé reyndur á því sviði,“ sagði Pétur Bolli. Eins og áður segir var umsókn Björns hafnað og segir Pétur Bolli málið vera opið. Annaðhvort verði starfið auglýst aftur eða leitað ann- arra leiða en nefndin hittist á fundi síðar í vikunni. „Við álítum að þetta sé spennandi verkefni, hér eru fimm gninnskólar sem skólamálafulltrúi mun vinna með,“ sagði Pétur Bolli. Búgarðurinn á Þórisstöðum opnar BÚGARÐURINN á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd hefur nú opnað fyrir sumarið. A Þórisstöðum er rekið opið kúabú og handverk úr íslenskum trjám er til sýnis og sölu. Þar er einn- ig starfrækt veitingastofa auk þess sem gestir geta fylgst með íslenskum húsdýnam í sínu náttúrulega um- hverfi. Gestum gefst kostur á að borða sitt eigið nesti, en einnig geta þeir keypt léttar veitingar í veitingastofunni sem er áfost fjósinu. Úr veitinga- stofunni geta þeir einnig fylgst með mjöltum á milli kl 17 og 18. Á Þórisstöðum búa hjónin Inga Arnardóttir og Stefán Tryggvason ásamt fjórum sonum. Bærinn stend- ur rétt við þjóðveg nr. 1, skammt norðan Svalbarðseyrar, um 14 km frá Akureyri. Opnunartími er á milli kl 15 og 18 daglega út ágústmánuð og er að- gangseyrir 300 krónur fyrir fullorðna og 200 krónur fyrir börn og ellilífeyr- isþega. Nýr mark- aðsstjóri Gúmmívinn- slunnar hf. JÓHANN Tryggvi Arnarson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Gúmmí- vinnslunanar hf. á Akureyri, en frá- farandi markaðstjóri, Stefán An- tonsson, hefur verið ráðinn til starfa hjá Útflutningsráði Islands. Jóhann er 27 ára að aldri. Hann lauk stúdentsprófi árið 1992 frá VMA og Bc.s.- prófi í rekstrarfræði frá rekstrardeild Háskólans á Akur- eyri síðastliðið vor. Gúmmívinnslan hf. var stofnuð ár- ið 1983. Fyrirtækið rekur tvö hjól- barðaverkstæði, sólar hjólbarða og flytur inn Bridgestone hjólbarða og Vredestein landbúnaðarhjólbarða. Hjá Gúmmívinnslunni starfa um 20 manns. Þátttakendur á námskeiðinu hvfla sig um stund. Morgunblaðið/Jónas Baldursson Forstöðumað- ur í Hlíðar- fjalli ráðinn GUÐMUNDUR Karl Jónsson hef- ur verið ráðinn sem nýr forstöðu- maður á skíðasvæðinu í Hlíðar- fjalli. Fyrr í vikunni hafði íþrótta- og tómstundaráð mælt með Guð- mundi Karli af þeim níu sem sóttu um stöðuna, en nú er búið að ganga frá ráðningu hans. Guð- mundur Karl hefur störf þann 1. september næstkomandi. Þórarins B. Jónssonar, formað- ur íþrótta- og tómstundaráðs, sagði að Guðmundur Karl væri með háskólapróf í stjórnun skíða- staða. „Við erum mjög ánægð með að fá Guðmund Karl til starfa og bjóðum hann velkominn í bæinn,“ sagði Þórarinn. Námskeið í tamningu fjárhunda Grýtubakkahreppur. Morgunblaðið. ÞINGEYSKIR fjárbændur voru fyr- ir skömmu með hunda sina á nám- skeiði í tamningu fjárhunda. Nám- skeiðið var haldið á vegum Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri og fór fram í Hlíðskógum í Bárðardal. Leiðbeinandi var hinn þekkti bóndi Gunnar Einarsson á Daðastöðum. Hundarnir á námskeiðinu voru af ýmsum blönduðum kynjum, en þó voru flestir ræktaðir Border Collie. Af níu hundum voru fjórir Border Collie hvolpar úr sama goti, en sá fímmti forfallaðist vegna fjölgunar- þarfa. Morgunblaðið/Jónas Baldursson Gunnar Einarsson með hund sinn. Héraðsdómur Norðurlands eystra Þrír ungir menn dæmd- ir fyrir fíkniefnabrot ÞRÍR ungir menn hafa verið dæmdir fyrir ííkniefnabrot í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra. Auk þess að hafa verið stöðvaðir með fíkniefni í bifreið sinni um síðast- liðin áramót áttu þeir allir önnur brot að baki. Einn þremenninganna hafði keypt 24 E-töflum og 2,69 g af kókaíni þann 30. desember 1999 í Reykjavik fyrir annan þremenn- inganna. Þeir höfðu flutt efnin í Varmahlíð þar sem sá þriðji hafði keyrt á móti honum og höfðu þeir falið þar efnin undir vélarhlíf bif- reiðar. Lögreglan á Akureyri stöðvaði síðan bílinn á gaml- árskvöld 1999 og gerði efnin upp- tæk. Sá þremenninganna er hlaut þyngstan dóm var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Var þá til þess litið að hann hafði keypt og selt afar hættuleg efni og átti auk þess marga aðra dóma að baki. Sá er flutti með honum efnið til Varmahlíðar var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fang- elsi.. Sá þriðji var dæmdur til að greiða 75.000 krónur í sekt til ríkissjóðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.