Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjölleikafólk norska hringleikahússins Cirkus Agora sýnir listir sínar. N orskt hringleikahús til landsins NORSKA hringlcikahúsið Cirkus Agora er væntanlegt til landsins í næstu viku og verður fyrsta sýning þess á Seyðisfirði þann 13. júlí nk. Eftir hringferð um landiö munu listamenn þess enda Islandsdvöl sína með lokasýningu á Seyðisfirði, 2. ágúst. Hringleikahúsið mun verða í Reykjavfk vikuna 20.-27. júlí nk. „Þetta er stór sirkus," sagði Guðjón Jónsson, umboðsmaður hringleika- hússins, við Morgunblaðið í gær. „Við verðum með íslenskan kynni, Jóhann Asmundsson, sem er alveg nauðsynlegt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Að sögn Guðjóns starfar frænka Gorbatsjovs, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna, við hringleikahúsið þar sem hún sýnir kúnstir sínar. Enn hefur ekki verið tekin ákvörð- un um miðaverð að sýningum hringleikahússins. Trúður er ómissandi hluti af sýningu hvers hringleikahúss. Hringleikahúsið, Circus Agora, kemur til landsins í vikunni. Nýr vínveiting’astaður í Kirkjuhvolshúsinu í Kvosinni Ahersla lögð á góða stemmningu og smárétti Morgunblaðið/Jim Smart Gunnar Páll Rúnarsson og Sumarliði Rúnarsson. Á NÆSTU dögum tekur til starfa nýr vínveitingastaður í Kvosinni en þeir Gunnar Páll Rúnarsson, Sumar- liði Rúnarsson og Elvar Aðalsteins- son hafa innréttað upp á nýtt tæp- lega tvö hundruð fermetra húsnæði í Kirkjuhvolshúsnæðinu við Kirkju- torg og hyggjast reka þar eins konar vínbar. Staðurinn hefur enda hlotið nafnið Vínbarinn og mun hann rúma um níutíu gesti en eigendur hans hyggjast leggja áherslu á léttvín og smárétti, þægilega stemmningu og hóflegt verð á veitingum. Gunnar Páll og Sumarliði munu sjá um rekstur staðarins og leigja þeir húsnæðið af Karli Steingríms- syni í Pelsinum, sem er við hliðina á Vínbamum. Áður var gleraugna- verslun í húsnæðinu og segir Karl að þegar hún hvarf á braut hafi margir komið að tali við sig og viljað leigja húsnæðið. Hann hafi hins vegar gengið til samninga við þá bræður vegna þeirra góðu samskipta sem hann hafi átt við fjölskyldu þeirra í tengslum við rekstur veitingastaðar- ins Við Tjömina, sem einnig er í sama húsi, en Rúnar Marvinsson, eigandi Við Tjörnina, er faðir þeirra Gunnars Páls og Sumarliða. Kostnaður á þriðja tug milljóna Gunnar Páll segir að sjálfsagt hafi kostnaður vegna innréttinga á Vín- bamum farið yfir 20 milljónir en nánast allt var rifið út úr húsnæðinu, lagt var parket og búið til barborð, auk þess sem lítið hliðarhúsnæði á homi Kirkjustrætis og Templara- sunds var útbúið sem hliðarsalur. Er hugmyndin að hægt verði að leigja hann út vegna kokkteilboða eða einkasamkvæma. „Við reiknum með að þennan stað sæki aðeins eldra fólk,“ segja þeir Gunnar Páll og Sumarliði en þeir eru báðir lærðir kokkar. „Tónlistin verð- ur í hófsamari kantinum og tryggt verður að hún sé ekki svo hátt stillt að fólk geti ekki haldið uppi samræð- um,“ bæta þeir við. Segir Gunnar Páll að áhersla verði lögð á létt vín, þ.e. rauðvín, hvítvín, freyðivín og kampavín. Reynt verði að hafa ávallt á boðstólum tólf tegundir af góðum vínum og síðan eins konar vín dagsins, sem þá er á hóflegu verði fyrir gesti staðarins. Mönnum gefist síðan tækifæri til að bragða á léttum smáréttum, t.d. osti með rauðvíninu eða öðm þess hátt- ar. Hafist var handa við að innrétta húsnæðið í apríl síðastliðnum og hafði verið stefnt að því að opna staðinn um helgina. Gunnar Páll sagði hins vegar í gær að opnunin myndi sennilega bíða þar til um næstu helgi. Samstarf kirkju og guðfræðideildar Starfsþjálfun prestsefna Sigurður Árni Þórðarson YRIRHUGAÐAR era breytingar á starfsþjálfun presta í þá veru að kirkjan taki aukinn þátt í þjálfun þeirra sem era að fara í prestskap. Þessar breytingar eiga sér aðdraganda og sögu. Séra Sigurður Ami Þórðarson er verkefrdsstjóri á Biskups- stofu og er formaður þjálf- unarteymis um kandidata- þjálfun þar. Hann var spurður í hveiju hinar fyrirhuguðu breytingar fælust. „Fram til 1990 sá guð- fi-æðideild Háskóla íslands algerlega um menntun prestsefna. Árið 1991 varð sú breyting á að sett var upp ijögurra mánaða starfsþjálfun fyrir þá sem lokið höfðu guðfræðinámi, sem á sér hliðstæðu í svokölluðu kandi- datsári lækna. Þessu keríi var komið á vegna þess að menn vildu bæta hina hagnýtu prestlegu kunn- áttu manna. Þetta reyndist ágæt- Iega og var ákveðið að halda þessu fyrirkomulagi áfram en fyrir tveimur árum var ákveðið vegna fjáreklu að stytta það í tvo mánuði og hefja samstarf við guðfræði- deildina um að efla prestlegu þjálf- unarþættina meðan guðfræðinem- ar væra ennþá í háskólanum. Á kirkjuþingi fyrir tveimur áram var ákveðið að festa þessa skipan í sessi og þá var þetta kerfi um starfs- þjálfun prestsefna samþykkt og sú skipan hefur verið á tilraunaborð- inu í tvö ár. Niðurstaða bæði guð- fræðideildar og kirkjunnar er sú að auka samvinnuna enn frekar. Og að kú'kjan komi meira að málum og geti með einhveijum fjár- framlögum eflt hinn prestlega þjálfunarþátt í guðfræðináminu og kirkjan vill gjaman að kennarar guðfræðideildar nýtist líka í þjálfun guðfræðikandidata (þ.e. óvígðra guðfræðinga) og við símenntun presta." - Er símenntun presta nýtt fyr- irbæri? „Bæði biskup, prestafélag, kenn- arar guðfræðideildar og prestar al- mennt vilja stórefla símenntun. Hún hefur hingað til verið tilvilj- anakennd og ómarkviss. Það hefur ekki verið ennþá ákvarðað með hvaða hætti símenntunin verður en þeir þættir verða teknir með í þessu heildarsamkomulagi kfrkjunnar og guðfræðideildar. Guðfræðideiid H.í. og kirkjan hafa starfað tiltölulega aðskilið en það er beggja vilji að efla tengslin og samvinnu þannig að kirkjan komi meira við sögu á meðan guðfræði- nemar læra í háskóla og guðfræði- deildin nýtist betur í þjálfun prests- efna og við símenntun presta." - Hvað var tekið fyrir á ráðstefn- unni; Faith in the Future sem lauk ígærkvöldi og kirkjan og Framtíð- arstofnun efndu til? „Það var hvemig trú og vísindi geta tekið höndum saman við varð- veislu og eflingu lífs í framtíðinni. Á ráðstefnunni var fjallað um nokkur stef sem vörðuðu þetta efni, möguleika og takmark- anir í trú og vísindum, eðli og tilgang mannlífs, framtíðarhlutverk vís- inda og trúar í þjóðfé- laginu og lífsgæði í framtíðinni. Á þessu þingi vora bæði raunvísinda- menn og guðfræðingar úr mörgum trúarbrögðum. Niðurstaða úr mörgum fyrirlestrum og umræðu- hópum var öragglega sú að menn sáu marga samstarfsfleti. Það kom flestum á óvart hversu margir þeir era. Það er eftir að meta næstu ► Sigurður Árni Þórðarson fæddist í Reykjavík 23. desember 1953. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1973, nam guðfræði í Noregi 1973 til 74 og lauk guðfræðiprófí frá Háskóla Islands 1979. Doktorsprófí lauk hann frá Vanderbiltháskóla í Tennessee í Bandarfkjunum. Hann var prest- ur í Ásaprestakalli og Ljósavatns- prestakalli í S-Þing., rektor í Skálholtsskóla, fræðslustarfs- maður á Þingvöllum og er verk- efnisstjóri á Biskupsstofu og var framkvæmdastjóri ráðstefnunn- ar Faith in the Future sem lauk í gærkvöldi.Kona Sigurðar er Elín Sigrún Jónsdóttir lögfríeöingur. skref en Ijóst að flestir hafa hug á því að láta vinna námsefni fyrir framhaldsskóla og háskólastigið um samvinnu trúar og vísinda. Við hófum opna umræðu um þessi mál með þremur umræðufundum, ein- um á Akureyri og tveimur í Reykjavíkurakademíunni. Þeir tókust vel. Þingið sem nýlokið er var fjölsótt og tókst afar vel að áliti þátttakenda og við viljum gjaman halda áfram þessari umræðu um trú og vísindi og að hún komist til sem flestra. Enn ríkja fordómar um andstæðu trúar og vísinda sem eru úreltir. Það er tími til kominn að opna dymar inn í framtíðina og huga að því sem er samvinnuverk- efni en ekki andstæðumál. Það er niðurstaða þingsins.“ - í hverju mun starfsþjálfim prestsefna felast ef af fyrirhuguð- um breytingum verður? „Menntun í guðfræðideild er mjög góð, deildin stendur vel að náminu. Hins vegar hefur mjög mikdð skort á bæði sálgæslu og hagnýta þjálfún í prestsverkum. Það er á þeim sviðum sem líklega verða mestu breytingamar. Guð- fræðinemum sjálfum mun væntan- lega verða gefinn kostur á ítarlegri sálgæslu, handleiðslu og trúarlegri leiðsögn með það að markmiði að prestar framtíðarinnar verði kunn- áttusamir, öflugir og heilbrigðir einstaklingar, góðir sálusorgarar með mikla þjálfun í öll- um starfsþáttum kirkjunriar og vitund um mikilvægi stöðugrar símenntunnar. Draum- ur okkar er að prestar fari á hverju ári í eina til tvær vikur á námskeið og það verði hluti af vinnuskyldu presta. Um þetta era allir sammála og vonandi tekst að finna til þess fé. Astæða er til að segja að nú að lok- inni Kristnihátíð geta kirkjunnar menn snúið sér að framtíðinni með fullum krafti og djörfung. Kirkjan er ekki á leið inn í fortíðina - heldur inn í framtíðina. Kirkjan er ekki á leið inn í fortíðina - heldur inn í framtíðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.