Morgunblaðið - 09.07.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.07.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 11 Morgunblaðið/Guóni Einarsson Jeremy Inglis við áður fengsælan veiðistað. Veiðisögurn- ar einar eftir Stefnub reyti nga r erþörfí fiskeldi Morgunblaðið/Guðni Einarsson Dr. Jon Watt segir nauðsyn á að fiskvemdarmenn, fiskeldismenn og stjómvöld taki höndum saman til að snúa þróuninni við. Fjöldi fiska Laxveiði í River Lochy 1967-1999 1970 1975 1980 1985 1990' 1995 Jeremy Inglis er veitinga- maður í Oban á vestur- strönd Skotlands. Hann er mikill áhugamaður um vöxt og viðgang villtra laxastofna og er víðles- inn í þeim efnum. AÐ SEM einkum hefur knúið Jeremy Inglis í þekkingarleitinni um laxinn er sú skoðun hans að villtir laxfiskar, eink- um lax og sjóbirtingur, eigi í vök að verjast í Vestur-Skotlandi og víðar. Fyrrverandi laxveiðiá Jeremy Inglis á ásamt bróður sín- um jörð sem heitir Raera og er um 15 km sunnan við Oban. Um landar- eignina rennur laxveiðiá, Euchar, sem stendur ekki lengur undir nafni því þar veiðist nú enginn lax, að sögn Jeremys. Það eru fimm ár síðan hann bleytti þar síðast færi. Ain á upptök í Scammadale Loch, eða Skamma- dalsvatni, og segir Inglis nafngiftina benda til búsetu norrænna manna. Jeremy Inglis velkist ekki í vafa um rót fiskþurrðarinnar í ánni. Fyrir nokkmm árum setti landeigandi, sem átti land að árósnum, upp fisk- eldisstöð. Að því er Inglis segir þá þurfti þessi maður ekki að leita sam- ráðs hjá öðrum sem eiga land að ánni. Lax var alinn í sjókvíum við ár- mynnið og seiði í kerjum á árbakkan- um. Það liðu þrjú ár þar til villti lax- inn og sjóbirtingurinn hurfu að mestu. Jeremy Inglis efast ekki um að það megi rekja til sjóeldisins og laxalúsar frá því. Lúsin leggist á seiði lax og sjóbirtings þegar þau ganga til sjávar. Sjóbirtingurinn flýi aftur í ferskvatnið til að losna við lúsina en laxaseiðin ekki. Lúsin sé í svo miklu magni að hún drepi seiðin. Þannig líði ekki mörg ár uns náttúrulegi stofninn deyi út. Inglis vandar skoskum yfirvöldum aukinnar framleiðni stöðvanna. Nær allur laxinn er alinn í sjókvíum. Fiskeldið er mikilvægt fyrir efha- hagslífið í dreifbýlinu. Fram- leiðsluverðmæti laxeldisins 1998 var um 260 milljón steriingspund (um 30 milljarðar króna), sem er meira en samanlagt verðmæti ársframleiðslu nauta- og larnbakjöts í skosku Há- löndunum. Áætlað er að um 6.500 manns starfi við laxeldið og tengdar atvinnugreinai-, þar af eru um 4.700 starfanna í Hálöndunum þar sem víða er skortur á annarri atvimiu. ViHtir stofnar dýrmætir í minnisblaðinu er m.a. fjallað um verðmæti villtra fiskistofna. Þar segir að villtir stofnai- lax og sjóbirt- ings í Skotlandi séu einstæðar og óbætanlegar líffræðilegar auðlindir sem hafi umtalsvert efnahagslegt og félagslegt gildi. Talið sé að fiski- ekki kveðjurnar, segir þau hafa fórn- að villta fiskinum í þágu byggða- stefnu og atvinnuuppbyggingar. Hann segir að fiskeldið hafi valdið margvíslegum skaða. Til dæmis víða lagt í rúst skeldýraeldi því eiturefni sem notuð voru til að hreinsa eldis- kvíarnar fóru í skeldýrin. Skeldýra- bændur hafi þó fengið skaðabætur, en það hafi veiðiréttareigendur ekki fengið. Inglis segir að atvinnuupp- byggingin í fiskeldinu hafi reynst tví- bent, því tapast hafi fjöldi dýrmætra starfa sem tengdist stangveiði á laxi og silungi. Meiri skaði sé þó að út- rýmingu náttúrulegra stofna laxfiska úr fjölda veiðiáa. Það tjón verði seint eða aldrei bætt. Gömul veiðiævintýr Ain Euchar lætur lítið yfir sér þar sem hún rennur um skógi vaxið land- ið á Raera býlinu. Við gengum að litl- um fossi í ánni. Þar segir Jeremy að á árum áður hafi mátt sjá laxa stökkva þegar fiskurinn var að ganga. Nú glitrar ekki lengur á silfraða laxa; í fyrra taldi laxateljarinn í ánni ein- ungis sex fiska. Jeremy rifjaði upp veiðisögur þeg- ar gengið var upp með ánni. Það var einungis fiskað þegar áin var í vexti, þess á milli var hún of vatnslítil. Hann benti á gamla veiðistaði, hver hylur geymdi gömul ævintýr. í eftir- lætishylnum tók faðir Jeremys tvo laxa í tveimur köstum og Jeremy veiddi þar fjóra laxa á einum degi. Jeremy á veiðibók fjölskyldunnar sem nær aftur til ársins 1938. Á landareign Raera-býlisins voru bestu laxveiðistaðimir í ánni og veiddust þar yfir 100 laxar á ári og miklu fleiri sjóbirtingar þegar best lét. Þó var aldrei veitt nema áin væri í vexti. Nú eru bræðumir em hættir að leggja fjármuni og vinnu í viðhald ár- innar og árbakkanna. Það hefur ekk- ert að segja. Jeremy syrgir laxa- stofninn í ánni og segir tjónið óbætanlegt. Hann segir að býlið hafi rýmað um helming í verði við laxa- þurrðina. Það hafi enginn áhuga á að eignast fyrrverandi laxveiðiá. stofnar vatnasvæða hinna ýmsu lax- og sjóbirthigsveiðiáa hafi hver um sig erfðafræðileg sérkemii, jafnvel svo að árupptökum og þver- ám tilheyri sérstakir stofnar. Veið- ar áþessum stofnum eru mikilvæg tekjulind fyrir dreifðar byggðir Skotlands og mikilsmetinn þáttur í meimingararfi landsins. Minnt er á að hagsmunaaðilar í lax- og sjóbirtingsveiði sem og verndarsamtök hafi áhyggjur af mögulegum áhrifum laxeldis á villta stofna laxfiska. Á það hafi verið bent að kynblöndun fiska, sem sleppi úr eldi, við villtan fisk geti dregið úr erfðafræðilegri fjöl- breytni og þreki villtra lax- og sjó- birtingsstofna. Eins hafi komið í ljós ótti við að sjúkdómar og sníkju- dýr geti borist úr eldisfiskum í villta fiska, þótt benda megi á að hið gagnstæða geti eins gerst. Dr. Jon Watt líffræðing- ur starfar hjá Lochaber & District Fisheries Trust-samtökunum. Stofnar villtra laxfiska í Lochaber í V-Skotlandi eru nú í sögulegu lág- marki. Hnignandi ástand lax og sjóbirtings er mönnum áhyggjuefni í Bretlandi, en hnignunin þar hefur hvergi reynst meiri en í vesturhluta skosku Há- landanna. Lochaber & District Fisheries Trust-fiskverndai'samtökin (LDFT) voru stofnuð 1996 til þess að rannsaka orsakir hnignunar villtra fiskistofna svo bæta mætti ástandið. Samtökin eru samstarfsvettvangur aðila sem eiga hagsmuna að gæta, m.a. vegna stangveiði, ferðamennsku, veiðirétt- inda og fiskeldis. Fulltrúar þessara aðila skipa stjóm samtakanna. Þau eru ekki rekin í ágóðaskyni heldur eru tekjurnar aðallega framlög frá einstaklingum, stofnunum, samtök- um og fýrirtækjum. Samtökin staifa náið með hliðstæðum fiskvemdar- samtökum í Wester Ross, Awe, West Sutherland og í Suðureyjum. Einnig ýmsum náttúmvemdarsamtökum og opinberum stofnunum. Fyrstu þijú árin einbeittu samtök- in sér að frumrannsóknum á ástandi fiskistofna og skilyrðum sem þeir búa við. Stundaðar voru fiskirannsóknir, umhverfi ánna og ástand þeirra kann- að og aflað upplýsinga um ámar fyrir landupplýsingakerfi. Eftir að líffræðingar höfðu skráð upplýsingar um stangveiði liðinna ára kom í ljós hliðstæð þróun í mörgum veiðiám. Sérstaklega var áberandi hve fór að draga úr laxveiði um og eft- ir miðjan 9. áratuginn og víða er veiðin komin niður í fimmtung af því sem hún áður var. Ástand sjóbirtings- stofnsins er engu skárra, en tölurnar benda til þess að hnignun hans hafi byrjað um miðjan áttunda áratuginn. Sjóbirtingsstofninum í Lochaber hnignaði niður í áður óþekkt lágmark seint á 9. áratugnum og hefur hann ekki hjarnað við. Hmn af því tagi sem þarna hefur orðið á fáum ámm þykir benda til þess að eitthvað hafi farið úrskeiðis svo um munar í ánum, við ströndina eða í úthafinu. Á sama tíma hefur ástand staðbundinna urriðastofna verið með ágætum Þrenns konar vandamál Dr. Jon Watt líffræðingur telur að við þrenns konar vandamál sé fyrst og fremst að etja. í íyrsta lagi virðist sem vemlega hafi dregið úr afkomu- möguleikum laxins í hafinu síðastliðin 10-15 ár. Aðeins um helmingur þess fjölda sem áður sneri aftur sem smá- lax og hrygningarlax komi nú til baka. Sama gildi um sjóbirting að einhverju leyti. Þetta vandamál sé ekki bundið við Vestur-Skotland heldur einnig þekkt annars staðar við Norður-At- lantshaf. Þennan vanda megi e.t.v. að einhverju leyti rekja til veðurfars- breytinga, breytts sjávarhita og haf- strauma. I öðm lagi nefnir dr. Watt veður- farsbreytingai' sem valdið hefðu breyttu úrkomumynstri í Hálöndun- um á undanförnum 10-15 ámm. I kjölfarið fylgdu mikil og snögg vetr- arflóð í mörgum ám. Sömuleiðis má rekja aukna landeyðingu eða rof að hluta til veðurfai-sbreytinga en ekki síður ofbeitar sauðfjái- og hjartar- dýra. Ofbeitin veikir svörðinn svo ár- bakkarnir halda ekki og falla í árfar- vegina með slæmum afleiðingum fyrir hrygningarsvæði. I þriðja lagi nefnir dr. Watt áhrif fiskeldisins. Hann segir að líklega hefði dregið úr veiði á villtum laxfisk- um þótt fiskeldi hefði ekki komið til, en hann telur að það hafi aukið mjög á vanda sem hafi verið ærinn fyrir og sé á sumum svæðum mikið vandamál. Dr. Watt sagði að menn réðu illa við veðurfarið eða aðstæður í hafinu. En þeir gætu bmgðist við breyttum landfræðilegum aðstæðum með betri stjóm á landnýtingu og stjóm á ánum. Menn hefðu einnig búið til fiskeldi og þau vandamál sem því fylgja, það sé því þeirra að finna lausnir á vandanum. Þar beri margir ábyrgð, bæði stjómvöld, fiskeldis- menn og landeigendur sem hafi tekjur af stöðvunum. Lýsnar drepa seiðin Að því er segir í ársskýrslu LDFT 1998-99 er almennt viðurkennt að laxalús frá laxeldisstöðvum eigi sök á umtalsverðum afföllum á sjóbirtingi sem gengur til sjávar nálægt sjó- kvíum. Rannsóknir LDFT í Locha- ber sýna að lúsamergðin á sjóbii-tingi sem snýr fljótlega aftur eftii- að hafa gengið til sjávar er í mörgum tilfell- um slík að hún drægi fiskinn til dauða sneri hann ekki aftur í ferskvatn. Upplýsingar frá Noregi bendi til þess að lúsin sé laxinum einnig skeinuhætt. Dr. Watt segir að rannsóknir á áhrifum laxalúsar á fisk sem gengur til sjávar séu eitt mikilvægasta verk- efni LDFT. Hann segir að náðst hafi gönguseiði sjóbirtings með allt að 500 laxalýs á ýmsum þroskastigum, fiskar nýgengnir til sjávar sem höfðu flúið aftur í ferskvatnið til að losna við lýsnar. Engar tölulegar upplýs- ingar séu til í Skotlandi um fjölda laxalúsa á gönguseiðum laxa, því þau snúa ekki aftur í árnar til að losna við lýsnar, líkt og sjóbii'tingarnir. Laxa- seiðin fari rakleiðis út á opið haf, en sjóbirtingsseiðin geti dvalist lengi í fjörðunum. Það séu því meiri líkur á að laxaseiðin sleppi, en svo virðist sem áhættan sé meiri eftir því sem fjörðurinn er lengri. Dr. Watt vitnar í niðurstöður norskra vísindamanna í Bergen, sem tókst að ná gönguseiðum laxa í mynnum Sognfjarðar og Norðfjarð- ar (Nordfjord) vorið 1999. Þessar niðurstöður benda til þess að meira en 86% seiða villtra laxaseiða á leið út Sognfjörð og 48,5%-81,5% laxaseiða úr Norðfirði hafi drepist á fyrsta mánuði vegna laxalúsasýkingar. Þau seiði sem komust af voru líklega veik- burða vegna lúsafársins. Ástandið var aðeins kannað í tveimur fjörðum, en líklega er það svipað annars stað- ar við líkar aðstæður. „Það er talið að 10-15 laxalýs nægi til að drepa gönguseiði laxa. Þar sem ekki er lax- eldi eru venjulega íjórar til fimm lýs á hverjum fiski, en þar sem mikið lax- eldi er stundað geta þær verið 19-40 að meðaltali," sagði dr. Watt. Veiðin hrundi Að sögn dr. Watts eru veiðiárnar 16 talsins á Lochaber-svæðinu og þeirra stærst áin Lochy, sem einnig var helsta laxveiðiá í vestanverðum Hálöndunum og gaf um 1.000 laxa á ári. Lochy rennur í lengsta fjörð Vestur-Skotlands, Loch Linnhe. Seiðin úr ánni eiga fyrir höndum 60- 70 km leið, sem er vörðuð laxeldis- stöðvum, áður en þau komast út á op- ið haf. Dr. Watt segir að árið 1998 hafi veiðst 33 laxar á stöng í aðalhluta árinnar, sem sé innan við 5% af með- alveiði 35 ára þar á undan. Árið 1999 veiddust 100 laxar á stöng í ánni. Dr. Watt segir að þegar þróunin er skoð- uð virðist sem hnignun villta laxa- stofnsins í ánni Lochy sé í beinu sam- hengi við vöxt laxeldisins í Linnhe-firði. Þessi þróun virðist vera sameigin- leg mörgum öðrum veiðisvæðum. Þegar laxalúsin bætist við versnandi lífsaðstæður í hafinu sé ekki við góðu að búast. Nú vanti heilu árgangana í sumar ár og í aðrar gangi engir fisk- ar til að hrygna. Menn óttist því að sumir minni laxastofnanna deyi út innan skamms. í janúar 1999 gaf LDFT út skýrslu um hnignun sjóbirtings og lax í Há- löndum vestanverðum. Þar er m.a. greint frá niðurstöðum seiðatalninga á meira en 30 stöðum í ám sem renna í Loch Linnhe. Margar þeirra voru stangveiðiár og á tveimur stöðum hefð fyrir netalögnum, sem bendir til þess að þarna hafi verið nokkuð af fiski. Niðurstaðan gaf í skyn að víða hefði nýliðun brugðist. Víða fundust alls engin seiði og mjög lítið fannst af smáfiski. Heildamiðurstaðan var sú að vandamálið væri ekki einungis bundið við lax í smáám sem renna í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.