Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 21
MORGtJNBLAÐIÐ StJNNUDAGUR 9.JÚLÍ 2000 21 Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurður Pálsson varsvo vinsamlegur að leyfa Ijós- myndara Morgunblaðsins að mynda sigmeð nýfædd- an son sinn þegar þessi grein varí vinnslu. IÍÓUUi' fOi Ol'liU lil fióðiiUj ii'ortof-5 Tekur qildi mæður feður sameigin- legt 1. jan. 2001 3 mán. 1 mán. 3 mán. 1. jan. 2002 3 mán. 2 mán. 3 mán. 1. jan. 2003 3 mán. 3 mán. 3 mán. íiýit •jíoWfiluíyíiíkoiiuiftÞj í fvoOiiUj-irodoIi ooiii toluir -jiMi iini iKooIu óuiniót Foreldri í 50-100 % starfi 80% af meðaltali heildarlauna, þó aldrei lægri upphæð en 74. 867 kr. á mán. Foreldri í 25-49 % starfi 80% af meðaltali heildariauna, þó aldrei lægri upphæð en 54.021 kr. á mán. Foreldri utan vinnumarkaðar 33.157 kr. á mán. Foreldri í fullu námi 74.867 kr. á mán. taka atvinnulífsins, segir um þetta að hann telji það ríflegt fyrir starfsmann að fá greitt áttatíu prósent af fullum launum í fæðingarorlofi. „Að mínu mati hlýt- ur sú greiðsla að fara mjög nærri því að bæta að fullu þann tekjumissi sem fólk verður fyrir í fæðingarorlofi," segir hann og bætir því við til útskýringar að það sé augljóst að menn hafi af því kostnað að sækja vinnu, kostnað sem ekki sé fyrir hendi þegar menn séu í orlofi. Til að mynda kostnað við bamagæslu eða kostnað sem hljótist af skorti á sveigjanleika. „Þannig að ef menn njóta hundr- að prósent brúttólauna í fæðingarorlofi eru menn augljóslega famir að hafa beinan fjárhagslegan hag að því að vera í orlofinu," segir hann. Aukin réttindi þungaðra kvenna Það eru ekki bara nýtt greiðslufyrirkomulag og fjölgun mánaða í fæðingar- orlofi sem koma til framkvæmda um næstu áramót heldur taka einnig í gildi ákvæði í fæðingarorlofslögunum sem snúa að auknum sveigjanleika í fæðing- arorlofi og bættum réttindum þungaðra kvenna og kvenna sem nýlega hafa al- ið barn eða era með barn á brjósti. Sé fyrst litið á sveigjanleikann í orlofinu eiga foreldrar þess kost frá og með áramótum að taka fæðingarorlofið á fleiri tímabilum en einu eða jafnvel í hluta- starfi að fengnu samþykki vinnuveitanda. Þó er kveðið á um í lögunum að móð- irin skuli vera í fæðingarorlofi að minnsta kosti fyrstu tvær vikurnar eftir fæð- ingu bams. „Þessi sveigjanleiki er háður samkomulagi við vinnuveitanda sem er gert að leitast við að koma til móts við óskir starfsmanns um tilhögun fæðingarorlofs,“ segir í athugasemdum með framvarpinu um fæðingarorlof og jafnframt tekið fram að með þessu fyrirkomulagi sé reynt að auðvelda útivinnandi foreldram, bæði mæðrum og feðrum, að samræma þær skyldur sem þeim era lagðar á herðar í starfi og fjölskyldulífi. Sjái vinnuveitandi sér ekki fært að koma til móts við óskir starfsmanns ber honum að hafa samband við starfsmanninn. Skulu þeir síðan reyna að koma sér saman um aðra tilhögun sem báðir geta sætt sig við, að þvi er fram kemur í athugasemdum framvarpsins. Þó má sam- kvæmt lögunum aldrei taka fæðingarorlof skemur en viku í senn. Þegar litið er á aukin réttindi þungaðra kvenna og kvenna með nýfædd böm er í lögunum kveðið á um að ef öryggi og heilbrigði þungaðrar konu, konu sem nýlega hefur alið barn eða konu sem er með barn á brjósti er í hættu sam- kvæmt sérstöku mati, eins og það er orðað í lögunum, skal vinnuveitandi gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja öryggi konunnar með því að breyta tímabundið vinnuskilyrðum og/eða vinnutíma hennar. „Ef því verður ekki við komið af tæknilegum eða öðram gildum ástæðum skal vinnuveitandi fela kon- unni önnur verkefni en að öðrum kosti veita henni leyfi frá störfum í svo langan tíma sem nauðsynlegt er til að vernda öryggi hennar og heilbrigði,11 segir í lög- unum. Þar er jafnframt tekið fram að þær breytingar sem teljist nauðsynlegar á vinnuskilyrðum og/eða vinnutíma sloili ekki hafa áhrif á launakjör hennar til hækkunar eða önnur starfstengd réttindi. Ekki kom tilgreina að hafa foreldraorlofið launað Lögin um fæðingar- og foreldraorlof kváðu ekki einungis á um breytingar á fæðingarorlofi landsmanna heldur vora einnig með lagabálknum kynnt, eins og nafnið ber með sér, til sögunnar ný réttindi, þ.e. réttindi foreldra til töku á svonefndu foreldraorlofi. Akvæði laganna sem heimiluðu þau réttindi komu strax til framkvæmda í vor og hafa því samkvæmt þeim allir foreldrar bama, sem fædd era, ætt- leidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 1998 og síðar nú rétt á að taka allt að 13 vikna orlof frá vinnu til að annast bam sitt en rétturinn fellur niður er barnið nær átta ára aldri. Að sögn Berglindar Ásgeirsdóttur, ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðu- neytinu, er dagsetningin 1. janúar 1998 miðuð við þann tíma sem Evróputilskipun um foreldraorlof átti að taka gildi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Hvort foreldri um sig á sjálfstæðan rétt til foreldra- orlofs sem er ekki framseljanlegur. Ekki er gert ráð fyrir því í lögun- um að starfsmaður haldi launum á meðan á foreldraorlofinu stendm- en á móti er lögð áhersla á að ráðningar- samband haldist á milli vinnuveít- anda og starfsmanns á þeim tíma sem orlofið stendur yfir. I lögunum er með öðram orðum kveðið á um að óheimilt sé að segja starfsmanni upp vegna þess að hann hefur tilkynnt um fyrirhugað foreldraorlof og ennfrem- ur að hann eigi rétt á að hverfa aftur að starfi sínu að loknu foreldraorlof- inu. „Sé þess ekki kostur skal hann eiga rétt á sambærilegu starfi hjá vinnuveitanda í samræmi við ráðn- ingarsamning," segir í lögunum. Þá segir að þau réttindi sem starfsmað- ur hafi þegar áunnið sér eða sé að ávinna sér á upphafsdegi foreldraor- lofs skulu haldast óbreytt til loka or- lofsins. „Við lok orlofsins skulu þessi réttindi gilda, sem og breytingar sem kunna að hafa orðið á grandvelli laga eða kjarasamninga." Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir að það hafi vissulega ver- ið rætt meðal þeirra sem undir- bjuggu framvarpið hvort greiða ætti starfsmönnum laun í foreldraorlofi en bendir á að það hafi ekki komið til greina af sinni hálfu að leggja það til. Með orlofinu væri fyrst og fremst verið að bæta réttindi starfsmanna. „Mér þykir þó sennilegt að það verði settur einhver þrýstingur á það seinna meir frá t.d. verkalýðshreyf- ingunni að foreldraorlofið verði laun- að.“ Orlofíð vinsælt á hinum Norðuriöndunum Þegar litið er á skipulag foreldra- orlofsins kemur fram í lögunum að foreldri skuli eiga rétt á að taka for- eldraorlofíð í einu lagi en með sam- komulagi við vinnuveitanda er starfs- manni þó heimilt að haga orlofinu með öðram hætti, til dæmis þannig að orlofið skiptist niður á fleiri tíma- bil og/eða það verði tekið samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Starfsmað- ur öðlast rétt til foreldraorlofs eftir að hafa starfað samfellt í sex mánuði hjá sama vinnuveitanda og skal sá síðarnefndi leitast við að koma til móts við óskir starfsmanns um til- högun orlofsins. „Starfsmaður sem hyggst nýta sér rétt til foreldraorlofs skal tilkynna það vinnuveitanda eins fljótt og kost- ur er og í síðasta lagi sex vikum fyrir fyrirhugaðan upphafsdag orlofs,“ segir í lögunum en þess jafnframt getið að geti vinnuveitandi ekki fallist á óskir starfsmanns um tilhögun for- eldraorlofs skuli hann að höfðu sam- ráði við starfsmann tilkynna um aðra tilhögun. „Frestun er eingöngu heim- il þegar fyrir hendi era sérstakar að- stæður í rekstri fyrirtækis/stofnunar sem gera slíkt nauðsynlegt. Svo er t.d. ef um er að ræða árstíðabundin störf, ef ekki tekst að finna hæfan staðgengil, ef umtalsverður hluti starfsmanna sækir um foreldraorlof á sama tíma eða viðkomandi starfs- maður gegnir lykilhlutverki í æðstu stjóm fyrirtækis eða stofnunar," seg- ir í lögunum. Vinnuveitanda er þó aldrei heimilt að fresta orlofi lengur en í sex mánuði frá þeim tíma sem foreldraorlof átti að hefjast sam- kvæmt óskum starfsmanns nema með samþykki hans. Verði ákvörðun vinnuveitanda um frestun foreldraor- lofs til þess að starfsmaður nær ekki að ljúka foreldraorlofi áður en bam hans nær átta ára aldri framlengist sá tími sem heimilt er að taka for- eldraorlof á til þess dags er barn nær níuáraaldri. Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneyt- isstjóri í félagsmálaráðuneytinu og formaður nefndar þeirra sem samdi fæðingar- og foreldraorlofslögin, segir að foreldraorlofið hafi notið mikilla vinsælda á hinum Norður- löndunum en þar hafa foreldrar haft rétt á töku orlofsins um nokkurt skeið. „Foreldrar þar hafa talið að það skipti þá miklu máh að hafa þennan rétt þótt hann sé ekki launað- ur,“ segir hún og bendir á að reynslan sé sú að fólk nýti sér orlofið með því að taka það viku og viku í senn í stað þess að taka það í heilu lagi. Til að mynda sé það gjaman notað á haust- in þegar börn byrji í skóla eða leik- skóla og einnig oft þegar vetrarfrí skólanna standi yfir. Munu feður nýta sérorlofið? Ingólfur V. Gíslason, starfsmaður karlanefndar Jafnréttisráðs, segir aðspurður að hann efist ekki um að feður muni nýta sér sjálfstæðan rétt feðra til töku fæðingarorlofs. „Ef það tekst að dreifa boðskapnum þá hef ég ekki nokkra trú á öðra en að allir feð- ur komi til með að nýta sér orlofið í þrjá mánuði," segir hann og kveðst byggja þessa skoðun sína á skoðana- könnun sem hafi verið gerði fyrir nokkram áram um afstöðu karla til fæðingarorlofs. í henni hafi komið fram að yfir áttatíu prósent karla myndu nýta sér þriggja mánaða fæð- ingarorlof að öllu eða einhverju leyti ef það skerti ekki möguleika móður. „í öðra lagi,“ segir hann, „hefur það einfaldlega sýnt sig bæði hér á landi og erlendis að þegar feður hafa feng- ið aukna möguleika á því að vera með bömunum hafa þeir nýtt sér þá. Því má reyndar bæta við að það kemur alltaf jafn mikið á óvart þegar feður nýta sér slík réttindi og það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að það skuli koma á óvart.“ Ingólfur bendir á að ein af megin- hindranum feðra í að nýta sér fæð- ingarorlof hafi verið peningaleysi en nú hafi það verið bætt með tryggingu fyrir áttatíu prósenta greiðslu af heildarlaunum í orlofinu. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist eins og Ingólfur ekki hafa neina trú á öðra en að feður muni nýta sér réttinn til töku fæðingarorlofs og það í stóram stíl. „Ég er í engum vafa um að feður muni taka fæðingarorlof í stóram stíl,“ ítrekar hann en segir líklegt að það muni ekki gerast á einu bretti heldur taka einhvern tíma. „Við höf- um séð það með önnur réttindi sem mönnum hafa verið tryggð til dæmis í kjarasamningum að það hafi tekið jafnvel fimm til sjö ár frá því réttindi vora veitt og þar til menn fóra að nýta sér þau að veralegu leyti. En svo þegar það gerist að menn fara að nýta sér þessi réttindi líður ekki á löngu þar til sú notkun nær almennri útbreiðslu.“ Bætir Ari því við að at- vinnurekendur telji að rýmkun á réttinum til töku fæðingarorlofs geti dregið úr vinnuaflsframboði um 0,7%. Þau áhrif gætu jafnvel orðið meiri komi fólk til með að nýta sér foreldraorlofið. Hann á þó ekld von á því að notkun á foreldraorlofinu verði almenn þar sem ekki sé um launað orlof að ræða. Ingólfur er sama sinnis en hann segir aðspurður að það dragi áreiðan- lega úr notkun foreldraorlofsins að það skuli vera án bóta. „En hins veg- ar kemur þar á móti að foreldraorlof- ið má taka í skömmtum þar til barnið nær átta ára aldri. Mér þykir því lík- legt að menn taki kannski viku eða hálfan mánuð í einu til dæmis á með- an þeir era að aðlaga börn í skóla eða leikskóla eða á sumrin þegar starf skólanna liggur niðri.“ Ingólfur segir þó að það muni held- ur ekki koma sér á óvart þótt mæður myndu nýta sér foreldraorlofið í beinu framhaldi af fæðingarorlofinu. „Ég er þó ekki viss um að það sé skynsamleg ráðstöfun vegna þess að það þýðir að karlmenn þurfa við það að hafa meiri tekjur þar sem konan er lengur frá vinnumarkaðnum.“ Ingólfur telur að síðustu að það sé afar brýnt að fylgst verði með því hvernig foreldrar koma til með að nýta sér fæðingar- og foreldraorlofið. Til dæmis verði það kannað hvers vegna foreldrar nýti sér þessi rétt- indi og þá hvaða skoðun þeir hafi á þeim svo dæmi séu tekin. En hvers vegna telur hann mikilvægt að fylgst verði með töku fæðingar- og for- eldraorlofsins með þessum hætti! „Jú, vegna þess að það er verið að koma þessum réttindum á í ákveðn- um tilgangi, þ.e. í þeim tilgangi að jafna stöðu kynjanna á vinnumark- aði, gagnvart börnum og á heimilinu. Við verðum því að vita hvort þetta lukkast." Þess má að síðustu geta að Guðný Eydal, lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Islands, hefur hlotið styrk frá Rannsóknarráði íslands og Háskóla Islands til þess að að gera könnun í haust meðal foreldra bama sem hafa náð þriggja ára aldri um ýmsa þætti m.a. hvemig umönnun barnanna er skipt milli foreldranna. Slík rannsókn, segir Guðný, gerir mögulegt að meta áhrif umræddra lagabreytinga á íslenskar fjölskyldur með því að endurtaka hana að nokkr- um áram liðnum. Dísa í World Class segir: „Loksins sýnilegur árangur!“ „Loksins kom krem þar sem virknin finnst þegar það er borið á húðina og jafnframt sjáanlegur munur! Ég mæli eindregið með Silhouette fyrir konur á öllum aldri og eftir barnsburð er það al- veg nauðsynlegt. Nýja Body Scrubið er kærkomin viðbót og tvöfaldar virkni Silhouette- kremsins á húðina.“ Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.