Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Listahátíð á Seyðisfirði dagana 19.-23. júlí Morgunblaðið/Hafdís Bogadóttir Framkvæmdastjóri Aðalheiður Borgþórsdóttir, ásamt Guðnýju Pálu Rögnvaldsdóttur og Halldóru Malin. L.ung.A fyrir unga fólkið Egilsstöðum; Morgunblaðið. LISTAHÁTÍÐ ungs fólks, L.ung.A, verður haldin á Seyðisfirði dagana 19.-23. júlí nk. Um er að ræða fjöl- breytta hátíð með óvenjulegu sniði; * hátíð sem áhugafólk um öðruvísi skemmtun og þroskandi og áhuga- verð námskeið ætti ekki að láta íram- hjá sér fara. Farið verður vítt og breitt í list- sköpun á þeim fimm dögum sem há- tíðin stendur. Settar verða upp vinnubúðir, þar sem leiðbeinendur munu leiða þátttakendur inn í ýmsa heima listsköpunar. Má þar nefna leiklist, þar sem Helga Braga Jóns- dóttir leikkona leiðbeinir, Andri Snær Magnason rithöfundur leið- beinir fólki í hinum ýmsu fræðum varðandi rit- og orðlist, Orville afró- dansari kennir afródansa, Magnús Reynir Jónsson ljósmyndari kennir Camera obscura, sem í stuttu máli má skýra sem kennslu í að búa til myndavél, og Sara og Gunnhildur, 2. árs nemar í Listaháskóla íslands, leiðbeina þátttakendum í myndlist. Að lokum má nefna að Addi, tromm- ari í Súrefni, ætlar að sjá um tónlist- arsköpun í anda STOMP. Einnig verður á hátíðinni hönnun- arsamkeppni (föt og hlutir), auk þess sem keppt verður um skemmtileg- asta og frumlegasta lagið. í hvorugri þeirri keppni er nauðsynlegt fyrir þátttakendur að hafa verið á hátíð- inni, heldur geta þeir mætt daginn sem viðkomandi keppni fer fram með hönnun sína eða tónlist. Nauðsynlegt er að keppendur láti vita um þátt- töku. Glæsilegir vinningar eru í boði fyrir sigurvegara, má þar nefna að í verðlaun fyrir besta lagið eru tíu tím- ar í stúdió Steinholti. Ekkert þátt- tökugjald er í samkeppnina. Þátttökugjaldi mjög stillt í hóf Það er óhætt að segja að þátttöku- gjaldi fyrir listahátíðina sé mjög stillt í hóf því fyrir námskeið og þrjár mál- tíðir hvem dag þarf einungis að reiða fram fimm þúsund krónur. Þátttak- endur fá fWtt tjaldstæði og svefn- pokapláss og hátíðin er opin ungu fólki á aldrinum 16-25 ára hvaðan- æva af landinu. Seyðisfjarðarbær styrkir hátíðina, en hún er liður í ,Á seyði“, listahátíð á Seyðisfirði sem stendur frá 17. júní til 6. ágúst. Margir listamenn koma við sögu L.unga.A. Má þar meðal annars nefna Gjömingaklúbbinn og Sól- dögg auk þess sem hinir ungu lista- menn munu sýna afrakstur vinnu sinnar á sýningu sem hefst á laugar- deginum. Þar stíga þátttakendur í vinnuhópum L.ung.A út úr fylgsnum sínum og sýna á sér nýuppgötvaðar hliðar. Einnig mun gestum gefast kostur á að taka létt afróspor svo eitthvað sé nefnt. Á sunnudeginum verður svo opnuð sýning 2. árs nema í Listaháskóla Islands í félagsheimil- inu Herðubreið, en ber sú sýning yfirskriftina „Menning og náttúra - virkjun". Sýningin er samstarfsverk- efni Listaháskólans og Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000 og stendur til 6. ágúst. Það er von þeirra sem að hátíðinni standa að sem flestir sjái sér fært að mæta og umhugsunarefni fyrir for- eldra og atvinnurekendur hvort ekki sé ástæða til að hvetja unga fólkið til þátttöku, því hér fer tilvalinn vett- vangur fyrir það að rækta hugann og sköpunargleðina. Það mun sannar- lega ríkja útihátíðar- og kamival- stemmning...milli fjallanna háu við hinn fallega og seiðandi Seyðisfjörð. Framkvæmdastjóri listahátíðar er Aðalheiður Borgþórsdóttir, en auk hennar era í framkvæmdaráði Stefán Benedikt Vilhjálmsson Egilsstöðum, Guðný Pála Rögnvaldsdóttir Seyðis- firði og Halldóra Malin Egilsstöðum. [VandfæðaQemlinqafnÍHeFii áRlifHillleik'sTálnv Endalausirpltinoaleikir. Faanleq á isölumwndbahdiSum iSiÍ Góð nwndbönd Eyes wide shut +-k‘Á Nokkuð snúinn en spennandi svanasöngur meistara Kubrícks. Truflar mann að hann hafi ekki lif- að nógu lengi til að fullklára verkið. Cookie frænka / Cookie’s For- tune irk'Á Þessi nýja mynd leikstjórans Roberts Altmans er vel þess virði að sjá. Sposk og skemmtileg smábæjarmynd með Snum leikurum. Ævintýri Elmo litla/ The Adventures of Elmo in Grouchland ★★J4 Skemmtileg barna- mynd með brúðunum úr Sesam-stræti. Góður húmor, söng- atriði, sprell og glens gefa henni gildi. Fullkominn eigin- maður / An Ideal Husband ★★'/é: Lipur útfærsla á skemmtilegu leikríti Oscars Wildes. Góðir leikarar og litrík umgjörð. Jakob lygari / Jakob the Liar -kkVi Jakob lygari fjallar um tilveru gyð- inginga í gettói í Varsjá á valda- tíma nasista. Mynd sem leynir á sér. Brjálaði aðkomumaðurinn / Gad- joDilo ★★★ Kvikmynd um samfélag sígauna í Rúmeníu. Vel gerð mynd sem fer með áhorfandann í einstakt ferða- lag á framandi slóðir. Myrkrið fellur/Darkness Falls ■k-k'Á Full hægfara en magnað leikhús- drama þar sem snillingurinn Ray Winstone bjargar málunum. Glæp- samlega vannýttur leikari. Lif mitt hingað til / My life so far ik-k'Á Fallega tekin kvikmynd sem lýsh• bernskuminningum í skoskii sveitasælu. Tilvalinn kostur fyrir þá sem hafa gaman af Ijúfum fjöl- skyldumyndum. Síðasti söngur Mifune / Mifunes sidste sang ★★★ Þessi þriðja mynd úr dönsku Dogma-reglunni skartar sérlega lifandi og áhugaverðum persónum. Ljúfsár og bráðskemmtileg kvik- mynd. Mafíumenn / Made Men ★★★ Bráðfyndin og spennandi mafíu- mynd framleidd af HBO-sjón- varpsstöðinni. Fær bestu með- mæli. Berserksgangur í Alabama / Crazy ín Alabama k-k‘Á I þessari frumraun sinni í leik- stjórastólnum vinnur Antonio Banderas skemmtilega kvikmynd úrsamnefndri skáldsögu. Morgunverður hinna sigursælu / Breakfast of Champions _ kkI4 Ahugaverð aðlögun á skáldsögu Kurts Vonnegut þar sem deilt er á hamslausaneyslumenningu Bandaríkjanna. Bruce Willis og Nick Nolte fara á kostum. Beautiful People / Fallegt fólk ★★★ Fyndin, pólitísk og nokkuð frum- leg mynd sem segir frá mismun- andi persónum sem tengjast á einn eða annan hátt í stórborginni Lon- don. Góð frumraun hjá leikstýr- „Djörf og ögrandi hneykslisrannsókn en ekki nógu heil- steypt," segir í dómnum um dönsku myndina Idioterne. unni Didzar. Regeneration / Endurnýjun kkklÁ Ljóðræn stríðsmynd um skáldið Sigfried Sassoon sem settur var inn á geðveikrahæli vegna skoð- anna sinna á ómennsku fyrri heim- styrjaldarinnar. Jonathan Pryce er frábær í hlutverki sínu sem geð- læknir Sassoons. American Perfekt / Amerisk fyrirmynd kkÁ Robert Forster er frá- bær í þessari undar- legu vegamynd um sálfræðing sem hefur tekið þá ákvörðun að ákveða næstum allt sem hann gerir með því að kasta peningi upp á það. Kleine Teun / Tony litli kkk‘Á Hrikalega áhrifamikil og vel leikin kvikmynd um sjúklegan ástar- þríhymingsem mynd- ast þegar einföld bóndahjón ráða til sín unga kennslukonu til þess að bóndinn geti lært að lesa. The Girl Next Door / Dóttir nágrannans kkk'Á Ferill klámmyndaleikonunnar Stacy Valentine rakinn frá upphafi og þar til hún fær verðlaun á ful- lorðinsmyndahátíðinni í Cannes. Ahrifamikil en ávallt hlutlaus lýs- ing á þessum yfirborðskennda iðn- aði. Rótleysi / Tumbleweeds ★★★ Einkar vel gerð kvikmynd sem lýs- ir flóknu sambandi móður og dótt- ur af einstakri næmni. Leikkon- umar Janet McTeer og Kimberiey Brown fara á kostum í hlutverki mæðgnanna. Ringulreið / Topsy-Turvy ★★★ Sériega vönduð og íburðarmikil mynd eftir breska leistjórann Mi- ke Leigh sem fjallar um heim óperettunnar í Lundúnum á 19. öld. Slagsmálafélagið / Fight Club kkk’A Umtöluð mynd og ekki að ósekju. Kærkomið kjaftshögg fyrir sanna bíóunnendur og jaðrar á barmi snilldarinnar. Edward Norton er snillingur. Fávitarnir / Idioterne kk‘Á Eins og við mátti búast nýtir sér- vitringurinn Lars Von Trier sér Dogma-formið út í ystu æsar. Djörf og ögrandi hneykslisrann- sókn en ekki nógu heilsteypt. Hvað varð eiginlega um Harold Smith? / Whatever Happened To Harold Smith? ★★★ Fortíðardýrkunin er hér allsráð- andi og í þetta sinn áttundi ára- tugurinn á mörkum diskósins og pönksins. Klikkuð og bráð- skemmtileg bresk eðalmynd. Hústökuraunir / Scarfies ★★★ Enn einn óvænti glaðningurinn frá nýsjálendingum. í þetta sinn pott- þétt spennumynd í anda Shallow Grave. Fylgist með höfundinum Sarkies í framtíðinni. Fucking Ámál / Árans Ámál kkk'Á Einfaldlega með betrí myndum um líf og raunir unglinga. Allt í senn átakanleg, trúverðug og góð skemmtun. Stúlkumar tvær vinna kláran leiksigur. Heiða Jóhannsdóttir Ottó Geir Borg Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.