Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 1 7
LISTIR
FORMINNAN
ÚR STEINI
MYIVDLIST
Listasafn Reykjavík-
ii r, llafnarhúsi
GESTUR ÞORGRÍMSSON/
HÖGGMYNDIR
Sýningin er opin frá 10 til 18 alla
daga nema mánudaga.
MEIRA en hálf öld er liðin frá því
Gestur Þorgrímsson sýndi fyrst
höggmyndir sínar, í Kaupmanna-
höfn árið 1947 á samsýningu sem
vakti mikla athygli og sló nýjan tón í
iistalífi Dana. Hann hafði hafið list-
nám sitt aðeins þremur árum áður
við Handíða- og myndlistarskólann í
Reykjavík þar sem hann lærði hjá
Kurt Zier og haldið svo utan árið
1946 ásamt Sigrúnu Guðjónsdóttur -
Rúnu, sem hafði gifst honum daginn
fyrir ferðina - til náms við akade-
míuna. Ferill þeirra tveggja, Gests
og Rúnu, er svo samtvinnaður upp
frá því að erfitt er að nefna annað
þeirra án þess að hnýta nafni hins
við, en þó eru þau hvort um sig í raun
mjög sjálfstæðir og persónulegir
listamenn. Samvistir þeirra og sam-
vinna gegnum árin virðast hafa und-
irstrikað þau sterku persónuein-
kenni sem eru á list þeirra. Það
mætti hugsanlega orða það sem svo
að hvort fyrir sig hafi blómstrað í
skjóli hins.
Verkin á þessari sýningu Gests
eru flest nýleg, unnin á árunum fyrir
og uppúr 1990. Einmitt á þeim tíma,
þegar Gestur er um sjötugt, var eins
og hin sterka formtilfinning hans
næði fullkomnun í baráttu hans við
steininn og hann vann fjölmörg verk
sem sameina á sérstakan hátt óhlut-
bundna formrannsókn og djúpa virð-
ingu fyrir efninu, steinunum og innri
byggingu þeirra. Þessu nær Gestur
gjarnan fram með því að gljáfægja
sums staðar yfirborð steinsins en
skilja eftir grófunna fleti annars
staðar þar sem samsetning steinsins
og mótunarsaga hans birtast. Á
þessu tímabili notar Gestur líka
gjarnan málm með steininum, eins
og til að undirstrika þetta samhengi
forms og efnis. Málmurinn er, ef svo
má segja, unninn steinn, hreinsaður
svo úr verður efni sem má bræða og
móta á hvern veg sem er.
Málmurinn verður hið hreina foi-m
meðan steinninn sjálfur hefur alltaf
sitt eigið form og eðli sem mynd-
höggvarinn verður að vinna með og
útfrá. Þegar hann meitlar steininn er
hann að leita að formum sem engu er
líkara en búi þá þegar í honum svo
hlutverk listamannsins er fyrst og
fremst að skoða og skilja efnið sem
hann er að kljást við og hjálpa því að
tjá það sem innra með því býr.
Gestur hefur unnið ótrúlega fjöl-
breytt verk á þessari hálfu öld sem
hann hefur fengist við listina. í
Kaupmannahöfn kynntist hann töfr-
um afrískrar listar, enda voru mikil
kynni milli hans og Sigurjóns Ólafs-
sonar og má ætla að þeir hafi rætt
þessi mál saman og áhrifanna gæti í
list beggja. Eftir Gest liggja líka fjöl-
mörg fígúratíf verk, mannamyndir
og hefðbundnar bústur.
Loks má ekki gleyma því að hann
og Rúna voru meðal frumkvöðla í
listhönnun hér á landi og framleiddu
um tíma listmuni úr lefr, málaða og
skreytta, sem sameinuðu þau áhrif
frá „frumstæðri" list sem áður voru
nefnd og nútímaleg form sem gjam-
an voru í ætt við Parísarskólann í af-
straksjón. En í gegnum allt þetta
hefur Gestur haldið sínu striki og
hafa höfundareinkennin jafnt og þétt
skýrst. I átökum hans við grjótið síð-
ustu fimmtán ár er síðan eins og
hann sé loksins búinn að finna það
efni og það vinnulag sem geri honum
kleift að skila hugsun sinnni og list
án nokkurrar málamiðlunar og í full-
kominni sátt við efnið og formlag
þess. Afköst hans á þessum tíma og
sköpunargleðin sem skín af verkun-
um eru slík að fimmtíu ámm yngri
menn mættu öfunda hann af, en það
sem skilur á milli er að hér er á ferð-
inni listamaður sem í áratugi hefur
fengist við að slípa og fullkomna
hugsun sína í ótal efni og getur beitt
sér af öryggi í hverju verki.
Sýningin í hinu nýja safni Reykja-
víkurborgar nær að fanga töfra
þessa tímabils í list Gests og verkin
njóta sín vel í návígi í salnum. Þá hef-
ur verið gefin út mikil og vegleg bók
um listamannin þar sem birtar em
fjölmargar litmyndir af verkum
hans, auk Ijóða sem hann hefur sjálf-
ur skrifað um steina og glímu sína
við þá. Auður Ólafsdóttir skifar um
list Gests og Þorgrímur og Ragn-
heiður, böm hans, rita um ævi hans
og feril.
Hvorutveggja er vel af hendi leyst
og bókin er mikilvæg viðbót við
heimildir íslenskrar listasögu, auk
þess að vera verðskulduð hylling á
þessum merka listamanni. í heild
verður því ekki annað sagt en öll
þessi framkvæmd, sýningin og út-
gáfan, sé sérstaklega vel heppnuð og
öllum þeim sem að komu til sóma, en
þó sérstaklega Gesti sjálfum.
Jón Proppé
útbor
Fyrsta greiðslál
nóvember 2000
Lán í allt að
60 mánuði
A notuðum bílum
frá Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum ehf.
Ej on
<?i7i3fi^?uv»7£3ni i i - ^frni ^nn csiino