Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Eins og í Tívólí Sjáumst í úrslitunum," kölluðu þeir á milli sín, hollensku og frönsku áhorfendumir eftir leik lið- anna í riðlakeppni Evrópukeppninn- ar. Þeir vissu að úrslit leiksins skiptu litlu máli og voru um leið sannfærðir um að lið þeirra væru þau bestu í keppninni. Ekki varð þeim að ósk sinni að fá „draumaúrslitaleikinn" en hins vegar má kannski segja að franskir og hollenskir áhorfendur hafi keppt til úrslita um titilinn „bestu áhorfendumir“, Frakkamir stórskemmtilegir með fjölmenna lúðrasveit klædda í gervi Ástríks, Steinríks og félaga í fararbroddi en Hollendingarnir höfðu þó vinninginn í fjölda og óheftri gleði enda á heima- velli. Margir tóku sér frí frá vinnu á leikdögum og vom barir orðnir þétt- setnir strax á hádegi. Virðulegir bissnesskallar vippuðu sér úr jökk- unum og reyndust hafa komið í bún- ingnum í vinnuna undir skyrtunni og bindinu. Seint verður sagt að hinn skærappelsínuguli einkennislitur Hollendinga sé fallegur en áberandi er hann óneitanlega og tignarlegt að sjá tugir þúsunda „oranje“, hinna appelsínugulu, saman komna. Marg- ir í „opinberri“ Nike peysu landsliðs- ins en enn fleiri í heimatilbúnum klæðum, vinnugöllum og endur- skinsjökkum með skrautlega hatta á höfði, vinsælastir þeirra stórsniðugir hattar í líki getnaðarvarnarinnar góðu, smokksins. Frumleikinn í vamingi sem var til sölu var mikill, Euro 2000 nærbuxur og nælon- sokkabuxur, leikföng af öllu tagi, bindisnælur og jafnvel brúðarkjólar fyrir þá sem vildu halda „oranje" brúðkaup. Hollendingar vora líka ánægðir með sjálfa sig og keppnina, skipulag allt með besta móti og áhugi lands- manna gífurlegur en 80% Hollend- inga fylgdust með leikjum liðsins í sjónvarpi. Grobbið gekk svo langt að 75% Hollendinga töldu sína eigin áhorfendur þá bestu í keppninni samkvæmt skoðanakönnun hoi- lenska dagblaðisins Telegraaf, Danir komu næstir með 11% atkvæða en aðrir komust vart á blað. Norðmenn og Svíar vora áberandi og vinsælir meðal heimamanna enda eyðslusam- ir mjög. Þjóðverjar voru óvenju auð- mjúkir enda landslið þeirra sjaldan eða aldrei verið eins lélegt og sást það best á því að landsliðstreyjur þýskra vora til sölu á hálfvirði strax í fyrstu viku keppninnar en hreyfðust ekkert þrátt fyrir það. „Ég gaf nokkrar peysur í gær sem kaupauka fyrir þá sem versluðu mikið,“ sagði Einar Logi Yignisson var á EM í knattspyrnu 1 Niðurlöndum og var álíka spenntur og þegar hann fór í Tívólí sem krakki. Það voru hins vegar ekki eins margir verðir þar og heldur auðveldara að komast í leiktækin... kaupmaður í sportvörabúð við mig þegar ég var að hlæja að verðinu á þýsku peysunum. „Mér þótti ekki leiðinlegt að segja fólki að það skyldi ekki vera að þakka mér neitt rosa- lega fyrir, ég gæti hvort sem er ekki losnað við þær!“ Skyrtur Englendinga hreyfðust líka lítið enda fóra enskir áhorfendur með veggjum í Amsterdam eftir óspektir landa sinna í Belgíu og þeir einu sem sáust í ensku landsliðs- peysunni eða peysum enskra félags- liða vora Norðurlandabúar og Jap- anir! Þurftu þeir að þola fremur fjandsamleg viðbrögð frá aðdáend- um annarra liða, í besta falli hristu menn hausinn þegar þeir gengu fram hjá þeim. En enskir máttu eiga það að þeir skildu sneiðina og venju- legir enskir áhorfendur, sem era ein- hverjir þeir bestu í heimi, vora fjöl- mennir á flestum leikjanna og til fyrirmyndar í alla staði. Var augljóst á máli þeirra sem ég ræddi við að þeim sárnaði mjög að bullumar skyldu enn einu sinni verða Eng- landi til skammar. Vinsælustu skyrturnar í keppnini vora þær ítölsku og vora stúlkur af öllum þjóðum einkar hrifnar af þeim. Vora ítölsku landsliðspeysurnar viða uppseldar þegar leið á keppnina. Belgarnir fáskiptnir Niðurlönd eru auðyfirfarin og minni fjarlægðir milli leikstaða held- ur en í mörgu landinu sem keppnin hefur áður verið haldin í. Áhyggjur manna af því að halda keppnina í tveimur löndum reyndust fullkom- lega ástæðulausar og samvinna land- anna var mjög góð. Þó var talsverður bragarmunur á keppninni landanna í millum, Hollendingar hafa miklu meiri áhuga á fótbolta og borgir og bæir skryttir mjög á meðan Belgar sýndu keppninni nokkuð fálæti og vildu lítið af öllu umstanginu vita. Var t.a.m. iðulega erfitt að fá upp- lýsingar hjá Belgum um leiðir á leikvangana og merkingar allar lé- legar. Ofan á þetta bættust svo hroðalegar hrakfarir belgíska landsliðsins og var þá fokið í flest skjól. Meira plássi var eytt í fjölmiðl- um um löggæslu og óeirðir enskra bullna en fótboltann sjálfan og há- punktur keppninnar fyrir marga að Englendingar skyldu falla úr keppni því annars hefðu þeir mætt Itölum á Leikvelli Baldvins konungs í Brass- el, sem áður hét Heysel og var vett- vangur einhvers hryggilegasta at- burðar knattspyrnusögunnar er Liverpool og Juventus mættust í úr- slitaleik Evrópukeppni meistaraliða 1985 og 39 ítalskir aðdáendur létu líf- ið. Mikil gæsia Áhorfendur. Það era þeir sem allt þetta snýst á endanum um. Án hins gríðarlega fjölda knattspyrnuaðdá- enda í heiminum er ekki víst að Zid- ane og Del Piero, Figo og Kluivert myndu nenna að sparka í tuðra dag- inn út og inn bara sér til skemmtun- ar. Nýliðin Evrópukeppni sló öll fyrri met hvað varðar sjónvarps- áhorf og allvel fór um þá sem lögðu leið sína á leikvanga landanna tveggja. Fyrir utan skrílslæti enskra áhorfenda fór allt vel fram en áhorf- endur hafa oft verið fleiri. Bæði eru vellirnir sem leikið var á margir fremur litlir og eins er æ erfiðara fyrir knattspyrnuaðdáendur að nálg- ast miða sökum strangrar gæslu sem ætlað er að koma í veg fyrir að fót- boltabullur heimsins af andstæðum fylkingum lendi saman hlið við hlið innan um friðsamt fólk. Hin stranga gæsla nálgaðist oft að vera hreinlega hlægileg, sérstaklega I Belgíu. Virt- ist engu skipta þótt þjóðir þekktar af spakmennsku einni saman væru að leiða saman hesta sina, Belgar vildu hafa vaðið fyrir neðan sig og gull- tryggja að allt færí vel fram. Ekki er laust við að þessi stranga gæsla hafi farið í taugarnar á aðdáendum sem lögðu leið sína á vellina þótt vissu- lega sýndu menn skilmng a nauðsyn öflugrar löggæslu. í Bragge, þar sem undirritaður fór að sjá leik Frakka og Spánverja, var belgíska lögreglan búin að girða af nokkurra kílómetra radíus í kringum leikvang- inn, sem vel að merkja er í miðju íbúðahverfi. Var sumsé búið að loka fleiri þúsund manns inni í hverfinu en sumir létu sér vel líka og sátu í görðum sínum og fylgdust með áhorfendum streyma fram hjá. Flestir heldu sig hins vegar víðs fjarri, einn íbúinn sem var á leiðinni í bíltúr þegar okkur bar að garði sagði að þetta væri svo vitlaust að það væri eiginlega ekki hægt að horfa upp á þetta enda ætlaði hann ekki að gera það lengur! Miðaskipti algeng UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, gerði venjulegu fólki eins erfitt fyrir og mögulegt var með að nálgast miða, áherslan er mikil á öryggið, sem er gott, en því miður fylgir auknum vinsældum knatt- spyrnunnar ákveðið sinnuleysi knattspyrnuyfirvalda gagnvart al- mennum áhorfendum. Dapurlegt var að sjá auð sæti á leikvöngunum sem margir hefðu gjarnan viljað fylla ef kostur hefði verið. Fólk gat að vísu sótt um á netinu en það skil- aði fáum miklum árangri. Flestir fengu miða í gegnum knattspymu- samband lands síns en flestum þátt- tökulandanna var einungis úthlutað einhverju magni af viti á sína leiki og því var erfitt fyrir fólk sem vildi skipuleggja almennilega ferð og sjá nokkra leiki að koma öllu heim og saman. Þeir sem hins vegar létu slag standa og drifu sig á staðinn komust að því að það var nákvæmlega ekk- ert mál að fá miða á svarta markað- inum og það meira að segja á nánast nafnvirði, stundum jafnvel minna! Málið var að vegna þess hversu erfitt var að fá miða höfðu menn keypt miða á alla þá leiki sem þeir gátu en höfðu kannski engan áhuga á að fara á. Miðaskipti milli áhorfenda vora al- geng og svartamarkaðsbraskararnir stóðu fæstir undir nafni sem slíkir, heldur vora bara venjulegir knatt- spyrnuaðdáendur að reyna að bjarga sér. Bullumar hefðu sumsé getað reddað sér sem fyrri daginn og „fæl- ingai-mátturinn" af kerfinu flókna hélt einkum í burtu sönnum aðdá- endum sem nenntu ekki að standa í öllu veseninu. Þefr sem létu sig hafa það fengu hins vegar mikið fyrir sinn snúð, frá- bæran fótbolta, glæsilega velli, ynd- islega áhorfendur og nálægð við hálfguði sem maður hefur kannski aldrei tækifæri til að sjá aftur. Svo er líka svo rosalega langt til Japan og Suður-Kóreu þar sem HM verður haldið eftir 2 ár... Þannig að fyrir þá sem ekki nenna hinum megin á hnöttinn er það Portúgal næst eftir 4 ár. Vonandi verður það jafn frábær keppni en það verður erfitt fyrir Portúgala að feta í fótspor þeirra Niðurlendinga sem skiluðu einhverri bestu keppni sem haldin hefur verið. Skjóttu■ á -úrsWtin ■ Þú getur skotiö á úrslit leikjanna í hverri umferð. Vikulega verða dregnir út símar frá Símanum-GSIVI ásamt GSM Frelsi og miðum á leikina ( Landssímadeildinni. I lokaumferðinni verður svo dreginn út óvæntur og glæsilegur vinningur. LANDSSIMADEILDIN mbl.is Hlíðarendi Valur - KA í kvöld kl. 20 Valsmenn! Stöndum saman og styöjum okkar félag Áfram Valur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.