Morgunblaðið - 09.07.2000, Side 12

Morgunblaðið - 09.07.2000, Side 12
12 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ f Lax, sióbirt- ingur, Lax og urriði (sjdbirtingur) telj- ast til laxfíska. Þessir fískar klekjast í rennandi vatni og eru þar sem seiði en ganga síðan til sjávar eða í stöðuvötn. Laxinn hrygnir í rennandi vatni og binst uppeldisstöðvum sínum sterkum böndum. Laxa- seiðin ganga til sjávar eftir 2-5 ár þar sem þau dvelja næstu 1-3 árin. Laxinn er ránfískur og urriði stækkar ört í sjónum. Kyn- þroska snýr hann aftur á upp- eldisstöðvarnar og hrygnir. Urriðar eru ýmist staðbundn- ir og lifa í stöðuvötnum og ám eða ganga til sjávar og kallast þá sjóbirtingur. Þeir geta snúið aftur í ferskvatn og gengið til sjávar nokkrum sinnum áður en þeir verða kynþroska og hrygna þá yfirleitt í sinni heimaá. Laxalús Laxalús er krabbadýr og algengt sníkjudýr á laxfískum. Lúsin fínnst einungis á laxfískum í sjó, en drepst fljótlega eftir að fískur- inn gengur í ferskt vatn. Lúsin verpir eggjum og úr þeim koma lirfur. Frá einni laxalús geta kom- ið 200-1.200 lirfur sem dreifast um sjóinn. Lirfumar berast með straumum eða synda um í allt að þijár vikur þar til þær finna lax- fisk og festa sig við hann. Þær ganga í gegnum fjögur þroska- st.ig án þess að hreyfa sig og lifa Laxalýs á ýmsum ævistigum. þá á Iíkamsvessum físksins. Á næstu tveimur þroskastigum get- ur lúsin hreyft sig til og lifir þá á slími og roði fisksins. Bit þeirra getur valdið sárum og sýkingum og dregið fískinn til dauða. Villtur lax er í út- rýmingarh ættu Morguntalaðið/Guöni Einarsson Dr. James Butler með fisk sem rataði í gildru hans í Dondonnell ánni. Dr. James Butler líffræöingur hefur starfaö hjá Wester Ross Fisheries Trust frá stofnun þessfyrirtæpum fjórum árum. / IWester Ross starfa sex fiskeldisfyrir- tæki sem reka klak- og seiðaeldis- stöðvar og sjókvíar á 17 stöðum. Þar eru alin um 20 þúsund tonn af laxi. Að sögn dr. Butlers er ástandið fremur dapurlegt í ánum í Wester Ross. I sumum er engin veiði og öðrum enginn villtur lax. Þar af leiði að það komi ekki lengur stangveiði- menn; leiðsögumenn og veiðiverðir atvinnulausir. Hótel sem sérhæfðu sig í móttöku veiðimanna reyna nú að laða fólk í strand- veislur og hafa tilboð fyrir ellilífeyrisþega. Stangveiðin var áður mikilvægur atvinnuvegur og segir dr. Butler að sam- kvæmt könnun sem gerð var 1994 hafi hver veiddur fiskur, hvort heldur lax, urriði eða sjóbirtingur, skilað 100 pundum (11-12 þúsund krónur) inn í efna- hagslíf héraðsins. Dr. But- ler nefnir sem dæmi hótel við Loch Maree. Aður fyrr veiddust um 2.000 sjóbirt- ingar þar á ári og voru átta leiðsögumenn í fullri vinnu yfir veiðitímann. Nú veið- ast um 100 sjóbirtingar og er einn leiðsögumaður í hlutastarfi. Slys undir yfirborðinu Dr. Butler segir að ástand laxastofna á svæð- inu sé mjög alvarlegt og hætt við útrýmingu þeirra. Sjóbirtingurinn sé ekki í útrýmingarhættu vegna þess að alltaf verði urriða- hrygnur sem hrygni og viðhalda stofninum. Lax- inn gangi hins vegar allur í sjó og ef allir fiskamir týn- ist í sjónum þá komi eng- inn lax til baka. „Urriða- stofninn er í góðu lagi, en það verður ekki það sama sagt um laxinn og sjóbirt- inginn. Það bendir til þess að vandamálið tengist haf- inu,“ sagði dr. Butler. Nú eru uppi áætlanir um að ala seiði villtra laxa þar til þau verða kynþroska og sleppa síðan seiðum af þessum náttúrulegu stofn- um í árnar sem þau eru ættuð úr. Dr. Butler segist standa frammi fyrir þeim vanda að í sumum ám sé ekki lengur neinn fiskur til að rækta undan. I þær verði líklega flutt seiði undan fiski úr nærliggj- andi ám. Hann sagði að þarna hefði orðið umhverf- isslys. „Ef í hlut hefðu átt tígrisdýr eða önnur land- dýr í útrýmingarhættu, sem fólk sér alla jafna, þá hefði þetta verið kallað umhverfisslys. En fiskam- ir eru undir vatnsyfirborð- inu og enginn sér þá,“ sagði dr. Butler. Fiskeldið er pólitískt viðkvæmt mál að hans sögn og ekki hjálp- ar heldur að laxveiði hefur f lengstum verið álitin yfir- stéttariðja. Einsleitir eldisfiskar Margir óttast að eldis- fiskai- sem sleppa parist við villta fiska og valdi þannig erfðamengun. Eykst ekki hættan á því þegar villti stofninn er fá- liðaður og veikburða? „Sé villti stofninn heil- [ brigður þá mundi erfða- blöndunin gefa af sér van- fc hæfari einstaklinga sem fj: yrðu líklega undir í lífsbar- áttunni. En, ef villti stofn- inn á í vök að verjast, af hvaða ástæðu sem er, þá era meiri líkur á að blönd- uðu fiskarnir hfi af. Vand- inn við eldisfisk er að hann rekur ættir sínar til mjög fárra forfeðra. Það era s ræktaðar milljónir fiska undan fáeinum einstak- lingum. Erfðafræðileg fjöl- breytni er því lítil, þetta er næstum því einræktun. Það er ágætt upp að vissu marki. En ef einhver hörmung steðjar að í um- hverfinu, til dæmis þurrk- ur eða mjög kaldur vetur, - eitthvað sem eldisfiskur- inn ræður ekki við - þá , drepst hann líklega allur. Villtu dýrin búa yfir |j miklu meiri erfðafræði- jí legri fjölbreytni og því meiri líkur á að einhverjir einstaklingar lifi af. Þann- ig virkar náttúraval! Nú hefur gengið svo á villtu stofnana að þeir era ákaf- lega berskjaldaðir gagn- vart útrýmingu vegna eld- isfiska." Dr. Butler segir vand- ann sem steðjar að laxfisk- unum mai-gslunginn. „Einn höfuðvandinn er hækkandi hitastig í úthaf- Loch Linnhe heldur sé fækkun full- vaxinna fiska farin að draga úr nýlið- un í öðram hlutum vestanverðra Há- landa. Leitað nýrra leiða Samskipti fiskeldismanna og þeirra sem bera hagsmuni villtu fiskistofnanna fyrir bijósti hafa ekki verið upp á það besta, að sögn dr. Watts. Til þessa hafa þeir aðallega talast við í fjölmiðlum. „Það hefur meira einkennst af gagnkvæmum ásökunum en leit að lausnum, menn hafa reynt að forðast vandann. í árs- byrjun 1999 áttum við fund með þá- verandi fiskimálaráðherra, Sewell lá- varði, og lögðum til að unnið yrði að því að þeir sem ættu hagsmuna að gæta vegna villtu laxfiskanna og fisk- eldismenn hittust og leituðu lausna. Nú hefur verið settur á laggimar þríhliða starfshópur þar sem eiga sæti fulltrúar fiskeldisgreinarinnar, fulltrúar þeirra sem hafa hagsmuni af villtum laxfiskum og bera velferð þeirra fyrir brjósti, og fulltrúar skosku heimastjómarinnar." Dr. Watt segir að þessi starfshóp- ur hafi komið með ýmsar tillögur, m.a. að gerðir verði samningar um stjómun svæða, þ.e. einstakra fjarða og hluta strandlengjunnar. Einn af meginþáttum slíkra samninga verði ákvæði um fækkun laxalúsa í laxeld- isstöðvunum. Sérstaklega áður en seiðin ganga til sjávar úr ánum. Þess- ir samningar um svæðisstjórnun hafa aðallega verið á herðum stað- bundinna fiskverndarfélaga, t.d. LDFT. Dr. Watt leynir ekki áhyggj- um sínum af því að allt þetta ferli sé handaþvottur af hálfu skosku heima- stjómarinnar. Hún forðist að axla ábyrgð með því að taka sjálf á vand- anum en ýti honum til staðbundinna aðila - geri þetta að staðbundnum vandamálum. „Við reyndum að gera þeim það ljóst að heimastjórnin yrði að vera hluti af þessu ferli, því á endanum hlýtur að verða krafist stefnubreyt- ingar í málefnum fiskeldisins," segir dr. Watt. Þrátt fyrir allt er ekkert betra í boði um þessar mundir og því reyna menn sitt besta til að ná ein- hvers konar samkomulagi. Hann segir að reynsla íra bendi til þess að hægt sé að ná stjóm á laxalúsinni og það leiði til bata fyrir villtu laxfisk- ana. Sloppnir fiskar á flækingi LDFT og Lochaber Salmon Fish- eries Board eiga nú í viðræðum við tvö stór fiskeldisfyrirtæki um stjóm- un á tveimur innfjörðum. Enn hefur ekki verið komist að neinu samkomu- lagi. A borðinu liggja tvö samnings- uppköst, en dr. Watt treysti sér ekki til að segja hvort nokkuð yrði af samningum. „Eitt af því sem við vilj- um er að Iaxalúsum, sem verpa síðla vetrar og á vorin, verði eytt áður en gönguseiðin fara til hafs. Það er stórt verkefni og getur reynst erfitt fyrir fiskeldisfyrirtækin að uppfylla. Við viljum einnig fá að fara í laxeldis- stöðvamar og fylgjast með ástandinu í kvíunum, telja lýsnar á hinum ýmsu árstímum. Eins viljum við fá að vita af lyfjagjöf. Það er ákaflega mikil- vægt að samkomulag náist um gagn- kvæma upplýsingagjöf. Nú höfum við engin ráð til að fylgjast með því að staðið verði við samkomulag, sem kann að verða gert, hvað þá að fram- fylgja því. Þess vegna er svo mikil- vægt að skoska heimastjómin eigi beina aðild að samkomulaginu. Þeir eru þeir einu sem geta beitt þvingun- araðgerðum til að staðið verði við samninga." Aðspurður um fiska sem sleppa úr eldisstöðvum sagði dr. Watt erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar um fjöldann. Oft skýli menn sér á bakvið viðskiptaleynd og að þeir einu sem eigi að vita hið sanna séu fiskeldis- mennirnir sjálfir og skosk stjórnvöld. „Við höfum komist að því að atriði á borð við útbreiðslu sjúkdóma og sloppna fiska era sveipuð leynd. Mín persónulega skoðun er sú að það sé rangt. Sjúkdómar og sloppnir fiskar snerta villta fiskistofna og kemur því verndarsamtökum og öðram at- vinnugreinum við. Stangveiðar vora mikilvæg atvinnugrein og þegar at- hafnir eins skemma fyrir öðram finnst mér fáránlegt að sveipa þær p athafnir leynd.“ Önnur áhyggjuefni era möguleik- ! arnir á erfðamengun villtu stofn- anna, eins að smitsjúkdómar breiðist út. Dr. Watt segir að þau hjá LDFT hafi til dæmis veitt eldislax smitaðan af ISA-veiki. Töluvert er um að sloppnir eldis- fiskar flækist upp í árnar. „Við höfum fundið eldislaxa í flestum ám í Loeha- ber og þeir fjölga sér þar. Það eru te heilmiklar upplýsingar til í Noregi um hrygningu eldislaxa í laxám. Til LS dæmis í ánni Vosso í Vestur-Noregi, þar hafði eldisfiskur hreinlega yfir- tekið ána. Yfir 80% af hrygningarhol- unum í ánni vora frá eldishrygnum," segir dr. Watt. Hann nefnir laxveiðiá í Lochaber þar sem allir stangar- veiddir fiskar í fyrra vora eldisfiskar. Þetta sé áhyggjuefni þegar litið sé til afkomumöguleika náttúralegu stofn- anna. Dr. Watt óttast að eldisfiskar ||, parist við villta fiska og þannig tapist jf í arfgerð stofna sem aðlagast hafa staðbundnum aðstæðum. Hann segir að til þessa hafi menn fyrst og fremst fengist við einkennin, í stað þess að ráðast að sjúkdóms- valdinum. Nú era uppi hugmyndir um að spoma við öfugþróuninni og reyna að endurreisa lífríki ánna. Áform era uppi um að safna seiðum, þar sem þau fínnast, og ala í seiðaeld- isstöðvum til kynþroska. Þannig g| verður hægt að varðveita stað- j bundna stofna og sleppa síðan af- kvæmum þeirra í sínar uppranaár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.