Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 29 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HINAR STÓRU STUNDIR Allar þjóðir eiga sínar stóru stund- ir, sem þær halda hátíðlegar. Þessar stundir eru sameinandi þáttur í lífi þjóðanna. Þess vegna halda sjálfstæðar þjóðir þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan. Þess vegna efndu Frakkar til mikilla, eftirminnilegra og ógleyman- legra hátíðahalda á 200 ára afmæli frönsku byltingarinnar svo að dæmi sé nefnt. Allar þjóðir leggja áherzlu á að byggja einhver þau mannvirki, sem eru tákn- ræn fyrir þær með einhverjum hætti. Það geta verið kirkjur, menningarhús eða einhver önnur mannvirki, sem lýsa sjálfstæði og reisn, myndarskap og menningarbrag. Þetta hefur verið gert um aldir. Það er gjarnan deilt um slíkar byggingar. Deilur standa um útlit þeirra, kostnað við byggingu þeirra o.s.frv. Þegar upp er staðið gleymast þessar deilur og eftir standa mannvirki, sem eru stolt þjóðanna, þegar gesti ber að garði. Stolt okkar íslendinga er fyrst og fremst saga okkar. Fáar þjóðir geta sagt með nokkurri nákvæmni: Á þessu ári hófst byggð í þessu landi. Enn færri þjóðir geta státað af löggjafarþingi, sem á sér rúmlega 1000 ára sögu og til eru skriflegar heimildir um, hvernig var stofnað og hvernig staðarvalið fór fram. Það eru heldur ekki margar þjóðir, sem eiga svo nákvæma lýsingu á því, hvernig það bar til að þær tóku kristna trú eins og við Islendingar. Ætli það séu mörg dæmi um það, að dagblað gefi út fylgiblað 1000 árum seinna, sem að lang- mestu leyti byggist á skrifuðum heimild- um fyrri alda um þann atburð eins og Morgunblaðið gerði fyrir rúmri viku? Þegar 1000 ár voru liðin frá stofnun Alþingis voru Islendingar enn fátæk þjóð og fámenn. Samt hélt þessi þjóð upp á 1000 ára afmæli Alþingis með slíkum glæsibrag að í minnum er haft. Þeir sem fóru til Þingvalla þá gleyma þeirri stund aldrei. Og þá voru litlir peningar til í landinu, í raun og veru engir. En þjóðin sameinaðist á Þingvöllum á þeirri hátíð. Islendingar voru litlu efnaðri tæpum einum og hálfum áratug síðar þegar þjóðin sameinaðist í rigningu á Þingvöll- um til þess að stofna lýðveldi. Öðru máli gegndi, þegar komið var saman á Þingvöllum árið 1974 til þess að minnast ellefu hundruð ára afmælis Is- lands byggðar. Þá komu þar saman 60 þúsund manns og verður sá dagur ógleymanlegur þeim, sem þar voru sam- an komnir. . Auðvitað kom ekki annað til greina en minnast 50 ára afmælis lýðveldisins sumarið 1994 á Þingvöllum þótt umferð- ai'vandamál nútímans hafi varpað skugga á þau hátíðahöld. Það kom heldur ekki annað til greina en minnast 1000 ára afmælis kristnitök- unnar á Þingvöllum. Ákvörðun Alþingis fyrir 1000 árum er einn af merkustu at- burðum í lífi íslenzku þjóðarinnar. Menn geta deilt um það hvort sú ákvörðun hafi verið rétt en enginn getur dregið í efa þá sögulegu þýðingu, sem hún hefur haft fyrir þjóðina. Það er rangt, sem haldið hefur verið fram, að peningum almennings hafi ver- ið sóað með því að efna til kristnihátíðar á Þingvöllum eitt þúsund árum síðar. Þeir fjármunir, sem lagðir voru til þess- ara hátíðahalda, skila sér bæði í beinum verklegum framkvæmdum og menning- arlegri arfleifð. Vegaframkvæmdir standa áratugum saman og koma lands- mönnum til góða þótt langt verði um lið- ið frá kristnihátíð. Ritun kristni sögu er merkur menningarviðburður svo að dæmi sé nefnt. Hið sama á við um hátíða- höldin 1974 og 1994. Þegar efnin voru lítil gátu Islendingar sameinast á hinum stóru stundum sögu sinnar. Þegar fjöldi landsmanna hefur tvöfaldast og þjóðin er orðin ein af rík- ustu þjóðum heims rísa upp einstakling- ar, sumir vel menntaðir, og ráðast af þröngsýni og lágkúru á þessi hátíðahöld. Sú röksemdafærsla, að peningunum, sem varið hefur verið til kristnihátíðar, hefði verið betur varið til margvíslegra þarfra málefna, er ekki svara verð. Þá röksemd er hægt að nota við hvert ein- asta tilefni, sem sker sig úr að einhverju leyti, eða við hverja einustu fram- kvæmd, sem ráðist er í fyrir opinbert fé. Staðreyndin er sú, að íslenzka þjóðin hafði efni á því að halda veglega kristni- hátíð en hún hafði ekki sömu efni árið 1930 og 1944 en gerði það samt með reisn. Sumir spyrja hverju hafi verið fagnað á Þingvöllum fyrir viku. Þarf að svara svona spurningum? Getur einhver hald- ið því fram með rökum, að ákvörðun Al- þingis fyrir 1000 árum hafi ekki verið ein merkasta ákvörðun, sem tekin hefur verið í sögu þessarar þjóðar? Það er leiðinlegt að horfa upp á nei- kvæðar umræður af því tagi, sem lands- menn hafa orðið vitni að síðustu daga, þótt hverjum sýnist sitt eins og alltaf er. Og ekki væri úr vegi að leyfa einum merkasta andlega leiðtoga þjóðarinnar að vera í friði af þessu tilefni, hvað sem deilum líður að öðru leyti. Yfir kristnihátíð ríkti sá fagri blær, sem hún átti skilið, og sú arfleifð sem er forsenda hennar. Það skal endurtekið að þetta var góð hátíð og áfallalaus og allir, sem að henni komu, eiga þakkir skilið. Það er rangt að þjóðin hafi leitt hátíðina hjá sér. Hún var að vísu ekki eins fjöl- menn og sumar fyrri hátíðir, en þá skulu menn ekki gleyma því að sjónvarps- tækninni hefur fleygt fram og mikill fjöldi landsmanna fylgdist með henni í sjónvarpi. Kristnihátíðin fór fram af þeim virðuleik, sem hæfði henni, eins og vera bar. Forystugreinar Morgunblaðsins 9. júlí 1950: „Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti á síðasta fundi sínum reikning Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1949, sem þá var lagður fram fullprentaður og endur- skoðaður. Gunnar Thorodd- sen, borgarstjóri, sem lagði reikninginn fram, hjelt við það tækifæri ræðu og gerði grein fyrir höfuðdráttunum í fjárreiðum bæjarins. En enginn af fulltrúum minni- hlutaflokkanna tók til máls að ræðu hans lokinni. Engri athugasemd, ekki einni ein- ustu, var hreyft í bæjar- stjórninni af þeirra hálfu. 9. júlí 1970: „Mikill fjörkipp- ur hefur komið í iðnaðar- framleiðslu landsmanna að undanfömu og útflutningur hefur stóraukizt það sem af er þessu ári. Sjávarafli hefur verið mikill og verðmæti út- fluttra sjávarafurða hefur aukizt til mikilla muna frá fyrra ári. Veruleg verðmæta- aukning útflutningsafurða í öðrum atvinnugreinum hefur einnig átt sér stað. Skýrslur Hagstofunnar yfír út- flutningsverðmæti fyrstu mánuði þessa árs sýna að veruleg aukning hefur verið í útflutningi iðnvarnings, landbúnaðarafurða og áls. Á sama tíma virðist kaupgeta aukast þar sem innflutning- ur fer einnig vaxandi. Hvarvetna er nú grózka og stöðugur viðgangur í at- vinnulífinu. i REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 8. júlí Fyrir nokkrum dögum var staddur hér á landi friðar- verðlaunahafl Nóbels, José Ramos-Horta, einn af leið- togum sjálfstæðisbaráttu Austur-Tímora. í ræðu, sem hann flutti á ráðstefnu, sem fjallaði um Trú á framtíðina, sagði hann að mikil fátækt margra þróunarríkja væri ein mesta ógn við frið og stöðugleika í heim- inum. Hann upplýsti að 1220 milljónir manna drægju fram lífið á innan við 76 krónum á dag. Jafnframt að 880 milljónir hefðu engan aðgang að læknisaðstoð, að 2600 milljónir skorti almenna hreinlætisaðstöðu og að 20% mannkyns hefðu engan aðgang að hreinu vatni. Síðan sagði José Ramos-Horta: „Vesturveldin ættu því að huga betur að því að fella niður skuld- ir fátækra ríkja og veita þeim aðgang að mörkuð- um sínum. Þetta ættu þau að gera, ekki eingöngu af meðaumkun, heldur líka af hagsýni. Því bætt- um efnahag fylgja auknar líkur á friði og stöðug- leika og íbúa slíkra ríkja eiga tækifærissinnaðir stjómmálamenn erfiðara með að notfæra sér.“ í samtali í föstudagsblaði Morgunblaðsins seg- ir friðarverðaunahafi Nóbels: „En ég bendi líka alþjóðasamfélaginu sérstaklega á nauðsyn þess, að barizt sé hart gegn fátækt í heiminum. Eg lít á fátækt sem mestu ógnunina við heimsmenning- una og stærstu ógnina við frið í heiminum." Ummæli José Ramos-Horta um sjálfstæðis- baráttu Austur-Tímora eru umhugsunarverð. Hann segir: „En baráttan fyrir réttlæti og lýð- ræði er ekki búin, því að sjálfstæði er ekki bara það að eiga fána, þjóðsöng og ríkisstjóm. Sjálf- stæði þýðir baráttu gegn fátækt, útrýmingu mal- aríu, þerkla og smitsjúkdóma í landinu, að gefa hverju einasta barni í landinu mjólkurglas. Það þýðir líka kennslubækur og tölvur í staðinn íyrir byssur sem leikföng.“ Fyrir tæpu ári, hinn 27. júní 1999, birtist hér í Morgunblaðinu athyglisvert viðtal eftir Dagfinn Sveinbjörnsson við Amartya K. Sen, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir framlag sitt til velferðarhagfræði. Höfundur viðtalsins segir í inngangi: „Sen kemur alltaf að þeim kjarna máls- ins, að jafnvel í örfátækum þjóðfélögum er fært að bæta velferð þeirra, sem era verst staddir. í þjóðfélögum, þar sem gaumur er gefinn að hin- um fátækustu meðal fátækra, er mögulegt að bjarga lífi þeirra, auka lífslíkur og fjölga tæki- færam þeirra með aukinni menntun og upp- byggjandi vinnu. I þjóðfélögum, þar sem ekki er hirt um hina fátæku, er það vel hugsanlegt, að milijónir deyi í hungursneyð, jafnvel í miðri efna- hagslegri uppsveiflu, rétt eins og átti sér stað í Bengal árið 1943. Skilaboðin, sem Sen færir, eru eins skýr og orðið getur. Vöxtur árlegra þjóðar- tekna er ekki nóg til þess að þjóðfélög þróizt, ef svo má segja. Það verður ekki síður að hyggja að félagslegum markmiðum og hyggja þá jafnvel helzt að þeim, sem era veikastir fyrir, og leggja t.a.m. áherzlu á að ekki sé síður fjárfest í heilsu og menntun stúlkna en drengja." I samtali þeirra Dagfinns Sveinbjörnssonar og Amartya K. Sen segir Dagfinnur: „Þegar hug- myndii’ þínar og kenningar hafa verið kynntar hafa viðbrögð manna gjarnan verið á þann veg, að allt sem þú hefur boðað sé í raun augljóst. Þá vísa ég til þess, sem þú hefur lagt áherzlu á; mik- ilvægis menntunar, heilsugæzlu, að stúlkur hljóti menntun til jafns við drengi. I stuttu máli: Sú áherzla, sem þú hefur lagt á mikilvægi þess, að hið opinbera stuðli að félagslegri velferð. Hvern- ig mundir þú bregðast við athugasemdum af þessu tagi?“ Amartya K. Sen svarar og segir: „Ég mundi taka undir. Að sjálfsögðu er þetta augljóst. En þegar augljósum hlutum er ekki gefinn gaumur verður að benda á þá. Það er nú einu sinni þann- ig, að fyrir hverja háskólamenntaða manneskju í Kína era sex á Indlandi. En þrátt fyrir þetta, á meðan Kína hefur smám saman þokast nær því, sem nefna má altækt læsi, að minnsta kosti með- al hinna ungu, þá er helmingur fullorðinna Ind- verja ólæs og tveir þriðju kvenna kunna ekki að lesa. Það er ekki nóg að vísa til þess, að þetta séu brestir. Það verður að berjast fyrir því, að þetta fái athygli. Fólk gerir ýmislegt sem er augljós- lega slæmt. Það er augljóst að glæpir era and- styggilegir. En engu að síður fer fólk um og fremur glæpi. Það er augljóst að það er ekki rétt að drepa lítil skólabörn í Bandaríkjunum en þrátt fyrir það gengur fólk um með byssur og drepur bömin. Að mínu mati er staðreynd málsins sú, að sumt af því, sem við segjum, verður ekki leitt í ljós án erfiðrar greiningar... þegar ég tala um hryllinginn, sem fylgir ólæsi á Indlandi, þá er ég að gera tvennt. Eitt er að benda á að þetta er augljóst og að fólk ætti að vita þetta. Allir ættu að vita af þessu. En staðreyndin er sú, að þetta er vanrækt. Að þetta sé augljóst jafngildir því síður en svo að þetta sé sjálfkrafa viðtekið, sem vanda- mál. í annan stað er ég að vekja athygli á því, að í þessum efnum er ýmislegt, sem er alls ekki aug- ljóst. Ollum er ljóst, að ef þú ert ólæs mun líf þitt verða afar takmarkað. Þú getur hvorki lesið né skrifað, þú getur ekki skilið, hvað aðrir era að segja. Þú getur ekki skrifað bréf og ekki fengið bréf og lesið það og svo framvegis. Þetta nefni ég vegna þess, að því fer fjarri, að öllum sé ljóst að þetta einfalda atriði er tilefni til heilmikilla rann- sókna sem hafa að markmiði að sýna fram á, að ólæsi hefur afar slæm efnahagsleg og félagsleg áhrif á aðrar breytur. Til dæmis er það ein væn- legasta leiðin til þess að draga úr barneignum að auka læsi meðal kvenna. Þetta er vitanlega sakir þess, að læsi kvenna veitir þeim styrkari rödd innan fjölskyldunnar. Við vitum að tíðar fæðing- ar og bamauppeldi koma fyrst og fremst niður á lífí ungra kvenna. Þess vegna er allt, sem styrkir rödd ungra kvenna og vald í ákvarðanatöku heimilisins, til þess fallið að lækka fæðingartíðni. Með nákvæmlega sama hætti er dregið úr dánar- tíðni ungra barna með því að kenna konum að lesa. Og af nákvæmlega hinu sama ráðast tæki- færi til þess að njóta efnahagslegrar þróunar í heimi nútímans, þar sem alþjóðavædd viðskipti verða sífellt mikilsverðai’i, af færni þinni til þess að framleiða afurðir samkvæmt tilteknum skil- yrðum gæðastjórnunar og hún krefst læsis. Af öllum þessum sökum er læsi ekki einungis mikil- vægt í daglegu lífi okkar, sem er hið augljósa. Það eru einnig tengsl, sem era ekki augljós, nefnilega að læsi er afar mikilvægt hvað varðar eðli efnahagslegrar þróunar. Og það er einnig af- ar mikilvægt hvað varðar félagslegar breytingar t.d. hvað varðar jafnrétti kynjanna og fjölmargt annað. Þetta samhengi birtist okkur ekki nema fyrir tilstilli reynslurannsókna, þótt það sé ekki öllum ljóst undireins. Og það vill svo til að ég hef átt ofuriítinn þátt í þessu.“ Loforð og vanefndir Sl. sunnudag birtist í Morgunblaðinu frásögn af ráðstefnu, sem haldin var í Genf fyrir skömmu til þess að fjalla um þann árangur, sem náðst hefði af fundi leiðtoga 186 ríkja, sem haldinn var í Kaupmannahöfn árið 1995. í frásögn fréttaritara Morgunblaðsins segir svo: „„Við höfum ekki náð þeim markmiðum, sem við settum okkur... við höfum ekki staðið við fyr- irheit okkar og alls ekki á tilsettum tíma. Það er hin dapurlega staðreynd. Við hefðum getað gert betur - miklu betur,“ sagði Poul Nyrap Rasmus- sen, forsætisráðherra Dana, í ræðu í Genf í vik- unni, er hann ávarpaði aukaþing Sameinuðu þjóðanna, haldið undir heitinu „Kaupmannahöfn plús fimm“.“ Ef staðið hefði verið við þær yfirlýsingar, sem gefnar vora í Kaupmannahöfn fyrir fimm áram, mundu sautján hundruð þúsund færri börn deyja á hverju ári að mati brezku hjálparsamtakanna Oxfam og vafalaust er hægt að finna fleiri slíkar tölur til þess að skýra afleiðingar vanefnda gef- inna loforða frá því árið 1995. I frásögn Morgunblaðsins segir síðan: „Skuld- bindingarnar tíu, sem þjóðarleiðtogarnir 186 skrifuðu undir í Kaupmannahöfn, voru almennt orðaðar en viðleitnin var góð. Þær tóku tO þess að skapa efnahagslegar, félagslegar, menningar- legar og lagalegar forsendur fyrir félagslegri þróun einstaklinga. Hvert land setti sér tíma- mörk til að útrýma sárastu fátækt og full atvinna var markmið. Miðað var við verndun mannréttinda og jafn- rétti kynjanna, rétt til menntunar og heilsu- gæzlu. Styrkja átti þróun vanþróuðustu ríkj- anna, ekki sízt í Afríku, þróunaraðstoð átti að miðast við félagslega þróun og alþjóðlegt sam- starf undir merki Sameinuðu þjóðanna átti að aukast á þessu sviði. Þegar nú er sagt, að ekki hafi verið nóg að gert, er erfitt að benda á að skuldbindingar hafi ekki verið uppfylltar, þar sem þær vora almennt orðaðar. Én undir al- mennu orðalagi vai’ til dæmis einnig miðað við, að ríki, sem veita þróunarhjálp, legðu 0,7% þjóðar- tekna í þróunarhjálp. Það hefur ekki gengið eftir og heldur dregið úr opinberri þróunarhjálp. Þar á móti kemur, að æ fleiri aðilar starfa nú á sviði þróunarhjálpar og sá geiri er orðinn mun einka- væddari en áður var. Hið dapurlega er þó, að mikið af aðstoð fer í neyðaraðstoð vegna náttúra- hamfara og styrjalda, en síður í langvarandi upp- byggingu." Oxfam, sem era samtök, sem einbeita sér að barnastarfi, segja, að þótt yfirlýsingar og loforð stefni að því að draga úr ungbarnadauða bendi margt til þess að hann aukist. Samtökin benda á, að aðstoð við þróunarlöndin sé ekki bara spurn- ing um hjálp heldur líka að hin efnuðu ríki heims Reykjavíkurhöfn. Morgunblaðið/Kristinn fjai’lægi margvíslegar viðskiptahindranir, sem komi illa við fátækustu þjóðirnar. Og þannig mætti lengi telja. Ummæli Nóbelsverðlaunahafanna tveggja, sem hér hefur verið vitnað til, og þær upplýsing- ar, sem fram komu á ráðstefnunni í Genf, benda til þess sama: að baráttan gegn fátækt í heimin- um gangi hægt - alltof hægt. Til þess liggja vafalaust margar ástæður en ein er sú, að sú barátta hefur alls ekki fengið nægilega athygli hjá þeim þjóðum, sem búa við mikil efni. Að einhverju leyti er það vegna þess, að þessar sömu þjóðir einbeittu sér flestar að kalda stríðinu í hálfa öld. Fjármunir þeirra gengu til þess að smíða stöðugt fullkomnari vopn og til þess að greiða annan kostnað af því stríði. Nú er því lokið og nú ættu allar aðstæður að vera fyrir hendi til þess að ríku þjóðirnar í heim- inum beini athygli sinni að því að aðstoða fátæku þjóðirnar við að komast upp úr þeim farvegi, sem þær þjóðir era í. í raun og vera er erfitt að sjá hvaða önnur meiri háttar verkefni era verðugra viðfangsefni fyrir þessar þjóðir, auk þess, sem það er þeim sjálfum til hagsbóta þegar til lengri tíma er litið. Þær hafa hag af því að markaðir stækki fyrir framleiðsluvörur þeirra. Þær hafa líka hag af því að koma í veg fyrir að smitsjúkdómar breiðist út á ný eins og því miður eru vísbendingar um, og fram kom í frétt í Morgunblaðinu fyrir nokkram dögum um aukna tíðni berkla í Noregi, sem veld- ur áhyggjum þar í landi. ■■■■■■■■■■■ Við Islendingar höfum Hlutverk aukið mjög umsvif okkar Tslpndimra á altóóðavettvangi á loivnumga nokkrum undanförnum árum. Starfsmönnum utanríkisþjónustunnar hefur fjölgað veralega. Ný sendiráð hafa verið opnuð og stefnt er að því að fjölga þeim enn á næstu misseram. Við tökum mikinn þátt í al- þjóðasamstarfi. Fulltrúar íslenzkra stjórnvalda era mikið á ferðinni. Islenzkh’ ráðamenn gera sumir hverjir mikið af því að sækja aðrar þjóðir heim. Allt bendir þetta til þess að við höfum nokkra þörf fyrir að láta rödd okkar heyrast á alþjóða- vettvangi. Vandi okkar hefur hins vegar verið sá, að á alþjóðlegan mælikvarða eram við smáþjóð. Sumir mundu segja örþjóð. Af þeim sökum er ekki hlustað mikið á okkur nema þar sem við skiptum máli. Við skiptum t.d. máli á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og þess vegna er hlust- að á okkur þar og í höfuðborgum þeirra ríkja, sem eiga aðild að Atlantshafsbandalaginu. Okkur tókst líka að láta hlusta á okkur, þegar við töluðum máli Eystrasaltsríkjanna áður en aðrir vora tilbúnir til þess að taka upp hanzkann fyrir þau á alþjóðavettvangi. Að sumu leyti kemur smæðin sér vel fyrir okk- ur. Þegar fulltrúar okkar tala vita þeir sem hlusta að við eigum engra leyndra hagsmuna að gæta. Við eram að lýsa okkar skoðunum án þess, að þar liggi sérstakir hagsmunir að baki nema í þeim tilvikum, þegar við eram augljóslega að gæta pólitískra eða viðskiptalegra hagsmuna okkar. Það hefur líka komið í ljós, að mörgum smærri þjóðum finnst gott að eiga samstarf við okkur um þróunarmál vegna þess, hversu litlir við erum. Af okkur stafar engin ógn fyrir sjálfstæði ríkjanna eins og gjarnan er þegar stórþjóðirnar eru á ferð. Hinar fátæku þjóðir heims hrópa á ríku þjóð- irnar og biðja um athygli og aðstoð. Samvizka hinna ríku þjóða krefst þess, að þær veiti þeim neyðarópum athygli. Á þessu sviði getum við haft mikilvægu hlutverki að gegna. Við eram svo fá að við höfum ekki yfir að ráða þeim fjármunum, sem duga til þess að hjálpa þessum þjóðum. En við er- um svo vel menntuð að við búum yfir þeirri þekk- ingu, sem getur komið að góðum notum. Við get- um kennt fátækum þjóðum að lesa. Við getum aðstoðað fátækar þjóðir við að koma upp hrein- lætisaðstöðu. Við getum miðlað þekkingu okkar til fátækra þjóða við uppbyggingu skólakerfa og heilbrigðiskerfa. Og við getum talað máli þeirra á alþjóðavettvangi. Útanríkisstefna okkar íslendinga á nýrri öld á að byggjast að verulegu leyti á því að við tökum að okkur þetta hlutverk í þeim mæli, sem við höf- um bolmagn til. Það er augljóst, að okkar bíða mikilvægar ákvarðanh á sviði utanríkismála, sem snúa að okkur sjálfum. Það á við um það hvernig við tryggjum öryggi okkar á tímum, þeg- ar miklar breytingar era að verða á samstarfi þjóðanna innan Atlantshafsbandalagsins á því sviði. Það á líka við um samskipti okkar við Evrópusambandið og afstöðuna til þess. En styrkur okkar á sviði utanríkismála er orð- inn það mikill að við getum gert meira en sinna okkar eigin hagsmunum. Þess vegna eigum við að ganga í lið með mönn- um eins og José Ramos-Horta og Amartya K. Sen við að draga athygli þjóða heims að vanda- málum fátæku þjóðanna og leggja okkar af mörkum til þess að hinir ríku takist á við þau vandamál. Það er mesta og stærsta verkefni ríku þjóð- anna á 21. öldinni að hjálpa þessu fólki frá fátækt til bjargálna. Og það verkefni tryggir þeim hlut- verk, sem skiptir máli, sem allh þurfa á að halda, og forðar þeim frá því að sóa lífi sínu í tilgangs- lausa efthsókn eftir enn meiri munaði í daglegu lífi. „En baráttan fyrir réttlæti og lýðræði er ekki búin, því að sjálfstæði er ekki bara það að eiga fána, þjóðsöng og ríkissljórn. Sjálf- stæði þýðir baráttu gegn fátækt, út- rýmingu malaríu, berkla og smitsjúk- dóma í landinu, að gefa hverju einasta barni í landinu mjólkurglas. Það þýðir líka kennslu- bækur og tölvur í staðinn fyrir byssur sem Ieikföng.“ (José Ramos-Horta í viðtali við Morgun- blaðið.) +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.