Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 520 7500 Bæjarhrauni 16 Hafnarfirði Fax 526 7561 hrAunhámar iTfflliMÉSIM) Úrval annars atvinnuhúsnæðis á skrá Flatahraun - Hf. - skrifstofuhúsn. L Um er að ræða skemmtil. ca 580 fm skrifstofuhúsn. á 2. hæð (öll hæðin) í þessu vandaða, glæsil., nýja húsi. Lyfta. Selst í einu eða tvennu lagi. Frábær staðs. og auglýsingagildi. Hagstætt verð. 51549 r Á BAKKA APAVATNS ^ Vorum að fá í einkasölu mjög gott 80,4 fm sumarhús í landi Austureyjar í Grímsnesi. Húsið skiptist m.a. í 3 góð svefnherbergi, stóra stofu, snyrtingu og baðherbergi. Mjög góð verönd í kringum allt húsið. Heitur pottur. Heilsárshús með heitu og köldu vatni allt árið. Húsið selst með innbúi. Frábær staðsetning á bakka Apavatns. Verð 9,5 millj. Suðurlandsbraut 54 - Við Faxafen - 108 Reykjavfk \__________INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali.____ SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI TIL SÖLU EÐA LEIGU LAUGAVEGUR Til sölu eða leigu er mjög góð 530 fm skrifstofuhæð á 2. hæð í lyftu- húsi innst á Laugaveginum. Hæðin getur leigst í einu lagi eða smærri einingum. Mögulegt er að fá hæðina innréttaða fyrir þarfir viðkomandi leigutaka. Tvær lyftur. Mjög góð bílastæði á baklóð. Fallegt útsýni. Laust nú þegar. SUÐURLANDSBRAUT Til leigu er 216 fm glæsileg skrifstofuhæð á 2. hæð í einu af bláu hús- unum við Faxafen. Skiptist i allt að 7 rúmgóð herbergi ásamt fundar- aðstöðu og kaffistofu. Mögulegt er að leigja einstök herbergi. Húsnæði í hæsta gæðaflokki. Laust nú þegar. SKIPHOLT Til leigu eða sölu er mjög góð 226 fm skrifstofuhæð á 2. hæð sem skiptist í mjög fallega móttöku og afgreiðslu og síðan 6 mismunandi stór skrifstofurými. Húsnæðið er laust nú þegar og getur hentað fyrir margskonar skrifstofu- og þjónustustarfsemi. Snyrtileg sameign sem og allt umhverfi. Laust strax. Uppl. veitir Brynjar Harðarson á skrifst.tíma eða í GSM 896 2299. Suðurlandsbraut 52, við Faxafen * Fax 530 1501 * www.husakaup.is MINNINGAR JÚLÍANA GÍSLADÓTTIR + Júliana Gísladótt- ir fæddist. í Reykjavík 10. nóvem- ber 1956. Hún lést 30. júní siðastliðinn. For- eldrar hennar eru Salóme Halldóra Magnúsdóttir og Gísli Víglundsson. Þau slitu samvistum. Seinni maður Salóme Ilalldóru er Jón Helgason. Systkini Júlíönu ciu Helgi Jónsson, Sigursteinn Gíslason og Sveinn Indriði Gíslason. Uppeldisbróðir er Guðmundur Baldvinsson. Árið 1986 giftist Júlíana Jóhann- esi Helga Jenssyni og þau eignuð- ust saman þrjú böm. Þau em: 1) Helga Dóra Jóhannesdóttir, f. 4.8. Elsku mamma. Ég veit ektó hvað ég á að segja við þig, ég veit að nú ert þú hjá Guði og þér líður loksins vel. Þótt ég sakni þín mikið þá líður mér vel að vita af þér í skýjunum eins og Jóhannes Helgi sagði, hann skilur ekki alveg að Úlla amma sé dáin en ég mun halda minningu þinni á lífi fyrir bæði Jóhannes Helga og Rebekku Sól. Ég veit að þú vakir yfir þeim. Ég fer mikið með bænina okkar núna og hún veitir mér styrk: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Ég bið fyrir þér, elsku mamma, að þú hafir fundið frið og gleði, takk fyrir allt og allt og ég elska þig. Friður sé með þér. Þín dóttir, Helga Dóra. Elsku Úlla mín. Þú varst yndisleg kona svo ljúf og góð. Ég man pabba- 1975. Sambýlismaður hennar er Jóhann Már Jóhannsson, f. 4.4. 1975. Börn: Jóhannes Helgi Friðriksson, f. 26.5.1995, og Rebekka Sól Jóhannsdóttir, f. 7.5. 1999. 2) Emilía Brynhildur Jóhannes- dóttir, f. 3.9. 1981. 3) Magnús Jóhannesson, f. 31.5. 1984. Júh'ana og Jóhannes skildu. Jú- líana fór í sambúð með Einari Hörðdal Jóns- syni og eignaðist með honum einn son, Guð- laug Halldór Einarsson, f. 20.10. 1992. Þau slitu samvistum. Utför Júlíönu fer fram frá Grafar- vogskirkju á morgun, mánudaginn 10. júlí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. helgamar. Þá varst það þú sem tókst á móti mér og hugsaðir svo vel um mig. Þú huggaðir mig þegar ég fékk í eyrun og þegar ég fékk heimþrá. Eft- ir að þið pabbi skilduð hittumst við reglulega uppi á Hífi þar sem þú varst að vinna. Þá ræddum við mikið saman um heima og geima. Þú hríngdii' í mig á afrnælum mínum sem mér þótti al- veg afskaplega vænt um. Ég veit að þú áttir erfitt en ég trúi því að þér líði vel núna og vakir yfir bömum þínum og styrkir þau í sorg sinni. Með þökk fyrir allt. Gunnlaug Olsen, Keflavík. Góða vinkona. Aldrei hefur mér reynst eins erfitt að koma orðum á blað eins og nú. Mér er farið eins og málaranum sem langar til að mála fallegustu myndina sína, eða ljóð- skáldinu sem ætlar að semja falieg- asta ljóðið - mig langar að skrifa fall- egustu eftirmælin sem skrifuð hafa verið, - um þig vinkonan mín - en ég kann það etód. HGMMIÐLUIMN Stoffcmenn: Svefrir Kristinsson iögg. fnstógnosofi, sölusfjóri, Þortófur St.GoÖmundsson,B.Sí., sölum.,Guómun<Jur Sigurjónsson löafr. og lögg.fosteiwiosali, skjologeró. Stefón Hrofn Stefónsson lögfr., sölum., Óskor R. Horiorson, sölumoóur, Kiprton _ Hollgeirsson, sölumodur, Jóhonno Voldimarsdóttir, ouglýsingor, gkndkeri, Ingo Hannesdóttir, simavorslo og ritori, Úlöf Jff* Steinarsdóttir, simavorsla og öflun skjolo, Rokel Dögg SÍgurgeirsoótté, simovarslo og öflun skjolo. 'Áí Sími Ö»H 9090 • Fax 588 9095 • Síöumúla 2 1 Hvað get ég sagt um þennan streng sem hefur tengst mér alla tíð. Við fitjuðum upp, tvær einar, langt úti á hjara veraldar. Við bjuggum til streng sem var sterkari en stál, hann var búinn til úr hlátrum bemskunnar, ótal uppátækjum, sameiginlegum upplifunum, löngum samtölum og leyndarmálum. Hann var búinn til úr gleði og góðum dögum, væntingum og vonbrigðum og stopulum samverum. Þegar ég hugsa um þig sé ég til að byrja með brosandi fallega andlitið þitt og hái hvelli hláturinn hljómar í höfðinu á mér. Þegar ég gái betur sé ég þreytuna í augunum, stundum hægar hreyfingar og utangátta huga. Ég sakna þess að þú ert ekki leng- ur í Bolungarvíkurhópnum okkar góða og ég vildi óska þess að við hefð- um farið vestur á sjómannadaginn, eins og til stóð. Þú vildir vita hvort það væri ennþá hægt að fara bakvið brimbrjótinn, þú sagðir að við gætum allavega reynt, fyrst við gátum það í fermingarkápunum, gætum við það örugglega þótt við værum orðnar kellingar. Við hefðum gert það vin- kona, tóöngrast um bryggjumar og setið í Traðarhymunni eins og í gamla daga. En eins og hún Ogga okkar seg- ir: „Það á aldrei að tala í þáskildaga- tíð, það er svo vont.“ Það er rétt, það er vont að velta sér upp úr - ef -, það er ekkert ef - bara sátt og samþyktó. Vinkona mín að eilífu, ég kveð þig og veit að þér líður vel með hinum englunum, þar svífur þú um í dansi við undirleik Cohen’s, í friði ogró. Elsku Helga Dóra og fjölskylda, elsku Milla, Magnús og Gulli, ég vona að allar góðu minningamarmuni leiða ykkur heil í gegnum ykkar mitóu sorg við fráfall foreldra ykkar og guð veri með ykkur og ömmu Sölu Dóra og öll- um hinum sem misst hafa svo mikið. „Þeim mun dýpra sem sorgin gref- ur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. Sum ykkar segja: „I heimi hér er meira af gleði en sorg,“ og aðrir segja: „Nei sorgirnar era fleiri." En ég segi þér: Sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu og þegar önnur situr við borð þitt sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt milli gleði og sorgar.“ (Kahlil Gibran.) Hildur Finnsdóttir. Sérhæð óskast Fjársterkur kaupandi hefur beðið okkur um að útvega 140-180 fm sérhæð í Hlíðunum eða Vesturbænum. Staðgreiðsla í boði. 9616 „Penthouse“ íhúð óskast Traustur kaupandi hefur beðið okkur um að útvega „penthouse" íbúð eða íbúð ofarlega í lyftublokk með útsýni. FASTEIGNASTOFAN Reykjavíkurvegi 6o • 220 Hafnarfjörður • Fax 565 4744 vantar JLLA . eignir á skrá síxtti « 565 5522 LAMBHAGI, ÁLFTANESI SÆVANGUR Nýkomiö í einkasölu þetta glæsi- lega, einlyfta einbýli á hreint frá- bærum stað á Álftanesinu. Húsið stendur á stórri, vel ræktaðri sjávar- lóö í barnvænum og friösælum botnlanga. Magnað útsýni yfir Rvk. svæöið. Húsiö er allt í mjög góöu ásigkomulagi og því fylgir stór, tvöf. bílskúr. v _______________________________ Vorum að fá f einkas. þetta fallega, pallabyggða einbýli sem er 177 fm auk 34 fm bílsk, alls 211 fm. Húsiö er frábærlega staðsett meö opiö útsýni út á fjöröinn. Sérlega vandað- ar, sórsmföaðar innrétt. 5 svefn- herb. Fallegur garöur í mikilli rækt. .............. '..................y „Leggstu í blómahafið hérna, mig langar að taka mynd af þér,“ sagði ég eitt sinn við hana Ullu, en við voram þá á gangi á Eyrarbakka. Seinna sagði hún við mig: „Þegar þú sagðir þetta, vissi ég að þú elskaðir mig.“ Okkur gekk ektó eins vel að búa sam- an og leysa úr hlutum og við hefðum viljað. Við komumst því að raun um að við þyrftum að skilja, en gerðum það á nokkuð löngum tíma. Mér fannst hún vaxa í átt að Ijósinu, sem hún vissu- lega gerði. Það var frábært, en samt fannst mér sárt að geta ekki deilt með henni því heilbrigði og lífsgleði sem hún öðlaðist stöðugt meir og meir. Ég sá hvernig bömin hennar, sem mér þykir einnig afar vænt um, urðu sífellt sælli eftir því sem móðir þeirra náði að höndla meiri hamingju í lífi sínu. Síðast af öllu hefði ég trúað að á þessum tímapunkti færi hún Úlla yfir í annan heim. Sorgin yfir fráfalii hennar er mikil, en ég á erfitt með að ímynda mér sorg þeirra sem standa henni nær. Börnin hennar missa móður sem var þeim öllum eins og best er hægt að hugsa sér. Ég dáðist að því hvemig hún lað- aði fram það besta í þeim. Þau eiga hlýhug minn allan. Fallegustu ljóð sem ég hef augum litið voru samin af henni Ullu. Við frá- fall hennar finnst mér heimurinn mun snauðari. Hún skilur eftir í minning- unni svo margar hamingjustundir, bjartar og lifandi, en að því leytinu er hún alls ekki farin. Minningin um hana mun alltaf lifa í hjarta mínu. Guðlaugur Ingi Hauksson. • Fleiri minningargreinar um Júlí- önu Gísiadóttur bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.