Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 1 3
inu sem hefur áhrif á hafstrauma.
Hreisturrannsóknir sýna að vöxtur
laxins er ekki jafn. Hann vex í stökk-
um sem bendir til þess að stundum
hafi þeir nóg æti en svelti á milli. Því
er hætt við að margir fiskar drepist á
hungurskeiðunum."
Butler segir að undanfarið hafi út-
selum fjölgað um 8% á ári við vest>
urströnd Skotlands. Hann veit ekki
til þess að rannsakað hafi verið hvað
þeir éti, það gæti allt eins verið lax.
Við fyrmefnd vandamál í hafinu bæt-
ist svo laxeldið og það sem því íylgir,
sloppnir fiskar, lús og sjúkdómar.
Hægt er að ráðast gegn lúsinni, en
það er ekki einfalt mál.
„Efnið sem er notað getur mögu-
lega eytt öðrum krabbadýrum á borð
við humar og rækjur. Eiturleifamar
geta einnig safnast upp í skeldýrum
eins og hörpudiski og kræklingum.
Skeldýraeldi er mikilvæg atvinnu-
grein í fjörðunum hér á vestur-
ströndinni. Hluti af vandamálinu er
að lyfin sem notuð vom gegn lúsinni
vom tiltölulega lítilvirk og lýsnar
byggðu upp þol gegn þeim. Þær
tímgast ört og laga sig fljótt að alls
konar hlutum, ekki síst lúsaeitri,"
sagði dr. Butler.
Faríð í vrtjun
Dr. James Butler tók mig með í
vitjun í ánni Dondonnell, sem rennur
í fjörðinn Little Loch Broom. í firðin-
um, nokkuð utan við ármynnið, er
fiskeldisstöð. Dr. Butler var með
gildm nokkuð ofan við flóðmörk tii að
fanga fiska sem vom að ganga upp í
ána. Fyrst og fremst var þar um að
ræða nýgengna sjóbirtinga sem vom
að flýja aftur í ána undan laxalús úr
firðinum. Dr. Butler setti aflann í
stamp og kom með hann upp á bakk-
ann. Fiskarnir vom síðan veiddir
einn af öðmm úr stampinum og settir
í lausn með róandi lyfi, svo hægt væri
að mæla og meðhöndla.
Fyrsti fiskurinn og sá vænsti var
þakinn lúsum á mismunandi þroska-
stigum. Dr. Butler taldi 186 ungar lýs
og 48 sem famar vom að hreyfa sig.
Bakugginn var töluvert skemmdur,
líklega eftir lús. Þessi fiskur var að
öllum líkindum dauðadæmdur. Butl-
er sagði að fiskarnir væm því við-
kvæmari íyrir lúsinni sem þeir væm
minni. Á einum, sem var 21 senti-
metra langur, taldi hann 270 ungar
lýs, 56 nær fullvaxnar og 2 fullorðnar
sem em mestu skaðvaldamir. Fjöldi
lúsanna skipti tugum og hundmðum
á hverjum fiski.
Minni vöxtur, færrí hrogn
Dr. Butler sagði að þegar sjóbirt-
ingurinn flýi aftur í árnar þá missi
hann af mikilvægu vaxtarskeiði í haf-
inu. Fiskamir verði því minni en ella,
til dæmis væri algengt að finna
þriggja ára fiska sem væm ekki
nema hálfvaxnir miðað við það sem
eðlilegt gæti talist. Þetta kemur nið-
ur á hrygningunni, því litlir fiskar
hrygna færri eggjum. Butler sagði að
engin þeirra áa sem hann fylgist með
næði eðlilegu hrygningarmarki.
Hann sagðist eiga ágætt samstarf
við eigendur laxeldisstöðvarinnar í
firðinum, þeir leyfðu honum að fylgj-
ast með lúsamagninu í kvíunum og
hann hefur komist að því að fjöldi lús-
anna á fiskunum sem flýja upp í ána
er í samhengi við magn lúsa og fiska í
stöðinni og hitastigið í sjónum.
„Lúsalirfurnar virðast leita í árós-
inn og bíða þar á botninum. Þegar
flæðir að lyfta þær sér frá botninum
og festa sig við fiska sem era að
ganga til sjávar," sagði dr. Butler.
Annar reglulegur athugunarstað-
ur er kista í laxastiga í lítilli á;
Toumaig, sem rennur í Loch Ewe. I
firðinum em tvær sjóeldisstöðvar,
hvor með 1.000 tonna framleiðslu af
laxi. Dr. Butler sagði að í hvorri stöð
um sig væri tífalt það magn af villtum
laxi sem gengi til Vestur-Skotlands á
ári. I fyrra brast kví og 20 þúsund
laxar sluppu út í umhverfið.
Laxinn er nær horfinn úr Tourn-
aig. Dr. Butler sagði að miðað við
fyrri ár hefði mátt búast við um 70
löxum í ána, en í fyrra hefðu komið
fjórir, þar af aðeins ein hrygna. Til
sjávar gengu 700 laxaseiði og 500
sjóbirtingsseiði. Af þeim hafa fjögur
snúið aftur. í þessa skipti var aðeins
eitt sjóbirtingsseiði í kistunni. „Hér á
vesturströndinni endurheimtist
minna en 1% af laxi miðað við 6% á
austurströnd Skotlands," sagði dr.
Butler. „Við teljum að fiskeldið ráði
úrslitum um það.“
LISTIR
Skúlptúr í and-
dyri Sjóvár-
Almennra
SKÚLPTÚRISTINN Keizo Ushio
afhjúpaði verk eftir sig í anddyri Sjó-
vár-Álmennra nýlega. Verkið er hluti
af sýningu listamannsins í Hafnar-
borg Hafnarfirði en koma lista-
mannsins til landsins er hluti af verk-
efninu Japanskir listamenn og
listviðburðir á vegum Ljósaklifs í
samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og
Reykjavík menningarborg Evrópu.
Sjóvá-Almennar em einn styrktar-
aðili verkefnisins.
Hér á landi mun Ushio dvelja
ásamt aðstoðarmanni og mun lista-
maðurinn vinna verk í íslenskan gi'á-
stein utan við vinnustofu Ljósaklifs.
Öll munu verk hans verða send utan
að nýju að lokinni sýningu þann 23.
júlí næstkomandi utan þess skúlptúrs
sem hann vinnur nú að við Ljósaklif.
Japanski listamaðurinn Keizo Ushio við verk sitt ásamt framkvæmda-
stjóra Sjóvá-Almennra, Einari Sveinssyni.
Möguleikar líferfðatækninnar á nýrri öld
The Growing Field of Genomics
Mátþing í boði Urðar, Verðandi, Skutdar
Þingið verður haldið þann 12. jútí næstkomandi frá kl. 13.00 - 17.00 á Hótel Loftleiðum í
Reykjavík og fer fram á ensku. Þátttaka er öllum opin án endurgjalds. Markmiðið með
málþinginu er að stuðla að breiðri og upplýstri umræðu um líftækni og erfðavísindi. Það
er ekki einungis ætlað vísindamönnum, heldur öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér
möguleika líferfðatækninnar á nýrri öld.
Dagskrá:
Aðfaraorð
Introduction
Bernhard Pálsson, stjórnarformaður Urðar, Verðandi, Skuldar og prófessor í lífverkfræði við
Kaliforníuháskólann í San Diego, opnar þingið.
Lfferfðatæknin, bylting á nýrri öld
Genomics and the Revolution in Medicine of the 2is' Century
Leroy Hood, prófessor í líftækni við Washingtonháskóla og stofnandi fjölda fyrirtækja á
sviði líftækni.
Upptýsingabyttingin í líffræði
The Information Revolution in Biology
Shankar Subramaniam, prófessor í lífupplýsingatækni við Kaliforníuháskóla og Supercomputer
Center í San Diego og stofnandi Biological Workbench á Veraldarvefnum.
Hagnýting ofurgreiningartækni í tffvísindum
High Throughput Experimental Technology and the Birth of Discovery Science
Glen A. Evans, stofnandi nokkurra líftæknifyrirtækja. Þar á meðal Nanogen sem stendur
einna fremst f DNA flögutækni í dag.
Kaffihlé
Krabbamein: Frá sameindum tíl lækninga
Cancer: From Molecules to Medicine
Nick Short, fyrrverandi ritstjóri líffræðideildar vísindatímaritsins Nature. Hann er kunnur
ráðgjafi á sviði líftækni.
Gildi öflugra ættfræðiupptýsinga
Why Large and Very Deep Pedigrees Are So Important
Bruce Walsh, prófessor við háskólann í Arizona. Hann er líftölfræðingur og skrifaði eina
helstu kennslubók sem til er á þvf sviði.
Hagnýtíng hugverka á tímum tfftækninnar
Intellectual Property in the Genomic Age: Gold Rush or Land Grab?
Cathryn Campbell, lögfræðingur og sérfræðingur í einkaleyfalögum.
Þroskaféritl tfftæknifyrirtækja
Birth, Upbringing and Adulthood for a Biotech Company: The Corporate Attorney's Viewpoint
M. Wainwright Fishburn jr. J.D. sem er kunnur lögmaður á sviði hlutafélagalaga og
fyrirtækjarekstrar.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 525 3600 eða með tölvupósti til uvs@uvs.is.
uvs
URÐUR •'VERÐANDI • SKULD
ICELAND GENOMICS CORPORATION