Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ h Morgunblaðið/Guðni Einarsson Laxalúsin situr fyrir sjóbirtingi og laxi sem gengur úr ánum. Vísindamenn ná mörgum sjóbirtingum sem flýja aftur upp í árnar til að losna við lúsina. Lýs á hverjum fiski geta skipt hundruðum. Villtir laxfiskar í hœttu Margir staöbundnir stofnar villtra laxfiska eru nú útdauöir eða í út- rýmingarhættu, aö sögn skoskra vísindamanna. Guðni Einarsson heimsótti Vestur-Skotland þar sem lax og sjóbirtingur er viö þaö aö hverfa úr mörgum ám. / ASTÆÐUR hnignunar villtu laxfiskastofnanna í Vest- ur-Skotlandi eru líklega margþættar. Breyttar að- stæður í sjó, á landi og í lofti, mengun, verklegar framkvæmdir og önnur mannanna verk eiga öll sinn i þátt í því margslungna samspili sem ógnar villtu laxfiskunum, þ.e. laxi og sjóbirtingi. Höfundur þessarar greinar fór nýlega til Skotlands í boði Norður-Atlantshafslaxasjóðsins (North Atlantic Salmon Fund) til að kynna sér starf tveggja fiskvemdarsamtaka (Fisheries Trusts) í tveimur héruðum Vestur-Skotlands. Nú eru fimm slík samtök starfandi í Vestur-Skotlandi og hafa það hlutverk að afla upplýsinga um viilta stofna laxfiska og stuðla að aðgerðum þeim til yerndar. A þessum slóðum hefur verið byggt upp afkastamikið fiskeldi á undanfömum tveimur áratugum. A sama tíma hefur villtum lax- fiskastofnum hnignað og óttast menn að samhengi sé þar á milli. Lúsin ógnvaldur Talið að 98% af lífmassa Atlantshafslax um þessar mundir séu eldisfiskur. Víða í Norður-Evrópu er laxeldi stundað í næsta ná- grenni við náttúruleg heimkynni villtra laxfiska. Hafa menn vax- andi áhyggjur af slæmum áhrifum fiskeldisins á villtu laxfiska- stofnana. Beinast áhyggjumar ekki síst að áhrifum laxalúsar, sem gjarnan fjölgar úr hófi í sjókvíum laxeldisstöðva. Laxalúsin leggst á gönguseiði lax og sjóbirtings þegar þau ganga til sjávar. Sjóbirtingsseiðin flýja sum aftur upp í ámar til að losna við lúsina, en hún á sér ekki langa lífdaga í fersku vatni. Laxaseiðin virðast hins vegar streitast við að komast út á haf, oft svo hlaðin af lús að þau eiga sér enga framtíðarvon. Seiðatalningar í ám í vestanverðum Hálöndum Skotlands sýna að laxfiskaseiði finnast ekki lengur í mörgum smærri ám og finn- ast einungis á afmörkuðum stöðum í öðmm. I allar þessar ár gekk lax reglulega allt til loka 9. áratugarins. flukin samvinna Skoskir líffræðingar, sem starfa hjá fiskvemdarsamtökunum í Lochaber og Wester Ross í Skotlandi, binda vonir við að aukin samvinna veiðiréttarhafa, stangveiðimanna og annarra sem hafa hagsmuna að gæta af villtum fiski, við fiskeldismenn og stjóm- völd geti orðið til þess að bjarga því sem bjargað verður. Meðal annars eru uppi ráðagerðir um að reisa seiðaeldisstöð þar sem al- in verði seiði staðbundinna stofna sem taldir em í útrýmingar- hættu. Þannig verði unnt að varðveita arfgerð fiskistofna sem hafa um langan aldur lagað sig að aðstæðum í tilteknum ám. Fjöldi flóttafiska Bresk dagblöð hafa fjallað töluvert mikið um eldislax sem sloppið hefur úr haldi. Til dæmis birtu bæði Daily Telegraph og dagblaðið The Herald í Glasgow fréttir af því hinn 6. júní sl. að fyrstu fimm mánuði þessa árs hefðu 395 þúsund eldislaxar slopp- ið úr skoskum eldisstöðvum. A forsíðu The Herald var því haldið fram að eldislaxar sem slyppu úr skoskum fiskeldisstöðvum væra nú fjórfalt fleiri en villtir laxar sem veiddust. Vitnað var í yfirlýsingar umhverfisvemdarsamtakanna Friends of the Earth í Skotlandi og einnig samtök stangveiðimanna, Salmon and Trout Association, vegna áforma skosku heimastjórnarinnar um sam- ráð um aðgerðir til að stuðla frekar að vemd villtu laxa- og sjóbirtingsstofnanna, sem hafa minnkað ár frá ári undanfarið. Fréttinni í The Herald var fylgt eftir í leiðara blaðsins þennan sama dag. Þar var dregin upp heldur dapurleg mynd af stöðu fiskeldisins í Skotlandi um þessar mundir og settar fram efa- semdir um hvemig þessi atvinnuvegur gæti lifað af - og hvort hann yfirhöfuð ætti skilið að lifa. Því er haldið fram að fiskeldið njóti ofvemdar af hálfu skosku heimastjórnarinnar og erfitt sé að skilja hvers vegna. Atvinnugreinin hafi komist upp með að menga stóra hluta gmnnsævis í Hálöndunum og skosku eyjun- um, að ekki sé talað um mikla notkun efna, til að bæta litaraft fiskholdsins, og lyfja gegn fisksjúkdómum. Afraksturinn sé við- bjóðslegt umhverfi sem gmnur leiki á að hafi átt þátt í að sýkja skelfisk og gefi af sér fisk sem hvorki sé álitlegur né bragðgóður; síst þegar hann sé borinn saman við glæsta villta laxa eða sjóbh-t- inga. Hvatt er til meiri aðgátar við staðsetningu eldisstöðva og hvatt til nýrra vinnubragða við fiskeldið. Þar er bent á að nokkrar fiskeldisstöðvar á Orkneyjum séu famar að framleiða „lífrænt" ræktaðan lax sem er sagður gómsætari en hefðbundinn eldislax. Notkun lyfja sé takmörkuð og haft rúmt um fiskinn í kvíunum. Það að eldislax sleppi úr eldisstöðvum er ekki bundið við Skot- land eitt. Haft er eftir talsmanni skoskra stangveiðimanna í The Daily Telegraph að 80 prósent laxa sem gangi í norskar laxveiði- ár séu eldisfiskar og að í Eystrasalti sé einungis tíundi hver veiddur lax af villtum stofni. Hætta á erfðamengun Því er einnig haldið fram í grein sem birtist í tímaritinu Nature hinn 29. júní sl. að Atlantshafslax, sú laxategund sem helst er al- in, sleppi oft úr fiskeldisstöðvum. Ailt að því 40% af laxi sem veið- ist í Norður-Atlantshafi sé ættaður úr fiskeldisstöðvum. Þannig skapist hætta á að fiskeldi geti geti leitt til erfðamengunar á villt- um stofnum. Höfundar greinaiinnar segja að sterkari vísbend- ingar séu að koma fram um að eldislaxar kunni að parast við ein- staklinga af villtum laxastofnum og breyta þannig arfgerð villtra stofna Atlantshafslax sem hver um sig hefur lagað sig að hrygn- ingarstöðvum sínum. Slík erfðablöndun gæti hraðað hnignun margra staðbundinna laxastofna, sem þegar eigi í vök að veijast. Samkvæmt skýrslu Norður-Atlantshafslaxasjóðsins flutti Norðmaðurinn dr. Bror Jonsson, sem starfar hjá norsku náttúrurannsóknastofnuninni NINA, erindi á ráðstefnu Alþjóða- hafrannsóknastofnunarinnar og NASCO í Bath 1997. Þar greindi hann frá athugunum á samskiptum villtra laxa við eldislaxa í norskum ám. Rannsóknir hans sýna að eldislaxar séu ekki jafn hæfir og villtir laxar að lifa af í náttúmnni. Hrygnur eldislaxa geri færri riðaholur, eða hrygningarholur, hrygningartími þeirra sé styttri, þær loki riðaholum verr en villtar hrygnur og tæmi sig síður af hrognum. í niðui'stöðum Jonssons segir m.a. að laxar sem ættaðir séu úr eldisstöðvum gangi seinna í árnai- en villtir laxar í sama stærðai'fiokki, hafi verri æxlunarhæfileika, einkum hængarnir, og meiri óvissa ríki um lífslíkur afkvæmanna. Fiskeldi í örum vexti Fiskeldi hefur vaxið ört í Skotlandi undanfama tvo áratugi. Það er mikilvæg atvinnugrein í dreifbýl- inu, cinkuni við norður- og vestur- ströndina. í ráðgefandi minnisblaði um sjöeldi og umhverfið, sem skoska heimastjórnin hefur gefið út (http://www.scotland.gov.uk/ Iibrary2/doc06/mff-24.htm), er ýmsan fróðleik að finna. Tvær meginstoðir fiskeldisins eru sjókvfaeldi og ræktun á skel- fiski. Einnig eru seiðaeldisstöðvar á landi sem framleiða laxaseiði. Samkvæmt fyrmefndu riti eru um 330 laxeldisstöðvar, sem ala fisk í sjókvfum, og 360 skeldýra- eldisstöðvar í Skotlandi. Auk þess em nokkrar stöðvar sem ala lúðu, sjóbirting, þorsk og sandhverfu. Nær allt, sjókvíaeldið er stundað á gmnnsævi við vesturströndina og eyjarnar þar fyrir utan. Laxeldið er burðarásinn í fiskeld- inu og hefur aukist hratt á undan- fömum árum. Þannig jókst fram- lciðslan úr 32 þúsund tonnum árið 1990 í 110 þúsund tonn árið 1998. Þessi framleiðsluaukning varð bæði vegna fjölgunar stöðva og Morgunblaöiö/Guðni Einarsson Sjókvíar í Loch Ewe við vesturströnd Skotlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.