Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Mikið framundan hjá Magus-framleiðslu
Morgunblaðið/Ásdís
Margrét Jónasdóttir er handritshöfundur Haf-
meyja á háum hælum og þátta um gosið í Heimaey
sem nú eru í undirbúningi.
Hafmeyjar og
Heimaeyj argos
Fyrr á árinu voru sýndir á Stöð 2 athyglis-
verðir þættir um þorskastríðið. Margrét
Jónasdóttir sagnfræðingur er einn aðstand-
enda Magus-framleiðslu sem stóð að gerð
þáttanna. Hún sagði Skarphéðni Guð-
mundssyni frá næstu tveimur verkefnum;
frásögnum eiginkvenna sjómanna og þeirra
sem upplifðu gosið í Heimaey 1973.
„VLÐ VORUM bæði undrandi og
ánægð með viðtökumar við þorska-
stríðsþáttunum," segir Margrét og
hellir hvítri mjólkinni út í kaffiboll-
ann og síðan bleksvörtu kaffinu úr
þrýstikönnu svo úr varð þessi líka
gimilegi brúni litur - sá sem einmitt
er kenndur við umræddan drykkinn
heita og ljúffenga. „Skoðanakannan-
ir sýna að alveg ótrúlegur áhugi hafi
verið fyrir þáttunum ekki síst meðal
ungs fólks sem hingað til hefur verið
sakað um að kæra sig kollótt um
sögu okkar og fortíð, en um 25% á
aldrinum 16-25 ára sáu þættina,"
bætir hún við. „Þættirnir vom sýndir
í læstri dagskrá en samt mældist allt
upp í 50% áhorf á landsvísu og er þá
ekki einungis átt við áskrifendur
Stöðvar 2. Þessi sterku viðbrögð hafa
vitanlega gefið okkur byr undir báða
1 vængi og hvatt okkur til þess að
halda ótrauð áfram á svipaðri h'nu.“
MiðasalaS. 5552222
The Hammer of Thor
A mythological action-comedy
Fös 14/7 kl. 20 Laus sæti
Sýningartími 50 mínútur.
Ath. síðasta sýning.
I.EIKFELAG ISI ANDS
’H'astAÍjNM
552 3000
THRILLER sýnt af NFVI
frumsýning fös. 7/7 kl. 20.30
nokkur sæti laus
fös. 14/7 kl. 20.30 laus sæti
lau. 15/7 kl. 20.30 laus sæti
fös. 21/7 kl. 20.30 laus sæti
Ath. Einungis þessar 4 sýningar
530 3O3O
BJÖRNINN — Hádegisleikhús
___ með stuðningi Simans
jflfJA fim. 13/7 kl. 12
IJ/ltV fös 14/7 |(|. 12
Miðasalan er opin frá kl. 12-18 I Loftkastalanum
og frá kl. 11-17 I Iðnó. Á báðum stöðum er opið
fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar
sýning er. Miðar óskast sóttir f viðkomandi leikhús.
(Loftkastalinn/lðnó).
Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu.
Mynd um eiginkonur
sjómanna
Við gerð þorskastríðsþáttanna
varð til kveikjan að annarri heimild-
armynd sem nú er á lokastigi. Þar er
á ferð 52 mínútna þáttur sem ber
vinnuheitið Hafmeyjar á háum hæl-
um og geymir frásagnir fimm eigin-
kvenna sjómanna frá fímm löndum,
Noregi, Kanada, Englandi, Japan og
íslandi.
„Það var fyrir um ári sem ég var að
leggja drög að doktorsritgerð minni í
Hull á milli þess sem við vorum að
mynda fyrir þorskastríðsþættina,"
skýrir Margrét. „Þar sem ég var
búin að afgreiða sjálfa sjómennina í
mastersritgerð minni þá hafði ég
áhuga á að gera doktorsritgerð sem
kynnti sjónarmið eiginkvenna þeirra
og bama á sama hátt og áður, þ.e.
með því að taka viðtöl. Þessar konur
eru hjarta samfélags á borð við Hull
og þær upplifa hnignun útgerðarinn-
ar á allt annan máta en sjálfir sjó-
mennimir. Þeir voru hetjurnar, fyr-
irvinnan og þær ráku heimilið og sáu
um öll mál fjölskyldunnar í landi. En
síðan þegar halla fór undan fæti í út-
gerðinni komu eiginmennirnir í land
atvinnulausir, með brostið sjálf-
straust og eiginkonan varð allt í einu
að fara að sjá fjölskyldunni farborða.
Slík þróun hefur vitanlega djúpstæð
áhrif á samfélagið.
Ut frá þessum vangaveltum mín-
um ákváðum við hjá Magus í sam-
vinnu við Stöð 2 að gera þátt um kon-
ur sjómanna frá fimm löndum til
þess að kynnast þeim betur, hvemig
það er að vera gift manni sem er að
heiman 320 daga á ári. Jafnframt
höfðum við áhuga á að komast að
raun um hvort þessar fimm konur
ættu eitthvað sammerkt burtséð frá
menningammhverfi og þjóðemi og
hvemig líf þeirra hefur breyst í tím-
ans rás. Tvær kvennanna era á sjö-
tugsaldri og búa í samfélagi þar sem
fiskveiðar hafa dregist mjög saman.
Þær horfa því aðallega til fortíðar-
innar og rifja upp þær miklu svipt-
ingar sem hafa orðið. Ein er á fimm-
tugsaldri en tvær era ungar
eiginkonur sjómanna á frystitogur-
um, nútímakonur sem em sjálfar úti
á atvinnumarkaðinum. Þessi breidd
gerir viðhorf kvennanna og frásagnir
áhugaverðari.
Við reynum síðan að flétta frá-
sagnimar saman og setja þær í víð-
ara samhengi en lögðum þó ríka
áherslu á að frásagnir hverrar og
Eiginkonur sjómanna frá þremur löndum: Þórunn Rúnarsdóttir býr í Vestmannaeyjum, Mineko Sugimoto býr í
Hagi í Japan og Gven Corkum býr í Nova Scotia í Kanada.
einnar fengju að njóta sín sem best
óáreittar.“
Þessar konur eru
algjörir töffarar
Leitaðistu við að fá svar við ein-
hverjum spumingum ?
„Já, ég gerði ráð fyrir að þessar
konur hefðu svipuð persónuein-
kenni," segir Margrét, „en þær
reyndust mjög ólíkar. Það voru samt
nokkur einkenni sem sameinuðu þær
eins og tii dæmis að þær em allar
mjög kraftmiklar og einfaldlega al-
gjörir töffarar. Þær sem voru það
ekki þegar þær giftust em það í dag.
Okkur, sem stóðu að þættinum, finnst
þessar konur ekki síður hetjur en
eiginmenn þeirra sem eru á hafi úti.
Konan sem er heima þarf að takast á
við áhyggjur hins daglega amsturs,
sjá um sálarheill fjölskyldunnar,
fjárhaginn, uppeldið og að rækta
samskipti við vini og vandamenn. Eg
fór ekki af stað með fyrirfram gefnar
forsendur því ég gat lítið undirbúið
rannsóknina þar sem lítið er til
skrifað um eiginkonur togara-
sjómanna í þessum löndum sem við
heimsóttum."
Hvernig valdirðu konurnar?
„Ég var ekkert að leita sérstak-
lega eftir konum sem ættu eitthvað
sameiginlegt," svarar Margrét. „Ég
var ekki heldur að leita að bestu sög-
unum heldur kannski frekar réttu
persónuleikunum sem rímuðu saman
og gætu borið þáttinn. Ég lét síðan
viðmælendurna ráða ferðinni um
hvað rætt var um og var alls ekkert
að reyna að fiska upp úr þeim eitt-
hvað krassandi."
Hvaða áhrif heldurðu að myndin
eigieftir að hafa á fólk?
„Ég er ekki frá því að konur af
ýmsum stigum þjóðfélagsins eigi
eftir að hnippa í eiginmenn sína og
segja að svona sé þetta einnig hjá
sér,“ segir Margrét. „Myndin fjallar
um venjulegt líf kvenna, tiifinningar
þeirra og þrái- þannig að hún ætti að
hafa allvíða skírskotun."
Hvenær og hvar verður myndin
svosýnd?
„Hún verður sýnd seinna á árinu á
Stöð 2,“ svarar Margrét. Margrét
segir að í upphafi hafi verið ákveðið í
samráði við íslenska útvarpsfélagið
að markaðssetja verkefni Magusar
erlendis. Þegar hefur verið samið við
NRK í Noregi um kaup á þættinum
Hafmeyjar á háum hælum og um-
ræður em í gangi við nokkrar aðrar
erlendar sjónvarpsstöðvar."
Sögur af Heimaeyjargosi
Þið eruð þegar farin að leggja drög
að annairi heimildarmynd, er ekki
svo?
„Já, Magus er að leggja di-ög að
fjögurra þátta röð um gosið í Heima-
ey 1973 fyrir Stöð 2 og í góðri sam-
vinnu við Vestmannaeyjabæ," svarar
Margrét. „Markmiðið er að leggja
áherslu á mannlega þáttinn fremur
en hinn vísindalega, þ.e. hann verður
líkt og hinar heimildarmyndirnar
byggður á viðtölum við fólk sem upp-
lifði gosið; Vestmannaeyinga, björg-
unarfólk og aðra sem að málinu
komu.
Ég skrifa handritið sem fyrr og
byija rannsóknarvinnuna í ágúst
þegar ég fer til Eyja í tvo mánuði til
að taka viðtöl og kynna mér efnið
nánar en ég áætla alveg hálft ár í
undirbúninginn.“
Þið ráðist ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur. Fyrst var það
þorskastríðið og nú gosið í Heimaey.
Hvers vegna varðþað fyrir valinu ?
„Hefurðu einhvern tímann heyrt í
eða séð þátt þar sem fólkið sem upp-
lifði gosið hefur tjáð sig um reynslu
sína og raunir?“ spyr hún blaðamann
um hæl sem hugsar sig stuttlega um
en svarar síðan neitandi. Hún segir
hugmyndina annars hafa verið mót-
aða í nánu samstarfi við dagskrár-
stjóra Stöðvar 2: „Við munum sam-
hengisins vegna koma inn á hinn
vísindalega flöt en aðallega munu
þættimir þó byggjast á viðtölum við
íbúa Vestmannaeyja.
Það hlýtur að vera áhugi fyrir því
hver afdrif þeirra fjölskyldna sem
flýja þurftu heimkynni sin urðu -
þessa fólks sem allt í einu þurfti að
finna sér nýtt heimili hvar sem er á
landinu, fá sér nýja vinnu, börnin
þurftu að byija í nýjum skólum eða
dagvistun. Eigumar allar komnar
undir hraun og enginn fékk leyfi til
að fara út í eyju til að bjarga þó því
sem bjargandi var.“
Hvernig haíið þið í hyggju að taka
á efninu?
„Áformin em að skipta því alveg
eftir þáttunum," svarar Margrét.
„Fyrsti þátturinn verður um nóttina
sem gosið hófst, hvernig mönnum
varð við og hvernig til tókst að forða
þeim í land, annar kemur að björg-
unaraðgerðunum, þriðji um líf
flóttafólksins í landi, hvernig því leið
og tókst að aðlaga sig breyttu um-
hverfi eftir hinar skyndilegu svipt-
ingar og fjórði og síðasti þátturinn
fjallar um uppbygginguna í Vest-
mannaeyjum en þar veltum við einn-
ig upp spurningum eins og; hvers
vegna sneri fólk aftur sem hafði
misst hús sitt og aleigu? Hvernig
leið því í eynni og hvernig fór það að
því að byggja sér nýtt líf þar? Og þá
munum við líka koma að þeim sem
ekki sneru aftur sem var um þriðj-
ungur fólksins. Hvers vegna sneri
það ekki aftur?“
Hvernig heldurðu að fólk muni
taka þér; heldm-ðu að fólk sé tilbúið
að tala um þessar raunir?
„Ég vona að nægur tími sé liðinn
tO að fólk treysti sér til að tala um
þessa atburði. Auðvitað vitum við
ekki hvemig fólk mun taka okkur en
við vonumst til þess að eiga gott sam-
starf við Eyjamenn og aðra sem á
einn eða annan hátt tengdust þessum
óskaplegu náttúruhamfömm."
Eru fleiri stórir atburðir í sögu 20.
aldar sem Magus hyggst fjalla um
með svipuðum hætti, þ.e. í gegnum
upplifun þeirra sem komu við sögu?
Margrét hlær við og viðurkennir
fúslega að svo sé: „Við erum með
nokkur verkefni í farvatninu sem
jafnvel verður byrjað að undirbúa
samfai-a gerð þáttanna um gosið í
Heimaey en þau em komin of
skammt á veg til að hægt sé að gefa
upp viðfangsefnin."