Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 27
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 27 Ahorfendabrekkan þéttsetin í Víðidalnum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Anne-Marie Martin, Elizabeth Sutton-Sommer og Friedhelm Summer skemmtu sér vel í áhorfendabrekkunni. Margir sakna tj aldbií ðalífsins Gunnar Egilson og Jón Bergsson létu vel af landsmótinu. ÁSA María Ásgeirsdóttir og Guðjón Hrafn Sigurðsson sátu í brekkunni ásamt Sigurði og Viktori, sonum sín- um, og undu hag sínum vel þótt brekkan væri reyndar fullbrött fyrir barnavagna. Ása segir allar aðstæð- ur til fyrirmyndar og henni leist vel á að hafa landsmótið í Reykjavik. „Það vantar samt tjaldbúðastemmning- una, það skemmir svolítið fyrir,“ sagði Asa. Grettir frá Hólmi sem Ása á keppti í B-flokki gæðinga og gekk að sögn eigandans ágætlega þó ekki kæmist hann í úrslit. Saknar næturlífsins í tjaldbúðunum Félagai'nir Jón Bergsson og Gunnar EgUson hafa sjálfsagt fellt nokkra brekkudóma síðan þeir komu á landsmótið. Gunnar var ánægður með mótið. „Aðstaðan hérna er ein- stök og sérstaklega fyrir knapa og þá sem eru með hross héma. Hér hefur greinilega ekkert verið til sparað til að gera þetta sem vegleg- ast og best. En auðvitað saknar mað- ur næturlífsins sem fylgir tjaldbúða- lífinu," sagði Gunnar og taldi stuðning Reykjavíkurborgar vera til fyrirmyndar og sagði að í honum fælist viðurkenning á hestamennsk- unni sem íþrótt. Jón tók undir þetta. „Mér finnst Ingibjörg Sóh-ún hafa stækkað mikið við að útvega þessa aðstöðu hérna,“ sagði Jón. Báðir töldu þeir hrossarækt fara batnandi og erfitt að greina á milli bestu hrossa enda bara nokkrar kommur sem skildu á milli einkunna. „Slæmt veður - góðir hestar“ Vinkonurnar Anne-Marie Martin frá New York og Elizabeth Sutton- Sommer frá Nýja-Sjálandi töldu landsmótið fara vel af stað. Hestarn- ir væru frábærir en veðrið mætti kannski vera betra. Friedhelm Summer frá Þýskalandi tók undir þetta en bætti við að e.t.v. mættu vera fjölbreyttari veitingastaðir á landsmótinu. Elizabeth, Anne-Marie og Friedhelm sátu í stórum hópi hestamanna frá ýmsum löndum þótt Þjóðverjar væru þar býsna áberandi enda miklir áhugamenn um íslenska hestinn. Guðjón Hrafn Sigurðarson og Ása María Ásgeirsdóttir og synir þeirra Sigurður og Viktor Máni fylgdust vel með sýningum á kynbótahrossum. Lífið í Latabæ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þeir félagar Tómas og Sigurður í athvarfinu í Latabæ við „Monthan- ann“ sem þeim var færður að gjöf þegar þeir keyptu hesthúsið. „MENN verða annaðhvort að vera í þessu eða ekki og helst verður fjöl- skyldan öll að taka þátt í þessu,“ seg- ir Sigurður Jensson, einn af eigend- um hesthúss við Faxaból á Fákssvæðinu sem stundum er nefnt Latibær. Hesthúsið er afar vel búið, jafnt fyrir hestamenn sem hross. I húsinu er pláss fyrir 22 hross en tveir hestar eru í hverju hólfi. í hólf- unum eru tvær vatnsskálar þannig að hrossin þurfa ekki að slást um vatn né mat. „Þetta eru náttúrlega svítur,“ segir Sigurður. Ekki væsir heldur um reiðmennina því kaffistof- an í hesthúsinu er sérlega glæsileg, með leðursófasetti, bar og sjón- varpskrók. Rígur í hestamennskunni Sigurður segir góðan anda rikja á landsmótinu. Það þykir sjálfsagt að lána keppinautum sínum hesthúsin en þegar út á völlinn er komið harðn- ar samkeppnin. „Það er harka þegar komið er inn á völlinn og það er ríg- ur. Ef það er einhvers staðar rígur þá er það í hestamennskunni,“ EIGNAMIÐIIMN msEEs&ztESSSœS uutém^ 'SSHmStL SíAiumila 1í I ninmtniunmmwrtiHnmiH Stóreignir óskast Höfum verið beðnir um að útvega: 2.500-3.000 fm skrifstofubyggingu (atvinnuhúsnæði). 4.000-5.000 fm skrifstofubyggingu (atvinnuhúsnæði). Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veita Sverrir, Stefán Hrafn eða Óskar. Neyðarkassinn er sérútbúinn fyrir allar náttúruhamfarir. Hann inniheldur allar þær nauðsynjar sem þörf er á við slíkar aðstæður. Kassinn sem er viðurkenndur af Kanadíska heilbrigðis- kerfinu hefur reynst einstak- lega vel í Norður-Ameríku. Hægt er að sníða kassann að þínum óskum, hvort sem er við snjóflóða-, jarðskjálfta- eða önnur svæði. Heimiliskassinn Kassar fyrir fjölskylduna. Fyrirtækjakassinn Fyrir 5, 10, 35, 100 og fleiri. Allar upplýsingar og sala í síma GJALDFRJÁLST ÞJÓNUSTUNÚMER Heildarlausnir i áfaLLa- og neyðartilfellum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.