Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 1 8' Ydun Duo: Lise Lotte Riisager og Morten Spanggaard koma fram á tón- leikum í Listasafni Sigui'jóns Ólafssonar. Dúó frá Danmörku í Sigurjónssafni Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUM hinn 11. iúlí kl. 20.30 í Listasafni Sig- urjóns Olafssonar kemur fram YD- UN DUO frá Danmörku. Dúóið skipa Lise Lotte Riisager mezzó- sópran og gítarleikarinn Morten Spanggaard. Á efnisskrá eru söng- lög eftir dönsku tónskáldin P.E. Lange-Muller, Carl Nielsen og Egil Harder og einleiksverk íyrir gítar eftir Manuel de Falla. Lise Lotte Riisager hlaut mennt- un sína við Nordjysk Musikkon- servatorium, Álaborg, Malmö Mus- ikhögskola og Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn, en frá þeim skóla lauk hún burtfararprófi árið 1999. Hún hefur stundað nám hjá Evy Bráhammar og Bodil Gúmoes og tekið þátt í námskeiðum hjá Dorothy Irving og Judith Bechmann. Lise Lotte Riisager hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri, meðal annars við Den Jyske Opera í Árósum. Morten Spanggaard stundaði gít- amám hjá Carlos Bonell í London 1996-97 og hefur tekið þátt í nám- skeiðum hjá gítarleikurunum Pepe Romero og Aldo Lagrutta og einnig hjá píanóleikaranum George Hadj- inikos. Árið 1998 lauk Morten Spanggaard burtfararprófi frá Nord- jysk Musikkonservatorium, Álaborg, en kennari hans þar var Karl Peter- sen. Spanggaard hefur haldið tón- leika víða í Danmörku, Englandi og Grikklandi og tekið þátt í tónlistar- hátíðinni í Slésvík-Holsetalandi. Lise Lotte Riisager og Morten Spanggaard hafa unnið saman frá árinu 1992 undir heitinu YDUN DUO. Eftfr tónleikana í Listasafni Sigurjóns halda þau til Stykkis- hólms, Akureyrar og Seyðisfjarðar. Tónleikaferðin er styrkt af nor- ræna menningarsjóðnum. 1 KJ M-2000 ' ■ -y* Sunnudagur 9. júlí I HÁSKÓLABÍÓ KL. 15.00 OG 20.30. STOMP Lokatónleikar hins ásláttarglaða listahóps STOMP eru í dag. Miða- sala erí verslunum Skífunnarí Kringlunni og á Laugaveginum og í Háskólabíói eftir kl. 13.00. www.stomponline.Gom SKÁLHOLT KL. 9. Sumartónleikar Aðgangurað tónleikunum erókeypis og er barnagæsla á staðnum. Sum- artónleikarnir standa til 13. ágúst. www.skalhoK.is LISTASÖFN LANDSINS íslenski safnadagurinn Á íslandi eru starfrækt rúmtega 70 söfn og safnatengdar stofnanir sem flestar taka þátt í safnadeginum og bjóða upp á sérstaka dagskrá í til- efni dagsins. íslandsdeild ICOM í samvinnu við Félag íslenskra safna- manna stendur aö deginum. www.icom.is Sumarkvöld vlð orgelið er liður í menningarborgarárinu í Hall- grímskirkju. HAFNARFJÖRÐUR - UÓSAKLIF KL. 14. Japanskir listamenn og listviðburðir / dag hefst listamaðurinn Keizo Ushio handa við gerð skúlptúrs utan við sýningarrými Ljósaklifs. Gestum og gangandi er velkomið að fylgjast með vinnu listamannsins frá degi til dags. www.lightciiff-art.is VÍÐIVELLIR KL. 12. Landsmót 2000. Lokadagur hins alþjóölega hesta- mannamóts, Landsmót 2000. Úrslit í gæðinga- og barnaflokki, verðlauna- afhending og mótsslit kl. 18. www.landsmot.is RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR KL. 15. BRAGI Um er að ræða samvinnuverkefni Námsflokka Reykjavíkur, Humboldt- háskóla í Berlín, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og annarra aöila. Markmiðið með BRAGA eraö búa til námsefni í íslensku sem annað tungumál en við gerð þess er sótt í ístenskt nútímaþjóöfélag og sögu þess. Námskeiöin, sem fram fara hjá Námsflokkum Reykjavíkur, hefj- ast á morgun og standa til 7. ágúst. HALLGRÍMSKIRKJA KL. 20. Sumarkvöld við orgelið Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir tónleikaröð þarsem organistar frá öllum níu Menningarborgum Evrópu árið 2000 skipta með sér tónleikum á sunnudagskvöldum síðsumars. Tónleikaröðin stendur til 3. september en organistinn Hákan Wikman frá Helsinki ergesturþessa Sumarkvölds. www.hallgrimskirkja.is www.reykjavik2000.is, wap.olis.is Kældu þig á ströndinni Með gjaldeyrinum færðu tösku sem heldur drykkjunum þínum köldum. Nú fá allir þeir sem kaupa gjaldeyri hjá Sparisjóði vélstjóra fyrir 30.000 eða meira glæsilega fjölnota sumartösku að gjöf!* Taskan er tilvalin á ströndina því hún heldur bæði nestinu þínu og drykkjunum köldum í sólinni. Allt er á sínum stað í sumartösku SPV. Sparisjóður vélstjóra hefur allar helstu tegundir gjaldeyris til sölu, allt frá dollara til drökmu. Verið velkomin á afgreiðslustaði okkar í Síðumúla 1 , Rofabæ 39 og Borgartúni 18. Sími575 4000 * Meðan birgðir endast. « sipv Sparisjóður vélstjóra www.spv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.