Morgunblaðið - 09.07.2000, Page 19

Morgunblaðið - 09.07.2000, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 1 8' Ydun Duo: Lise Lotte Riisager og Morten Spanggaard koma fram á tón- leikum í Listasafni Sigui'jóns Ólafssonar. Dúó frá Danmörku í Sigurjónssafni Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUM hinn 11. iúlí kl. 20.30 í Listasafni Sig- urjóns Olafssonar kemur fram YD- UN DUO frá Danmörku. Dúóið skipa Lise Lotte Riisager mezzó- sópran og gítarleikarinn Morten Spanggaard. Á efnisskrá eru söng- lög eftir dönsku tónskáldin P.E. Lange-Muller, Carl Nielsen og Egil Harder og einleiksverk íyrir gítar eftir Manuel de Falla. Lise Lotte Riisager hlaut mennt- un sína við Nordjysk Musikkon- servatorium, Álaborg, Malmö Mus- ikhögskola og Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn, en frá þeim skóla lauk hún burtfararprófi árið 1999. Hún hefur stundað nám hjá Evy Bráhammar og Bodil Gúmoes og tekið þátt í námskeiðum hjá Dorothy Irving og Judith Bechmann. Lise Lotte Riisager hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri, meðal annars við Den Jyske Opera í Árósum. Morten Spanggaard stundaði gít- amám hjá Carlos Bonell í London 1996-97 og hefur tekið þátt í nám- skeiðum hjá gítarleikurunum Pepe Romero og Aldo Lagrutta og einnig hjá píanóleikaranum George Hadj- inikos. Árið 1998 lauk Morten Spanggaard burtfararprófi frá Nord- jysk Musikkonservatorium, Álaborg, en kennari hans þar var Karl Peter- sen. Spanggaard hefur haldið tón- leika víða í Danmörku, Englandi og Grikklandi og tekið þátt í tónlistar- hátíðinni í Slésvík-Holsetalandi. Lise Lotte Riisager og Morten Spanggaard hafa unnið saman frá árinu 1992 undir heitinu YDUN DUO. Eftfr tónleikana í Listasafni Sigurjóns halda þau til Stykkis- hólms, Akureyrar og Seyðisfjarðar. Tónleikaferðin er styrkt af nor- ræna menningarsjóðnum. 1 KJ M-2000 ' ■ -y* Sunnudagur 9. júlí I HÁSKÓLABÍÓ KL. 15.00 OG 20.30. STOMP Lokatónleikar hins ásláttarglaða listahóps STOMP eru í dag. Miða- sala erí verslunum Skífunnarí Kringlunni og á Laugaveginum og í Háskólabíói eftir kl. 13.00. www.stomponline.Gom SKÁLHOLT KL. 9. Sumartónleikar Aðgangurað tónleikunum erókeypis og er barnagæsla á staðnum. Sum- artónleikarnir standa til 13. ágúst. www.skalhoK.is LISTASÖFN LANDSINS íslenski safnadagurinn Á íslandi eru starfrækt rúmtega 70 söfn og safnatengdar stofnanir sem flestar taka þátt í safnadeginum og bjóða upp á sérstaka dagskrá í til- efni dagsins. íslandsdeild ICOM í samvinnu við Félag íslenskra safna- manna stendur aö deginum. www.icom.is Sumarkvöld vlð orgelið er liður í menningarborgarárinu í Hall- grímskirkju. HAFNARFJÖRÐUR - UÓSAKLIF KL. 14. Japanskir listamenn og listviðburðir / dag hefst listamaðurinn Keizo Ushio handa við gerð skúlptúrs utan við sýningarrými Ljósaklifs. Gestum og gangandi er velkomið að fylgjast með vinnu listamannsins frá degi til dags. www.lightciiff-art.is VÍÐIVELLIR KL. 12. Landsmót 2000. Lokadagur hins alþjóölega hesta- mannamóts, Landsmót 2000. Úrslit í gæðinga- og barnaflokki, verðlauna- afhending og mótsslit kl. 18. www.landsmot.is RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR KL. 15. BRAGI Um er að ræða samvinnuverkefni Námsflokka Reykjavíkur, Humboldt- háskóla í Berlín, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og annarra aöila. Markmiðið með BRAGA eraö búa til námsefni í íslensku sem annað tungumál en við gerð þess er sótt í ístenskt nútímaþjóöfélag og sögu þess. Námskeiöin, sem fram fara hjá Námsflokkum Reykjavíkur, hefj- ast á morgun og standa til 7. ágúst. HALLGRÍMSKIRKJA KL. 20. Sumarkvöld við orgelið Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir tónleikaröð þarsem organistar frá öllum níu Menningarborgum Evrópu árið 2000 skipta með sér tónleikum á sunnudagskvöldum síðsumars. Tónleikaröðin stendur til 3. september en organistinn Hákan Wikman frá Helsinki ergesturþessa Sumarkvölds. www.hallgrimskirkja.is www.reykjavik2000.is, wap.olis.is Kældu þig á ströndinni Með gjaldeyrinum færðu tösku sem heldur drykkjunum þínum köldum. Nú fá allir þeir sem kaupa gjaldeyri hjá Sparisjóði vélstjóra fyrir 30.000 eða meira glæsilega fjölnota sumartösku að gjöf!* Taskan er tilvalin á ströndina því hún heldur bæði nestinu þínu og drykkjunum köldum í sólinni. Allt er á sínum stað í sumartösku SPV. Sparisjóður vélstjóra hefur allar helstu tegundir gjaldeyris til sölu, allt frá dollara til drökmu. Verið velkomin á afgreiðslustaði okkar í Síðumúla 1 , Rofabæ 39 og Borgartúni 18. Sími575 4000 * Meðan birgðir endast. « sipv Sparisjóður vélstjóra www.spv.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.