Morgunblaðið - 09.07.2000, Page 15

Morgunblaðið - 09.07.2000, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 15 FLF enn mjög sterk tök. Keizo Obuchi forsætisráðherra veiktist skyndilega í byrjun apríl og lést síðan í maí. Var ákveðið að halda opinbera útför Obuchi í byrj- un júní og kosningar síðar í þeim mánuði en áður en Obuchi veiktist hafði verið talið líklegast að kosn- ingar færu fram í haust. Er ekki laust við að sá grunur hafí læðst að mönnum að kosningadagurinn hafi verið ákveðinn með það í huga að notfæra sér samúð almennings til að auka fylgi stærsta stjórnarflokks- ins, ekki síst þar sem kosningadag- urinn var afmælisdagur hins ný- látna forsætisráðherra. í júní, stuttu fyrir kosningarnar, létust síð- an tveir aðrir af helstu framámönn- um flokksins, Seiroku Kajiyama, fyrrverandi aðalritari flokksins, og Noboru Takeshita, fyrrverandi for- sætisráðherra og einn valdamesti stjórnmálamaður síðustu ái-atuga í Japan. Takeshita var leiðtogi sterk- ustu klíkunnar innan FLF. Obuchi tók við forystu hópsins árið 1992 en þrátt fyrir það hafa áhrif Takeshita verið mikil. Hann kom sjálfur nokkrum af helstu stjórnmálamönn- um Japans til hæstu metorða auk þess að hafa mjög gott lag á að koma á pólitísku samkomulagi við stjórnarandstöðuna á bak við tjöld- in. Til marks um áhrif hans má nefna að þar til í apríl íhuguðu frammámenn flokksins alvarlega að láta Takeshita bjóða sig fram þrátt fyrir að hann væri búinn að vera á sjúkrahúsi í heilt ár og hefði ekki sést á meðal almennings á þeim tíma. Höfðu aðrir leiðtogar flokks- ins séð um að heimsækja kjördæmi hans með reglulegu millibili á með- an á sjúkrahúsvist hans stóð. Þingsæti „erfðagripir“ Ekki er að sjá að lát þessara áhrifaríku stjórnmálamanna hafi haft mikil áhrif á gengi flokksins í kosningunum en fjölmiðlar gerðu því skóna að nú væru að verða mikil kynslóðaskipti í stjórnmálum lands- ins og von á breytingum. Meðan lit- ið er svo á að þingsæti séu nánast erfðagripur ákveðinna fjölskyldna eru hinsvegar ekki miklar líkur á stórfelldum umskiptum. Flokkurinn var ekki lengi að finna „erfingja" í sæti þessara þingmanna. Tuttugu og sex ára gömul dóttir Obuchi, Yu- ko Obuchi, bauð sig fram í kjör- dæmi föður síns, jafn gömul og hann var þegar hann var fyrst kos- inn til þings sem þótti mjög við hæfi. í kjördæmi Kajiyama bauð sonur hans, Hiroshi Kajiyama, sig fram og Wataru Takeshita fór fram í kjördæmi bróður síns. Fengu allir þessir nýju frambjóðendur yfir- burða kosningu án þess að þeir hefðu mikla reynslu af stjórnmálum eða að mikið væri vitað um stjórn- málaskoðanir þeirra. Er nú svo komið að 174 þingmenn, eða um 25% teljast til annarrar eða þriðju kynslóðar stjórnmálamanna. Þing kom saman 4. júlí til að kjósa forsætisráðherra og fór þar eins og við var búist, Mori hlaut góða kosningu. Að þessu sögðu mætti ætla að Mori ætti eftir að sitja í stóli forsætisráðherra um nokkra hríð. Framundan er hins- vegar G-8 fundurinn, fundur helstu iðnríkja heims, sem Japan heldur í Okinawa 21. júlí. Japanir telja að ef hann heppnist vel muni hann hafa mikil og góð áhrif á stöðu landsins á alþjóðavettvangi. Mori hefur hins- vegar verið gagnrýndur fyrir að vita lítið um utanríkismál auk þess sem honum hættir mjög til að tala af sér og er ekki laust við að margir séu taugastrekktir yfir fundinum. En hvort sem Mori tekst að komast stórslysalaust frá fundinum eða ekki er líklegt að hann verði látinn víkja fljótlega. Það hefur einkennt mjög ríkisstjórnir FLF að forsætis- ráðherrann er ekki alltaf valdamest- ur heldur er honum stjórnað af mönnum bak við tjöldin. Innan FLF er nú nóg af keppinautum sem vilja fá að komast að völdum. Tækifærið gæti komið fljótlega því kosningar til efri deildar verða haldnar næsta sumar og vill forysta FLF þá að öll- um líkindum forðast aðrar eins deil- ur um hæfni forsætisráðherrans. Því er líklegt að aðal átökin fram- undan verði ekki milli stjórnar og stjórnarandstöðu heldur innan FLF um það hver fær að setjast í for- sætisráðherrastólinn. Við breytum uppáhaldsljósmyndinni þinni ífallega krosssaumsmynd ❖ Handunnið ❖ Verð 75.000 kr. ❖ Stærðir um 20 x 20 sm ❖ Afhendingartími um 4 mán. Ef þú hefur áhuga sendu þá Ijósmyndina þína til: ❖ APARTADO DE CORREOS NO. 323 ❖ 08080 Barcelona, Spánn. Mundu að skrifa nafn þitt og heimilisfang svo við getum sent þér myndina þegar hún er tilbúin. Nýjar vörur Verðdæmi:________________ Jakkar frá kr. 4.900 Pils frá kr. 2.900 Buxur frá kr. 1.690 Bolir frá kr. 1.500 Kvartbuxur kr. 2.500 Stuttbuxur og bermudabuxur frá kr.1.900 Alltaf sama góða verðið! Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Mýkingarefni sálarinnar APÓTEKIÐ SUÐURSTRÖND Kynning morgun frá kl. 14-17 llmkjarnaolíur, nuddolíur.freyðibað, sturtusápa, augnmaski og andlitsúði frá KELSOK&RUSSELL AROMATHERAPY Apótekið Suðurströnd S. 561 4600 ‘Bréf tííÚftöfam Ágœti Ríófari. Heimsklúbburinn þakkar undirtektir þínar og staðfestingu á þátttöku í heimsreisunni til íftjó de Janeiro 15.-23. ofct. 2000. AUGLÝSING Ferðin hefur hlotið verðskuldaða athygli, enda um stórviðburð að rœða í íslenskri ferðasögu, því að aldrei hefur verið flogið í einum áfanga, og aldrei í íslenskri flugvél áður á þessari leið, og aldrei jafnstór hópur farið í heimsreisu áður frá íslandi. Áfangastaðurinn RÍÓ er heldur ekkert venjulegur, svo framandi og spennandi að farþegar byrja strax að upplifa ferðina sem œvintýri eða reifarakennda spennusögu. Enn riður Heimsklúbburinn- Príma á vaðið með ferðanýjungar handa tslendingum, og hefur verið ifararbroddi í 20 ár. Sumum þótti fifldjarft að ráðast í breiðþotuflug til CAPE TOWN, Suður-Afríku um síðustu páska, en ferðin fylltist og er almennt rómuð af þeim, sem tóku þátt í henni, enda heppnaðist hún með ágætum. Ríóferðin er jafnframt 20 ára afmælisferð jyrirtœkisins. Heimsklúbbnum er ánœgja að því að tilkynna, að staðfestar pantanir til Río eru orðnar 4Ó0, og aðeins dagaspursmál, hvenær hún fyllist alveg. Til ferðarinnar hefur verið samið um bestu flugvélargerð sem völ er á hjá ATLANTA, Boeing 747-300, sem tekur 30 ntanns í betri sœti á viðskiptafarrými fyrir aðeins kr. 39 þús. aukagjald, auk 440 á almennu farrými, þar sem miklu rýmra er milli sæta en tíókast í leiguflugi. Vandað er til veitinga, þjónustu og skemmtunar á leiðinni, svo að tíminn líður fljótt. Hugmyndin um morgunkaffi heima hjá sér en kvöldverð í Río hinn 15. október er því í fullu gildi. Bæði þægindin og verðgildið er óumdeilt, enda hefur verið bent á, að jafnvel á viðskiptafarrými er fargjaldið lægra hlutfallslega en ferð innanbæjar með strætisvagni! Búið er á ágætum hótelum með vali á 3*-5* eftir óskum farþega, og morgunverður innifalinn. Til að tryggja betri þjónustu og afstýra töfum og bið, var ákveðið að dreifa farþegum á 6 gististaði, sem eru þó allir á sama svœði í „besta horninu á Ríó“, og stutt á frœgustu strendur heimsins, Copacabana og Ipanema og hið orðlagða næturlíf. íslendingar eiga því kost á félagsskap af löndum sínum, en njóta þó sérkenna og dásemda staðarins, án þess að hafa á tilfinningunni að vera í neinni "þjóðarnýlendu." Ráðgert er, að 10 íslendingar annist fararstjórn, þjónustu og leiðsögn í kynnisferðum, til að tryggja jyllstu ánægju af ferðunum og ferðinni í heild, þar af einn búsettur í Ríó í áratug. Allt þetta krefst mikils undirbúnings og tilkostnaðar, og er því vænst fyllstu þátttöku í þeirri skipulögðu dagskrá, sem í boði er. Lýsing á ferðunum jylgir hér með á sérblaði, sem jafnframt er pöntunarlisti þinn, og þess óskað að þú fyllir hann út og skilir inn til skrifstofunnar eða sendir á faxi eða ípósti fyrir 20. júlí nk. og greiðir jafnframt af Visakorti þínu viðbótargreiðslu við staðfestingargjald að upphæð kr. 25.000. Lokagreiðsla ásamt andvirði kynnisferða fari fram eigi síðar en 14. sept. nk. með heimild til Heimsklúbbsins til að skuldfæra skv. reikningi eftirstöðvar fargjalds með undirskrift þinni og kortanúmeri. Gerið ekki ráð fvrir að geta keypt kvnnisferðir síðar. Athugið að vegabréf sé gilt í 6 mánuði eftir heimkomudag. og svnið við uppgjör ferðar. Gejin verður út sérprentuð áætlun um tilhögun ferðarinnar frá degi til dags Fundur verður haldinn með þátttakendum í Háskólabíói viku fyrir brottför, laugard. 7. okt. kl. 14.00. Æskilegt er að allir sæki þann fund og fái góðar ráðleggingar varðandi ævintýraferðina. Visakortið gildir almennt í Brasilíu, gjaldmiðill landsins heitir Real, en 1 US$ er jafngildi 1.80 BRL, þ.e. Brasilian Real, eða jafngildi Ikr.43.30. Hraðbankar eru víða, en annars best að skipta Bandaríkjadölum. Gisting á góðum hótelum er dýr, en almennt verðlag, rnatur og drykkur á lágu verði. Veður er bjart og sólríkt á þessum tíma, dagshiti ca. 25-30°C. Engar bólusetningar eru taldar nauðsynlegar. Fólk klœðist létt og djarft í Ríó. Herbergjalistar hafa þegar verið sendir hótelum. Allur farangur veröur sérmerktur fyrir hvert hótel og með farangursnúmeri Prímu. Skilvísi farþega er okkur hvatning til að halda upphaflega auglýstu verði ferðarinnar. Með Heimsklúbbskveðju og bestu óskum. Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri. Qóðaferð! Qóða sí^emmtun í %jó íPantanir: simi 5620400 5 linur Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK, fyrir frábærar ferðir Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.ís, neimasiða: http://www.heimsklubbur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.