Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 42
W2 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG Trúin, listin og vísindin Grensáskirkja í Reykjavík Listin, trúin og vísindin mótuðu lífsviðhorf og ljóð Jónasar Hallgríms- sonar. Stefán Friðbjarnarson fer nokkrum orðum um prestssoninn frá Hrauni í Öxnadal. Bók Páls Valssonar, Jónas Hall- grímsson, er með betri ævisögum sem pistlahöfundur hefur lesið. Hafi bókarhöfundur þjóðarþökk fyrir vel unnið verk. Listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, sem bókin fjallar um, lýkur góðu prófi í náttúruvísindum, með jarð- og steinafræði sem sérgrein, árið 1838. Um menntun hans að öðru leyti segir Páll Valsson: „Jónas var með lærðustu mönnum síns tíma, líka í prófum metið, því auk þessara lokaprófa hafði hann próf frá Bessastöðum, studiosus theologiæ, sem gerði hann gjald- gengan til prestsembættis á Is- landi, og loks candidatus phloso- phiæ próf með ágætiseinkunn frá Kaupmannahafnarháskóla...“ Prestssonurinn frá Hrauni í Oxnadal, sem var einn af frum- kvöðlum íslenzkra náttúruvis- inda, var ekki einungis guðfræði- menntaður, heldur sótti hann og um brauð hér á landi, þótt ekki fengi, og trúin á skapara himins og jarðar er sjaldan fjarri í ljóð- um hans. En náttúruvísindin, einkum náttúra íslands, áttu hug hans og hjarta. Þrátt fyrir veik- indi, sem hrjáðu hann lengi, og stutta starfsævi (hann lézt tæp- lega 38 ára gamall), vann hann gagnmerkt brautryðjendastarf í rannsóknum á náttúru íslands, sem og í íslenzkri fjölmiðlun (tímaritið Fjölnir), að ógleymd- um ljóðum hans, fögrum og hríf- andi, sem lifa munu með þjóðinni meðan íslenzk tunga er töluð. í bók Páls Valssonar segir m.a. svo um náttúruvísindamanninn Jón- as Hallgrímsson: „Þetta var talsvert afrek (gagnrýni Jónasar á jarð- fræðikenningar Krugs von Nidda um myndun Islands) og sýnir að Jónas hafði sáð til nokkurs frama í jarðvísindum með rannsóknum sínum, þótt ekki bæri hann gæfu til að njóta uppskerunnar... Hann birtist okkur þar (rann- sóknarferð 1842) sem harðdug- legur vísindamaður sem skráir samvizkusamlega niður skarp- legar athuganir sínar og sendir utan fjölda sýna til rannsókna...“ Náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson vann hörðum höndum að íslands lýsingu. Feg- urð íslenzkrar náttúru varð og rauði þráðurinn í ljóðum hans: Landið var fagurt og frítt - og fannhvítir fjallanna tindar - him- inninn heiður og blár - hafið var skínandi bjart. Og skapari him- ins og jarðar er nálægur: Veit þá engi að eyjan hvíta - á sér enn vor, ef fólkið þorir - Guði að treysta, hlekki að hrista, - hlýða réttu, góðs að bíða ... Jónas Hallgrímsson gerði sér grein fyrir því að trúin, listin og vísindin, þetta þrennt, vísa veg- inn í leit mannsins að betra og fyllra lífi. Trúarlegt viðhorf lista- skáldsins góða kemur vel fram í fyrsta hefti menningar- og þjóð- frelsisritsins Fjölnis. Þar segir hann, fjallandi um lögmál náttúr- unnar: „Tökum til dæmis þyngd- ina. I fyrstunni kemur hún oss fyrir sjónir eins og almennt lög- mál fyrir hlutina hér á jörðu; við nákvæmari ígrundun sjá menn að hún er aðdráttarkraftur allra skapaðra hluta sín á milli; enn fremur að hún er sá aflfjötur sem tengir saman alheiminn og loks- ins birtist hún oss sem sá guðleg- ur vilji er viðheldur hnattkerfum heimsins í sínu fagra og undrun- arverða sambandi. Hér höfum við hafið oss smátt og smátt frá einni skoðun til annarrar háleit- ari og komum þar eins og annars staða til þeirrar ályktunar að upphaf allra hluta sé Guð.“ Trúin, listin og vísindin, þetta þrennt, eru hornsteinar mann- legrar hamingju og velferðar. Oður listaskáldsins góða, sem segir að Guð sé upphaf allra hluta, til vísindanna er ótvíræð- ur, enda var hann vísindamaður að mennt og starfi. Leið Islend- inga til velferðar er að hans mati vísindavegur, vegur menntunar og þekkingar, sem eru Guðs gjaf- ir : „Vísindin efla alla dáð, - ork- una styrkja, viljan hvessa, - von- ina glæða, hugann hressa, - farsældum vefja lýð og láð...“ Þannig notar hann listgáfu sína, ljóð sín, til að hvetja þjóðina og mæra vísindin. Listin og trúin vóru lífskraftar þessa mæta vís- indamanns. í Haustdreifum Sigurbjörns biskups Einarssonar er vitnað til merks erindis Páls Skúlasonar, prófessors. Þar segir að listin og trúin séu „tvær meginvíddir mannlegrar tilveru, tvær mikil- vægustu leiðir manna til þess að gefa lífinu og hlutunum merk- ingu og tilgang, finna sjálfa sig í heiminum, ólíkar leiðir, sem þó renna saman og ættu að fara saman í þjóðfélaginu" Listin, vísindin og kærleiks- boðskapur kristinnar trúar, þetta þrennt, var leiðandi og mótandi í lífsviðhorfum listaskáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar, að ógleymdri ástinni á ættjörðinni, íslenzkri náttúru, íslenzkri menn- ingararfleifð, islenzkri sögu. Megi slík lífsviðhorf vísa veg þjóðarinnar inn í ókominn tíma. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Bruðl og sorg- legt gildismat kristinnar kirkju KRISTNIHÁTÍÐ á Þing- völlum er lokið. Aðeins lítill hluti þjóðarinnar sótti þessa skemmtun, jafnvel þótt ekkert væri til sparað. Og upphæðirnar eru stór- ar, samtals nálægt einum milljarði króna, með títt- nefndri þjóðargjöf. I Morgunblaðinu um helgina var viðtal við fram- kvæmdastjóra svæðismiðl- unar fatlaðra og foreldra fjölfatlaðra barna. Þetta var sorgleg lesning og greinilegt að þarna er mik- ill vandi á ferðum. Það skortir umtalsvert fé til að leysa vistunarúrræði fyrir fjölfatlaða einstaklinga. Á meðan er gríðarlegt álag á aðstandendum þessara fjölfötluðu barna, svo mik- ið að það er ekki hægt að ímynda sér það nema íyrir þann sem til þekkir. Mikið lifandi skelfíng hefði mér fundist það falleg og stór- mannleg þjóðargjöf að leggja þennan milljarð, sem fór í kristnihátíð, til að leysa vistunarvanda þess- ara fjölfötluðu barna og af- létta þar með miklum áhyggjum og vandamálum af aðstandendum þessara einstaklinga. Rannsóknir á fornleifum eru vafalítið mjög mikilvægar. En þetta er auðvitað spurning um forgang og gildismat. Er það virkilega svo að forn- leifagröftur hefur meira vægi í huga þessarar ríkis- stjórnar heldur en mjög al- varleg staða hjá sumum þegnum þessa lands? Staða sem þessir einstak- lingar réðu engu um. Það er eitthvað alvarlegt orðið að í þessu samfélagi okkar. Ég hef hina mestu skömm á þeim mönnum sem tóku ákvörðun um að sóa svona háum upphæðum i tveggja daga ævintýri. Það hvarflar ekki annað að mér en að þeir sem fóru til Þingvalla hafi skemmt sér hið besta, en um það snýst bara ekki málið, jafn- vel þótt sumir álíti að gagnrýnisraddirnar séu dæmi um smáborgarahátt. Hvernig á maður að hafa geð í sér að taka þátt í svona bruðli, vitandi af neyðinni hér rétt handan homsins. Og hvar er hin kristna kirkja? Þátttak- andi í ölllu saman. Var það ekki einn aðalmunurinn á kaþólsku kirkjunni og þeirri lútersku, að kirkjur lúterstrúarinnar voru laus- ar við glingur og oflæti. Það eru svartir dagar i ís- lenskri kirkjusögu eftir bruðl helgarinnar. Þórður. Lengi getur vont versnað ÞAÐ er ekki hægt að láta óskráðar allar þær breyt- ingar sem alltaf er verið að gera hjá SVR. Nýjasta dæmið hjá okkur sem bú- um í Fossvogi og Smá- íbúðahverfi er að hætt er að láta leið 11 ganga á laugardögum (áður búnir að taka sunnudaga af) og stórskaða alla leiðaráætlun á síðasta ári. Síðan er leið 7 látin ganga á klukkutíma fresti um kvöld og helgar. Það háttar svoleiðis til hjá mér að um helgar eru oft gestir (erlendir) sem gjarnan vilja fara í bæinn og þá hvet ég þá yfirleitt til að slá saman í leigubíl þvi það kosti litlu meira heldur en að borga 150 kr. á mann í strætó. Með þessu get ég styrkt leigubílana en mót- mælt allri þessari skerð- ingu. Svo eru forsvarsmenn SVR hissa á hvað fáir noti „þjónustu þeirra “ en því er nú ver og miður að við erum örfá neydd til að nota SVR: Rut Sigurðardöttir, Kúrlandi 19. Tapad/fundid Bíllyklar í óskilum Billyklar (Toyota) fundust hjá Máli og menningu, Laugavegi, sl. fimmtudag. Upplýsingar í síma 515- 2580. Dýrahald Kettlingar fást gefins Tveir tíu vikna kassavanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 588- 9291. Gangbrautamálarar á Skagaströnd Yíkveiji skrifar... KRISTNIHÁTÍÐ hefur svo sannarlega tekið sitt rými í fjölmiðlum í fréttaleysinu upp á síð- kastið, fyrst undirbúningur hennar og svo krufning eftir á. Víkverji ætl- ar sér ekki að blanda sér í umræður um hátíðina, enda nógu margir orðið til þess og stóru orðin síst verið spör- uð, en hann vill hins vegar gera að umtalsefni annað sem komst í há- mæli í fjölmiðlum landsins í liðinni viku, nefnilega íslandsheimsókn Bít- ilsins kunna, sir Pauls McCartneys. xxx SÖRINN sá er líklega einhver þekktasti tónlistarmaður ver- aldar og væntanlega einn áhrifa- mesti listamaður tuttugustu aldar- innar, en á síðari árum hefur minna farið fyrir listsköpun hans. Kappinn hefur enda elst og tekið að sinna öðr- um hugðarefnum, t.d. umhverfis- vemd og baráttu á sviði mannúðar- mála, svo eitthvað sé nefnt. Paul McCartney var jafnan í fylgd eigin- konu sinnar, Lindu, en heimsbyggð- in fylgdist með hetjulegri baráttu hennar við krabbamein fyrir nokkr- um árum sem lauk með ótímabæru fráfalli hennar. Öllum var ljóst hví- líkt áfall þetta var eiginmanni henn- ar, en upp á síðkastið hefur þó rofað til í þeim efnum og fjölmiðlar hafa greint frá sambandi Bítilsins og ung- rar stúlku sem helst er þekkt fyrir að vera með gervifót og hafa helgað líf sitt baráttu gegn jarðsprengjum og unnið að auknum réttindum fatlaðra. xxx VÍ er Víkverji að rifja þetta upp að popparinn góðkunni heim- sótti íslands strendur sumsé á dög- unum - dúkkaði bara upp ef svo mætti segja og samstundis var sem íslenskir fjölmiðlar hefðu aldrei fyrr um frægt fólk fjallað. Allt það versta braust fram; eltingarleikir, áreitni og undarlegar spurningar. Eitthvað svo fullkomlega óíslenskt, eitthvað sem íslendingar hneykslast gjarnan yfir er þeir verða vitni að því erlend- is. Já, undarlegri hetjudýrkun og um leið skelfilega lítilli virðingu fyrir einkalífi annarra. xxx NU er það svo, að erlent fólk, ekki síst fræga fólkið, virðist sækja hingað til lands í auknum mæli. Landið sjálft og ekki síst höfuðborg- in virðast móðins beggja vegna Atl- antshafsins og stuttferðir fólks hing- að til lands færast sífellt í vöxt, ekki síst hreinræktaðar skemmtiferðir. Víkverji kemst ekki hjá því að velta því fyrir sér hvort eitthvað slíkt hafi vakað fyrir Paul þegar hann fylgdi ástkonu sinni eftir hingað til lands; hér fengi hann þó frið, í fámenninu og náttúrukyrrðinni. Öðru nær. Myndir sáust í blöðum og sjónvarpi af hvítum jeppa parsins á ferðinni víðsvegar um borgina og alltaf voru íslensku ljósmyndaramfr á eftir - paparazzamir. Og því mið- ur, frétta- og blaðamenn sömuleiðis, að reyna að fá svo sem eina setningu út úr goðinu: How do you like Ice- land? Arangur þessarar baráttu ís- lenskra fjölmiðlunga skilaði litlu, eðlilega, enda fólkið ekki í formleg- um erindagjörðum og því ekki í skapi til þess að ræða mál sín í þaula við fulltrúa pressunnar. XXX AÐ er nefnilega grundvallar- munur, að mati Víkverja, á eðli slíkra heimsókna fólks hingað til lands. í þessu tilfelli kom berlega í Ijós strax í upphafi að parið vildi fá að vera í friði og þá átti vitaskuld að virða þá ósk þess. Ef viðbrögð þess hefðu verið allt önnur og jákvæðari í byrjun, hefði málið horft öðra vísi við. Sömuleiðis ef um formlegar er- indagjörðir hefði verið að ræða, t.d. tónleikahald eða listsköpun af ein- hverju tagi. Nei, hér var um látlausa einkaheimsókn að ræða, þar sem greinilegt var að fæst var gert til að vekja óþarfa athygli. Því miður vakti það samt óþarfa athygli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.