Morgunblaðið - 09.07.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 09.07.2000, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Listahátíð á Seyðisfirði dagana 19.-23. júlí Morgunblaðið/Hafdís Bogadóttir Framkvæmdastjóri Aðalheiður Borgþórsdóttir, ásamt Guðnýju Pálu Rögnvaldsdóttur og Halldóru Malin. L.ung.A fyrir unga fólkið Egilsstöðum; Morgunblaðið. LISTAHÁTÍÐ ungs fólks, L.ung.A, verður haldin á Seyðisfirði dagana 19.-23. júlí nk. Um er að ræða fjöl- breytta hátíð með óvenjulegu sniði; * hátíð sem áhugafólk um öðruvísi skemmtun og þroskandi og áhuga- verð námskeið ætti ekki að láta íram- hjá sér fara. Farið verður vítt og breitt í list- sköpun á þeim fimm dögum sem há- tíðin stendur. Settar verða upp vinnubúðir, þar sem leiðbeinendur munu leiða þátttakendur inn í ýmsa heima listsköpunar. Má þar nefna leiklist, þar sem Helga Braga Jóns- dóttir leikkona leiðbeinir, Andri Snær Magnason rithöfundur leið- beinir fólki í hinum ýmsu fræðum varðandi rit- og orðlist, Orville afró- dansari kennir afródansa, Magnús Reynir Jónsson ljósmyndari kennir Camera obscura, sem í stuttu máli má skýra sem kennslu í að búa til myndavél, og Sara og Gunnhildur, 2. árs nemar í Listaháskóla íslands, leiðbeina þátttakendum í myndlist. Að lokum má nefna að Addi, tromm- ari í Súrefni, ætlar að sjá um tónlist- arsköpun í anda STOMP. Einnig verður á hátíðinni hönnun- arsamkeppni (föt og hlutir), auk þess sem keppt verður um skemmtileg- asta og frumlegasta lagið. í hvorugri þeirri keppni er nauðsynlegt fyrir þátttakendur að hafa verið á hátíð- inni, heldur geta þeir mætt daginn sem viðkomandi keppni fer fram með hönnun sína eða tónlist. Nauðsynlegt er að keppendur láti vita um þátt- töku. Glæsilegir vinningar eru í boði fyrir sigurvegara, má þar nefna að í verðlaun fyrir besta lagið eru tíu tím- ar í stúdió Steinholti. Ekkert þátt- tökugjald er í samkeppnina. Þátttökugjaldi mjög stillt í hóf Það er óhætt að segja að þátttöku- gjaldi fyrir listahátíðina sé mjög stillt í hóf því fyrir námskeið og þrjár mál- tíðir hvem dag þarf einungis að reiða fram fimm þúsund krónur. Þátttak- endur fá fWtt tjaldstæði og svefn- pokapláss og hátíðin er opin ungu fólki á aldrinum 16-25 ára hvaðan- æva af landinu. Seyðisfjarðarbær styrkir hátíðina, en hún er liður í ,Á seyði“, listahátíð á Seyðisfirði sem stendur frá 17. júní til 6. ágúst. Margir listamenn koma við sögu L.unga.A. Má þar meðal annars nefna Gjömingaklúbbinn og Sól- dögg auk þess sem hinir ungu lista- menn munu sýna afrakstur vinnu sinnar á sýningu sem hefst á laugar- deginum. Þar stíga þátttakendur í vinnuhópum L.ung.A út úr fylgsnum sínum og sýna á sér nýuppgötvaðar hliðar. Einnig mun gestum gefast kostur á að taka létt afróspor svo eitthvað sé nefnt. Á sunnudeginum verður svo opnuð sýning 2. árs nema í Listaháskóla Islands í félagsheimil- inu Herðubreið, en ber sú sýning yfirskriftina „Menning og náttúra - virkjun". Sýningin er samstarfsverk- efni Listaháskólans og Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000 og stendur til 6. ágúst. Það er von þeirra sem að hátíðinni standa að sem flestir sjái sér fært að mæta og umhugsunarefni fyrir for- eldra og atvinnurekendur hvort ekki sé ástæða til að hvetja unga fólkið til þátttöku, því hér fer tilvalinn vett- vangur fyrir það að rækta hugann og sköpunargleðina. Það mun sannar- lega ríkja útihátíðar- og kamival- stemmning...milli fjallanna háu við hinn fallega og seiðandi Seyðisfjörð. Framkvæmdastjóri listahátíðar er Aðalheiður Borgþórsdóttir, en auk hennar era í framkvæmdaráði Stefán Benedikt Vilhjálmsson Egilsstöðum, Guðný Pála Rögnvaldsdóttir Seyðis- firði og Halldóra Malin Egilsstöðum. [VandfæðaQemlinqafnÍHeFii áRlifHillleik'sTálnv Endalausirpltinoaleikir. Faanleq á isölumwndbahdiSum iSiÍ Góð nwndbönd Eyes wide shut +-k‘Á Nokkuð snúinn en spennandi svanasöngur meistara Kubrícks. Truflar mann að hann hafi ekki lif- að nógu lengi til að fullklára verkið. Cookie frænka / Cookie’s For- tune irk'Á Þessi nýja mynd leikstjórans Roberts Altmans er vel þess virði að sjá. Sposk og skemmtileg smábæjarmynd með Snum leikurum. Ævintýri Elmo litla/ The Adventures of Elmo in Grouchland ★★J4 Skemmtileg barna- mynd með brúðunum úr Sesam-stræti. Góður húmor, söng- atriði, sprell og glens gefa henni gildi. Fullkominn eigin- maður / An Ideal Husband ★★'/é: Lipur útfærsla á skemmtilegu leikríti Oscars Wildes. Góðir leikarar og litrík umgjörð. Jakob lygari / Jakob the Liar -kkVi Jakob lygari fjallar um tilveru gyð- inginga í gettói í Varsjá á valda- tíma nasista. Mynd sem leynir á sér. Brjálaði aðkomumaðurinn / Gad- joDilo ★★★ Kvikmynd um samfélag sígauna í Rúmeníu. Vel gerð mynd sem fer með áhorfandann í einstakt ferða- lag á framandi slóðir. Myrkrið fellur/Darkness Falls ■k-k'Á Full hægfara en magnað leikhús- drama þar sem snillingurinn Ray Winstone bjargar málunum. Glæp- samlega vannýttur leikari. Lif mitt hingað til / My life so far ik-k'Á Fallega tekin kvikmynd sem lýsh• bernskuminningum í skoskii sveitasælu. Tilvalinn kostur fyrir þá sem hafa gaman af Ijúfum fjöl- skyldumyndum. Síðasti söngur Mifune / Mifunes sidste sang ★★★ Þessi þriðja mynd úr dönsku Dogma-reglunni skartar sérlega lifandi og áhugaverðum persónum. Ljúfsár og bráðskemmtileg kvik- mynd. Mafíumenn / Made Men ★★★ Bráðfyndin og spennandi mafíu- mynd framleidd af HBO-sjón- varpsstöðinni. Fær bestu með- mæli. Berserksgangur í Alabama / Crazy ín Alabama k-k‘Á I þessari frumraun sinni í leik- stjórastólnum vinnur Antonio Banderas skemmtilega kvikmynd úrsamnefndri skáldsögu. Morgunverður hinna sigursælu / Breakfast of Champions _ kkI4 Ahugaverð aðlögun á skáldsögu Kurts Vonnegut þar sem deilt er á hamslausaneyslumenningu Bandaríkjanna. Bruce Willis og Nick Nolte fara á kostum. Beautiful People / Fallegt fólk ★★★ Fyndin, pólitísk og nokkuð frum- leg mynd sem segir frá mismun- andi persónum sem tengjast á einn eða annan hátt í stórborginni Lon- don. Góð frumraun hjá leikstýr- „Djörf og ögrandi hneykslisrannsókn en ekki nógu heil- steypt," segir í dómnum um dönsku myndina Idioterne. unni Didzar. Regeneration / Endurnýjun kkklÁ Ljóðræn stríðsmynd um skáldið Sigfried Sassoon sem settur var inn á geðveikrahæli vegna skoð- anna sinna á ómennsku fyrri heim- styrjaldarinnar. Jonathan Pryce er frábær í hlutverki sínu sem geð- læknir Sassoons. American Perfekt / Amerisk fyrirmynd kkÁ Robert Forster er frá- bær í þessari undar- legu vegamynd um sálfræðing sem hefur tekið þá ákvörðun að ákveða næstum allt sem hann gerir með því að kasta peningi upp á það. Kleine Teun / Tony litli kkk‘Á Hrikalega áhrifamikil og vel leikin kvikmynd um sjúklegan ástar- þríhymingsem mynd- ast þegar einföld bóndahjón ráða til sín unga kennslukonu til þess að bóndinn geti lært að lesa. The Girl Next Door / Dóttir nágrannans kkk'Á Ferill klámmyndaleikonunnar Stacy Valentine rakinn frá upphafi og þar til hún fær verðlaun á ful- lorðinsmyndahátíðinni í Cannes. Ahrifamikil en ávallt hlutlaus lýs- ing á þessum yfirborðskennda iðn- aði. Rótleysi / Tumbleweeds ★★★ Einkar vel gerð kvikmynd sem lýs- ir flóknu sambandi móður og dótt- ur af einstakri næmni. Leikkon- umar Janet McTeer og Kimberiey Brown fara á kostum í hlutverki mæðgnanna. Ringulreið / Topsy-Turvy ★★★ Sériega vönduð og íburðarmikil mynd eftir breska leistjórann Mi- ke Leigh sem fjallar um heim óperettunnar í Lundúnum á 19. öld. Slagsmálafélagið / Fight Club kkk’A Umtöluð mynd og ekki að ósekju. Kærkomið kjaftshögg fyrir sanna bíóunnendur og jaðrar á barmi snilldarinnar. Edward Norton er snillingur. Fávitarnir / Idioterne kk‘Á Eins og við mátti búast nýtir sér- vitringurinn Lars Von Trier sér Dogma-formið út í ystu æsar. Djörf og ögrandi hneykslisrann- sókn en ekki nógu heilsteypt. Hvað varð eiginlega um Harold Smith? / Whatever Happened To Harold Smith? ★★★ Fortíðardýrkunin er hér allsráð- andi og í þetta sinn áttundi ára- tugurinn á mörkum diskósins og pönksins. Klikkuð og bráð- skemmtileg bresk eðalmynd. Hústökuraunir / Scarfies ★★★ Enn einn óvænti glaðningurinn frá nýsjálendingum. í þetta sinn pott- þétt spennumynd í anda Shallow Grave. Fylgist með höfundinum Sarkies í framtíðinni. Fucking Ámál / Árans Ámál kkk'Á Einfaldlega með betrí myndum um líf og raunir unglinga. Allt í senn átakanleg, trúverðug og góð skemmtun. Stúlkumar tvær vinna kláran leiksigur. Heiða Jóhannsdóttir Ottó Geir Borg Skarphéðinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.