Morgunblaðið - 26.08.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.08.2000, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Erlent vinnuafl beitt órétti Ferð fslending’s vekur mikla athygli í Kanada Fá ekki laun sam kvæmt samning'i Skipið tafðist vegna vonskuveðurs BORIÐ hefur á því að atvinnu- rekendur hafi ráðið útlendinga hingað til lands til ákveðinna starfa en síðan leigt vinnuafl þeirra öðr- um aðilum. Þessum mönnum hafa ekki verið greidd laun í samræmi við samninga sem gerðir voru þeg- ar þeir komu hingað til lands, að sögn Finnbjarnar A. Hermanns- sonar, formanns Samiðnar, sam- bands iðnfélaga. Hann segist einn- ig vita til þess að útlendingar starfí hér á landi án tilskilinna atvinnu- leyfa. Mennirnir eru því ótryggðir og engir skattar eru greiddir af launum þeirra. Samiðn hefur haft mál fimm Pól- verja til athugunar frá því í vor en þeir komu hingað til lands sl. haust. Finnbjörn segir að Pólverj- unum hafi verið veitt atvinnuleyfi á þeim forsendum að þeir væru sér- hæfðir starfsmenn sem myndu vinna við að reisa kvikmyndaver hér á landi. Mennimir hafi síðan verið leigðir til ýmissa aðila. Pól- verjunum sé ekki borgað sam- kvæmt. samningum sem gerðir voru við þá þegar þeir komu til landsins. Finnbjöm segir að miklu muni á raunveralegu tímakaupi mannanna og því sem um var sam- ið. Laun þeirra nái ekki einu sinni lágmarkslaunum. Finnbjörn segist hafa kallað umræddan atvinnurek- anda á sinn fund. Hann tjáði Finn- birni að hann hefði greitt Pólverj- unum launin með öðram hætti. Atvinnurekandinn hafi þó aldrei lagt fram gögn til að sýna fram á sannleiksgildi þeirra orða. Málið hefur verið sent lögfræðingi sem mun sjá um að innheimta laun mannanna. Finnbjöm segist hafa orðið var við fleiri slík dæmi. Auk þess viti hann til þess að menn starfi hér á landi án tilskilinna atvinnuleyfa. Þeir sem starfa hér án atvinnuleyfa hljóti að vera ótryggðir við störf sín auk þess sem hvorki skattar né gjöld séu greidd af vinnu þeirra. VÍKINGASKIPIÐ íslendingur hreppti versta veður frá því að leið- angurinn hófst í fyrrinótt. Vegna þessa kom það ekki til Halifax í gær, en er væntanlegt þangað klukkan níu í dag. „Það gerði mjög slæmt veður milli sex og sjö í gær [fyrradag] og það varði til klukkan fimm í [gær]morgun. Það var brjál- að rok, 15 m/s og himinninn logaði allur í eldingum," sagði Gunnar Marel skiptstjóri í samtali við Morgunblaðið í gær. Gunnar sagði að þegar veðrið skall á hafi verið um 160 sjómílur eftir til Halifax. Skipið komst ekki á skrið fyrr en í gærmorgun og átti 130 sjómílur ófarnar fyrir hádegi í gær. Það þýddi að koman til Halifax dróst þar til í dag. Að sögn Gunnars gekk mjög vel að ráða við skipið í rokinu. I skips- dagbók segir að skipið hafi sannað sjófærni sína í óveðrinu og hafi rétt sig af og ávallt haldið réttri stefnu sama á hverju gekk. Gunnar segir leiðangurinn í heild sinni hafa geng- ið mjög vel og móttökur verið ótrú- lega góðar. Samgönguráðherra undirritar yfírlýsingu um samstarf í ferðamálum Undir það tekur Sturla Böðvars- son, samgöngumálaráðherra, sem staddur er í Nova Scotia. „Leiðang- ur íslendings hefur vakið mjög mikla athygli hér og raun miklu meiri en búist var við.“ Sturla undirritaði í gær yfirlýs- ingu ásamt ferðamálaráðherra Nova Scotia sem gengur út á að skiptast á upplýsingum til eflingar ferðaþjónustu í löndunum tveimur. Til stendur einnig að skipa starfs- hópa sem fjalla munu um ferða- þjónustu í löndunum en Sturla seg- ir mikla aukningu kanadískra ferðamanna til íslands gefa vís- bendingu um mikla möguleika ís- lensku ferðaþjónustunnar í Kan- ada. Margir falast eftir íslendingi Að sögn Gunnars skipstjóra er ekki nóg með að leiðangurinn hafi vakið mikla athygli heldur hafa margir aðilar falast eftir Islendingi síðan hann kom til Kanada. „Það hafa margir haft samband við mig, einkaaðilar flestir, sem vilja kaupa íslending. Enn sem komið er eru þetta þó bara bollaleggingar. Ég hef ekki haft áhuga á að selja þann- ig að það hafa ekki verið nefndar neinar tölur ennþá eða samningar." Gunnar segir þá sem sýnt hafa áhuga á að kaupa skipið hafi haft ýmsar ráðgerðir með það, m.a. að gefa það á safn. En eins og málin standi nú verði íslendingur fluttur til Islands að loknum leiðangri. Þrjú jafntefli á Skákþingi íslands ÞREMUR skákum í annarri umferð Skákþings íslands 2000 var lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi, öllum með jafntefli. Voru það viðureignir Stefáns Krist- jánssonar og Sævars Bjarnasonar, Þrastar Þórhallssonar og Ágústs Sindra Karlssonar og Arnars E. Gunnarssonar og Jóns Garðars Við- arssonar. Þröstur er eini stórmeistar- inn sem er eftir í mótinu, en Stefán Kristjánsson sló sem kunnugt er út Helga Áss Grétarsson í fyrradag. Viðureign Jóns Viktors Gunnars- sonar og Þorsteins Þorsteinssonar var ekki lokið þegar blaðið fór í prent- un. Seinni skákimar fara fram kl. 14 í dag í Félagsheimili Kópavogs. Morgunblaðið/Ómar Lesið í sólinni Gott er, á sólríkum sumardegi, að setjast á bekk með góða bók í hönd. Þetta par stundaði lestur við Tjörn- ina í Reykjavík og sýndist heldur betur niðursokkið. Ekki skal fullyrt um Iesefnið, en Iíklegt má telja að það hafi verið af vandaðara taginu. Hætta á salmonellu- sýkingu úr eðlum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Eðlan græna sem lögreglan handsamaði við Eiðisgranda í fyrradag. TALSVERÐ hætta get- ur verið á salmonellusýk- ingu af völdum ólöglegs innflutnings á eðlum og snákum, en slík dýr virð- ast vera náttúralegir hýslar salmonellubakter- íu. í fyrradag fannst græn eðla á ferð við Eið- isgranda, sem að líkind- um hefur við smyglað inn til landsins. Halldór Run- ólfsson yfirdýralæknir segir að ólöglegur innflutningur á dýram virðist vera að aukast. „Og við höfum áhyggjur af því. Við viljum vara fólk sérstaklega við því að vera að smygla þessu. Þetta er auðvitað algerlega bannað og við kæram fólk sem við náum til, þegar vitað er um svona smygl. Það sem er síðan varasamast, er að yfirleitt era þessi dýr með salmonellu sem er hættuleg fólki. Það er aukning á salmonellutilfellum í fólki hér á landi, hvort þarna er einhver tenging á milli vitum við ekki, en það er mjög algengt að þessi dýr séu með salm- onellu í sér.“ Halldór nefnir nýlegt dæmi um slíkt, þegar snákar og eðlur vora teknar á Suðumesjum og þau dýr reyndust vera með salmonellu í sér. Að sögn Halldórs er búið að fara með grænu eðluna, sem lögreglan hirti við Eiðisgranda, til förgunar og verða þá tekin úr henni sýni. Sam- kvæmt lögum ber að farga dýram sem flutt era ólöglega til landsins eða finnast á þennan hátt. Eðlan græna var því flutt á Til- raunastöðina á Keldum, þar sem henni hefur verið lógað. Eggert Gunnarsson dýralæknir segir að búið sé að taka sýni úr eðlunni og að niðurstöður liggi fyrir eftir helgina. Hann segist fastlega búast við því að finna salmonellubakteríur í sýninu. Eggert sagði að svo virtist sem eðlan græna væri úr iguana-fjöl- skyldunni, sem er stór eðlufjölskylda með um 500 tegundum og lifir í Suð- ur- og Mið-Ameríku. -------HA-------- Drengnr varð fyrir bfl í Alfheimum TÓLF ára drengur hlaut áverka á höfði eftir að hann varð fyrir bíl í Alfheimum rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöld. Tildrög slyssins era óljós en höfuð drengsins lenti á bílrúðunni sem brotnaði. Drengurinn var flutt- ur á slysadeild með sjúkrabifreið. Að sögn læknis á slysadeild reyndust meiðsl hans ekki alvarleg og fékk hann að fara heim að lokinni skoðun. Sérblöð í dag |HB8i Með Morgunblaðinu í dag fylgir aukablað um menntamál. í blaðinu er fjallað vítt og breitt um skólamál og starfs- menntun. Þjálfari Jakobs Jóhanns kostar försínaáÓL/Bl ••••••••••••••••••••••••••••••••••• FH færist nær sæti í 1. deild / B2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.