Morgunblaðið - 26.08.2000, Page 8

Morgunblaðið - 26.08.2000, Page 8
8 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Dagskrá Menningarnætur fór vel fram: Sérann langar svo að læra að skjóta flugeldum og blása upp blöðrur, frú borgarstjóri. Öryggismál í Jökulsárgljúfrum við Dettifoss Haldi fólk si g á göngu- stígum er því óhætt FYRIR rúmlega viku beið ísraelsk kona í gljúfrið við Dettifoss og beið bana. Þjóðgarðsvörðurinn í Jökuls- árgljúfrum segir að öryggismál hafi verið rædd í kjölfarið en erfitt sé að koma í veg fyrir að fólk hætti sér út- af göngustígum. Þar sem stígurinn liggur að gljúfurbrún er vel girt. Við Dettifoss eru skilti á ensku og íslensku þar sem ferðamönnum er bent á að hættulegt geti verið að fara nálægt gljúfurbrúninni og að þeir sem fara út af merktum göngustíg- um geri það á eigin ábyrgð. Sigþrúð- ur Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðs- vörður segir að þess sé gætt að göngustígar Uggi talsvert frá gljúf- urbrúninni. Á þeim stað þar sem göngustígurinn fer næst brúninni er útsýnisstaðurinn girtur með köðlum. Hún segir að ekki sé búið að ræða til hlítar hvort reistar verði fleiri girð- ingar eða aðrar ráðstafanir gerðar til að koma í veg fyrir að ferðamenn hætti sér of nálægt gljúfrinu. Þar sem Jökulsárgljúfur séu víða hrika- leg sé erfitt að meta á hvaða stöðum eigi að girða og hvar því skuli sleppt. Ef mikið er girt sé hætt við því að sí- fellt þyki ástæða til að girða meira. Sigþrúður segir að ef stígar liggi ná- lægt gljúfurbrún séu þeir staðir girt- ir. Ef fólk heldur sig á göngustígum eigi það ekki að vera í hættu. Fyrir nokkrum árum urðu nokkur óhöpp með skömmu millibili, m.a. fótbrotnuðu tveir ferðamenn er þeir gengu um grýtta urð. Síðan þá hafa göngustígar við Dettifoss verið end- urbættir. Sigþrúður segir að óhöpp- um fækkað mjög í kjölfarið en erfitt sé að koma algerlega í veg fyrir þau. Sjónarmið grunnskólakennara Þarf að ganga til samninga strax Guðrún Ebba Ólafsdóttir MIKIL umræða hefur verið um kennaraskort í grunnskólum landsins að undanfömu og hafa yfir- völd rætt þessi mál í fjölmiðlum svo og skóla- stjómendur. Guðrún Ebba Ólafsdóttir er for- maður Félags grunnskóla- kennara. Hún var spurð hvemig þetta mál horfði við grunnskólakennurum landsins. „Þetta snertir grann- skólakennara í starfi á ýmsan hátt. í fyrsta lagi þar sem era ráðnir leið- beinendur, misjafnlega í stakk búnir til að sinna grannskólakennslu, þá lendir það á grannskóla- kennuram ólaunað að segja þeim til, koma þeim inn í starfið og aðstoða þá á ótal vegu til þess að þeir geti axlað það að kenna börnum í samræmi við lög og aðalnámskrá grannskóla. Þar sem ekki tekst að ráða leiðbein- endur era grunnskólakennarar oft á tíðum tilneyddir að taka á sig mun meiri kennslu en þeir geta með góðu móti. í þriðja lagi þarf að fjölga í bekkjardeildum, jafnvel slá saman bekkjardeildum og allt þetta gerir það að verkum að ýmsir aðrir þættir vega þyngra í starfi kennarans en það að sinna hverjum og einum nem- anda eins og þörf er á.“ - Hverjar eru að þínu mati or- sakir þess að svona illa gengur að fágrunnskólakennara til starfa? „Það era launin iyrst og fremst. Skólamir era ekki sam- keppnisfærir við frjálsa markað- inn um starfskrafta og grann- skólakennarar leita eðlilega í betur launuð störf þegar launin era svona lág. Ef ekkert verður að gert núna þá sjáum við ekki fyrir hverjar afleiðingamar verða. Hve lengi haldast þeir kennarar í starfi sem era með þessar fjölmennu bekkjardeildir og kenna, að ég vil segja, ómann- eskjulega lengi í hverri viku ásamt því að liðsinna ófaglærðu fólki?“ - Kemur þú auga á leið í þess- um vancia? „Já, ég geri það. Samnings- aðilar geta hafist handa nú þegar, jafnvel þótt samningar við grann- skólakennara séu ekki lausir fyrr en um áramót. Þeir geta sest niður og gert kjarasamning sem tryggir skólunum eftirsótta, vel menntaða og hæfa kennara." - Hefur ástandið versnað mjög mikið á skömmum tíma? „Þetta ástand hefur stigmagn- ast á undanförnum misseram. Það er alveg ljóst að þörf verður fyrir fleiri kennara á næstu áram. Fyrir liggja útreikningar sem sýna að til að mynda árið 2004 þurfum við 8% fleiri kennara en störfuðu sl. skólaár og þá tel ég með leiðbeinendur. En ráðning leiðbeinanda getur aldrei verið varanlegt ástand vegna þess að lögin gera ráð fyrir einungis tímabundinni ráðningu og aldrei meira en til árs í senn. Þess vegna er ég al- gerlega andvíg þvi sjónarmiði sem fram hefur komið að við eigum að sætta okkur við ástandið eins og það er í dag vegna þess að það sé hefð fyrir því að ákveðið hlutfall þeirra sem kenna í grannskólum sé ekki með tilskilda menntun." - Hvað þýða svona miklar mannabreytingar í skólastarfí? „Þetta kemur niður á þróunar- starfi skóla. Á hverju hausti kem- ► Guðrún Ebba Ólafsdóttir fæddist 1. ágúst 1956 í Norður- Dakota. Hún ólst upp í Reykjavík og tók stúdentspróf frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1956 og B.ed.-próf frá Kennaraháskóla íslands 1980. Hún hefur starfað sem kennari að mestu frá náms- lokum en var jafnframt for- maður Kennarafólags Reykja- víkur 1991 til 1994. Þá var hún kosinn varaformaður Kennara- sambands Islands en formaður Félags grunnskólakennara var hún kosin í nóvember 1999. Hún á tvær dætur, HrafnhiUli og Brynhildi Stefánsdætur. ur svo og svo margt nýtt fólk þannig að það tekur lengri tíma að koma á festu og skólabrag. Þetta getur skapað öryggisleysi fyrir bömin en í öllu skólastarfi á að hafa hagsmuni nemandans að leiðarljósi. Við getum sagt sem svo að þetta hafi alltaf verið svona, við vitum að kennararnir í skólanum reyna að bjarga þessu. Ef markmiðið er orðið eingöngu að manna skólana til að hafa ofan af fyrir börnunum þá er illa kom- ið fyrir menntun íslenskra barna. Ef við hins vegar viljum að ís- lenskur grannskóli standi undir nafni sem góður skóli, ekki síðri en gerist annars staðar í heimin- um, þá tökum við á okkur rögg og segjum: Hvað þurfum við? Við þurfum að setja meiri peninga í skólamálin og gefa skólanum for- gang. Það hefur komið í ljós að ráðamenn hafa skilning á ástand- inu og vilja hækka laun kennara en á bak við liggur óttinn við að þetta hleypi af stað skriðu. Þá er komið að spurningunni hvort menn hafi kjark og þor til að segja: Við ætlum að forða grann- skólanum frá því að lenda aftur í því sama og nú er uppi í flestum skólum landsins. Það verður ekki gert nema menn taki höndum saman til þess að finna ásættan- legar lausnir." - Hvað eru að þínu mati ásætt- anlegar lausnir? „Félag grunnskólakennara gekkst fyrir skoðana- könnun í mars meðal allra félagsmanna sinna. Samkvæmt niðurstöðum hennar telja grannskólakenn- arar að byrjunarlaun þyrftu að ná 180 þúsund krónum og meðaldag- vinnulaun 230 þúsund krónur.“ - Er hugsanlegt að leysa málið meðlægri tölum en þetta? „Á það verður að reyna en eitt er víst að fjárframlög til grann- skólanna verða að aukast veru- lega. Hitt er jafnvíst er kennsla er þýðingarmikið starf og ætti að vera vel metið í samfélaginu. Byrjunarlaun þyrftu að ná 180 þús. kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.