Morgunblaðið - 26.08.2000, Síða 9

Morgunblaðið - 26.08.2000, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 9 FRÉTTIR Kynning á lífrænum afurðum Átakið er liður í vakningu þjóðfélagsins á Iífrænum afurðum. Blásið til sóknar í lífrænni ræktun Margar tegundir eitraðra sveppa fínnast hér Doktor í ónæmisfræði • GESTUR Viðarsson varði dokt- orsritgerð við Háskólann í Utrecht í Hollandi 9. júní síðastliðinn. Rit- gerðin ber heitið „Immunity to encapsulated bacteria“ eða „Ónæmi gegn hjúpuðum bakter- íum“ og er hún byggð á níu vís- Gestur indagreinum. Viðarsson Ritgerðin byggist á rannsóknum á ónæmi gegn bakteríunum Streptococcus pneum- oniae (pneumokokkar) og Neisseria meningitidis (meningokokkar) sem eru helstu orsakavaldar eyrna-, lungna- og heilahimnubólgu. Rann- sóknirnar, sem unnar voru á Rann- sóknarstofu í ónæmisfræði á Land- spítalanum og á Háskóla- sjúki'ahúsinu í Utrecht (UMCU), voru m.a. styrktar af Rannsóknar- námssjóði, NATO og líftækniáætlun Evrópusambandsins. Aðalleið- beinendur verkefnisins voru Jan G.J. van de Winkel prófessor og dr. Ingi- leif Jónsdóttir, ásamt dr. Steini Jóns- syni og Helga Valdimarssyni pró- fessor. Andmælendur voru prófessorar við Háskólann í Utrecht, þeir Hans Clevers, Ton Logtenberg, Willem van Eden, Jan Kimpen og Jos van Putten, auk Mogens Kilian, prófess- ors í læknisfræðilegri örveru- og ónæmisfræði við háskólann í Arósum. I ritgerðinni eru ónæmisfræðilegir eiginleikar nýrra gerða bóluefna gegn pneumokokkum kannaðir, og virkni mótefna, sem bóluefnin vekja í líkamanum, rannsökuð. Með sam- eindalíffræðilegum aðferðum voru einstakar undirgerðir mótefna búnar til gegn bæði pneumo- og men- ingokokkum til að skoða virkni þeirra betur. Gestur er fæddur 1968 í Reykjavík og er sonur hjónanna Viðars Þor- steinssonar útibússtóra hjá Islands- banka og Guðrúnar Gestsdóttur full- trúa hjá Tryggingastofnun ríkisins. Eiginkona Gests er Michelle Pleiter frá Hollandi, þau gengu í hjónaband í Reykjavík 22. júlí sl. og eiga þau tvö börn. Gestur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1988, BSc prófi í líffræði 1991 frá Háskóla Islands, og MSc prófi í ónæmisfræði frá læknadeild Háskóla íslands 1994. Hann starfar nú við rannsóknfr á meningokokkum í samvinnuverkefni milli Háskólasjúkrahússins í Utrecht og Heilbrigðisstofnun Hollands (RIVM). ------------------ Bilun í flug- vél veldur seinkunum BILUN varð í gær í eldsneytis- dælu í Boeing 757-200-flugvél Flugleiða í Amsterdam. Af þessum sökum urðu nokkrar seinkanir á áætlunarflugi félagsins í gærkvöldi. Flugi FI503 frá Amsterdam, sem átti að koma til Islands eftir hádegi seinkaði og gert er ráð fyrir brott- för frá Amsterdam klukkan 5:30 í dag. Hægt var að koma um helm- ingi farþega á aðrar flugvélar til Ameríku og íslands, en um 100 far- þegar voru á hóteli í Hollandi í nótt. Flugi FI216 til Kaupmannahafn- ar, sem átti að fara klukkan 16:10 frá Keílavíkurflugvelli, seinkaði einnig og var áætlaður brottfarar- tími um miðnætti í nótt. Flugi FI217 frá Kaupmanna- höfn, sem áætlað var að lagt yrði í af stað til íslands klukkan 22:30 í gærkvöld, seinkaði og er áætlað að vélin leggi af stað klukkan 7:30 í dag að staðartíma. Unnið var að því í gær að tryggja öllum farþegum hótelgistingu um nóttina. ÁTAKIÐ Lífræn framleiðsla - fæða framtíðarinnar hófst fyrr í vikunni með fréttamannafundi. Átakið felur í sér að hópur íslenskra stórfyrir- tækja, þ.e.a.s. Baugur, Hagkaup, Nýkaup og Olís, í sam- vinnu við vottunarstof- una TÚN hafa nú tekið höndum saman um kynningu á lífrænum afurðum. Auk þeirra koma að kynningunni vottuð fyrirtæki og bændur í lífrænni ræktun. Gefíð hefur verið út blað, Lífrænn kostur, í ríflega 30.000 eintök- um sem hægt er að nálgast á sölustöðum umræddra fyrirtækja en í blaðinu er meðal annars að finna umfjöllun um lífsstíl og lífrænar neysluvenjur. I fram- haldi hefur nú hafist fjölþætt kynn- ing á lífrænum afurðum í verslunum Olís, Hagkaups og Nýkaups. PÓST - og fjarskiptastofnun hefur samið nýjar reglur um símanúmera- flutning en samgöngumálaráðherra fól stofnuninni það hlutverk, að sögn Gústavs Arnars, forstjóra stofnunar- innar. „Ástæðan fyrir reglugerðinni er fyrst og fremst aukin samkeppni á fjarskiptamarkaði,“ segir Gústav. „Fyrirtæki sem vilja flytja sína þjón- ustu á milli fjarskiptafyrirtækja vegna þess að þeim eru boðin betri kjör eiga kost á því að halda sínu gamla símanúmeri frá og með 15. september á þessu ári. Það getur reynst mörgum fyrirtækjum erfitt að breyta um símanúmer og er það oft kosnaðarsamt. Þarf þá að breyta öllu kynningarefni fyi-irtækjanna og þau þurfa að láta alla sína viðskiptavini vita af númerabreytingunni. Það get- ur því verið ákveðin hindrun fyrir fyi-irtæki að skipta um fjarskipta- fyrii-tæki þó svo þeim bjóðist betri þjónusta annars staðar." Að sögn Gústavs geta símnotendur haldið símanúmerum sínum þó svo að þeir flytji á milli númerasvæða frá og með 15. febrúar á næsta ári. „Fyrir- tæki sem hafa flutt sig til á milli núm- erasvæða hafa hingað til ekki getað haldið sínu númeri, jafnvel þó svo að þau skipti enn við sama fjarskipta- fyrirtækið," segir Gústav en ekki skiptir máli hvert á land viðkomandi notendur flytja. „Þetta getur komið sér vel fyrir einstaklinga sem vilja Gunnai' Á. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri TÚNS, sagði Islend- inga standa flestum grannþjóðum sínum og viðskiptalöndum langt að baki í framleiðslu og neyslu lífrænna afurða. Hann sagði ennfremur að hér á landi hefði vissulega orðið aukning á líf- rænni framleiðslu og stunda nú nokkrir tug- ir bænda slíkan búskap en gera mætti enn bet- ur. Innan við 1% af nytjalandi í landbúnaði er í lífrænni ræktun á íslandi meðan víða er- lendis má sjá tölur allt upp í 10% eins og t.d. í Svíþjóð. Ljóst er að vakningar er þörf í ís- lensku þjóðfélagi og er átaþið liður í þeirri vakningu. Ákveðið hefur verið að opna upp- lýsinga- og kynningaiTniðstöð um líf- ræna framleiðslu, Lífræna línan, og verður hún opnuð á næstunni. halda sínum númerum þegar þeir skipta um heimilisfang," segir Gúst- av og bætii' við að fjarskiptafyrirtæki skuli gera notendum grein fyrir kostnaði sem hlýst af númeraflutn- ingi á milli þjónustuaðila en gamla þjónustufyiirtækið getur rukkað notandann fyrir umskráningu. Gúst- av bendir þó á að nýja þjónustufyrir- tækið komi til með að standa undir þeim kostnaði í flestum tilfellum. Minningar- stund um bresku hermennina MINNINGARSTUND um þá fjóra bresku hermenn sem fór- ust á jökli milli Öxnadals og Eyjafjarðar í maí 1941 verður haldin í Fossvogskfrkju sunnu- daginn 27. ágúst kl. 10.30. Eftfr athöfnina í kirkjunni verður gengið að gi'afreit er- lendra hermanna í Fossvogs- kfrkjugarði þar sem blóma- kransar verða lagðir á leiði hermannanna fjögurra. At- höfnin er öllum opin. HINN banvæni sveppur, viðarkveif eða Galerina marginata, sem nýlega fannst á skógarstíg í Kjarnaskógi við Akureyri er aðeins einn af mörg- um eitruðum sveppum sem finnast hér á landi. Dr. Guðríður Gyða Eyj- ólfsdóttir, sveppafræðingur á Akur- eyrarsetri Náttúrufræðistofnunar Islands, minnir fólk á að borða alls ekki sveppi sem það þekkir ekki. Fæsta matsveppi megi þorða hráa. Guðríður Gyða segir að til skamms tíma hafi borið á því að fólk hafi talið að ekki fyndust margir eit- ursveppir hér á landi. Það geti verið hættulegur misskilningur. Hún seg- ir að talsverður fjöldi eitraðra sveppa vaxi hér á landi. Sveppirnfr eru miseitraðir. Sumir valda maga- kvölum en aðrir hafa áhrif á hjarta- og taugakerfi líkamans. Viðarkveif- in sem fannst í Kjamaskógi er þó einn eitraðasti sveppurinn sem finnst hér á Iandi. Eiturefnið í viðai'- kveifinni er banvænt, það hindrar starfsemi framna mannslíkamans. Kjörlendi viðarkveifarinnar er rotn- andi viður. Vaxtarskilyrði lýrir sveppinn eru því ákaflega góð á stígum og í beðum þar sem viðar- kurl hefur verið borið á. Eina ráðið að fjarlægja viðarkurlið „Líf mai'gra sveppa snýst um það að brjóta niður trjávið," segh' Guð- ríður Gyða. Þeir sem setja viðarkurl í garða sína geta átt von á því að ýmsar sveppategundir leggi undir sig kurlið. Guðríður Gyða segir að engin ráð séu til að koma í veg fyrir slíkt. Sveppimir séu aðeins hluti af eðlilegri hringrás náttúrunnar. Eina ráðið væri að fjarlægja viðarkurlið. Ef fólk hyggur á sveppatínslu segir Guðríður Gyða mikilvægt að fá góða leiðsögn. Það verði enn- fremur að gæta að því að sjóða eða steikja matsveppi áður en þeirra er neytt. Góð regla er að borða aðeins eina sveppategund í einu þegar ný tegund er prófuð. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins í húsagarði á Álftanesi vex urmull sveppa í viðarkurli. Glæsilegar haustvörur teknar inn daglega Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 17BO s. 554 7030. — Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, TISKU VERSLUN lau. 10-15. Brunaútsalan í fullum gangi Vöruhúsið Faxafeni 8 Nýjar kvartbuxur, peysur, skyrtur og vesti h}á~QýGafhhUcli Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Rita Nýjar reglur um símanúmeraflutning Aukin samkeppni ástæðan fyrir reglugerðinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.