Morgunblaðið - 26.08.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.08.2000, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Rangárvallahreppur Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi og góða umgengni í Rangárvallahreppi voru veittar á veitingastaðn- um Kristjáni X. F.v.: Kjartan R. Erlingsson og Kolbrún Hákonardúttir, eigendur staðarins, Helga Thorarensen, Helluvaði 1 og Anna Bjarnarson, Þrúðvangi 25. Sigurbjörn Bernódusson og Turid Egholm voru fjarvcrandi. Umhverfisviður- kenningar veittar Slær melgresi með þýskum hertrukki Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Bjarni Jón Finnsson að slá melgresi austan við Víkurþorp á þýska hertrukknum. Melgresisfræi safnað Fagradal - Bjami Jón Finnsson, sem búsettur er í Vík í Mýrdal, er farinn að slá melgresi á söndunum austan við Víkurþorp og hefur hann útbúið þýskan hertrukk til að slá melinn. Þegar fréttaritari Morgunblaðsins hitti Bjama var hann búinn að fylla tvo stóra tengivagna af melgresisfræi. Bjarni segir uppskerana í góðu meðallagi en að það sé áberandi hvað landið hafi minnkað vegna ágangs sjávar og telur hann að margir hektarar lands séu komnfr í sjó frá því hann byrjaði að slá melinn á haustin fyrir fjórum ár- um. Bjami Jón segir að Land- græðsla ríkisins kaupi melgresis- fræið af sér og verði það notað til uppgræðslu á vegum Land- græðslunnar víða um land á næsta vori. legt umhverfi og góða umgengni. Fyrir býli í dreifbýli hreppsins fékk Helga J. Thorarensen á Helluvaði 1 viðurkenningu, en jörðin þykir snyrtileg og í góðri rækt. Ibúðarhúsi, sem var byggt 1979 ásamt útihúsum, er vel við- haldið og allt umhverfið mjög snyrtilegt. Fyrir lóð og hús á Hellu fékk Anna Bjarnarson á Þrúðvangi 25 viðurkenningu, en hús hennar var byggt árið 1944. Því er vel við haldið og garðurinn mjög snyrti- legur. Fyrir fyrirtæki í hreppnum fékk veitingahúsið Kristján X á Þrúðvangi 34 viðurkenningu, en eigendur þess eru Kjartan R. Er- lingsson og Kolbrún Hákonar- dóttir. Húsið stóð upphaflega á Þingvöllum og var notað þar sem matsalur fyrir hirð Kristjáns X Danakonungs f heimsókn hans á Alþingishátíðina 1930. Árið 1935 var húsið flutt að Ljósafossi og notað sem mötuneyti starfsmanna við virkjunarframkvæmdir en ár- ið 1938 keypti Kaupfélagið Þór á Hellu húsið og flutti á þann stað þar sem það enn stendur. Var það lengst af notað sem pakkhús, en á síðari árum hýsti það marg- víslega starfsemi nokkurra fyrir- tækja. í apríl 1999 hófu Kjartan og Kolbrún endurbyggingu húss- ins og í nóvember sama ár opn- uðu þau veitingastaðinn Kristján X. Fyrir sumarhús og lóð fengu viðurkenningu hjónin Sigurbjörn Bernódusson og Turid Egholm, en þau eiga sumarhús á Ióð nr. 27 við Ketilhúshaga. Bústaður þeirra var byggður árið 1990, en hann fór mjög illa í jarðskjálftunum í sumar. Hjónin hafa þó gert á honum bráðabirgðaviðgerðir og eru staðráðin í að gera hann jafn- góðan og áður. Umhverfi bústað- arins er mjög snyrtilegt og gróð- ur fjölbreyttur, en þar er að finna um 100 tegundir af plöntum, mest runna og rósir. Hellu - Fyrir stuttu voru afhentar viðurkenningar til nokkurra aðila í Rangárvallahreppi fyrir snyrti- Við æfum í 4 laugum í Reykjavík. Með því að skrá þig í Sunddeild Ármanns hefur þú aðgang að laugum og æfingum við þitt hæfi. Hjá okkur æfa allir aldursflokkar frá byrjendum upp í meistara, í ungbarnasundi, í sundskólanum, keppnissundi, æfingasundi eða fullorðinssundi. Vatnshræddir læra einnig að synda! Æfinga- og keppnisferðir um allt land. Vadim Forafonov er yfirþjálfari. Hann er margfaldur methafi frá Rússlandi með mikla menntun og reynslu í sundþjálfun. Að auki starfa 4 reyndir þjálfararog íþróttakennarar við deildina. Komið á skráningarhátíö SunddeildarÁrmanns í félagsheimili Þróttar, Engjavegi 7, Laugardal, sunnudaginn 27. ágúst frá 16:00 -18:00 (beint á móti Laugardalshöll). Komið og hittið þjálfarana, kynnist vetrarstarfinu og hittið aðra sundmenn. Ef þú kemst ekki á skráningarhátíðina í Laugardal getur þú skráð þig í sima 587 9925,864 0844 og 6991669 Morgunblaðið/Silli Húsavíkurendur Húsavík - Hermann og Sara, bakarabörn úr Kópavogi komu færandi hendi, þegar þau voru gestkomandi á Húsavík fyrir skömmu. Endurnar á Húsavík eru alveg jafn þakklátar fyrir brauðmolana og frænkur þeirra fyrir sunnan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.