Morgunblaðið - 26.08.2000, Síða 23

Morgunblaðið - 26.08.2000, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 23 VIÐSKIPTI Kværner með 1,5 milljarða ihagnað • HAGNAÐUR norska stórfyrirtækis- ins Kværner á fyrri hluta ársins nam 155 milljónum norskra króna sem samsvarar um 1.500 milljónum ís- lenskra króna. Búist var við aö hagnaöurinn yröi á bilinu 60-90 milljónir norskra króna. Olíu- og gasiönaðarhluti fyrirtækis- ins er eini angi þess sem skilar verri niöurstöðu en í fyrra. En þaö er ein- mitt sá hiuti fyrirtækisins sem stjórnin telur æskilegt aö sameinist Aker Maritime, fyrirtæki í meiri- hlutaeigu Kjell Inge Rökke. Þetta kemur m.a. fram í Dagens Nærings- liv. Að mati stjórnar Kværner yröu veruleg samlegðaráhrif af samein- ingu fyrirtækjanna eöa um 250 millj- ónir norskra króna sem samsvarar tæpum 2,5 milljörðum íslenskra króna. Stjórnin hyggst gera hluthöf- um Aker Maritime annaö tilboð sem birt veröur í næstu viku. MP3 semur við Sony • NETMÚSÍKFYRIRTÆKIÐ MP3.com hefur náð samkomulagi um greiöslu skaðabóta til Sony Music Entertain- ment vegna óleyfilegrar notkunar á lögum Sony og nema skaöabæturnar tuttugu milljónum dala. f samningn- um felst einnig aö MP3.com fær leyfi til þess aö nota tónlist sem Sony gef- ur út en héöan í frá þarf þaö að greiða gjald í hvert skipti er viö- skiptavinur MP3.com pantar Sony- diska eöa vistar lög sem Sony hefur gefiö út. Talið er aö samningurinn sé á svipuðum nótum og samningar þeir sem MP3.com hefur þegar gert viö Time-Warner, EMI og Bertelsmann. „Með þessum málalokum fæst stað- fest að þeir sem eiga höfundarrétt af tónlist skuli fá greitt lyrir notkun hennará Netinu," segir Al Smith, aö- stoðarframkvæmdastjóri Sony. Ný þjónustuáætlun Eimskips Flutningsgeta félags- ins til Evrópu eykst Á NÆSTU vikum taka gildi breyt- ingar á þjónustuáætlun Eimskipafé- lagsins í flutningum til og frá Evrópu. Við þessar breytingar hefur félagið haft það að leiðarljósi að bjóða áfram upp á bestu fáanlegu þjónustu í flutn- ingum til og frá íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Eimskip. Flutningsgeta félagsins til Evrópu eykst þegar tekin verða í notkun stærstu og fullkomnustu skip, sem fé- lagið hefur verið með í rekstri til þessa. Áætlun skipa í Amerílmsiglingum og í strandsiglingum við ísland verð- ur óbreytt. Ný skip tekin í notkun Tekin verða í notkun tvö fullkomin gámaflutningaskip með 1.457 gáma- eininga flutningsgetu. í byrjun sept- ember kemur fyrra skipið, sem hefur hlotið nafnið Goða- foss, inn í áætlun. Á sama tíma verður tveimur leiguskipum skilað. Undir lok október kemur seinna skipið, Dettifoss, inn í áætlunina en Brúar- foss og Hansewall fara úr áætlun á sama tíma. Eftir 23. októ- ber verður siglt alfar- ið eftir nýrri áætlun. Mánafoss mun áfram sinna strandsiglingum við ís- land en breytingar verða á skipakosti á Ameríkuleið og Suðurleið en þjón- ustan verður óbreytt. Tvær siglingaleiðir til Evrópu Suðurleið, þ.e. siglingar frá Reyþjavík til Vestmannaeyja, Rotter- dam og Immingham, verður óbreytt. Ný leið sem fær heitið Norðurleið, sameinar Strandleið og „gömlu“ Norðurleið- ina sem þá leggjast af. Skip á þeirri leið munu sigla frá Reykjavík og koma við á Grundartanga, Eskiflrði, Þórshöfn í Færeyjum, Rotter- dam, Hamborg, Árós- um, Gautaborg og Fredrikstad. Sigla síðan aftur til Þórshafnar og Reykja- víkur. Þar sem skipin koma ekki inn í sigl- ingakerfið á sama tíma, munu gamla siglingakerfið og það nýja verða keyrð samhliða í september og októ- ber. Raunávöxtun Lífíðnar 13,3% SAMKVÆMT endurskoðuðu milli- uppgjöri lífeyrissjóðsins Lífiðnar hinn 30. júní síðastliðinn er hrein eign til greiðslu lífeyris liðlega 15,9 milljarðar samanborið við rúmlega 14,5 milljarða í árslok 1999 og hefur eign sjóðsins því vaxið um 9,6%. Líf- eyrissjóðurinn Lífiðn er níundi staersti hfeyrissjóður landsins. í tilkynningu frá Lífiðn segir að heldur hafi hægt á vexti sjóðsins en það megi rekja til lakari ávöxtunar hlutabréfa á fyrstu sex mánuðum þessa árs samanborið við árið 1999. Hins vegar sé áfram útlit fyrir að ávöxtun hlutabréfa verði góð fyrir árið í heild. Raunávöxtun Lífiðnar frá og með júlí 1999 til og með júní 2000 er 13,4% og 13,3% að teknu til- liti til rekstrarkostnaðar. Hrein raunávöxtun árið 1999 var 14% og lækkunin nú skýrist, eins og áður segir, af lakari ávöxtun hlutabréfa- safns. Fjöldi greiðandi sjóðfélaga er nú 4.820 samanborið við 4.594 í árslok 1999. Fjöldi lífeyrisþega er 366 sam- anborið við 387 í árslok 1999 en um fækkun er að ræða í öllum hópum líf- eyrisþega að eftirlaunalífeyrisþeg- um undanskildum. Heildariðgjöld á fyrri hluta ársins námu 546 milljón- um króna og útlit er fyrir að heildar- iðgjaldagreiðslur í sjóðinn verði í fyrsta sinn á annan milljarð fyrir ár- ið í heild. Tele Danmark hlutað sundur • TIL stendur að skipta Tele Dan- mark upp í sex sjálfstæö fyrirtæki aö því er kemurfram í grein í Politiken. Sérfræöingar segja aö meö því aö hluta félagið niöur ætli aöaleigandi Tele Danmark, bandaríska fyrirtækið SBC Communication, aö leysatil sín hagnaö með því aö selja á hluta- bréfamarkaði þá hluta fyrirtækisins sem hæst verð fæst fyrir. Ákveöið hefur veriö að þessar breytingar gangi í gegn um næstu áramót. „Það er ijóst að miklar breytingar munu veröa á þessum markaði á næstu árurn," segir Henning Dyre- mose, forstjóri Tele Danmark og bæt- ir við aö meö þessum breytingum veröi Tele Danmark beturí stakk búið til þess að ná aö vaxa. Dyremose dregur heldur ekki dul á aö til standi að skrá einhver af hinum sex nýju fyr- irtækjum á hlutabréfamarkaö en seg- ir aö það muni þó ekki verða strax. Ulrik Biilow, forstjóri Sonofon, sem er aðalkeppinautur Tele Dan- mark, segist gjarnan vilja fá aö vita hver muni kaupa Tele Danmark. „Þaö kemur sér vel fyrir hluthafa félagsins aö því veröi skipt upp en með því veröa til afmarkaðri rekstrareiningar sem auðveldara verður aö selja. Og ég held aö megintilgangurinn með þessu sé einmitt sá aö selja. Þaö má allt eins gera ráð fyrir aö fleiri félög muni fara þessa leiö, eins ogtil aö mynda Telia í Svíþjóð," segir Bulow. Dyremose segir hins vegar að ekki standi til aö SBC Communication, hyggist selja bréf sín í félaginu eftir skiptingu þess. „SBC ætlar aö vera í fremstu röö fjarskiptafyrirtækja í Evrópu og stefnir aö því að styrkja stööu sína en ekki veikja hana.“ Hann segireinnigaö hin nýjufyrir- tæki sem veröi til meö skiptingu Tele Danmark muni sækja stíftfram bæöi á heimamarkaöi ogannars staöarí Evrópu, Tele Danmark sé þegar oröiö alþjóölegtfyrirtæki enda komi um 48% af veltu félagsins erlendis frá. Mazda 323 F Fyrir oLÖeins 19.884 Opið laugardaga frá kl. 12-16 Skúlagötu 59, slmi 540 5400 www.raesir.is Ísafjðríur: Bllatangi thf. Akurtyri: BSA hf. Egilsstaðir: Bilasalan Ftll Stlfoss: Bttri bilasalan Vtstmannatyjar: Bifreiðavtrkstœai Muggs Akranes: Bilis Ktflavík: Bilasala Ktflavíkur Hornafjðrður: Vélsmiðja Hornafjarðar ‘Mazda 323 f. Ver& 1.550.000 kr. Meöalgrei&sla á mánu&i m.v. 10.8.2000, 500.000 kr. útborgun/uppítöku, bílalán í 84 mánu&i, 8,3% vexti og 5% ver&bólgu. kr. á- ittánuöi* verður Míizíífl 323 F pinn híll • ABS hemlalæsivörn.TCS spólvörn • Útvarp, geislaspilari og fjórir hátalarar • Framsætisbak sem breyta má í hentugt borb • Upphitabir og rafstýrbir hlibarspeglar • Þriggja ára eba 100.000 km ábyrgb

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.