Morgunblaðið - 26.08.2000, Side 25

Morgunblaðið - 26.08.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 25 ERLENT Bandaríkin Lee laus úr einangrun Flutmngur á aðalfréttatíma BBCl veldur Qaðrafoki London. Daily Telegraph, AP, AFP. FYRIRHUGAÐAR breytingar á aðalfréttatíma BBCl, annarrar sjónvarpsstöðvar Breska útvarps- og sjónvarpsfélagsins, ullu umtals- verðu fjaðrafoki í breskum fjölmiðl- um í gær. „Þetta er afleit ákvörðun: fyrir BBC, fyrir sjónvarp almennt, fyrir áhorfendur sem greiða afnota- gjöld sín og fyrir breska menningu. Margir vilja einfaldlega ekki vaka svona lengi,“ sagði í leiðara dag- blaðsins Daily Telegraph. Búist var við að Greg Dyke, framkvæmdastjóri BBC, kynnti fyrirhugaðar breytingar á aðal- fréttatíma sjónvarps á hinum ár- lega MacTaggart-fyrirlestri, sem fluttur var á alþjóðlegu sjónvarps- hátíðinni í Edinborg í gær. Aðal- fréttatími BBCl hefur verið kl. níu Mikiíflóð á Suður- Indlandi Hyderabad, Indland. AP, AFP. MIKIL flóð sem fylgt hafa í kjölfar monsún-regntimabilsins á Indlandi hafa valdið umtalsverðri eyðilegg- ingu í suðurhluta landsins. 18 manns létust í flóðunum aðfaranótt föstudags og alls hafa 94 farist sl. tvo daga að því er yfírvöld greindu frá í gær. Hátt í 20.000 manns eru heimilislausar í kjölfar flóðanna, sem hafa eyðilagt rúmlega 2.600 heimili, en um 35.000 manns biða þess nú f flóttamannabúðum að það dragi úr vatnselgnum. í Hyder- abad, höfuðborg Andhra Pradesh- fylkisins, fórust sex manns er bygg- ing hrundi í kjölfar flóðanna og sex til viðbótar bárust á brott með vatnsflaumi Musi-árinnar sem rennur í gegnum borgina. Fjöldi húsa hefur hrunið í flóðunum og má rekja mörg dauðsfallanna til þessa. Indverski flugherinn bjargaði í gær 150 manns af húsþökum í Hyderabad og var vitað um 30 manna fjölskyldu sem beðið hafði björgunar á húsþaki sfnu frá þvf á á kvöldin undanfarin 30 ár og er ein helsta festan í dagskrá sjónvarps- stöðvarinnar. Til stendur að færa fréttatímann til tíu á kvöldin, en slík tilfærsla er sögð veita betra rými fyrir aðra dagskrárliði á borð við leikið efni og heimildamyndir. Fréttatíminn verður hins vegar ekki færður hljóti BBC ekki stuðning yflr- manna stofnunarinnar, sem og Chris Smith, menningamálaráð- herra Breta, en þær fréttir hafa borist frá ráðuneytinu að ráðherr- ann verði ekki ánægður leiði slík tilfærsla til þess að fréttatíminn verði óvandaðri og áhorfendum fækki. í iyrra færði ITF-sjónvarpsstöð- in aðalfréttatíma sinn, sem lengi vel miðvikudagskvöld. „Þau hafa þjáðst mikið,“ sagði Chandra Babu Naidu, æðsti klerkur héraðsins. „Bömin grétu af sulti og þetta sýn- hafði verið klukkan tíu á kvöldin, til klukkan ellefu og hefur stöðin sætt umtalsverðri gagnrýni fyrir vikið. Rök fyrir tilfærslunni voru þau að þannig gæti ITV boðið áhorfendum sínum upp á kvikmyndir og annað skemmtiefni í auknum mæli og hafa tekjur stöðvarinnar í kjölfarið auk- ist um einar 70 milljónir punda, eða rúma átta milljarða króna. Þeim sem horfa á fréttir stöðvarinnar hefur hins vegar fækkað um tæp 14% og munu dómstólar í næsta mánuði taka fyrir þá kröfu óháðu sjónvarpsnefndarinnar, ITC, að ÍTV verði gert að færa fréttatíma sinn til tíu á ný. Flytji BBC hins vegar aðalfréttatíma sinn til tíu á kvöldin mun ITC reynast erfítt að fá dómstóla á sitt mál. ir hversu slæmar aðstæður eru.“ Að sögn Rajeshwar Tewari, eins æðsta ráðamanns Hyderabad, biðu þúsundir í sjálfheldu vegna flóð- Innan BBC virðast menn al- mennt ánægðir með breytinguna og segja líklegt að áhorfendum á fréttir stöðvarinnar komi til með að fjölga í kjölfarið. Fréttamenn BBCl segja breytinguna enn frem- ur gera sér kleift að gera þingfrétt- um ítarlegri skil, auk þess sem fréttir frá Bandaríkjunum hafi oft ekki borist í tæka tíð fyrir níufrétt- ir. „Tíufréttir teljast enn innan aðal áhorfstíma og á meðan fréttaflutn- ingurinn helst vandaður þá er ég sáttur,“ sagði Martin Bell, sem til langs tíma sá um erlendan frétta- flutning á BBCl. Um fimm milljónir manna horfa á níufréttir stöðvarinnar á hverju kvöldi. anna víðsvegar um héraðið í gær og óttast yfirvöld að sjúkdómar fylgi í kjölfarið linni flóðunum ekki á næstunni. Albuquerque. AP, AFP. EÐLISFRÆÐINGURINN Wen Ho Lee, sem rekinn var frá Los Aiamos rannsóknarstofunni og sakaður er um að hafa stolið helstu kjamorku- leyndarmálum Bandaríkjamanna, verður að öllum líkindum látinn laus gegn tryggingu í næstu viku. James A. Park alríkisdómari hnekkti í gær fyrri úrskurði sínum um að Lee mætti ekki láta lausan gegn trygg- ingu og sagði ótta yfirvalda um að Lee afhendi erlendum ríkjum upplýs- ingamar ekki réttlæta að honum skuli haldið í fangelsi. Beiðni um að Lee yrði látinn laus gegn tryggingu hafði tvívegis áður verið synjað, en þeim úrskurði var hins vegar hnekkt í kjölfar þriggjá daga réttarhalda þar sem Robert Messemer alríkislögreglumaður dró úr fyrri yfirlýsingum og sagði vitnis- burð sinn hafa verið ónákvæman. Auk þess dró vopnasérfræðingur í efa þær staðhæfingar stjómvalda að Lee hafi í raun og vem stolið helstu kjam- orkuleyndarmálum þjóðarinnar. „Eg kemst hér með að þeirri niður- stöðu að aðstæður nú tryggi bæði að Lee muni mæta fyrir rétti, sem og ör- yggi bandarísku þjóðarinnar,“ sagði Parker í úrskurði sínum. Lee fæddist í Taívan fyrir 60 ámm, en er banda- rískur ríkisborgari. Hann var hand- tekinn í desember sl. og sakaður um að hafa afritað upplýsingar um kjarn- orkuvopn frá leynilegri tölvu í Los Al- amos rannsóknarstofunni, en hann var rekinn þaðan fyrir 17 mánuðum síðan. Upplýsingamar á Lee að hafa afritað á segulbandsspólur og er sjö þeirra saknað. Honum hefur verið haldið í ein- angrun í fangelsinu í Santa Fe sl. átta mánuði, en réttarhöld yfir honum hefjastö. nóvember næstkomandi. Þó Lee sé ekki sakaður um njósnir kann hans engu að síður að bíða lífstíðar- fangelsi verði hann fundinn sekur um öll 59 ákæraatriði, en stjómvöld ásaka hann m.a. um að hafa farið óvarlega með ríkisleyndarmál. Sú trygging sem Lee ber að reiða af hendi nemur einni milljón dollara, eða um 80 milljónum króna, og sætir hún mjög ströngum skilyrðum. Vís- indamanninum ber að dvelja á heimili sínum flestum stundum undir eftirliti og skal allur hans póstur kannaður og símtöl hlemð. Segja fjölskylda og stuðningsmenn Lee hann sæta of- sóknum vegna uppmna síns. Reuters íbúum í Sitamandhi á austurhluta Indlands er hér bjargað úr sjálfheldu sem vatnselgur flóða hafði komið þeim í. Mikil flóð eru nú f suður- og austurhluta landsins í kjölfar regntímabilsins. Breytingar á vexti skóglendis eiga stóran þátt í skógareldum Eru skógareldar mikil- vægur hluti vistkerfisins? Spokane, Washington. AP. MESTU skógareldar sem vitað var um að hefðu geisað í sögu Banda- ríkjanna brannu í Idaho-, Montana- og Washington-ríki fyrir rúmum níu- tíu ámm, dagana 20.-21. ágúst. Eld- hafið var slíkt að það hefði sómað sér vel sem ein af plágum biblíunnar og eyðilögðust 1,2 milljónir hektara lands við Bitterrot fjallgarðinn í bmnanum. Heilu þorpin brannu upp til ösku og 85 manns fórast í eldhaf- inu, þar af 78 slökkviliðsmenn. Reykjarmökk lagði yfir allt og svo þungt var yfir að líta að það var látið loga á götuljósum að degi til í New York-ríki. Skógareldar þessir urðu síðar þekktir undir nafninu Stóra sprengja (Big Blowup) og reyndust bandarísku þjóðinni þvílíkt áfall að þingheimur samþykkti að veita fé úr sjóðum alríkisstjórnarinnar til að ráða niðurlögum skógareldanna, en slíkt hafði ekki gerst áður. Alríkis- stjórnin tilkynnti að því loknu að búið ætti að vera að ráða niðurlögum allra skógarelda fyrir klukkan tíu næsta morgun. Það er kaldhæðni örlaganna að sá lærdómur sem Bandaríkjamenn drógu af Stóra sprengju átti sinn þátt í þeirri miklu eyðileggingu sem varð af skógareldum þar í landi í ár, er rúmlega 2 milljónir hektara lands urðu eldi að bráð og teljast skógar- eldamir vera þeir verstu í áratugi. Er ríkisstjórnin fylgdi því fast eft- ir að skógareldar fengju ekki að brenna kom hún um leið í veg fyrir að eldurinn sinnti þvi hlutverki er náttúran ætlaði. Eftir því sem árin liðu varð skóglendi æ þéttara og of- vaxin tré og annar skógargróður urðu efni í eldsneyti fyrir mun stærri skógarelda en áður gátu náð sér á strik. Útkoma þessa era skógareldar á borð við þá sem eyðilögðu 350.000 hektara lands í Montana og Idaho nú á dögunum, en í þeim brana fór mik- ið af sama landsvæði og eyðilagst hafði við rætur Bitterroot fjallgarðs- ins við upphaf aldarinnar. „Það er búið að ala með fólki and- úð á eldi,“ sagði Mark Petersen frá Landráði, umhverfisverndarhópi í Spokane. „Eldurinn er hins vegar vistkerfi okkar ekki síður mikilvæg- ur en regn er fyrir regnskóga í hita- beltinu.“ í skógum til forna, sáu skógareld- ar um að brenna sprek og kvisti sem féllu á skógarbotninn, auk þess sem furakönglar opnuðust í kjölfar elda og þannig var sáð fyrir nýjum trjám. Notfærðu indíánar sér gjarnan eld til að flýta fyrir skógrækt. Eldarnir 1910 og miklir skógar- eldar sem urðu á þriðja áratugnum, leiddu hins vegar til þess að ríkis- stjórnir Bandaríkjanna og alríkis- stjórnin komu á fót vel þjálfuðum sveitum slökkviliðsmanna sem kunnu að ráða niðurlögum skógar- elda, sagði Leon Neuenschwander, prófessor í vistfræði elds, við háskól- ann í Idaho. Skóglendi þéttar en áður Hæfni slökkviliðsmanna til að ráða niðurlögum skógarelda hefur hins vegar valdið gagngerri breyt- ingu á samsetningu skóglendis og á þetta sérstaklega við um furuskóga í Norðvesturríkjum Bandaríkjanna. Þar höfðu skógareldar áður séð um að hreinsa skógarbotninn reglulega á um þrjátíu ára fresti. Nú vaxa skógarnir þéttar en áður og oft leyn- ast þar inn á milli kyrkingsleg tré, jafnvel dauðar hríslur, sem ekki hafa fengið næga bii'tu eða vatn og reyn- ast því eldinum auðveld bráð. Ein lausn þessa vanda er skógarhögg. Skógarhöggi fylgja hins vegar erfið- ar pólitískar deilur milli umhverfis- sinna, sem eru tortryggnir gagnvart öllu skógarhöggi, og timburfyrir- tækja, sem halda því fram að þau hagnist ekki nema með því að fella stærstu trén. Verði hins vegar engin stefnu- breyting á spá sérfræðingar því að Vesturríkjanna bíði í framtíðinni enn stærri skógareldar. Það var ekki fyrr en tók að snjóa og rigna árið 1910 að eldarnir slokknuðu og þrátt fyrir þær miklu tækniframfarir sem orðið hafa síðan virðast slökkviliðs- AP Slökkviliðsmaðurinn Brad Washa fylgist hér með er þyrla hellir vatni á skógareld í Sage Basin í Montana, en stór land- svæði hafa eyðilagst í Montana vegna mikilla elda undanfarið. Er breytt viðhorf manna til elds sagt eiga þar hlut að máli. menn við Bitterroot fjallgarðinn nú einnig leita á náðir náttúrannar. „Maður heldur bara áfram að eyða fé í eldinn þar til að það fer að rigna,“ sagði Petersen. „Það byrjar vonandi að snjóa á næstu mánuðum.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.