Morgunblaðið - 26.08.2000, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 26.08.2000, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ berast eftir, bylgjubera. Þannig eru bylgjur á vatni sveiflur í yfir- borðslögum vatnsins, hljóð er regluleg þrýstingsbreyting í lofti og fleiri efnum og jarðskjálfta- bylgjur eru sveiflur í innri lögum jarðar. Þá vaknar því hin eðlilega spurning: Um hvaða efni berst ljós? eða hver er bylgjuberi ljóss? Hreyfingar himintunglanna sýna að þau verða ekki fyrir neinum núningskröftum þannig að í rúm- inu milli stjarnanna getur ekki verið neitt venjulegt efni. Hins vegar er ljóst að ljós hlýtur að berast í þessu rúmi vegna þess að við getum séð stjörnurnar. Þess vegna getur bylgjuberi ljóss ekki verið neitt venjulegt efni. Þeir sem aðhylltust bylgjueðli ljóss snemma á 19. öld settu því fram þá hug- mynd að allt rúm vaeri fyllt af bylgjubera ljóss sem Jónas Hall- grímsson kallaði ljósvaka í þýð- ingu sinni á Stjörnufræði Ursins, en þar segir: Margt er álit manna um það hvað sólarljósið sé og allt ljós. Sumir halda ljósið streymi út Úr hinum iýsendu iíkömum; aftur halda sumir það komi af skjálfta eður bylgjugangi í harla smá- gjörvu frumefni því er kalla mætti ljósvaka (æter); hyggja menn að ljósvaki fylli allan himingeiminn og segja ljósið kvikni þar við hrist- inginn, að sínu leyti og hljóðið kviknar við hristingu jarðlofts vors. Vér verðum að fela náttúru- spekingunum á vald að skera úr því vafamáli hvurjir að hafi réttara fyrir sér í þessu efni eður að minnsta kosti að koma fram með það er mæli með og í móti báðum þessum getgátum. (Ritverk Jónas- ar Hallgrímssonar III. Reykjavík: Svart á hvítu, 1989, bls. 322). Fljótlega kom í ljós að þessi ljósvaki var afar undarlegt fyrir- bæri. Upphaflega gerðu eðlisfræð- ingar ráð fyrir að ljósvakinn væri kyrr í alheimi og hann gæti því skilgreint alkyrrt viðmiðunarkerfi. Til að skýra gríðarlegan hraða ljósbylgna þurfti helst að gera ráð fyrir að ljósvakinn væri afar stíft efni en þó hefur hann sem fyrr segir enga tilhneigingu til að hamla hreyfingu hluta. Fyrir löngu var búið að gefa upp á bátinn þá kenningu að jörð- in væri miðja alheimsins, og viður- kenna að hún væri á fleygiferð umhverfis sólina. Ef ljósvakinn er kyrr ætti jörðin því að þjóta um hann af miklum hraða en enginn gat mælt þann vind. Michelson og Morley gerðu fræga tilraun sem hefði átt að mæla ljósvakavindinn en hann kom ekki fram. Allt kom fyrir ekki, ljósvakinn reyndist vera hið undarlegasta fyrirbæri sem enginn gat mælt. „Það er eins og náttúran sé með samsæri í gangi til að fela tilvist ljósvakans,“ sagði Henri Poinarcé rétt um aldamótin 1900, „en slíkt samsæri er í sjálfu sér náttúrulögmál“. Tími var kominn til að kasta ljósvakanum fyrir róða og það gerði Albert Einstein fyrstur manna þegar hann setti fram takmarkaða afstæðiskenningu sína árið 1905. Samkvæmt henni er ljósið bylgja sem ferðast með sama hraða, ljóshraðanum, í hvaða viðmiðunarkerfi svo sem litið er á það. Þessi bylgja þarf engan bylgjubera til að berast í, ljós- vakahugmyndin er gagnslaus og röng, ljós og aðrar rafsegulbylgjur berast viðstöðulaust um tómarúm og ljósvakinn er ekki til. Stefán Ingi Valdimarsson, starfsmaður Vísindavefjarins, og Þorsteinn Vilhjálmsson prdfessor, ritstjdri. Er Satan tll? SVAR: Ekki í þeirri persónulegu mynd sem við þekkjum hann úr teikni- myndum eða rómantískum bók- menntum, nei. Sem persónu- gervingur þess sem er andstætt manninum er hann til sem tilbúin persóna utan um freistingar og syndir. Orðið eða nafnið Satan er hebr- eskt. Það er myndað af hebresku sögninni schatn er þýðir ’að fjand- skapast, vera til meins og vera andsnúinn’. Sérnafnið Satan þýðir LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 33 semsé andstæðingur, fjandmaður eða fjandi. í Gamla testamentinu kemur Satan fram á nokkrum stöðum og um hlutverk hans veitir Jobsbók okkur mestar upplýsingar. I upp- hafi hennar dregur Satan í efa trúfesti Jobs, hvetur Guð til að prófa hann og segir: „Rétt út hönd þína og snert allt, sem hann á og mun hann þá formæla þér.“ (Job 1.11). Þannig er Satan andstæð- ingur mannsins. Biblían kallar hann því einnig á grísku diabollos sem er dregið af að rugla, rífa í sundur, splundra, blekkja og skapa óeiningu. Satan hefur samkvæmt þessu það hlutverk á himnum að ákæra manninn frammi fyrir Guði. Hann er nokkurs konar saksóknari er leggur þrautir á Job svo hann VIKU IM Isaak Newton bregðist og falli. Hann gerir þetta með þvi að skapa óeiningu með blekkingum og lygi. En ákærandi mannsins fellur. Jesús segir í lok Matteusar- guðspjalls, þegar hann er upp- risinn: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. [...] Sjá, ég er með yður allt til enda veraldar." Og hann segir: „Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra.“ Jesús notar hér myndmál. Slanga og höggormar eru tákn fjandskapar, hættu og illinda, enda stefnir nálægð við þau lífi ætíð í voða. En í yfirfærðri merkingu er slangan oft tákn syndarinnar og tákn um fall mannsins. Hætturnar eru til staðar. Með blekkingu og lygi skapar Satan óeiningu og leiðir menn til syndar. í freistingasögu Matteusar- guðspjalls rífur djöfullinn orð ritn- ingarinnar úr samhengi og reynir þannig að narra Jesú og freista hann til fylgilags við sig. En mis- tekst. Við getum, líkt og Jesús, sporn- að við freistingunum, stigið á höggorma og sporðdreka, við höf- um vald yfir „öllu óvinarins veldi.“ Alls ekkert mun okkur þá mein gera. Freistingin og syndin eru raun- verulegar. Satan er nafn yfir þann eða það sem freistar og dregur til syndar. Sigurjdn Árni Eyjólfsson, stundakcnnari í guðfræði við HÍ, og Haukur Már Helgason, heimspckinemi og starfsmaður Vísinda veQarins. TOYOTA LANDCRUISER 100 Einn fullkomnasti og mest breytti Landcruiser á landinu, 44' dekk, hásing að framan o.fl. Sjón er sögu ríkari. TOYOTA Verðmæti kr. 11.000.000. VX, beinsk. Túrbo diesel Verð frá kr. 4.640.000. VERÐSAMANBURÐ STD. beinsk. Diesel Verð frá BÍLAR Á STAÐNUM 1 árs/20.000 km. verksmiðjuábyrgð. Skoðun eftir 1.000 km. innifalin Kaplahrauni 9b • 220 Hafnarfirði • Simi 555 6755 • Fax 555 6756 • Netfang: bilastud@centrum.is um helgina að Kaplahrauni 9b, Hafnarf. (bakvið fasteignasöluna Hraunhamar)frá kl. 13-18 Bílastúdio ehf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.