Morgunblaðið - 26.08.2000, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 41
Það var gæfa Sigríðar að á þessum
erfiðu tímum tókust á ný kynni með
henni og Árna M. Jónssyni sem þá
var ekkjumaður á Sauðárkróki. Þau
gengu í hjónaband og stofnuðu sam-
an heimili á Grundarstíg 1, þar sem
þau systkinin og síðar makar þeirra
og böm áttu ævinlega athvarf. Við
Ögmundur stöndum í stærri þakkar-
skuld við þau Sigríði og Árna en svo
að nokkurn tíma verði þakkað sem
vert væri, bæði vegna alls þess sem
þau hafa fyrir okkur gert og þá ekki
síður fyrir börnin okkar sem áttu á
Króknum sitt annað heimili og
dvöldust hjá þeim langdvölum á
sumrin.
Sigríður var heilsuhraust kona og
ól sín fimm börn án þess að finna fyr-
ir því eins og hún sjálf sagði. I 75 ár
varð henni varla misdægurt. Fyrir
þremur og hálfu ári varð hún hins
vegar veik og hjá henni greindist al-
varlegur og sjaldgæfur sjúkdómur
sem erfitt var að vinna bug á. Það
vom mikil viðbrigði fyrir hana þegar
heilsan brást þannig allt í einu og
hún átti erfitt með að sætta sig við
það. Löngunin til að lifa og njóta
varð aldrei sú sama og áður. Gamla
fjörið og gestrisnin var þó enn til
staðar og ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að sækja hana heim í síðasta
sinn tæpri viku fyrir andlát hennar
eftir vel heppnaða gönguferð á fjöll-
um.
Ég vil að lokum þakka fyrir kynn-
in við mína góðu tengdamóður.
Minningamar eftir áratuga langa
vináttu munu fylgja mér alla tíð.
Ragna Ólafsdóttir.
Nú er amma á Króknum, Sigríður
Ögmundsdóttir, dáin. Þegar rifjuð
em upp síðustu ár ævi hennar, eftir
að hún veiktist, kemur dauði hennar
nú í sjálfu sér ekki á óvart. En samt
setur alla er þekktu hana hljóða við
þessi tíðindi. Það er engin leið að
rifja upp allar okkar samvemstundir
en minningarnar um þær em vega-
nesti þeirra sem eftir lifa. Mig langar
þó að segja fáein orð fyrir mína hönd
og bróður míns.
í bamsminni mínu skiptist til-
veran í þrjá hluta. Á veturna, vorin
og haustin var hún í Reykjavík hjá
mömmu og pabba og skólinn var
miðpunktur hins daglega lífs. Um jól
fór fjölskyldan austur á Norðfjörð til
ömmu og afa þar. En síðast en ekki
síst var það sumarið, árstíðin sem ár-
ið allt einhvern veginn hverfðist um
og maður beið eftir að loksins kæmi.
Þá tók nefninlega frelsið á Króknum
við og maður hafði fjöruna og fjöllin
fyrir leikvöll, Klaufirnar, Móana og
Mýramar. Leikfélagarnir vora ekki
af verra taginu: sumarvinkonur mín-
ar og frændsystkin, hestar og kindur
í öllum högum og mýs og mófuglar í
útihúsum. Þar var miðpunktur til-
vemnnar, amma og afi og húsið
þeirra.
Á eftir foreldmm mínum era Sig-
ríður, amma mín, og Ami, afi minn,
það fólk sem mest áhrif hafa haft á
mig og þakka ég þeim alltaf þá um-
hyggju sem þau hafa ætíð sýnt mér.
Ég var aðeins þriggja ára er þau
tóku mig fyrst til gæslu og um leið og
ég komst á þann aldur að geta ferð-
ast ein lá leiðin oft norður um páska
líka og alltaf var mér tekið opnum
örmum. Fyrir ömmu var ekkert til
sem hét umstang eða fyrirhöfn. Það
sem einkenndi hana einna mest vai'
umhyggja hennar fyrir smælingjum,
börnum og dýmm og þeim sem áttu
á einhvern hátt bágt. Jafnlyndi og
glaðværð var annað sem ætíð fylgdi
henni. En hún gerði líka öllum sem
að henni stóðu það ljóst á sinn hátt
þegar henni mislíkaði. Uppeldi henn-
ar fólst ekki í boðum eða bönnum
heldur í því að hún breytti sjálf sam-
kvæmt lífssýn sinni án þess að fjöl-
yrða eitthvað um það. Það er slíkt
uppeldi sem börn taka mark á og
leggur gmnninn að innra manni
þeirra. Lífið hefði verið óhugsandi án
ömmu.
Hafi Krókurinn verið mitt fyrir-
heitna land í barnæsku var hann það
fyrir bróður minn á unglingsáranum
og amma og afi hinir föstu punktar
tilvemnnar þai'. Þess vegna er það
að þótt 10 ár skilji okkur að í aldri
deilum við sömu minningu og mynd
af ömmu. Hún stendur úti á verönd á
Grandarstígnum með ljósa hárið allt
að því hvítt í sólskininu, hallar sér
aðeins fram á handriðið og brosir
móti öllum sem koma eða fara, hve-
nær sólarhringsins sem er. Yfir öllu
vakir Tindastóll og Eyjarnar fyrir
utan. Þessa mynd munum við ætíð
geyma og óskum þess að hún veiti
afa og öllum öðmm sem sakna ömmu
styrk héðan í frá sem hingað til.
Blessuð sé minning hennar.
Helga Ögrnundardóttir og
Ólafur Ögmundarson.
Það er sárt að kveðja þá sem
manni þykir vænt um og mér sem
þótti svo óskaplega vænt um ömmu
mína.
Amma mín og afi eru stór þáttur í
æskuminningum mínum. Heimili
þeirra stóð alltaf opið fyi'ir barna-
börnunum og vinum þeirra og marg-
ar eru minningamar þaðan og allar
ánægjulegar. Aldrei vom þau í
vondu skapi heldur alltaf glöð. Þegar
ég kom var strax farið að hræra í
pönnukökur eða lummur. í bam-
æsku var ég oft hjá þeim og þar
mátti leika sér eins og hvern lysti,
hvort sem það var með skartgripina,
fötin eða stytturnar hennar ömmu.
Aldrei var von á skömmum þótt eitt-
hvað skemmdist eða brotnaði. Ann-
ars átti amma dótakassa fyrir börn
sem komu í heimsókn og þar var ým-
islegt forvitnilegt. Mamma sagði
mér einu sinni þegar ég var óánægð
með heimilisbraginn hjá okkur
heima að ég skyldi klaga í ömmu því
öll börn þyrftu að hafa einhvern til
að klaga í. Þetta gerði ég þegar mér
fannst ég þurfa og hún var minn
bandamaður og henni sagði ég mörg
leyndarmálin enda sagðist hún elska
leyndarmál. Amma var mikil hús-
móðir og aldrei ánægðari en þegar
allt var fullt af fólki. Hjá þeim ömmu
og afa hittist alltaf fjölskyldan til að
gleðjast saman á afmælum og hátíð-
um og eins þegar skyldfólkið kom
norður í heimsókn og þá var amma í
essinu sínu. Það var gaman að taka
upp kartöflurnar með ömmu og afa.
Ámma svo ánægð með þær stóm og
þær sem vora skrítnar í laginu og
hafði þær oft til sýnis lengi vel.
Alltaf hafði amma nóg fyrir stafni,
ef ekki í eldhúsinu þá við saumavél-
ina, og margar flíkur saumaði hún á
mig þegar ég var bam og lagfærði
aðrar. Amma saumaði handa okkur
barnabörnunum og fleiri börnum fal-
lega hesthausa með höfuðleðri og
taumi og öllu tilheyrandi, síðan festi
hún þá á prik. Nú er minn hestur til
skrauts vel varðveittur.
Amma og afi komu alltaf til okkar í
laufabrauðsgerð fyrir jólin ásamt
fleira fólki. Þá naut hún sín vel,
bamabömin og vinir í kringum hana
og hún að aðstoða alla.
Amma hafði þann hæfileika að láta
okkur bamabörnin sín finnast við
hvert um sig vera sérstök í hennar
huga. Kannski fannst henni það,
allavega átti hún nóga ást handa
okkur öllum. Eftir að amma veiktist
fyrir fáum ámm gat ég lítillega að-
stoðað hana endram og sinnum og
gerði ég það alltaf með gleði og
fannst ég geta endurgoldið henni
eitthvað vegna þess hve góð hún
hafði alltaf verið mér og einnig litlu
systur minni. Betri ömmu var ekki
hægt að eiga og á ég eftir að sakna
hennar sárt en minnast allra þeirra
góðu stunda sem við áttum saman.
Elsku afi minn, þú hugsaðir vel
um ömmu eftir að hún var orðin las-
burða og áttu miklar þakkir fyrir.
Guð styrki þig í sorginni.
Blessuð sé minning góðrar konu,
hennar ömmu minnar.
Þó mðrg séu tárin moldum þínum yfir,
þó mikið skarð oss dauðinn hafi gjört,
Það mildar harm að mynd í hugum lifir
að minning er svo hrein og sólarbjört.
(Steingr. Thorsteinsson.)
Júliana Ingimarsdóttir.
Hér sit ég við eldhúsborðið mitt og
sit í sætinu sem Sigga sat alltaf í. Það
er kveikt á þremur kertum. Mér
finnst ótrúlegt að hugsa til þess að
Sigga komi ekki labbandi framhjá
eldhúsglugganum og kalli hvort Hin-
rik sinn litli Pétur sé heima. Það var
svo notalegt og gaman að fá Siggu í
heimsókn og hvað þau Árni vora
dugleg að koma. Ég hugsa að það
hafi verið annan til þriðja hvern dag
sem þau litu við í síðdegiskaffisopa
sem stundum endaði með kvöldmat.
Þetta vora sannarlega kærkomnar
heimsóknir.
Ég kynntist Siggu ömmu eða
ömmu á Grandarstígnum fyrir sjö
áram. Þá fluttist ég á Sauðárkrók og
hóf sambúð með Helga dóttursyni
hennar. Helgi var sólargeisli ömmu
sinnar og í miklu uppáhaldi. En ég
þurfti ekki að óttast Siggu ömmu því
hún tók mér opnum örmum og
reyndist mér góð amma ekki síður
en Helga. Siggu fannst gaman að
vera innan um fólk. Best leið Siggu
með alla fjölskylduna hjá sér. Enda
voru jólaboðin eftir því. Sigga hafði
gaman af því að föndra og skreytti
allt fallega hjá sér. Veisluborðið
svignaði undan kræsingunum og
heitt súkkulaði var alltaf í könnu á
borðinu. Allt var eins og það átti að
vera, börnin heima og barnabörnin
að leika sér. Svona vildi Sigga hafa
það, allt iðaði af lífi og leik. Mér
fannst líka svo sætt að Sigga átti allt-
af brúnköku og kalda mjólk þegar
Helgi hennar kom í heimsókn.
Sigga missti fyrri manninn sinn
ung og veit ég að það var sár missir.
Hún giftist síðar aftur og eignaðist
góðan mann, hann Árna afa. Hann
var henni nú aldeilis góður og töluð-
um við Helgi oft um það hversu ást-
fangin þau væru og sæt saman. Mik-
ið er ég líka þakklát fyrir að Sigga
hafði heilsu til að vera viðstödd
brúðkaúp okkar Helga í sumar. Hún
samgladdist okkur af öllu hjarta en
það þurfti ekki mikið til að gleðja
hana Siggu.
Þín verður sárt saknað á heimilinu
og langömmubarnið hann Hinrik
Pétur áttar sig sennilega ekki á
þessu. Mér finnst einstakt hversu
þolinmóð hún var þegar hann dró
hana um allt hús og vildi láta leika
við sig. Mikið er gott að þau kynnt-
ust hvort öðra. Það er sárt að hugsa
til þess að hann Helgi hennar og
reyndar báðir Helgarnir hennar era
á sjó og ná ekki að kveðja ömmu sína
í síðasta sinn. Ekki datt okkur í hug
að hún yrði ekki hér þegar þeir
kæmu heim aftur að landi.
Elsku Árna afa, börnin hennar
Siggu og fjölskyldur bið ég guð að
vernda og styrkja í sorginni.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjar dóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu gengin á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Elsku Sigga amma. Guð varðveiti
þig og takk fyrir allt.
Þín
Védís, Helgi og Hinrik Pétur.
HALLGRÍMUR
JÓNASSON
+ Hallgrímur Jón-
asson fæddist í
Vogum í Mývatns-
sveit 7. mars 1928.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Þing-
eyinga á Húsavík
sunnudaginn 20.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin í Vogum,
Guðfinna Stefáns-
dóttir, f. 5.11. 1896,
d. 8.1. 1977 og Jónas
Hallgrímsson, f.
3.12. 1877, d. 5.12.
og Bjarki Þór.
Sljúpsonur Jónasar
er Aðalsteinn Sigur-
karlsson. 3) Ari
Agnar, f. 28.1. 1964,
maki Svanhvít Guð-
mundsdóttur, þau
skildu. Dætur
þeirra eru; Berglind
Silja og Margrét
Þórdís. 4) Ilöskuld-
ur Skúli, f. 6.5.
1969. Maki Bryn-
hildur Gísladóttir.
Þeirra dóttir er
Hafdís Rún. 5)
1945. Hallgrímur
var næstyngstur níu systkina.
Systkini hans eru: Ólöf, f. 1916,
Jón, f. 1917, d. 1990, Stefán, f.
1919, d. 22.8. 2000, Sigurgeir, f.
1920, Þorlákur, f. 1922, Friðrika,
f. 1924, Kristín, f. 1926, Pétur, f.
1929, d. 1994.
Hallgrímur kvæntist Hjördísi
Sigríði Albertsdóttur frá Krossi
Berufjarðarströnd 4.11. 1956.
Hallgrímur og Hjördís bjuggu
fyrstu árin í Vogum, en árið
1963 fluttu þau í nýbyggt hús yst
í Vogahverfinu sem heitir Hólm-
ar. Börn Hallgríms og Hjördísar
eru: 1) Margrét Þórdís, f. 12.7.
1956, maki Armann Gunnarsson.
Börn þeirra: Árdís Björk og
Skúli. 2) Jónas Þór, f. 8.2. 1961,
maki Jóna Óskarsdóttir. Börn
þeirra: Reynir Þór, Hallgrímur
Með þessum línum vil ég minn-
ast stjúpföður míns, Hallgríms
Jónassonar í Hólmum, eða Hadda
eins og ég kallaði hann alltaf.
Haddi átti um árabil við alvar-
legan sjúkdóm að stríða. Var sá
sjúkdómur búinn að valda honum
erfiðleikum mörgum árum áður en
hann greindist.
Þar sem ég sit nú og skrifa
þessar línur hringir síminn og mér
er tjáð að Stefán, bróðir Hadda,
hafi látist í nótt (22.08.) svo þeir
verða þá samferða bræðurnir í síð-
ustu ferðina.Vil ég hér senda fjöl-
skyldu Stefáns innilegar samúðar-
kveðjur. Fyrsta minningin um
stjúpföður minn er þar sem hann
stendur við hlið Fords-vörubíls,
sem í mínum barnshuga var besti
og fallegasti bíll í heimi. Myndin
sem kemur upp í hug mér af
Hadda við hlið vörubílsins er ein-
kennandi - ungur, glæsilegur og
brosandi maður við hlið atvinnu-
tækis síns. Þegar ég kom í Mý-
vatnssveit sem barn kallaði ég
hann ætíð Hadda en ekki pabba.
Baldvin Jón, f.
24.11. 1977. Sambýliskona hans
er Bryndís Sævarsdóttir. 6)
Stjúpsonur Hallgríms og sonur
Hjördísar er Albert Ómar Geirs-
son, f. 8.4. 1950. Maki Sigríður
Katrín Júlíusdóttir. Þeirra börn:
Júlíus Albert, Ari Páll, Hjördís
Sigriður og Kjartan Árni. Bama-
barnabarn: Álbert Elías sonur
Ara Páls og sambýliskonu hans
Lilju Krisljánsdóttur.
Hallgrímur var um langt ára-
bil vörubílstjóri og m.a. mjólkur-
bfistjóri Mývetninga um árabil.
Þá var hann verkstjóri Létt-
steypunnar f áratug og loks
starfsmaður Kísiiiðjunnar til
1993.
títför Hallgríms fer fram frá
Reykjahlíðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan klukkan 13.30.
Ég átti annan pabba og fannst að
ekki væri hægt að hafa þá tvo. Ég
hygg að stundum hafi honum fund-
ist miður að ég kallaði hann ekki
pabba, enda leit hann ætíð á mig
sem sinn eigin son, þó svo að hann
virti að fullu og með einlægni rétt
föður míns. í endurminningunni
minnist ég ekki neins tilfellis þar
sem hann tæki sín eigin börn fram
yfír mig. Frekar held ég að það
hafi verið á hinn veginn.
Ég minnist með hlýju allra
þeirra ferða sem Haddi tók mig
með sér í vörubílnum, hvort sem
það var í mjólkurferðum eða í öðr-
um ferðum. Ég minnist að Haddi
var þá oftsinnis spurður: „Hver á
þennan strák?“ Ætíð svaraði hann
að bragði: „Ég á strákinn!“ En oft
þurftu að fylgja einhverjar skýr-
ingar.
Þá minnist ég rjúpnaveiðanna.
Þar var Haddi ólatur við að hafa
strákinn í eftirdragi, þrátt fyrir að
hægt væri þá farið í snjónum í
Vogahrauni. Á þeim árum veiddist
venjulega sæmilega þótt ekki væri
í fáum orðum langar mig að minn-
ast fóstra minnar, Sigríðar Ög-
mundsdóttur. Hún ásamt fyrri eig-
inmanni sínum Helga Einarsyni
tóku mig komunga í fóstur, er móðir
mín lá í alvarlegum veikindum. Það'
var alltaf mikill og náinn samgangur
á milli þessara heimila og vel bragð-
ist við ef eifiðleikar steðjuðu að.
Það era fallegar minningar sem ég
á um Siggu Ögmundar, það fyrsta
sem kemur upp í hugann er brosið
hennar, hláturinn og síðan koss á
kinn. Og alltaf heilsaði hún og kvaddi
með orðunum „Sæl, vina mín“.
Heimili Siggu á Skógargötunni var
mitt annað heimili, við Magnús son-
ur hennar voram ákaflega samrýnd,
og gott var að leita til annarra
fjölskyldumeðlima. Ljúf er minning-.
m um „stóra“ vinnuherbergið hans
Ögmundar, þar sem góða lyktin var.
Þegar svo Sigga flutti suður á
Grandarstíg lengdist bilið á milli
heimsókna, það dró úr heimsóknum
mínum, unglingsárin kölluðu, en hún
Sigga fylgdist þó alltaf með mér og
var dugleg að koma út á Stöð. Þó svo
að samskiptin hafi ekki verið mikil
síðustu árin var einhver ósýnilegur
strengur er tengdi okkur saman.
Ágæta Sigga Ögmundar, hafðu þökk
fyrir þín verk.
Ég votta Árna, börnum hennar og
fölskyldum þeirra samúð mína.
Sigrún Alda Sighvats.
langt farið. Haddi hafði alla tíð
gaman af veiðiskap. Hann stundaði
veiðar ekki mikið sjálfur, en fylgd-
ist alltaf vel með þeim málum.
Fyrir tæpum hálfum öðrum áratug
var Haddi með mér á handfærum
fyrir Austurlandi. Þar áttum við
okkar bestu samverustundir eftir
að ég náði fullorðinsaldri. Þetta
vora skemmtilegir dagar og
minntist Haddi oft á þá. Því miður
höguðu aðstæðurnar því þannig að
ekki urðu sumrin á handfærununr
fleiri.
Haddi var mikill áhugamaður
um íþróttir. Á sínum yngri áram
stundaði hann glímu óg sund
ásamt fótbolta. Fótbolta stundaði
hann langt framundir fimmtugt.
Hann studdi ætíð syni sína mikið í
íþróttum og fylgdist náið með
þeim svo og sonarsonum sínum á
Húsavík alveg fram á það síðasta.
Þess má geta að nafni hans, Hall-
grímur Jónasson yngri, reyndist
afa sínum sérlega vel þessi ár sem
hann var á sjúkrahúsinu á Húsa-
vík. Hann var ólatur við að líta inn
til afa og hefur eflaust oft stytt
annars langa og erfiða daga. Síð-
asta samtal okkar Hadda var þeg-
ar ég hitti hann á sjúkrahúsinu *
fyrir um mánuði síðan. Þá höfðum
við stund í næði og gátum rabbað
saman en þegar ég kom í heim-
sókn til hans fyrir nokkrum dög-
um var mjög af honum dregið, svo
erfitt var um samræður. Eg kveð
nú kæran stjúpföður og þakka
honum allt gott. Hann var heiðar-
legur og ósérhlífinn maður sem
margur gat lært af.
Elsku mamma, megir þú hugga
þig við það að nú era þrautir
Hadda á enda og við viljum allt
fyrir þig gera sem létt getur lífið.
Systkinum Hadda, systkinum mín-
um svo og fjölskyldum þeirra
sendi ég og fjölskylda mín hugheil-
ar samúðarkveðjur. _ '
Albert Ó. Geirsson.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öli tækifæri
mblómaverkstæði I"
INNAfc |
Skólavörðustíg 12,
á liorni Bergstaðastrætis,
síini 551 9090.