Morgunblaðið - 26.08.2000, Page 60
60 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Big Band Brútal í hörkustuði á Oranssi-klúbbi. Öddu hljómborðsleikara vantar á myndina.
Helvítis Orgelsinfónía á Saunabar.
Rafmognuð ferðasaga frá Finnlandi
Óvæntir bólfé-
lagar í gufubaði
IKJÖLFAR heimsóknar
finnsku gleðipoppsveitarinnar
Aavikko til Islands, þar sem
þeir héldu eftirminnilega tón-
leika ásamt Big Band Brútal í Nor-
ifæna húsinu, héldu þrjár íslenskar
hljómsveitir utan til vina sinna í
Finnlandi. Petta voru Orgelkvart-
ettinn Apparat, múm og Big Band
Brútal ásamt sólóistanum Borko.
Skipuleggjendur ferðarinnar voru
Tilraunaeldhúsið í samvinnu við
menningarborgina, eðal-Finninn
Samuli Kosminen og Oranssi-sam-
tökin með Vesa nokkurn Peipinen í
fararbroddi. Ég var svo heppin að fá
að slást með í för.
Móttökumar sem þreyttir og
sveittir Finnlandsfarar fengu í
múmínálfalandi hinna þúsund vatna
ollu ekki vonbrigðum. Samlokur,
ómælt magn af kaffi og finnskur
hressileiki umlukti okkur við kom-
una í Oranssi-klúbb í Helsinki. Við
vorum svo rokkuð að vilja kúldrast
öll saman í skrifstofuhúsnæði Or-
anssi við Linnankatu í miðju hafnar-
hverfi Helsinki sem hafði þann kost
bestan að vera í göngufæri frá mið-
borginni. í sama húsnæði voru ein-
mitt fyrstu tónleikar íslensku raf-
mafíunnar haldnir. Tónleikarnir
gengu snilldarlega, húsið var pakk-
að sem gerist því miður ekki nógu
oft á íslandi þar sem markaðurinn
fyrir tilraunakennda tónlist er
óneitanlega smærri.
íslenski rafrokkara-
tónninn gefinn
Borko steig fyrstur á fínnskt svið
og kom stemmningunni í gang með
hughrífandi og fallegum melódíum.
Hann sýndi það áhrifaríka takta að
þekktur fínnskur tónlistargúrú vatt
sér að mér og spurði hvar og hvern-
ig hann gæti eignast plötuna sem er,
sorglegt frá að segja, ekki til ennþá.
Stuðið magnaðist þegar Apparat
setti vélar sínar í gang. Vélstjórarn-
ir fjórir og Doddi trommari „harm-
óneruðu" skemmtilega saman, hver
með sinni sérstöku rödd. Líklega er
Doddi eini trymbillinn í orgelkvart-
ett í heiminum og kannski hinn eini
/étti. Hörður Bragason kirkjuorg-
anisti læddi inn dramatíkinni með
melódíum sem tóku sér fastan ból-
stað í finnskum jafnt sem íslenskum
eyrum og voru kyrjaðar aftur og
aftur í saunaböðunum góðu. Mús-
íkvatur kom sterkur inn með til-
raunagleðina, dró penna eftir síló-
fóni og sneri tökkum ýmissa
fornlegra hljóðmaskína. Stuðið
flæddi frá Úlfi Eldjárn í formi leik-
andi léttra „sillibilly“-tóna og Jó-
hann Jóhannsson batt orgelsúpuna
saman með blíðlegum ogjarðbundn-
um hljómum.
Eins konar „requiem“-ró færðist
yfir þegar múm (sem þýðir svita-
lyktareyðir á finnsku) hóf að dæla
tónum og hljóðum í eyru viðstaddra
sem sátu á hækjum sér með lokuð
augu. Efnið sem múm lék var mest-
megnis af plötunni þeirra „Yester-
day was dramatic, today is ok“ en
þeirri snilld þreytist maður seint á
~íð njóta.
Hópur íslenskra listamanna brá sér í vel
heppnaða vinareisu til Finnlands á dögun-
um á vegum Tilraunaeldhússins í samvinnu
við menningarborgina. Marta G. Jóhannes-
dóttir var með í för og segir hér ferðasögu
íslensku rafmafíunnar.
Gunnar
mumásamtSamuli
Á eftir múm-
rónni tók algjört
brjálæði við
þegar stórsveit-
arstjórinn sjálf-
ur, Böddi Brút-
al (sem er
ósköp ljúfur
maður þó að
viðurnefnið
gefi annað til
kynna) og Big
Bandið hans
sveiflaði sér á
svið. Óbó-
trommari
taldi í og
Adda afró-
kona fram-
leiddi und-
urfallegar í bland við hörkulegar og
þykkar melódíur á hljómborðið sitt.
„Noise“-deild BBB skipa svo raf-
hetjurnar Brútal sjálfur og Kristín
Björk sem veittu inn í hörkuna
röddum, ýmiss konar unnum um-
hverfishljóðum og mögnuðu raf-
slagverki. Áhorfendur stóðu upp af
gólfinu og tóku ýmist til við trylltan
finnskan tangódans eða stóðu með
galopin munn og eyru og vissu ekki
hvert þau ætluðu. Hetja kvöldsins
var þó tvímælalaust hljóðmaðurinn
Mikko. Þessi sautján ára snillingur í
WASP-bol og með naglalakk leit
ekki út fyrir að vera maður stórra
verka á hljóðprufunni en kom svo
skemmtilega á óvart þarna um
kvöldið. Flestir voru sammála um að
hann væri einn sá besti í bransanum
qg þyrfti helst að flytja hann inn til
Islands og gera að sérlegum hljóð-
manni Tilraunaeldhússins. >
Eftir tónleikana hélt adrenalínið
Tyo„, ***£%,■*£&■
klappa og tral'5lfsskemmtara.
° ““‘w a
áfram að flæða um hamingjusöm
hjörtu rafmafíunnar og hélt gleðin
áfram á Moskvubar Kaurusmaki-
bræðra. Staðurinn er eins og vel
upplýst lítil heimilisstofa, prýdd
grammófóni sem eflaust hefur ekki
fengið að spila annað en rússnesk
ættjarðarljóð. Sagan segir að stai-fs-
fólkið fái sérstaklega borgað fyrir að
vera ruddalegt við gestina og ég gat
ekki betur séð en fólkið væri að
vinna vinnuna sína.
Óvæntir bólfélagar
á Saunabar
Næstu tvennir tónleikar voru
haldnir á afar merkilegum stað,
Saunabar. Eins og nafnið ber með
sér sameinar staðurinn það tvennt
sem Finnar ku vera frægastir fyrir,
saunu og drykkju. Dagskráin var að
mestu sú sama og á fyrstu tónleik-
unum nema hvað Big Band Brútal
fékk liðstyrk frá einum
flinkasta kontrabassa-
leikara Finna, Uffe
Krokfors. Teiknimynd-
ir Hugleiks Dagssonar
voru einnig sýndar við
sama tækifæri. Há-
karlinn Kalli, sem er
helsta söguhetja
myndanna, fékk að
fara með uggann sinn í
saunabað og er nú orð-
inn að þjóðarhetju í
Finnlandi. Einn af
hápunktum kvöldsins
var þegar Uffe og Óbó
slepptu fram af sér
beislinu. Uffe fór
hamförum með bog-
anum á bassann og
Óbó reið yfir settið
eins og Suðurlands-
skjálftinn sjálfur.
Eftir gufubaðs-
rokkið þrömmuðum
við á Sodabar þar
sem allt tiltækt var
nýtt í slagverks-
sveitina Broken
glass, þar sem
trommað var á
öskubakka, borð og
glös með vodka-
hræripinnum og
eldspýtustokkar
voru hristir í takt.
Finnarnir tóku lát-
unum með stóískri
ró og spurðu bara
hvort ekki mætti færa okkur ný glös
til að tromma á þegar hin brotnuðu.
Stjörnur tónleikanna kvöldið eftir
voru að margra mati múm í slagtogi
með slagverksleikaranum Samuli
Kosminen og Borko. Tónlistarlega
mætti segja að bólfélagarnir hafí
ekki verið mjög óvæntir í þetta sinn,
enda rann leikur Samuli inn í múm-
landið eins og það hefði alltaf verið
ákvörðunarstaður hans. Fagnaðar-
læti Finnanna voru að
sögn innfæddra
óvenju fjörug á finnsk-
an skala og bárust
meira að segja inn á
milli fjala gufubaðsins
baksviðs til þeirra sem
þar sátu. Finnski djass-
píanistinn Seppo laum-
aði sér við hlið Gunnars
Tynes sem lék á Rhod-
es-píanó og vildi fá að
taka í. Gunnar kippti sér
ekkert upp við það og
léku þeir félagar fjórhent
í góða stund eða þar til
Seppo gerði tilraun til að
ýta höndum Gunnars frá
og taka þar með yfirhönd-
ina.
Finnski oktettinn Ektr-
overde kíkti í ból Brútalsins að
múminu loknu og léku spunasveit-
irnar saman undir nafninu Big Band
Ektroverde. Finnarnir skarta
tveimur bassaleikurum og tveimur
gítarleikurum auk þriggja slyngra
slagverksleikara, þar á meðal Tomi
Leppannen úr Aavikko. Ekki má
gleyma hinum leyndardómsfulla
Mika Rintala sem lék á heimasmíð-
að, ljósnæmt þeremín. Annar bassa-
leikara Ektroverde tilkynnti á
hljóðprufunni um daginn að tónleik-
arnir yrðu í D og hamaðist svo á
sömu þremur D-frösunum allt
kvöldið.
Grátur og gleði í gufunni
Lokasprenging kvöldsins var
Helvítis Orgelsinfónían sem skipuð
var Apparatinu og nokkrum vöskum
Finnum. Finnskri kvikmyndagerð-
MikaRin^.o - "^“»WMartaG.Jóhannesd.
ka Kintala ur Ektroverde ffælir við h«m9
smiðaða hljóðgervilinn sinn í Tampere
arkonu, sem var stödd í salnum,
leist svo vel á blikuna að hún falaðist
eftir tónlistinni í næstu mynd sína.
Eftir að síðustu orgelþi-umurnar
höfðu neistað um Saunabar sátu
fleiri en finnska kvikmyndagerðar-
konan eftir með tár á kinn yfir
magnaðri fegurðinni. Grátklökkt en
sælt safnaðist svo tónlistarfólkið
saman í gufubaðinu baksviðs ásamt
nokkrum dyggum áhangendum og
vinum. Þar voru sungnir hástöfum
íslenskir sem og finnskir slagarar
við mikla kátínu. Finnarnfr voru
óvægnir í að kynda upp í saununni
en Islendingarnir svöruðu fyrir sig
með lélegum bröndurum sem voru
þýddir á ensku. Þetta voru brandar-
ar eins og: „Did you know that the
national radio in Iceland is called
The Sauna?“
Daginn eftir héldu Big Band
Brútal í leiðangur til Tampere þar
sem hljómsveitin spilaði í klúbbnum
Yo-Talo ásamt áðurnefndum Ektr-
overde og Aavikko-piltunum sem
sneru þar skífum. Forláta SH
Draums-snælda var með í för og
þrumað á hæsta styrk á leiðinni í
„hljómsveitarrútunni". Eftir nýaf-
staðna hörku í Helsinki var ekkert
sérstaklega hátt risið á Brútal-liðum
en um leið og þau stungu sér í sam-
band á Yo-Talo var eins og áður
óþekktar orkulindir virkjuðust og
krafturinn skilaði sér beint út í há-
talarana. Tónleikunum lauk svo með
sameiningu Ektrobrútal í verkinu
„Crime and Pain“ sem var heldur
hressilegra en spuni Ektroverde,
„Sheriff of Love“, að því ólöstuðu.
Allir þeir tólf hljóðfæraleikarar sem
á sviðinu stóðu fengu útrás fyrir sín-
ar villtustu hávaðakenndir og
áheyrendur létu óspart í sér heyra.
Eftir þessa hinstu orkuspreng-
ingu rafmafíunnar var smjattað á
flatböku með „kinki“ og „óperu“
(gulrótum og túnfiski). Södd lögð-
umst við til svefns með drauminn
um næstu Tilraunaeldhúsferðir á
Batofar-festivalið í París í nóvember
og til Pétursborgar í maí.