Morgunblaðið - 01.10.2000, Side 30

Morgunblaðið - 01.10.2000, Side 30
30 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ hvaða stærð þeir nota. Kays hefur fengið viðurkenningu fyrir að mynd- ir og vörulýsing er eins og varan er þegar hún er komin í hendurnar á viðskiptavininum." Parf fólk að kaupa pöntunarlistana eða fæ það þá senda frítt? „Kays hefur þann hátt- inn á að þegar listinn er sendur til viðskiptavinarins í fyrsta sinn verð- ur hann að greiða fyrir hann en fær hann endurgreiddan eftir fyrstu pöntun. Þetta á þó aðeins við um Kays-listann, hina listana verður fólk að kaupa í fyrsta skipti en fær þá síðan fría ef pantað er.“ Eigfum tryggan hóp viðskiptavina Hvað gerist ef vara sem keypt er í gegnum lista líkar ekki? „Hægt er að skila fatnaðinum en ekki eru mik- il brögð að því. Þau föt eru til sölu hér í verslun sem við rekum. Við get- um þó ekki tekið til baka vörur úr Argos-listanum. Eg sé mig ekki í anda að selja hér heilu sófasettin eða aðra slíka hluti,“ segir Aðalbjörg. Hverjir eru helstu viðskiptavinir pöntunarlistanna? „Það er fólk á öll- um aldri, bæði konur og karlar. Kon- ur eru þó í meirihluta þeirra sem kaupa eftir Kays-listanum. Jafnt konur og karlar kaupa hins vegar úr Argos-listanum. Við eigum mjög tryggan hóp viðskiptavina og þegar við erum að taka niður pantanir er mjög gaman að sjá sömu nöfnin ár eftir ár. Ef skoðað er hvar viðskipta- vinir vörulistanna búa þá eru þeir hlutfallslega fleiri í dreifbýlinu." Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að fólk hefur farið í sérstakar innkaupaferðir til útlanda til að kaupa föt og annan varning. Hefur þetta ekki komið niður á sölu gegn- um pöntunarlista? „Salan minnkaði fyrst eftir að farið var að bjóða skipulagðar verslunarferðir en nú finnst mér eins og salan sé að aukast aftur vegna breytts Kfsstíls. Vegna tímaleysis finnst fólki þægilegt að geta verslað á þennan hátt. Það hef- ur gerst að fólk sem er að fara til út- landa hefur pantað föt hjá okkur og sótt þau þegar það hefur komið heim og gefið börnunum. Þetta fólk hefur ekki viljað eyða dýrmætum tíma sín- um erlendis í búðaráp heldur viljað skoða sig um,“ segir Björn. Á ekki netverslunin eftir að taka við af pöntunarlistunum? „Jú, ætli það verði ekki einhvern tímann í fram- tíðinni. Erlendis er áhrifa Netsins ekki farið að gæta svo mjög í kaup- um á fatnaði. Það virðist vera sem karlmenn versli meira á Netinu enn sem komið er og þá einkum diska, bækur og þess háttar." Snyrtivörur frá Boots og Pinseeker-golfvörur Tveim árum eftir að fyrirtækið tók til starfa gerðist B. Magnússon umboðsaðili fyrir snyrti- og lyfjafyr- irtækið Boots eins og áður segir. „Það var erfitt að koma þessum vörum á markað í fýrstu. Fólk þekkti ekki N7-snyrtivörurnar. Þær voru ódýrar og fólk hélt að þær væru eitthvað verri að gæðum þess vegna,“ segir Aðalbjörg. „En á bak við snyrtivörurnar liggja nákvæmar rannsóknir og prófanir líkt og gert er með húðlyfin sem fyrirtækið framleiðir. Snyi'tivörunar frá Boots seljast nú vel en þær eru einkum seldar í lyfjaverslunum.“ Það kemur fram í máli Björns að hann er mikill áhugamaður um golfíþróttina og fyrir tólf árum fengu þau umboð fyr- ir Pinseeker-golfvörurnar sem eru enskar. „Pinseeker er ekki með dýra auglýsingastarfsemi, þeir geta því boðið gæðavöru á mjög góðu verði,“ segir Björn. „Áhugi á golfi hefur aukist mjög mikið á umliðnum árum og við höfum selt mjög vel af þessum golfsettum en þau fást hjá okkur og í nokkrum golfklúbbum, einkum úti á landi.“ Selja þekkt fæðubótarefni Synir þeirra hjóna, þeir Bjarni Vestmar og Birgir Vestmar, eru miklir áhugamenn um fæðubótar- efni, lyftingar og gott heilsufar og vegna þess áhuga fór B. Magnússon að flytja inn fæðubótarefni. „Þessi efni eru frá EAS og PowerBar sem eru einar mest seldu fæðubótarteg- undirnar í heiminum. Þekktasta efn- ið sem við seljum heitir Myoplex,“ segir Bjarni Vestmar sem sér um fæðubótardeildina. „Forstjóri EAS er Bill Philips Eftir Hildi Einarsdóttur AÞESSU ári eru liðin 20 ár síðan fyrirtækið B. Magnússon tók til starfa. Starfsemin byrjaði á neðri hæð heimilis eigendanna, þeirra Aðalbjargar Reynisdóttur og Björns Magnússonar á Sævangi 19 í Hafnarfirði. Þá voru hjónin nýbúin að byggja stórt einbýlishús og átti fyrirtækið að vera „hobbý“ fyrir frúna sem vantaði meira að gera eins og þau orðuðu það í samtali við blaðamann. í upphafi byggðist rekstur fyrir- tækisins á Kays-pöntunarlistanum, þar sem fólk gat keypt sér lista með myndum og upplýsingum um fatnað og fleira, valið vöruna heima, sent inn pöntun og fengið varninginn sendan í pósti eða komið og sótt hann til fyrirtækisins. „Hér á landi voru þá þegar starf- andi umboðsaðilar fyrir pöntunar- lista,“ segir Björn. „Við vissum að salan gekk vel og okkur langaði til að fara inn á þennan markað. Okkur var kunnugt um að margir höfðu reynt að fá umboð fyrir Kays-pönt- unarlistann hér á landi en ekki tek- ist. Þegar ég var á ferðalagi í Bret- landi ákvað ég að heimsækja fyrirtækið og upp úr því fékk ég um- boðið. Það má líka geta þess að B. Magnússon var fyrsta fyrirtækið á íslandi til að setja tollakerfi sitt inn á einkatölvu sem sparaði ótrúlega mikla vinnu,“ bætir hann við. Verslað heima í stofu Það kemur fram í máli Aðalbjarg- ar að vörum úr Kays-listanum var strax vel tekið og umsvifin jukust sí- fellt sem varð til þess að Bjöm sagði upp starfi sínu hjá Hraunvirki hf. og fór að vinná hjá eigin fyrirtæki. Þrem árum eftir stofnun B. Magnússonar byggðu þau hús í Hólshrauni 2 og fluttu starfsemina þangað. „Þá voru erfiðir tímar og lánin sem við höfðum tekið vegna húsbyggingarinnar ruku upp úr öllu valdi. Það sem bjargaði okkur var að við gátum selt efri hæð hússins sem nýttist okkur hvort sem var ekki og við vorum heppin að fá góða tækið orðið umsvifamikið í inn- flutningi á fæðubótarefnum frá einum stærsta fæðubótarefnafram- leiðanda í heimi, EAS. Einnig fengu þau umboð fyrir fleiri pöntunarlista, þar á meðal lista sem nefnist Argos en í honum er hægt að kaupa allt milli himins og jarðar eins og hús- búnað, raftækjavörur, leikföng, búsáhöld og gjafavöru. Þessi listi er í eigu sama fyrirtækis og er með Kays-listann sem heitir Great Uni- versal Stores og er breskt og á með- al annars fyrirtæki eins og Bur- berrýs og Seotch House. Samkeppnin mikil „I Argos-listanum er að finna mjög þekkt vörumerki. f þeim lista er hægt að panta allt nema síma og sjónvarpstæki því kerfin í þeim eru annars konar og kostnaðarsamt er að breyta þeim,“ segir Björn. „Fyrir þremur árum fengum við svo umboð fyrir sænskan lista sem kallast Panduro en hann selur allt til föndurgerðar.“ Er eitthvað sem hef- ur breyst í starfsemi Kays-listans síðan þið gerðust umboðsmenn fyrir hann? „Úrvalið í listanum er orðið meira og fatnaðurinn er vandaðri því hörð samkeppni er á þessu sviði og fyrirtækið kemst ekki upp með að vera með annað en gæðavöru. Nú fylgja listanum minni vörulistar eins og listi þar sem hægt er að kaupa fatnað í yfirstærðum og pöntunar- listi fyrir ýmsan jólavarning svo dæmi séu tekin. Það sem hefur líka breyst er að hér áður fyrr bárust pantanir nær eingöngu með pósti en nú hringir fólk eða sendir okkur tölvupóst," segir Aðalbjörg. Hverjir eru helstu kostirnir við að kaupa af pöntunarlistum sem þessum? „Helstu kostimir eru þægindin en þessi kaupmáti sparar tíma og fyrir- höfn. Fólk verslar í rólegheitum heima í stofu og eftir 1-3 vikur er varan komin til þess. Einnig er vöru- valið mikið. Svo er varan eitthvað ódýrari en út úr verslun. Helsti ókosturinn er auðvitað sá að ekki er hægt að máta flíkina. Það á ekki að koma að sök. Flestir vita VIÐSKIPn AIVINNULÍF ÁSUNNUDEGI ► Aðalbjörg Reynisdóttir er fædd 16. október 1948 í Reykjavík. Hún varð gagnfræðingur frá Hlíðadalsskóla 1964 og fór eftir það til náms í Antvosskov-lýðháskólanum í Slagelse í Danmörku. Eftir námið vann hún hjá Útvegsbanka Islands í þrettán ár en gerði hlé á útivinnu vegna bameigna þar til hún stofnaði fyrirtækið B. Magnússon ásamt eiginmanni sinum. ► Björn Magnússon er fæddur 23. júlí 1947 í Hafnarfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Islands 1968. Eftir það vann hann í nokkur ár hjá íslenska Álfélaginu við bókhaldsstörf. Þá réðst hann til P. Stefánssonar þar sem hann gegndi starfi íjármálastjóra í þrettán ár. Þaðan fór hann til Hraunvirkis hf. og vann þar þangað til hann tók til starfa við eigið fyrirtæki. Þau Aðalheiður og Björn eiga tvo syni, Bjama Vestmar og Birgi Vestmar. B. Magnússon selur meðal annars næringar- og fæðubótarefni frá ein- um stærsta framleiðanda á þessu sviði, EAS. Hér má sjá Bjama Vestmar kynna vöruna fyrir viðskiptavini. granna,“ segir Aðalbjörg. Fyrirtækið dafnaði smátt og smátt, að sögn þeirra hjóna. Þau fengu umboð fyrir hreinlætis- og snyrtivörur Boots-lyfjafyrirtækis- ins, þá aðallega snyrtivörulínuna Sí7. Bjöm sem er golfáhugamaður fékk umboð fyrir Pinseeker-golfvör- urnar. Fleiri snyrtivöruumboð bætt- ust við og nú síðustu ár hefur fyrir- Iljónin Bjöm Magnússon og Aðalbjörg Reynisdóttir ásamt syni sínum Bjarna Vestmar. Morgunblaðið/Porkell MEÐALLTMILLI HIMINS OG JARÐAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.