Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 42
á 42 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Hjartkær föðurbróðir minn, HELGI GUÐLAUGSSON, Hamrahlíð 17, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 2. október kl. 13.30. Guðlaugur Rúnar Guðmundsson. t Hjartans þakkir fyrir alla þá hlýju og stuðning sem þið hafið sýnt okkur við andlát okkar ástkæra SIGURJÓNS GUÐFINNSSONAR, Reykási 49, Reykjavík. Sigríður Jóna Jóhannsdóttir, Eyrún Þóra Sigurjónsdóttir, Jóhann Finnur Sigurjónsson, Hafdís Jóna Sigurjónsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Jóhann Jón Hafliðason, Eyja Sigríður Viggósdóttir, Þórólfur Guðfinnsson, Sveindís Guðfinnsdóttir, Jóhanna Guðfinnsdóttir, Margrét Guðfinnsdóttir, Guðrún Guðfinnsdóttir, María Jóhannsdóttir, Hávarður Benediktsson, Stefán Sigurðsson, Jóhann Á. Gunnarsson, Arngrímur Angantýsson. + Þökkum öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SELMU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hafnargötu 30, Höfnum. Þóroddur Vilhjálmsson, Birna Ágústsdóttir, Vilhjálmur Reynir Sigurðsson, Sigríður Ágústsdóttir, Sigurður Ari Elíasson, Selma Ágústsdóttir, Jens Herlufsen, Einar Sigurjónsson, Hugborg Erlendsdóttir, Kolbeinn Sigurjónsson, Guðlaug Á. Arnardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför RAGNHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Grænumörk 1, Selfossi. Greipur Ketilsson, Fjóla G. Ingþórsdóttir, Gunnar H. Reynarsson, Sigríður Greipsdóttir, Egill Sigurðsson, Vigdís Greipsdóttir, Daníel Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför sonar míns og bróður okkar, JÓHANNS ÓLAFSSONAR, Melabraut 2, Seltjarnarnesi. Rannveig Jóhannsdóttir, Guðbjörn Óiafsson, Sigurður Þ. Ólafsson og fjölskyldur. Lokað veröur vegna jarðarfarar GUÐJÓNS INGA SVERRISSONAR, mánudaginn 2. október, frá kl. 14.00. Litlaprent ehf, Skemmuvegi 4. ÁSTA HANNESDÓTTIR + Ásta Hannes- dóttir fæddist á Undirfelli í Vatns- dal 11. júlí 1926. Hún lést á líknar- deild Landspítalans 26. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Hann- es Pálsson, bóndi á Undirfelli og full- trúi í Reykjavík, f. 18. apríl 1898, d. 15. janúar 1978, og kona hans, Hólm- fríður Steinunn Jónsdóttir, f. 1. júní 1903, d. 20. janúar 1967. Alsystk- ini Ástu eru Páll, f. 6. júlí 1925, Guðrún, f. 19. apríl 1931, d. 20. júlí 1945, Jón, f. 2. júní 1927, og Bjarni, f. 5. júlí 1942. Hálfbróðir Ástu samfeðra er Guðmundur, f. 22. september 1960, en móðir hans er Sigrún Huld Jóns- dóttir, þriðja kona Hannesar Pálssonar. Dóttir Sigrúnar Huldar og stjúpsystir Ástu er Guðbjörg Snorradóttir. Ásta giftist 11. október 1952 Gissuri Jörundi Kristinssyni, f. 17. júlí 1931, d. 28. júlí 1993, trésmið og framkvæmdastjóra. Börn þeirra eru: 1) Hannes Hólmsteinn prófessor, f. 19. febrúar 1953. 2) Salvör Kristjana deildarsérfræð- ingur, f. 26. febrúar 1954. Maður hennar er Magnús Gíslason verk- fræðingur, f. 1. júní 1959. Dætur Salvarar eru: Ásta Lilja Steins- dóttir viðskiptafræðinemi, f. 29. desember 1973, en sambýlismað- ur hennar er Kjartan Biering tölvunemi; Kristín Helga, f. 15. október 1989. 3) Kristinn Dagur bflstjóri, f. 17. júlí 1957. 4) Guð- rún Stella forstöðumaður, f. 9. aprfl 1962. Maður hennar er Jó- hann Hannibalsson, bóndi á Han- hóli við Bolungarvík, f. 27. júli 1954. Dætur Guðrúnar eru: Asta Björg Björgvinsdóttir, f. 3. jan- úar 1986, Ósk Jóhannsdóttir, f. 5. mars 1996, d. sama dag, Magnea Gná Jóhannsdóttir, f. 3. aprfl 1997, Þorsteina Þöll Jóhanns- dóttir, f. 27. aprfl 1999. Ásta var kennari í Melaskólan- um í Reykjavik, barnaskólanum á Stokkseyri, Laugalækjarskóla og Breiðholtsskóla. Hún var formað- ur Freyju, félags framsóknar- kvenna í Kópavogi 1987-1989 og lengi í stjórn þess félags og ann- arra samtaka framsóknarmanna. Ásta verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 2. október og hefst athöfnin klukk- an 10.30. Góð kona er gengin og komið að kveðjustund. Á morgun verður til moldar borin tengdamóðir mín Ásta Hannesdóttir. Kynnum okkar bar saman fyrir átta árum er ég kynntist yngstu dóttur Ástu, Guðrúnu. Það var fljótlega ljóst að Ásta væri mikil mannkostakona. Hún var vinnusöm og ósérhlífin og lét ávallt velferð ann- arra ganga fyrir sinni eigin. Ásta var hugsjónakona og þó nokkuð væri liðið á starfsævina þegar við kynntumst var kraftur hennar og eldmóður síst minni en yngri manna. Það fann mað- ur sterklega þegar hún tók menn og málefni upp á sína arma. Henni var afar umhugað um hag þjóðarinnar og velferð einstaklinga. Hugmyndir hennar voru oft framúrstefnulegar og ferskar og hún hélt þeim óhikað á lofti. Hún hlustaði þó alltaf á sjónar- mið annarra og átti góð skoðanaskipti við gesti og gangandi. Við vorum skoðanasystkini og ég sat stundum með henni flokksþing Framsóknar- flokksins. Þar sópaði aðhenni þegar hún kom skoðunum og hugmyndum á íramfæri. Það var gott að eiga Ástu að. Hún sinnti bæði börnum og bama- bömum vel og sýndi sínum ávallt ræktarsemi og umhyggju. Og alltaf var hugurinn hjá þeim nánustu. Þær vom ófáar sendingarnar sem við fengum frá henni í sveitina. Það voru ýmist þarflegir hlutir fyrir heimilið, eitthvað nytsamlegt eða góðgæti fyrir barnabömin svo ekki sé minnst á all- ar plöntusendingamar sem hún sendi okkur í garðinn á Hanhóli. Þá átti hún til að senda okkur dunkana af smá- kökum fyrir jólin eða af sínum ein- stöku framsóknarkleinum eins og hún kallaði þær. Ásta var nýtin og nægju- söm. Hún samgladdist öðrum yfir góðu en aðstoðaði í þrengingum. Með Astu fylgdi ferskur andblær enda var hún alltaf opin fyrir nýjum hugmynd- um. Hún hafði til dæmis mikinn áhuga á vetnisframleiðslu og var um- hugað að við nýttum betur okkar orkugjafa. Hún var alltaf að læra eitt- hvað nýtt og hélt áfram að læra þó að hún væri komin á eftirlaun, nú síðast ýmislegt sem tengdist handverki og listum og ensku. Eg fæ seint þakkað fyrir samferðastundimar sem ég átti með tengdamóður minni og allar þær góðu stundir sem hún gætti bamanna okkar í sveitinni. Gæska hennar var gjöf til komandi kynslóða, arfur sem áfram lifir. Jóhann Hannibalsson. Nú er komið að kveðjustund. Elskuleg amma mín, nafna og besti vinur hefur kvatt þennan heim. Fyrsta tímabil ævi minnar átti ég heima í ömmuhúsi í Hjallabrekku og allar stundir síðan hef ég litið á þann stað sem mitt annað heimili. Amma leit nefnilega á okkur bamabömin sem bömin sín og öll hennar um- hyggja bar því vitni. Ég sótti alltaf mikið í að vera í návist hennar enda var hún mjög umburðarlynd við okk- ur og sama var þótt hún hefði hugðar- efnum að sinna, alltaf dröslaðist hún með mig. Þeir vom ófáir framsóknarfundirn- ir sem ég fór með henni ömmu því alltaf var pláss fyrir mig í hennar lífi. Amma var kennari og ég fékk oft not- ið leiðsagnar hennar. Stundum fékk ég að fara með henni í kennslu í Breiðholtsskóla og oft aðstoðaði amma mig við dönskuna, sem hún kunni svo vel. Hún kenndi mér að prjóna og hekla þegar við sátum einar og nutum samvistanna. Einnig kenndi hún mér að rækta því hún var alltaf að sá og gróðursetja. Héma heima á Hanhóli rækta ég grenitré sem ég sáði með ömmu í yndislega garðinum hennar í Hjallabrekku. Amma var ekki aðeins umburðarlynd heldur var hún skapgóð og fjörug og hún var aldrei skoðanalaus. Hún hafði alltaf hugmyndir um allt og það gerði hana að svo áhugaverðri persónu. Kannski var það þessi áhugi hennar á öllu sem mér líkaði svo vel og þrek hennar og þrautseigja, sem allir fundu sem umgengust hana. Ég h't á það sem foiréttindi mín og gæfu að hafa átt Ástu Hannesdóttur sem ömmu og ástvin. Hennar verður sárt saknað en miningin um einstaka ömmu lifir áfram. Ásta Björg. Ásta Hannesdóttir föðursystir okk- ar er látin. Veikindi hennar bar brátt að fyrir nokkrum mánuðum og eins og oft við slíkar aðstæður bregður manni og minningar fljúga gegnum hugann. Ásta frænka var einstök kona. Hún var hlý, glaðvær og fá- dæma mikil mamma, amma, frænka, systir, félagi og vinur. í kringum Ástu frænku var alltaf mikið líf. Hún hafði einstaklega gott skap og dillandi hlát- ur sem laðaði okkur að henni. Á uppvaxtarárum okkar var Ásta miðpunktur í mörgu. Hún og Gissur heitinn áttu fjögur böm og var alltaf gaman að koma á Laugamesveginn, hvort sem var í afmæli, á jólum eða bara í venjulega heimsókn. Þar kynntumst við kvikmyndasýningum, poppkomi sem poppað var í stærsta pottinum og sett í þvottabalann, spumingakeppnum og mörgu fleira. Föðursystir Ástu, Árdís hárgreiðslu- kona, bjó í sama fjölbýlishúsi og vora þær frænkur miklir mátar. Þær era með eftirminnilegustu og skemmti- legustu konum, sem við systurnar höfijm kynnst. Ásta var dugnaðarforkur og hjá henni var alltaf nóg að gera, stórt heimili og mikill gestagangur. Þeir vora líka margir sem leituðu til henn- ar og löðuðust að henni. Hún veigraði ekki fyrir sér að takast á við stór verkefni. Á miðjum aldri þurfti hún og vildi fara út á vinnumarkaðinn, og eftir að hafa verið heimavinnandi á annan áratug settist hún í hand- menntadeild Kennaraskólans og starfaði síðan sem handmennta- kennari eins lengi og aldur leyfði. Ásta var mikil saumakona og var gott að spyrja hana ráða. Nú á tímum kall- ast það að stunda nytjalist, að sauma fót á fjölskylduna og búa til gjafir. Alltaf var jafnspennandi að opna pakkann frá Ástu og fjölskyldu. Oft fékk brúðan ný íot og þótti okkur stundum einkennilegt að hún vissi hvað útigallinn átti að vera stór á brúðuna sem kom í jólapakkanum frá mömmu og pabba. Dúkkufötin sem Ásta gaf okkur vora engu lík og á fárra færi að líkja eftir. Bamabömum sínum fimm, Ástun- um báðum, Kristínu Helgu, Magneu Gná og Þorsteinu Þöll, reyndist Ásta einstök amma, enda vora þær einkar hændar að ömmu sinni sem allt vildi fyrir þær gera. Umhyggjusemi Ástu náði langt út fyrir nánustu fjölskyldu. Mjög kært var með henni og Hannesi afa enda höfðu þau líka lífssýn. Henni var í blóð borin mikil pólitísk sann- færing og hún hafði hugsjónir félags- hyggjunnar að leiðarljósi. Ásta var öt- ull boðberi jafnréttis og samhjálpai- og valdi sér Framsóknarflokkinn til að ná árangri. Á góðum stundum spaugaði hún með að hún yrði að halda uppi merkj- um pabba síns í flokknum því hinir af- komendumir hans væra úti um aliar trissur með alls konar skoðanir, ein- hvers konar undanvillingar. Sannfær- ing Ástu frænku var ávallt mikil og kom mælskusnilld hennar að góðum notum þegar mikið lá við. Hún hvik- aði ekki frá því sem rétt var og sýndi það í verki ef henni mislíkaði við flokkinn og hætti þá að starfa um stundarsakir. En það var ekki bara mannfólkið sem var frænku hugleikið. Eftir að hún flutti í Kópavoginn eignaðist hún garð, þar sem hún fékk útrás fyrir áhuga sinn á náttúranni og umhverfi sínu. I Hjallabrekkunni kenndi margra grasa, og þar var ógrynni blóma, tijágræðlinga og matjurta. Þessu dreifði hún til vina og vanda- manna og gaf til fjáröflunar ýmissa góðra mála. í veikindum sínum var það henni mikil ánægja að komast heim í garð- inn sinn i Hjallabrekku og er þess skemmst að minnast í sumar þegar hún stóð úti og vökvaði blómin sín, þótt svo væri af henni dregið að hún komst ekki hjálparlaust inn eða út úr húsi. Það verður erfitt að fylla tóma- rúmið eftir Ástu, en allar góðu minn- ingamar um þessa einstöku konu munu lifa með okkiu- alla tið og við er- um þakklátar fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja hana. Bömum, tengdabömum og bamabömum Ástu sendum við inni- legar samúðarkveðjur, missir þeirra er mikill. Blessuð sé minning hennar. Þóranna og Hólmfríður. Þegar rætt er um stjómmálastarf er oft haft á orði að það sé til lítils að taka þátt í starfinu þvi hinn almenni flokksmaður hafi lítil áhrif. Þegar þetta er sagt koma oft upp í hugann þeir íjölmörgu einstaklingar sem ég hef verið með í stjómmálum og sem hafa haft margvísleg áhrif á samtím- ann. Ásta Hannesdóttir er gott dæmi um konu sem hefur lagt mikið af mörkum í starfi fyrir samfélagið. Ásta var af kynslóð, sem varð vitni að ótrúlegum breytingum og framför- um á íslandi. Þegar hún fæddist á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.