Morgunblaðið - 19.10.2000, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Fjallað var um stöðu og framtíð miðborgar Reykjavíkur á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur
Miðborgin verður að
nýta sérstöðu sína
Miðborg Reykjavíkur hefur í rúman
áratug verið í samkeppni við Kringl-
una um verslun og þjónustu og á
næsta ári mun samkeppnin enn
harðna þegar Smáralind tekur til
s
starfa. A fundi í fyrrakvöld var m.a.
rætt um hvernig miðborgin ætti að
bregðast við aukinni samkeppni.
Trausti Hafliðason sat fundinn.
Miðborg
EF MIÐBORG Reykjavíkur
á að standast samkeppni við
aðra miðbæjarkjarna á höfuð-
borgarsvæðinu verður hún að
keppa á eigin forsendum eða
með öðrum orðum leggja
áherslu á sérstöðu sína í sam-
keppninni. Þetta kom fram í
máli Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur borgarstjóra á
leiðarþingi miðborgarstjórn-
ar í Tjarnarsal Ráðhúss
Reykjavíkur í fyrrakvöld. Á
þinginu var rætt um stöðu og
framtíð miðborgarinnar og
sagði Þorkell Sigurlaugsson,
framkvæmdastjóri þróunar-
sviðs Eimskipafélags íslands,
að ef rétt yrði staðið að upp-
byggingu og þróun miðborg-
arinnar yrði án efa vænlegt
fyrir einkaaðila að fjárfesta
þar, en hann sagði að þegar
lægju fyrir fjárfestingar upp
á milljarða króna.
Miðborgin og Ki-inglan
hafa í rúman áratug verið í
harðri samkeppni um verslun
og þjónustu ýmiss konar.
Þessi samkeppni leiddi að
nokkru leiti til hnignunar
miðborgarinnar og í kjölfarið
ákváðu borgaryfirvöld að
gera átak til að blása aftur lífi
í miðborgina og af því tilefni
var m.a. stofnuð sérstök mið-
borgarstjórn, en hún vinnur
markvisst að gerð tillagna um
endurbætur á miðborginni.
í september á næsta ári
mun samkeppnin á milli mið-
bæjarkjarnanna á höfuðborg-
arsvæðinu enn harðna þegar
verslunarmiðstöðin Smára-
lind í Kópavogi mun hefja
starfsemi, en þar verður fólki
m.a. boðið upp á verslun og
afþreyingu ýmiss konar.
Listaháskólinn í hús
Tollstjóraembættisins
Ingibjörg Sólrún sagði,
eins og áður gat um, að ef
miðborgin ætti að standast
þessa samkeppni þyrfti hún
að keppa á eigin forsendum
og ef hún gerði það þyrfti ekki
að óttast um framtíð hennar.
Hún sagði að miðborgin væri
ólík verslunarmiðstöðvunum
og að hún ætti að nýta sér sér-
stöðu sína til hins ýtrasta.
í miðborginni eru fjölmarg-
ar verslanir líkt og í verslun-
ai-miðstöðvunum, en Ingi-
björg Sólrún sagði að
miðborgin hefði upp á margt
annað að bjóða og að hún
þyrfti að nýta sér það. Hún
sagði t.d. að auka þyrfti fram-
boð á menningu í miðborginni
og að laða þyrfti þangað ým-
iss konar starfsemi sem ekki
væri þar nú þegar, eins og t.d.
götumarkaði, hótelstarfsemi
og frekari þjónustu við ferða-
menn.
Ingibjörg Sólrún sagðist
hafa mikinn áhuga á að fá
Listaháskólann í miðborgina,
en að allt væri óráðið í þeim
efnum, ekki síst þar sem slík-
ur skóli þyrfti stóra lóð og að
slík lóð væri ekki á lausu sem
stæði í miðborginni. Hún
sagði að borgaryfirvöld hefðu
bent á það að hægt væri að
koma Listaháskólanum fyrir í
húsi Tollstjóraembættisins á
milli Tryggvagötu og Geirs-
götu, en húsið er ekki í eigu
borgarinnar. Hún sagði að
uppi væru hugmyndir um að
tengja húsin við Miðbakkann
með viðbyggingum úr gleri og
koma þar fyrir einhvers kon-
ar menningarstarfsemi. Hún
sagði að Listaháskóli á þess-
um stað væri því í góðu sam-
ræmi við þessar hugmyndir
og að borgaryfirvöld myndu
vinna áfram að því að finna
einhverja lausn á því hvernig
hægt væri að koma skólanum
þar fyrir.
Tónlistar- og ráðstefnu-
hús og hótel á hafnar-
bakkanum
Að sögn Ingibjargar Sól-
rúnar er bygging nýs tónlist-
ar- og ráðstefnuhúss og hót-
els á hafnarsvæðinu afar
mikilvægt verkefni fyrir
framtíð miðborgarinnar. Lóð-
in sem ákveðið hefur verið að
afmarka vegna tónlistar- og
ráðstefnuhússins og hótelsins
er í tveimur hlutum. Annars
vegar er um að ræða um 20
þúsund fermetra lóð norðan
Geirsgötu, þar sem Faxaskáli
stendur, og hins vegar 7.200
fermetra lóð á milli Geirsgötu
og Tryggvagötu, en þar eru í
dag m.a. bílastæði og skipti-
stöð SVR. Áður hefur komið
fram að ríki og borg myndu
standa straum af kostnaði
vegna byggingar tónlistar-
hússins og taka þátt í kostn-
aði við byggingu ráðstefnum-
iðstöðvarinnar, en hótelið yrði
alfarið í eigu einkaaðila.
Borgaryfii-völd hafa viljað
taka á þessu máli með opnum
huga og kemur m.a. til greina
að grafa Geirsgötuna niður og
láta bygginguna teygja sig yf-
ir hana.
Að sögn Ingibjargar Sól-
rúnar er gert ráð fýrir því að
hótelið verði með um 200 her-
bergi, tónlistarhúsið muni
rúma 1.500 manns og ráð-
stefnusalurinn 500 til 750
manns. Hún sagði að einnig
væri gert ráð fyrir æfingasal
sem myndi rúma 400 til 500
manns og hann væri hægt að
nýta undir smærri uppákom-
ur. Á lóðinni er síðan gert ráð
fyrir 900 bílastæðum.
250 íbúðir í Skuggahverfi
Auk hótelsins við hafnar-
Morgunblaðið/Golli
Ef miðborgin á að standast samkeppni við aðra miðbæjar-
kjarna verður hún að leggja aukna áherslu á sérstöðu sína,
sem m.a. er fólgin sérstakri stemmningu götulífsins.
bakkann sagði Ingibjörg að
viðræður væru í gangi á milli
Þyrpingar og Minjaverndar
um byggingu 73 herbergja
hótels á horni Túngötu og Að-
alstrætis.
Að sögn Ingibjargar Sól-
rúnar er búið að samþykkja
nýja landnotkun eða nýtt
deiliskipulag, á stórum svæð-
um í miðborginni. Unnið hef-
ur verið markvisst að þessu,
þar sem deiliskipulag er for-
senda þess að að hægt sé að
hefja uppbyggingu með
markvissum hætti í miðborg-
inni. Dæmi um þetta er Skú-
latúnsreiturinn eða Vélarmið-
stöðvarreiturinn, en í ár var
hann boðinn út og seldur
Eykt ehf. fyrir 450 milljónir
króna. Reiturinn samans-
tendur af lóðunum við Skúlat-
ún 1 og Höfðatún 2 og er gert
ráð fyrir því að á svæðinu rísi
verslunar- og skrifstofuhús-
næði.
Þá er í undirbúningi nýtt
deiliskipulag fyrir Skugga-
hverfið, en þar á Eimskipafé-
lagið lóð, sem afmarkast af
Skúlagötu að norðan, Lindar-
götu að sunnan, Frakkastíg
að austan og Klapparstíg að
vestan. Eimskip er í sam-
vinnu við borgaryfírvöld að
vinna að hugmyndum að nýju
deiliskipulagi á svæðinu, en
Ingibjörg Sólrún sagði að þar
væri gert ráð fyrir um 250
nýjum íbúðum. Hún sagði að
deiliskipulagið myndi líklega
ná yfir stærra svæði en bara
lóð Eimskipafélagsins og
svæðið á milli Lindargötu og
Hverfisgötu yrði líklega tekið
með í skipulaginu.
2 milljarðar í
bflastæðahús
Að sögn Ingibjargar Sól-
íúnar verður einnig hugað að
umferðarmálum í miðborg-
inni á næstu árum, en ráðgert
er að leggja um 250 milljónir
króna árlega í endurbætur á
gatnakerfinu í nokkur ár.
Hún sagði að einnig væri
stefnt að því að fjölga bílast-
æðum og byggja ný bílahús í
miðborginni, en á næstu 5 ár-
um er ráðgert að veita um 2
milljörðum króna í það verk-
efni. Þeir staðir sem helst
koma til greina undir bílahús
eru Kvosin, Hlemmur og suð-
vesturhorn Baiúnsstígs og
Hverfisgötu.
Á fundinum fluttu Einar
Örn Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Þróunarfélags
miðborgarinnar, og Þorkell
Sigurlaugsson, framkvæmda-
stjóri Þróunarsviðs Eimskips,
erindi fyrir hönd hagsmuna-
aðOa. I máli Einars Arnar
kom m.a. fram að verslunum
hefði fækkað um 10% á milli
áranna 1996 og 2000 og lýsti
hann yfir áhyggjum vegna
þessa.
Þorkell sagði að ef laða ætti
fjárfesta að miðborginni
þyrfti hún að stækka og vaxa
og verða miðstöð ferðaþjón-
ustu og menningar með lit-
skrúðugt mannlíf. Hann sagði
að bygging tónlistar- og ráð-
stefnuhúss og hótels á hafnar-
bakkanum ætti að vera for-
gangsatriði fyrir borg-
aryfirvöld, því mikilvægt væri
fyrir miðborgina að auka að-
dráttarafl sitt. Þá tók hann
undir orð Ingibjargar Sólrún-
ar og sagði afar brýnt að nýr
Listaháskóli myndi rísa í mið-
borginni.
Menn þegar farnir að
fjárfesta fyrir milljarða
Þorkell sagði að nýta þyrfti
Vatnsmýrina til stækkunar á
miðborgarsvæðinu og tengja
þyrfti það svæði við miðborg-
ina og að í því samhengi væri
mikilvægt að láta Hring-
brautina ekki hamla þeirri
tengingu, og um leið vexti
miðborgarinnar sjálfrar. Þá
sagði hann að mikilvægt væri
að þétta byggðina í miðborg-
inni til þess að fjölga íbúum
þar.
Þorkell benti á að menn
væru nú þegar að farnir að
fjárfesta á miðborgarsvæðinu
og benti hann á byggingar-
áform íslenskrar erfðagrein-
ingar í Vatnsmýrinni í því
samhengi, áætlaður kostnað-
ur við þá framkvæmd er um 2
milljarðar króna. Hann sagði
að slíkri starfsemi fylgdi
fjöldinn allur af starfsmönn-
um sem myndu óhjákvæmi-
lega jífga upp á miðbæinn, en
hjá íslenskri erfðagreiningu
starfa um 400 manns. Þá
sagði hann að ef byggt yrði
tónlistar- og ráðstefnuhús og
hótel á hafnarbakkanum yrði
það líklega framkvæmd upp á
um 9 milljarða. Þá gætu fram-
kvæmdir í Skuggahverfinu
kostað um 6 til 8 milljarða
króna.
Á þinginu ræddi Tom
Moore, framkvæmdastjóri
miðborgar Aberdeen, um við-
reisn miðborgar Aberdeen.
Hann sagði að hún, líkt og
margar aðrar borgir í
Evrópu, hefði átt undir högg
að sækja og þá sérstaklega
gagnvart öðrum miðborgar-
kjörnum, eins og t.d. verslun-
armiðstöðvum. Moore, líkt og
Ingibjörg Sólrún, sagði að
miðborgin ætti að leggja
áherslu á sérstöðu sína og
bjóða fólki upp á það sem það
fengi ekki í verslunarmið-
stöðvum.
Moore sagði að það and-
rúmsloft og sú stemmning
sem myndaðist í miðborgum
væri allt önnur en sú sem
myndaðist í verslunarkjörn-
um og að við uppbyggingu
miðborga ætti að taka mið af
þessu. Hann sagði að það
væri t.d. gert með því að efla
menningu og ekki síst götu-
menninguna og nefndi hann
kaffihús og veitingahús, þar
sem fólk getur setið úti og
notið veitinga, sem dæmi um
þetta. Hann sagði að fólk
hefði hlegið að honum þegar
hann hefði fyrst stungið upp á
þessu í Aberdeen íyrir nokkr-
um árum, en síðan þá hefðu
sprottið upp fjölmörg slík
kaffi- og veitingahús. Hann
sagði þetta vel vera mögulegt
á norðlægum slóðum og að
hægt væri að tempra kalt
loftslag t.d. með því að hafa
sérstaka ofna eða hitara utan-
húss, þar sem fólkið sæti og
sagði hann að það væri gert
víða um heim, m.a. í Suður-
Evrópu.
Miðborgin er fyrir
fólkið, ekki bflana
Moore lagði mikla áherslu á
að miðborgin væri fyrir fólk-
ið, en ekki bílana. Hann sagði
að í Aberdeen væri í auknum
mæli tekið mið af þessu og t.d.
væri fólki boðið upp á að
leggja í sérstökum stæðum og
fá far í bæinn gegn vægu
gjaldi með strætisvögnum. Þá
sagði hann að við hönnun
gatna og gangstétta, þar sem
umferð gangandi vegfarenda
væri mikil, væri reynt að tak-
marka sem mest skilti, ljós-
astaura og aðrar hindranir
þannig að fólk gæti gengið um
óhindrað. Hann sagði að í stað
ljósastaura hefði lýsingunni
verið komið fyrir á húsunum.
Viðræður um byggingu hótels á horni Túngötu og Aðalstrætis
Hugmynd að nýju hóteli á horni Túngötu og Aðalstrætis. Horft er á bygginguna frá Aðalstræti.
Kostnaður um 600 til 700 milijónir
VIÐRÆÐUR standa yfir á milli Þyi'p-
ingar og Minjaverndar um byggingu 73
herbergja, fjögurra stjörnu hðtels á
horni Túngötu og Suðurgötu. Þetta kom
fram í erindi Ingibjargar Sólrúnar á
opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í
fyrrakvöld, en á horninu stendur nú eitt
elsta hús Reykjavíkur, Aðalstræti 16, en
byggingarsaga þess nær allt aftur til
ársins 1740.
Ingibjörg Sólrún sagði að áður en ráð-
ist yrði í framkvæmdir á staðnum þyrfti
að fara í fornleifauppgröft, því undir
Aðalstræti 16 væri að öllum líkindum að
finna einar elstu fornminjar landsins.
Hún sagði að þegar væri búið að vinna
Midborg
áætlun um það hvernig staðið yrði að
uppgreftrinum og þegar honum yrði
lokið og þegar búið yrði að gera viðhlít-
andi breytingar á gildandi deiliskipulagi
yrði hægt að ráðast í framkvæmdir.
Þorsteinn Bergsson, framkvæmda-
stjóri Minjavemdar, sagði að hugmynd-
ir um hótelbyggingu á staðnum hefðu
fyrst komið upp árið 1994, en að nú væri
fyrst komin alvara í málið. Hann sagði
að framkvæmd af þessu tagi væri dýr,
en áætlaður byggingarkostnaður er um
600 til 700 inilljónir.
Þorsteinn sagði að skoðaðar hefðu
verið nokkrar tillögur að útliti hótelsins,
en lögð væri rík áhersla á að það falli vel
inn í götumyndina.
Að sögn Þorsteins hefur í nokkurn
tíma verið vitað um fornleifarnar á
svæðinu og sagði hann að vel kæmi til
greina að samtvinna þær að einhveiju
leyti við hótelið, t.d. væri hægt, að hafa
glergólf í kjallara hótelsins þar sem fólk
gæti komið og skoðað fornminjarnar.
Þorsteinn sagði að þótt hótelið yrði
byggt; myndi aðalbygging Aðalstrætis
16 standa á sínum stað. Hann sagði að
það yrði einfaldlega hluti af hótelinu og
að byggt yrði í kringum gamla húsið.