Morgunblaðið - 19.10.2000, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
-
LANDIÐ
Atvinnuráðgjöf Vesturlands skilar árangn
Starfsemi nýrra félaga
á V esturlandi kynnt
Stykkishólmi - Atvinnuráðgjöf
Vesturlands hefur starfað í nokkur
ár. Það eru sveitarfélög á Vestur-
landi og Byggðastofnun sem
standa að henni. Markmið ráðgjaf-
arinnar er að efla atvinnulífið í
kjördæminu með beinum eða
óbeinum hætti. Forstöðumaður at-
vinnuráðgjafarinnar er Ólafur
Sveinsson. Hann segir að mark-
miðinu sé best náð með því að veita
hjálp til sjálfshjálpar. Það þýðir að
nauðsynlegt er að þeir sem leita
eftir aðstoð vinni sjálfir að fram-
gangi mála sinna. Atvinnuráðgjöfin
vinnur fyrir einstaklinga, fyrirtæki
og sveitarfélög á Vesturlandi. Auk
þess vinnur Atvinnuráðgjöf Vest-
urlands að stærri verkefnum sem
þjóna kjördæminu í heild.
Atvinnuráðgjöf Vesturlands
kynnti fyrir Snæfellingum og Dala-
mönnum á miðvikudaginn 11. októ-
ber afkvæmin sín. Að tilstuðlan At-
vinnuráðgjafarinnar hafa verið
stofnuð á einu og hálfu ári þrjú fyr-
irtæki á fjölbreyttu sviði.
Símenntunarmiðstöðin
á Vesturlandi
Símenntunarmiðstöðin hóf störf í
febrúar 1999. Þar er við stjórnvöl-
inn Inga Sigurðardóttir. A fundin-
um í Stykkishólmi fór hún yfir
hvað fólki á Vesturlandi stæði til
boða varðandi endurmenntun. Gef-
inn hefur verið út góður bæklingur
um námsframboð. Reynt er að
verða við þörfum íbúanna og eins
að vekja löngun þeirra til að læra
meira og meira sér til gagns og
ánægju.
Vesturland eignarhaldsfélag
Stefán Kalmannsson lýsti starf-
semi eignarhaldsfélagsins Vestur-
land sem stofnað var í desember í
fyrra. Tilgangur þess er að fjár-
festa í nýjum fyrirtækjum á Vest-
urlandi og þeim sem eru að endur-
skipuleggja rekstur sinn og stuðla
að nýsköpun á svæðinu. Hlutaféð
er 71,4 milljónir króna og eiga
sveitarfélögin 28%, fagfjárfestar
32% og Byggðastofnun 40%. Fram
að þessu hefur Vesturland hf. lagt
fram hlutafé í eitt fyrirtæki og til
skoðunar eru tvö önnur fyrirtæki
sem hafa óskað eftir hlutafé frá fé-
laginu.
Upplýsinga- og kynningar-
miðstöð Vesturlands
Að lokum sagði Hrafnhildur
Tryggvadóttir frá Upplýsinga- og
kynningarmiðstöð Vesturlands, en
félagið hóf starfsemi í vor með
upplýsingamiðstöð í Borgarnesi.
Að því félagi standa sveitarfélögin
Morgunblaðið/Gunnlaugur Amason
Frá kynningarfundi Atvinnuráðgjafar Vesturlands sem var haldinn í
Stykkishólmi. Á myndinni eru starfsfólk atvinnuráðgjafarinnar og for-
svarsmenn félaganna sem Atvinnuráðgjöfin hefur haft forgöngu um að
stofna á stuttum tima.
á Vesturlandi 70% og ferðaþjón-
ustuaðilar 30%. Félagið er sam-
starfsvettvangur ferðaþjónustuað-
ila á Vesturlandi og er markmiðið
að auka ferðamannastrauminn á
svæðinu, lengja ferðamannatíma-
bilið og koma á framfæri upplýs-
ingum til ferðamanna.
Ólafur Sveinsson er ánægður
með hvernig til hefur tekist með
stofnun félaganna og eins fyrstu
skref þeirra. Þarna eru Vestlend-
ingar að beina kröftum sínum í
sömu áttir og er það mikilvæg for-
senda til að ná árangri og styrkja
byggð á svæðinu. Eitt eiga félögin
sameiginlegt, höfuðstöðvar þeirra
eru í Borgarnesi.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Frjósemi á Flúðum
Hrunamannahreppi - Flúðir í
Hrunamannahreppi eru eitt af fá-
um kauptúnum á landinu þar sem
fólki hefur fjölgað verulega á síð-
ari árum. Þessar ungu mæður, sem
eiga heima á Flúðum og í nágrenni,
láta sitt ekki eftir liggja til að
ibúatalan aukist. Þær voru að njóta
veðurblíðunnar í lystigarði þegar
fréttaritara Morgunblaðsins bar að
fyrir skömmu og festi þær á mynd
með barnaskara sinn.
Fjölmennt á
rjúpnaslóðum
Þórshöfn - Heiðalöndin í nágrenni
Þórshafnar eru jafnan fjölsótt af
rjúpnaskyttum og svo var einnig
nú í upphafi rjúpnavertíðar á
sunnudaginn var.
A Öxarfjarðarheiði voru veiði-
glaðir menn víða að af landinu;
heimamenn, Raufarhafnarbúar,
Akureyringar og einnig frá suð-
vesturhorninu.
Að sögn lögreglunnar á Þórshöfn
var ástand almennt nokkuð gott á
rjúpnasvæðunum hvað varðaði ut-
anvegaakstur og umgengni en lög-
reglan mun fylgjast mjög grannt
með því að akstur utan vega sé
ekki stundaður.
Ein rjúpnaskyttan var á veiðum
án skotvopnaleyfis og því ekki
gjaldgeng á svæðinu og lögreglan
lagði hald á vopnin. Ekki var mikið
um að menn væru með ólögleg
vopn en þó var lagt hald á tvö ólög-
leg skotvopn.
Veiðin var almennt léleg og telja
menn að miklu minna sé af rjúpu
en í fyrra.
Reyndar rjúpnaskyttur hér á
heimaslóðum segja þó að málið sé
að hafa gaman af veiðinni og láta
sér nægja að veiða rétt það sem
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þó menn kvarti almennt yfir lít-
illi rjúpnaveiði voru Arnþór Jó-
hannsson og Hilmar Þór Hilm-
arsson ánægðir með veiðina.
dugar til eigin þarfa en ekki láta
græðgina ná yfirhöndinni.
Morgunblaðið/Áki Guðmundsson
Eygló Antonsdóttir, nudd-, snyrti- og förðunarfræðingur, að störfum í
nýju húsnæði snyrtistofunnar Dekurkróksins.
Dekurkrókurinn
í nýtt húsnæði
Eigendur og framkvæmdastjóri Pakkhússins, Orri Ýrar Smárason
framkvæmdastjóri og eigendurnir, Elvar Gunnarsson, Helga Jónsdótlir
og Gunnar Guðmundsson.
Bakkafirði - Nudd- og snyrtistofan
Dekurkrókurinn hefur verið starf-
ræktur á Bakkafirði síðan {júní
1998, hann hefur verið með þjón-
ustu á Vopnafirði og Þórshöfn.
Hann hefur nánast verið á götunni
frá stofnun þar til nú í haust er
hann flutti í nýtt og glæsilegt eigið
húsnæði að Bæjarási 3 á Bakka-
firði.
Aðspurð sagði Eygló Antons-
dóttir nudd-, snyrti- og fórðunar-
fræðingur að mikil umskipti hefðu
orðið hjá henni að flytja í nýja hús-
næðið, þar sem öll aðstaða er eins
og best verður á kosið, Eygló sagði
að af þessu tilefni væru í gangi
opnunartilboð t.d. förðunarvörur
frá No Name og ýmsar vörur frá
Académie og M.D. Formulation.
Pakkhús-
ið, nýr
veitinga-
staður á
Selfossi
Selfossi - Nýr veitingastaður,
Pakkhúsið, var opnaður á Selfossi
laugardaginn 14. október. Pakk-
húsið er í húsnæði á baklóð Ráð-
hússins í gamla kaupfélagshúsinu,
þar sem á árum áður var j>akk-
húsafgreiðsla Kaupfélags Arnes-
inga og dregur staðurinn nafn sitt
af því.
Pakkhúsið er barveitingastaður,
tekur 101 gest í sæti og verður með
allar almennar barveitingar. Stað-
urinn verður opinn alla daga frá
klukkan 18.00 en föstudaga og
laugardaga verður opnað klukkan
15.30. Pakkhúsið er mjög snyrti-
legur veitingastaður með fallegu
yfirbragði og þess er krafist af
gestum að þeir mæti snyrtilega
klæddir. Aldurstakmark inn í
Pakkhúsið er bundið við 20 ára ald-
ur.
Eigendur Pakkhússins eru
Gunnar Guðmundsson kaupmaður
og fjölskylda hans, framkvæmda-
stjóri er Orri Yrar Smárason. „Það
hefur lengi verið rætt að hér á Sel-
fossi vantaði stað á borð við þenn-
an og við horfum til aukinnar um-
ferðar hér á staðnum og einnig á
ört vaxandi íbúafjölda. Þá lítum við
og til þeirrar miklu sumarhúsa-
byggðar sem er hér í Árnessýslu
og viljum líka þjóna henni,“ sagði
Gunnar Guðmundsson.