Morgunblaðið - 19.10.2000, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands
Sjómenn eru tilbúnir
í harðar aðgerðir
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Islands, við setningu 22. þing sambandsins.
SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjómannasam-
bands Islands, segist ekki sjá annað en sjómenn
verði enn einn ganginn að fara í harðar aðgerðir til
að þvinga útvegsmenn í viðræður um nýjan kjara-
samning. Petta kom fram í ávarpi hans við setn-
ingu 22. þings Sjómannasambands Islands sem
hófst í gær.
„Útvegsmenn vilja einfaldlega ekki við okkur
tala, jafnvel ekki um það sem kalla má mjúk mál og
þeir hafa samið um við aðrar stéttir. Hvað þá um
þyngri mál eins og til dæmis verðmyndunarmálin.
Hvem dag sem útvegsmenn draga að gera kjara-
samninga við sjómenn eru þeir að græða peninga
og því ekki furða að þeir séu ófúsir til viðræðna,"
sagði Sævar í samtali við Morgunblaðið.
Sævar segist sannfærður um sjómenn séu til-
búnir til að grípa til aðgerða til að knýja fram
kjarasamninga. ,Auk þess tel ég að um það sé góð
samstaða innan allra samtaka sjómanna. Við höf-
um alltaf fundið ásættanlega lendingu í þessum
efnum og ég veit að það verður einnig nú.“
Úrskurðarnefndín liðónýt
í ávarpi sínu sagði Sævar að fyrirkomulag um
verðmyndun á fiski væri óviðunandi. Astandið hafi
versnað frá því að lög um úrskurðarnefnd sjó-
manna og útvegsmanna voru sett árið 1995 en lögin
hafi átt að koma í veg fyrir þátttöku sjómanna í
kvótakaupum. „Sjómenn eru látnir taka þátt í
kvótakaupum nú sem aldrei fyrr. Það hafa verið
sett lög sem banna þátttöku sjómanna í kvótakaup-
um og tvisvar hafa verið sett lög til að reyna láta út-
gerðarmenn fara eftir þeim. Það er ljóst að út-
skurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna er liðónýt
og ég vil leggja hana af. Hún átti að hjálpa okkur að
verðmynda fisk með eðlilegum hætti og stytta bilið
milli markaðs og beinna viðskipta. Reyndin er
hinsvegar sú að þetta bil hefur breikkað allt frá því
nefndin var sett á laggimar árið 1995. Hún hefur
því ekki skilað nokkrum árangri.“
I setningarávarpi sínu gerði Sævar skýrslu auð-
lindanefndar að umtalsefni. Sagðist hann sjálfur
vera hlynntur hinni svokölluðu fymingarleið, frem-
ur en veiðileyfagjaldi, þegar kæmi að gjaldtöku
fyrir aflaheimildir. Hann sagði að á undanförnum
ámm hafi forystumenn LIU lagt áherslu á að sjó-
menn og útgerðarmenn þurfi að vera samstiga í
baráttunni gegn auðlindaskatti. Þeim hafi hinsveg-
ar margoft verið bent á þeir bæm sjálfir ábyrgð á
umræðunni um auðlindaskatt, með kvótabraski
þar sem margir þeirra hafi innheimt auðlindaskatt
af sjómönnum. Sævar sagðist ekki sjá annað en
forystumenn LÍU hafi tekið nýja stefnu í afstöðu
sinni til auðlindagjalds. „Þar bjóða þeir stjómvöld-
um til viðræðna um hóflegt auðlindagjald. Og að
hætti þeirra sem telja sig valdið hafa fylgja því skil-
yrði. Sjómenn eiga að borga hluta gjaldsins en út-
gerðarmenn eiga eftir sem áður að hafa allan ráð-
stöfunarrétt, svo sem að leigja sjómönnum aðgang
að kvótanum og að sjálfsögðu eiga þeir að geta selt
aflahlutdeild varanlega og þar með dregið fjármuni
út úr sjávarútveginum eins og hefur verið að ger-
ast að undanfömu. Jafnframt vilja þeir hafa það
tryggt að þeir geti áfram veðsett sameign þjóðar-
innar eins og verið hefur nú í nokkur ár. Úndan-
farinn áratug hafa margir útgerðaimenn þverbrot-
ið bæði lög og kjarasamninga með því að láta
sjómenn borga auðlindagjald. Þetta hafa þeir gert
undir handleiðslu forystumanna LÍÚ. Nú bjóðast
þessir sömu menn til að semja við stjómvöld um
auðlindagjald til eigenda auðlindarinnar gegn því
skilyrði að sjómenn verði látnir borga brúsann ef
lagt verður auðlindagjald á aflaheimildir, enda
liggur það í augum uppi að ef einhverjum er út-
hlutað tilteknu verðmæti til yfirráða þá dettur eng-
um í hug nema forystumönnum LÍÚ að ætlast til
þess í fullri alvöm að aðrir en þeir sem verðmætun-
um er úthlutað borgi afgjaldið," sagði Sævar.
IaSM
AUKAÁRSFUNDUR 2000
26. október 2000, kl. 17:15 að Kirkjusandi
____________________Dagskrá:____________________
Stjóm ALVÍB boðar til aukaársfundar fumutudaginii 26. október 2000 kl. 17:15
í húsnæði íslandsbanka við Kirkjusand, 5. hæð.
1. Fundarsetning.
2. Breytingar á samþykktum.
3. Kynning á nýrri Qárfestingarstefnu.
4. Önnurmál.
Áfundinum verða lagðarfram tillögur um breytingar á samþykktum ALVÍB.
Þeim sjóðfélögum sem vilja kynna sér tillögur um breytingar á samþykktum
sjóðsins er bent á að hægt er að nálgast samþykktimar á eftirfarandi hátt.
1. Reglugerðin er fáanleg l\já VÍB, Kirkjusandi.
2. Hægt er að fá reglugerðina senda. Hafið samband við VÍB í síma 560-8900.
3. Hægt er að fletta upp á reglugerðinni á vefnum, slóð www.vib.is,
undir lífeyrismálum.
Sjóöfélagar eru hvattir til aö mœta áfundinn.
REKSTRARAÐILI:
Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Kirkjusandi, 155 Reykjavík.
Sími: 560-8900. Veffang: vib.is. Netfang: vib@vib.is
Árni M. Mathiesen,
sjávarútvegsráðherra
Meiri von
um sátt
í sjávar-
útvegi
ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra, segir skýrslu auðlindan-
efndar gefa vonir um meiri sátt um
sjávarútveginn en verið hefur. Þetta
kom fram í ávarpi hans á 22. þingi
Sjómannasambands íslands í gær.
Ami sagði skýrsluna geta markað
upphafið að lyktum þeirra erfiðu
deilna um sjávarútveginn sem ís-
lenskir stjómmálamenn og í raun
þjóðin öll hafi staðið í á undanförnum
árum. „Þetta er mjög mikilvægur
áfangi sem gefur tilefni og tækifæri
til að snúa umræðu um sjávarútvegs-
mál í jákvæðari farveg en hún hefur
verið. Við þurfum að leita leiða til auk-
innar hagkvæmni í greininni og horf-
ast í augu við tækniþróunina og gjör-
breytt skilyrði á fjármagnsmarkaði."
Ami sagði að ef sú von hans að deil-
um um sjávarútvegsstefnuna linnti
gengi eftir, væra viðfangsefni fram-
tíðarinnar þó næg, svo sem nýjungar í
viðskiptaumhverfinu, fjárfestingar,
umhverfismerkingar og menntamál.
„Ég er ekki að biðja um drottins
dýrðar koppalogn í sjávarútvegsum-
ræðunni, hún á alltaf að vera öflug.
En það er komið að því, að við öll beit-
um óskiptum kröftum að þeim málum
sem gera íslenskum sjávarútvegi sem
best kleift að takast á við verkefni
framtíðarinnar.“
Minnkandi vægi sjávar-
útvegsins af hinu góða
Sagði Árni að nú væri mikið rætt
og ritað um hið nýja hagkerfi. I því
byggi fyrirtæki á mikilvægustu auð-
lind íslendinga í framtíðinni, auðnum
sem býr í hugviti og menntun. Hann
sagði að breytingar á vægi sjávarút-
vegs væra af hinu góða og styrktu
undirstöður efnahags landsins. „En
þrátt fyrir þessar breytingar þá sjá-
um við því miður ekki í fyrirsjáanlegri
framtíð að hlutfall hans fari hratt
minnkandi hvað varðar gjaldeyrisöfl-
un íyrir þjóðarbúið. Grandvallaratriði
er því áfram að sjávarútvegur sé sem
arðbærastur. Og þótt hlutur hans
minnki hlutfallslega, verður hann eft-
ir sem áður mjög mikilvægur og þarf
að búa við góð skilyrði og skila okkur
miklu,“ sagði ráðherrann.
Bætur til innfjarðar-
rækjubáta
Verður metið
ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra, segir að meta þurfi hvort
úthlutað verði bótum til innfjarðar-
rækjubáta á Norðurlandi en eins og
greint var frá í Morgunblaðinu í gær
hefur Hafrannsóknastofnunin lagt
til að ekki verði stundaðar neinar
rækjuveiðar á Húnaflóa, Skagafirði,
Skjálfanda og Öxarfirði í vetur, m.a.
vegna mikillar fiskgengdar á svæð-
inu. Árni segir að ekki komi þó til
úthlutunar bóta á yfirstandandi
fiskveiðiári. „Við höfum unnið eftir
ákveðinni vinnureglu hvað þetta
varðar og hef ekki borið hana saman
við stöðu umræddra báta. Það verð-
ur gert þegar úthlutað verður fyrá-
næsta fiskveiðiár. Inníjarðarbátar
hafa fengið bætur vegna skerðingar
í innfjarðarrækju, til að mynda bát-
ar í Húnaflóa sem fengu bætur á
þessu fiskveiðiári," segir Ámi.
Heimsendir gíróseðlar -
greiöslukortaþjónusta
S: 535 1823/535 1825
Happdrætti
HJARTAVERNDAR