Morgunblaðið - 19.10.2000, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sólstafur
vorsins
BOKMENNTIR
Skáldsaga
UM LOFTIN BLÁ
Höfundur: Sigurður Thorlacius.
Myndskreyting: Erla Sigurðardótt-
ir. Hönnun: Árni Pétursson, Odda
hf. Prentvinnsla: Oddi hf. Út-
gefandi: Islendingasagnaútgáfan /
Muninn bókaútgáfa 2000.
UPPHAFSORÐ bókar: „Loks-
ins, eftir langan og dimman vetur,
var komið vor, vor í lofti og sjó, vor
í rótum og sprotum, vor í huga og
hjarta" bjóða lesanda inn í morgun-
ljómann, umvefjandi — hlýjan;
bjóða að fótskör þess sem situr
með strenghörpu lífsins og leikur,
svo að himinn og jörð eignast takt í
gleðidansi. Já, það er hrifnæm sál,
er réttir þér hér hönd, leiðir þig um
lífsins höll — bendir þér á undrin
mörg — fræðandi, manandi til
skoðunar, eins og orðin séu slegin
til hljóms við undirtón stefsins:
Skoðaðu með mér dýrðina alla!
Sögusviðið er litað af æskuslóð
höfundar, þar sem úthafsaldan hjal-
ar við standberg landsins, eða þá
þau takast á. Lífríki fjörunnar er
lýst, flögrað um hólma og sker und-
ir leiðsögn kollu og blika, og les-
andinn skynjar náttúrufræðina á
nýjan, ferskan hátt. Hann kynnist
far- og staðfuglum, kynnist lifnað-
arháttum þeirra, baráttunni til lífs.
Já, hér er ekki aðeins blíðustrokum
lífsins lýst, heldur bent á hremm-
ingarnar líka, bent á, að eins og
fuglinn nærist á svifi og skel, kvisti
og laufi, eins nærast önnur dýr á
þeim sjálfum, selur, refur og rán-
fuglar loftsins, nú ekki er mann-
skepnunni gleymt. Náttúruöflin
reiða líka hramm í æstri öldu, eða
byrgja skjá og nísta að beini með
ísnálum vetrar. Líf og dauði takast
á. Að ná sáttum við þá staðreynd er
lífsspeki þroskans.
Eins og áður segú- lætur höfund-
ur sögu kollu og blika spinna þráð-
inn, stundum annað fiðurfé, en með
því að færa hugsanir þeirra, kennd-
ir og þrár í spariföt mennskra orða
dylst ekki, að höfundur stendur við
kennarapúltið á tali við nemendur
um undrið sem við köllum líf, oft
mjög nærgöngull, leikur sér með
orð og dæmisögur, t.d. í frásögninni
um svartbakinn, fuglavininn mikla!
í sparifötum orða, sagði eg.
Lestu upphátt og hlustaðu: „í
Hvaley, þar sem reyrgresið angar
og gleym-mér-ei-ar festast við
buxnaskálmar og pilsfalda lítilla
vegfarenda. í Hvaley, þar sem
lundinn flýgur við snasir og krían
hamast gargandi á eftir kjóum og
hröfnum. I Hvaley, þar sem tága-
mura og blálilja vefja sig í silfur-
gi-áum, gylltum og heiðbláum
breiðum um malarkamba og fjöru-
sand. I Hvaley, þar sem veiðibjall-
an svífur á þöndum vængjum yfír
kletta og víkur, en óðinshaninn
snýst og dansar við sefgræna tjarn-
arbakka. I Hvaley, þar sem móðir
náttúra heldur stórfenglega hátíð
skaparanum til dýrðar og býður
litlum börnum' að skoða viðhafnar-
búning lífsins á björtum vordegi."
Svo tala aðeins skáld, sem kunna
mál og stíl. Vel sé því þeim er færa
okkur söguna nú, því hinar prent-
anirnar tvær eru löngu horfnar af
söluborðum.
Dóttir höfundar minnist föður og
sonar í formála, segir fjölskylduna
helga útgáfuna minning þeirra, fag-
urkeranna beggja, og getur þess,
að til verksins hafi BSRB lagt
skerf til minningar um Sigurð,
fyrsta formann sinn.
Víst var við hæfí að fela listakon-
unni Erlu skreyting bókar. Myndir
hennar bera að auga fegurð og
hlýju vorsins, eru sannkallað bók-
arskraut.
Prentvillur sárafáar, meinlausar.
Hönnun og prentverk allt lofa
meistarann.
Þökk og aftur þökk fyrir frá-
bæra, kærkomna bók.
Sig. Haukur
Við kynnum
La Strada®
fimmtudag
til laugardags
La Strada framleiðir
fatnað fyrir konur
á öllum aldri
á góðu verði,
m.a. gallabuxur,
jakka, pils, buxur,
vesti og skyrtur.
Stœrðir 38-48
15%
kynningar-
afsláltur
Fimmtud.
til laugard
Strandgötu 11,
sími 5651147
Myndlist í Slunkaríki
o g Edinborg
Fyrirlestur
um grafíska
hönnun
ISLUNKARÍKI og í Ed-
inborgarhúsinu á Isa-
firði hefjast Iaugardag-
inn 21. október kl. 16
sýningar á verkum
Högna Sigurþórssonar
og Svisslendingsins Stef-
ans Rohners. Stefan mun
sýna verk sín í Slunka-
ríki en Högni setur upp í
Edinborgarhúsinu.
Stefan Rohner hefur
mikið notað ljósmyndina
í list sinni í gegnum tíð-
ina en ekki verða þó ein-
göngu slík verk á sýning-
unni í Slunkaríki því
hann mun einnig sýna
„Multiple“, það eru
margfolduð þrívíð verk. Högni Sig-
urþórsson nam myndmiðlun við
Listaháskólann í Berlín, HdKB, vet-
urinn 1993-1994. Vorið 1998 út-
skrifaðist hann úr skúlptúrdeild
MHI. Hann var myndmenntakenn-
ari við grunnskóla Önundarfjarðar
1998-2000 og rekur nú fyrirtæki á
sviði grafískrar hönnunar með að-
setur á Flateyri.
Sýningin hefst kl. 16 og eru allir
velkomnir. Slunkaríki er opið
fímmtudaga til sunnudags kl. 16-
18. Edinborgarhúsið er opið alla
virka daga frá kl. 13-18, sýningam-
ar standa til 12. nóvember.
STEFAN Sagmeister, grafískur
hönnuður frá New York, heldur fyr-
irlestur um verk sín og viðhorf til
grafískrar hönnunar á Kjarvalsstöð-
um föstudaginn 20. október kl. 13.30. !
Hann kemur til landsins í boði FÍT,
Félags íslenskra teiknara, og Form 1
ísland, sem nú gengst fyrir hönnun- *
arsýningunni Mót á Kjarvalsstöðum.
„Stefan Sagmeister hefur farið
óhefðbundna og sérstæða leið graf-
ískrar hönnunar. Hann blandar sam-
an með sérstæðum hætti myndmáli
og táknum austurs og vestur. Ferill
hans spannar vinnu fyrir hljómlista-
menn og hljómsveitir, meðal þeirra
eru Lou Reed, David Byme og Roll- s
ing Stones. Einnig hefur hann unnið |
fyrir bókaútgáfur og stórfyrirtæki *
víðsvegar um heim.
Hann starfaði nokkur ár við hönn-
un í Hong Kong en hefur stærstan
hluta ferils síns unnið í New York.
Um tíma vann hann með Tibor
Kalman. Sagmeister hefur rekið eig-
ið hönnunarfyrirtæki," segir í frétta-
tilkynningu.
Skálholtsútffáfan sendir frá sér fjölda bóka fyrir jólin
Bænabók karla, sögur af
englum og kristin íhugun
í ÁR gefur Skálholtsútgáfan út eftir-
taldar bækur. Barna- og unglinga-
bókina Einn dagur þúsund ár eftir
Elínu Jóhannsdóttur og Brian Pilk-
ington. Þetta er ævintýri um nútíma-
strákinn Snorra, sem fyrir tilviljun
finnur leið til að ferðast fram og aftur
um tímann. Hann eignast vinkonu,
Eddu, frá árinu 1000. Brian Pilking-
ton myndskreytir.
Bænabók karla er skrifuð af 45 ís-
lenskum karlmönnum úr ýmsum
greinum atvinnulífsins. Henni er ætl-
að að veita innsýn í bænalíf karl-
manna á öllum aldri og vera leiðbein-
ing við bænir og hvatning til
bænaiðkunar. Helgi Þorgils Friðjóns-
son; myndlistannaður myndskreytir.
Ákall úr djúpinu - um inntak og
iðkun kristinnar íhugunar er þýdd
bók eftir Wilírid Stinissen. A hrað-
fara öld nútímans þrá margir kyrrð
og frið og að eignast d,júpa reynslu af
Guði. Margt leitandi fólk hefur þann-
ig róið á mið austurlenskra dul-
hyggjufræða. Þessi bók fjallar um
margar hliðar kristinnar íhugunar og
djúphygli. Jón Rafn Jóhannesson
þýddi.
Englar hér, englar þar, englar
allsstaðar er bók með sögum af engl-
um. Uppsgretta bókarinnar er Bibl-
ían sjálf. í þessari bók eru englar
hver öðrum ólíkir. Eitt eiga þeir þó
sameiginlegt, að vera sendiboðar
Guðs, þjónar Guðs. Höfundur bókar-
innar er Bob Hartmann, Hreinn Há-
konarson þýddi en myndskreytingar
eru eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdótt-
ur, myndlistarmann.
Sálmabók bamanna er safn bama-
sálma og söngva til notkunar í
kirkjustarfi, skólastarfi og á heimil-
um. I bókinni eru 150 sálmar og
söngvar. Kynningarsnælda er vænt-
anleg með bókinni.
Fjórtán jólasögur eru valdar og
þýddar af Hreini S. Hákonarsyni.
Hver saga í bókinni dregur fram nýj-
ar og gamlar hliðar á jólunum. Sög-
urnar veita innsýn í heim bama og
unglinga og vekja upp ýmsar spurn-
ingar. Bókin hæfír bömum írá 10 ára
aldri en einnig öllum unnendum
góðra frásagna á jólum.
Lítið kver um kristna trú er eftir
Karl Sigurbjömsson, biskup íslands.
I þessu litla kveri leitast hann við að
varpa ljósi á meginatriði kristinnar
trúar. I bókinni em 50 stuttir kaflar.
Viðfangsefni era meðal annars Faðir
vorið, trúarjátningin og ýmsar hátíðir
kirkjuársins.
Leyndardómur trúarinnar - bók
um altarissakramentið eftir Jakob
Jakob Ágúst
Hjámarsson
Karl
Signrbjörnsson
Ágúst Hjálmarsson prest við Dóm-
kirkjuna í Reykjavík. Gerð er grein
fyrir kvöldmáltíðarsakramentinu á
aðgengilegan hátt, bakgranni þess og
samhengi. Teknir íyrir ritningartext-
ar sem varpa ljósi á það, fjallar um
trúarlega túlkun kirkjunnar á því,
hvemig kirkjan umgengst það og
hvaða gagnsemd er að því. Þessi bók
er skrifuð með almenning í huga.
Við tvö - um hjónaband og sambúð
er eftir Benedikt Jóhannsson sál-
fræðing. Hér ritar Benedikt um sam-
skipti nútíðarsambúðarfólks. Bent er
á leiðir til að standa vörð um hjóna-
bandið og heimilislífið. Fjallað um
væntingar og tálsýnir, tjáskipti og
tengsl og bent á leiðir fyrir fólk til að
þróa samband sitt í hjónabandi eða
sambúð.
Jesús og bömin og Jesús kyrrir
storminn era harðspjaldabækur fyrir
yngstu bömin, lítríkar og hrífandi.
Sé Drottni dýrð er kórabók fyrir
blandaða kóra í útgáfuröðinni
Söngvasveigur og inniheldur hún 60
kirkjuleg aðventu- og jólalög.
Söngvasveigur er nótnabókaútgáfa
íyrir barnakóra, kvennakóra og
blandaða kóra.
Safndiskur með lofgjörðaitónlist
sem nefnist Drottinn er minn hirðir
kemur út íyi-ir jól. Flytjandi er Þor-
valdur Halldórsson ásamt hljóðfæra-
leikurum.
Elín Jóhannsdóttir og Karl Sigur-
björnsson skrifuðu litla bók fyrir
böm um bænina Faðir vor en Halla
Sólveig Þorgeirsdóttir myndskreytti.
Elín semur einnig aðventudagatal
fyrir leikskóla sem nefnist Litli pabbi
og stóri pabbi, en slíkt efni gefur
Skálholtsútgáfan út árlega og dreifír
til leikskóla í landinu. Myndskreyt-
ingar efnisins era gerðar af Ólöfu
Kjaran Rnudsen.
Barnaefni fyrir sunnudagaskóla,
starf með 7-9 ára börnum og 10-12
ára bömum kom út í haust. Elín Jó-
hannsdóttir samdi efnið en fimm ís-
lenskir myndlistarmenn mynd-
skreyttu nýja biblíumyndaseríu, alls
30 biblíumyndir sem bömin fá í hend-
ur í samverum vetrarins og safna í
sérstaka bók. Myndlistarmennimir
era þau Brian Pilkington, Búi Krist-
jánsson, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir,
Soffía Sæmundsdóttir, Signín Eld;
jám og Ólöf Kjaran Knudsen. I
tengslum við staif með 10-12 ára
bömum og fyrir fermingarstarf var
gefíð út spil sem nefnist Hvar í ver-
öldinni - Spil um stelpur og stráka í
ríkum löndum og fátækum eftir Önnu
Ólafsdóttur fræðslufulltrúa Hjálpar-
starfs kirkjunnar. Einnig er væntan-
leg föndurbók sem nefnist Klippt og
skorið sem hugsuð er til notkunar í
kirkjustarfi með bömum. Vigdís Stef-
ánsdóttir tók bókina saman.
Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur
fatlaðra, hefur útbúið hefti með efni
og kennsluleiðbeiningum auk verk-
efnabókai- fyrir fermingarfræðslu
þroskaheftra barna. Nefnist efnið
Jesús er vinur minn. Væntanleg er
einnig bók um kærleiksþjónustu
kirkjunnar. Kirkjuheimsóknarefni
sem nefnist Klettamir í Kirkjuvík
kom út fyiT á árinu. Um er að ræða
plakatsýningu sem Brian Pilkington
teiknaði og fylgir með saga sem gefur
skólabömum innsýn í íslandssögu
1000 ára kristni. Elín Jóhannsdóttir
samdi söguna og kennsluefni sem
fylgir með í kennarahefti.
Fyrir jól kemur út að nýju Bókin
um englana eftir Karl Sigurbjöms-
son, biskup, en bókin hefur verið ófá-
anlegumtíma.
14. bókin í Ritröð Guðfræðistofn-
unar Háskóla íslands - Studia Theo-
logica Islandica - inniheldur ýmsar
greinar. Þar má nefna þætti um séra
Valdimar Briem, grein um konumar í
Gamla testamentinu, um stjórnmála-
viðhorf biskupasagna og Sturlungu,
um Invocavit prédikanir Lúthers og
viðhorf hans til breytinga innan
Idrkjunnar, grein um Friðþæginguna
fyrir syndú manna - hvað merkir
það; grein um persónu Jesú í Tómas-
arguðspjalli, grein um Saltarann og
helgihaldið, og ritgerð um stofnun
Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík og
kirkjumálin í upphafi aldarinnar.
w