Morgunblaðið - 19.10.2000, Page 37

Morgunblaðið - 19.10.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 37 LISTIR Auður Sigríður Jónsdóttir Halldórsdóttir Árni Sveinn Bergmann -Einarsson Bókaútgáfan Hólar Nærmynd af Nóbelskáldi og fleiri bækur BÓKAÚTGÁFAN Hólar sendir frá sér tíu bækur á þessu hausti. Nærmynd af Nóbelskáldi nefnist bók um Halldór Kiljan Laxness í augum samtímamanna. Fjölmargir einstaklingar rifja þar upp kynni sín af Halldóri, þeirra á meðal börn hans María, Einar og Sigríður. Af öðrum sögumönnum má nefna Jón Gunnar Ottósson, Magnús Magnússon, Árna Bergmann, Svein Einarsson, Matthías Johannessen, Jón á Reykjum, Gunnar Eyjólfsson. Þættirnir eru ýmist frumsamdir af sögumönnum sjálfum eða skrifaðir sem viðtöl af Guðrúnu Guðlaugsdótt- ur, Valgeiri Sigurðssyni, Ingu Huld Hákonardóttur, Vilborgu Auði ís- leifsdóttur, Sigurði Á. Friðþjófssyni, Kristjáni Guðlaugssyni og Auði Jónsdóttur, barnabarni Nóbel- skáldsins. Jón Hjaltason sagnfræð- ingur ritstýrir. í órólegum takti, skáldsaga Guð- rúnar Guðlaugsdóttur. Þetta er nú- tímasaga um ástir og örlög sem spinnast af komu kúrdísks flótta- manns til íslands. Barna- og unglingabækur Hóla eru þrjár að þessu sinni; Bestu barnabrandararnir og Spurninga- bókin og gamla ævintýrið um Búkollu er myndskreytt í nýjum búningi Kristins G. Jóhannssonar myndlistarmanns. Rauðu djöflamir eru bók um þekkta knattspyrnumenn í sögu Ma- nchester United eftir Agnar Frey Helgason og Guðjón Inga Eiríksson. Stoke City í máli og myndum eftir Guðjón Inga Eiríksson. Kæri kjósandi er framhald gam- ansagnaútgáfu Hóla. Gamansögur af íslenskum al- þingismönnum. Ritstjórar eru Guð- jón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason. Undir bláhimni er úrval skag- firskra ljóða sem Bjarni Stefán Kon- ráðsson hefur tekið saman. Minningar úr Menntaskólanum á Akureyri er rit, á sjötta hundrað síð- ur, þar sem 45 gamlir nemendur MA lýsa vist sinni í skólanum. Ritnefnd skipuðu þeir Pétur Halldórsson, Kri- stján Kristjánsson og Jón Hjaltason. Minningar úr Menntaskólanum á Akureyri er gefin út í samvinnu við skólayfirvöld en tilefnið er 120 ára afmæli skólans nú í haust. netJN'rel listen.to/iceblue Missa brevis flutt í Hveragerðiskirkju KIRKJUTÓNLEIKAR verða í Hveragerðiskirkju nk. sunnudag kl. 20. Kh-kjukór Hveragerðis- og Kot- strandarsókna stendur fyrir tónleik- unum. Kórinn hefur undanfarin ár verið að sækja í sig veðrið í flutningi kirkjutónlistar umfram hefðbundinn messu- og athafnasöng undir stjórn Jörg E. Sondermann organista. Fyrirferðarmest á efnisskrá tón- leikanna er haustverkefni kórsins á þessu hátíðarári, „Missa brevis" í F- dúr eftir Josef Haydn og fær hann til liðs við sig strengjasveit og ein- söngvara. Á efnisskrá er að öðru leyti fjöl- breytt kh-kjutónlist, t.a.m. Kirkju- sónata í C-dúr fyrir tvær fiðlur, selló og orgel eftir W.A. Mozart, Nun beut den Flur, aría úr „Sköpuninni" eftir Joseph Haydn, Quia respexit humilitatem, aría úr „Magnificat" eftir J.S. Bach, „Orgelsónata nr. 1 í Es-dúr“ eftir J.S. Bach og fleiri verk sungin og leikin. Einsöngur: Martha R. Halldórsdóttir og Birna Ragnarsdóttir. Orgelleikur: Guðný Einarsdóttir og Jörg E. Sonder- mann. Strengjasveit: Ingrid Karls- dóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Gyða Valtýsdóttir. Maruja Torres hlýtur Plánetuna Barcelona. Morgunblaðið. MARUJA Torres, rithöfundur og blaðamaður, hlaut Plánetuna (Planeta), ein virtustu bókmennta- verðlaun Spánar, á sunnudaginn. Verðlaunin hlaut Torres fyrir nýj- ustu skáldsögu sína, Meðan við lif- um (Mientras vivimos), sem rituð er til minningar um spænsku skáldkonuna Carmen Kurtz sem hlaut Plánetuna árið 1956, en Torr- es er einnig vel kunnur dálkahöf- undur í dagblaðinu E1 País. Meðan við lifum segir frá þrem- ur konum af sinni kynslóðinni hver og er Kurtz fyrirmynd einnar þeirra, Carmenar. Úmfjöllunar- efnið er siðmenning og tíðarandi í aldarlok. Torres var einungis tæpt ár að skrifa bókina en í fyrra gaf hún út minningar sínar frá löngum blaðamannsferli, Kona í stríði, sem vöktu mikla athygli. Hún hefur starfað við E1 País frá árinu 1981. Plánetan hefur verið veitt 49 sinn- um og nema verðlaunin um 22 milljónum króna. Merkjavara og tískufatnaði á 50—80% lægra verði Verðdæmi: ntl áður Kookai DRAGTIR 6.900 +4^55 Obvious JAKKAFÖT 9.500 29^00 SKYRTUR 990 Tark BUXUR 2.900 Levi's PEYSUR 1.900 ^r9tfÖ Diesei GALLABUXUR 3.500 j&SÖÚ DÚNÚLPUR 3.900 Skór HÆLASKÓR frá 990 GRÓFIR frá 1.900 STÍGVÉL frá 2.900 : Nike ÚLPUR 5.900 JPhSÖÖ SKÓR fré 1.900 Adidas SKÓR frá 1.900 . liliiiii ÞOKKUM FRABÆRAR MOTTOKUR OUTLET Diesel Adidas Casall D.C. Everlast Fila Nike Osiris Puma Freshjive Sparks SpíeWak Stussy Levis CK Jeans G-star 4-you Aíl Saints DKNY French- connection Hudson Lloyd Matinique Obvious Parks Paul Smith Van Gils Kookai Morgan InWear Imitz Nice Girl Part II Tark Bronx BullBoxer Roobins Shelly's Vagabond Zinda +++merki fyrir minna+++ Faxafeni 10 OUTLET 10 Opið: mán.-fim. 11.00-18.00 fös. 11.00-19.00 lau. 11.00-17.00 +++merki fyrir minna+++ Faxafeni 10 s. 533 1710 NYTT KORTATIMABIL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.