Morgunblaðið - 19.10.2000, Page 38

Morgunblaðið - 19.10.2000, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Pox'öimíiTaíiiíi STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKILVÆG TENGSL VID VINAMÓÐ í VESTRI KANADA er eitt af næstu nágrannaríkjum íslands þótt fæstir hafi líklega áttað sig á hve nálægðin væri mikil fyrr en Flugleiðir tóku upp beint áætlunar- flug til Halifax á Nova Scotia. Kanada hefur rétt eins og Island verið ein helsta fiskveiðiþjóð Norð- ur-Atlantshafsins þótt hrun fiski- stofna hafi dregið mátt úr kanadísk- um sjávarútvegi og þar búa einnig tugþúsundir manna af íslenskum uppruna, fjölmennustu byggð Is- lendinga utan Islands. Samkvæmt kanadíska manntalinu eru Vestur- Islendingar um sjötíu þúsund og þekktastur þeirra er vafalítið geim- farinn Bjarni Tryggvason. Raunar má rekja sameiginlega sögu þjóðanna þúsund ár aftur í tím- ann þegar Islendingar komu til L’Anse aux Meadows. Þrátt fyrir að margt tengi þjóðirn- ar saman hafa samskipti þeirra hins vegar ekki verið eins mikil og ástæða hefði verið til. Það hefur þó verið að breytast á síðastliðnum ár- um og tengslin verið að eflast á ýms- um sviðum. Það á ekki síst við um hin form- legu tengsl. í síðasta mánuði var til dæmis haldin fjölmenn viðskipta- ráðstefna Islendinga í St. Johns á Nýfundnalandi sem haldin var sam- hliða opinberri heimsókn iðnaðar- og viðskiptaráðherra til Nýfundna- lands og Nova Scotia. Nokkur ís- lensk fyrirtæki starfa nú þegar í Kanada og flest bendir til að við- skipti landanna munihalda áfram að dafna í framtíðinni. Samstarf í sjáv- arútvegi er að aukast og það sama á við um samvinnu í menningarmálum, t.d. kvikmyndagerð. Davíð Oddsson forsætisráðherra hóf í gær opinbera heimsókn sína til Kanada og var m.a. viðstaddur opn- un íslenska bókasafnsins í háskólan- um í Winnipeg auk þess sem hann mun taka þátt í hátíðarhöldum í Gimli til að minnast fyrstu íslensku landnemanna sem settust að við Winnipeg-vatn fyrir 125 árum. Margt hefur verið gert til þess að minnast þess og þegar upp er staðið verða viðburðirnir á árinu um 200 talsins. Tímamót urðu í samskiptum ís- lands og Kanada er Davíð Oddsson tilkynnti við upphaf hátíðarhalda vegna landafundanna í Ameríku í Ottawa fyrr á þessu ári að íslend- ingar myndu opna þar sendiráð á næsta ári. Sagði Jean Chrétien, for- sætisráðherra Kanada, við það til- efni að þetta markaði nýtt upphaf í samskiptum þjóðanna. í ágúst til- kynnti síðan Lloyd Axworthy, utan- ríkisráðherra Kanada, er flutti há- tíðarræðu á íslendingadeginum í Gimli, að ríkisstjórn Kanada myndi opna sendiráð í Reykjavík næsta vor. Sagan og nálægðin tengir Island og Kanada sterkum böndum og það er fagnaðarefni að tengsl ríkjanna skuli vera að eflast með þeim hætti sem raun ber vitni. UMBOÐSMAÐUR ALDRAÐRA REYNSLAN af embættum um- boðsmanns Alþingis og umboðs- manns barna er góð. Þar eru til stað- ar embætti sem hinn almenni borgari getur snúið sér til með margvísleg málefni sem varða sam- skipti hans við stjórnvöld. Umboðs- menn hafa haft margvísleg áhrif á gang mála og þau hafa verið jákvæð. Nú hefur Guðmundur Hallvarðs- son alþingismaður flutt þingsálykt- unartillögu á Alþingi ásamt sex öðr- um þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins þar sem lagt er til að sett verði á stofn embætti umboðsmanns aldr- aðra sem sinni gæzlu hagsmuna og réttinda aldraðra. Þetta er skynsamleg og tímabær tillaga. Hlutfall aldraðra af heild- aríbúafjölda landsins fer vaxandi. Þjóðfélagsumræður einkennast í auknum mæli af umfjöllun um mál- efni aldraðra. Þar ber kjaramál þeirra hátt þessa dagana en einnig skiptir miklu máli, að búa í haginn fyrir aldraða að öðru leyti bæði varðandi heilbrigðis- þjónustu og húsnæðismál. Þá bryddir nú á umræðum um, að sú regla, sem lengi hefur verið í gildi að fólk ljúki starfsævi sinni um sjö- tugt, eigi ekki lengur við. Fólk á þessum aldri sé nú við mun betri heilsu en áður og engin ástæða til að dæma það út af vinnumarkaðnum á forsendum liðins tíma. Umræður um þetta mál eiga vafalaust eftir að auk- ast og þá jafnframt hvaða hlutverki eðlilegt sé, að þeir sem komnir eru yfir sjötugt gegni í atvinnulífinu. A næstu árum mun ekki draga úr umræðum um málefni aldraðra. Þvert á móti munu þær aukast. Ljóst er að margir í hópi aldraðra telja sig búa við skertan hag og að þeim gangi illa að leita réttar síns. í þessu ljósi er skynsamlegt að setja á stofn umboðsmann aldraðra eins og Guðmundur Hallvarðsson og fleiri þingmenn hafa lagt til. Þess vegna er þess að vænta, að tillagan hljóti góðar undirtektir á Alþingi. FORVARNARSTARF í HEILBRIGÐISMÁLUM NÚ ER stóraukin áherzla lögð á forvarnarstarf í heilbrigðismál- um. I fyrradag var kynnt átak á veg- um Félags sérfræðinga í meltingar- sjúkdómum til þess að auka vitneskju um svonefnt vélindabak- flæði sem talið er að 22% íslendinga eigi við að stríða í einhverjum mæli. Fyrir rúmri viku var kynnt átak á vegum Geðhjálpar, landlæknisemb- ættis og geðsviðs Landspítala - há- skólasjúkrahúss til þess að efla geð- rækt og vinna gegn fordómum í garð geðsjúkra. Löng hefð er fyrir slíku starfi hér, m.a. vegna berklaveiki, gigtarsjúk- dóma, hjartaverndar og krabba- meinssjúkdóma. Forvarnarstarf á öllum sviðum heilbrigðismála þarf að stórauka. Þeim fjármunum, sem til þess ganga, er vel varið. SAGNFRÆÐISTOFNUN Háskóla íslands býður árlega merkum erlend- um sagnfræðingi til landsins til að halda fyr- irlestur og að þessu sinni varð norski sagnfræðingurinn Sólvi Sogner fyrir valinu. Sogner varð lektor við sagnfræðideild Ósló- arháskóla 1975, lauk doktorsprófi 1976, og hefur verið prófessor frá 1988. Sogner hefur öðru fremur ein- beitt sér að rannsóknum á fjöl- skyldusögu, sögulegri lýðfræði og réttarfarssögu 17. og 18. aldar. I erindi sínu hér á landi fjallaði hún um þróun hjúskapar og ann- arra sambúðarforma í Noregi allt frá siðbreytingu til dagsins í dag. Hún rakti hvernig hjúskaparstofn- unin mótaðist fyrir tilverknað ííkis- valds og kirkju og að hvaða marki almenningur hegðaði sér eftir eða vék frá þeim lagaformum sem um stofnunina giltu. í þessu skyni studdist hún einkum við rannsókn á einu norsku byggðarlagi á 18. og 19. öld. Einnig rakti Sogner hversu mjög óvígð sambúð hefur rutt sér til rúms á Norðurlöndum á allra síð- ustu áratugum og reifaði þá spurn- ingu hvort rannsókn á fortíðinni geti stuðlað að skilningi á þessari þróun mála í samtíma okkar. Læknisdóttir úr Þrándheimi „Eg er fædd í Þrándheimi í Nor- egi árið 1932, þar sem faðir minn var læknir, og ég ólst upp á norð- vesturhorni landsins. Eftir skyldu- nám og framhaldsskóla lærði ég í Ósló, því á þeim tíma var bara einn háskóli í Noregi. Eg las sagnfræði og ætlaði mér að verða framhalds- skólakennari," segir Sogner, að- spurð um uppruna sinn og æviferil. „Það var mikið skref að leggja í há- skólanám, því yfirleitt fóru stúlkur á þeim árum í kennara- eða verslun- arskóla," bætir hún við. En þetta gerði hún. Eftir eitt ár sem framhaldsskóla- kennari í Tromsp dró ástin hana til Óslóar og þar tók hún að starfa hjá norsku byggðasögustofnuninni (Norsk lokalhistorisk institutt (NLI)), sem þá var nýstofnuð (1955). En NLI er opinber stofnun, undir menningarmálaráðuneytinu, og hefur sem verkefni að efla sagn- fræðirannsóknir í Noregi, bæði staðbundnar og svæðisbundnar, og miðla niðurstöðum þeirra. „Það má kannski segja, að áhugi minn fyrir alþýðunni og öllu sem henni viðkemur hafi vaknað þarna,“ segir hún. „Hjá norsku byggða- sögustofnuninni kynntist ég af eigin raun og í návígi ýmsum frumgögn- um sem lutu að sögu alþýðufólksins, s.s. ýmsum gömlum handritum. Og þar með kynntist ég sögunni á allt annan máta en áður hafði verið, komst mun nær hinum venjulega einstaklingi. Og ég fann, að þetta átti betur við mig en það að rann- saka kónga og annað fyrirfólk, ríkjamyndanir eða styrjaldir." Frönsk opinberun Arið 1960 var heimsþing sagn- fræðinga haldið í Stokkhólmi og á meðal ræðumanna var franski sagn- og lýðfræðingurinn Louis Henry. En lýðfræði fæst við rann- sóknir á mannfjölda og samsetn- ingu hans. Og þarna var Sogner mætt, þá nýlega gengin í hjóna- band, 28 ára að aldri, og sat ásamt fleirum í hljóðri lotningu undir því, sem Fransmaðurinn hafði að segja og fjallaði um nýja og byltingar- kennda aðferð við að rannsaka kirkjubækur og manntöl í þágu lýð- fræðinnar. Og þama tók fræði- mannshjarta hennar að slá fyrir al- vöru, enda var þetta eitthvað sem hafði með almenning að gera. „I samstarfi við byggðasagnfræð- ing og skjalavörð hafði Louis Henry tekist, með því að beita hinni nýju tækni, að ná enn meiri upplýsingum út úr þessum gömlu heimildum en áður hafði verið unnt, eins og t.a.m. um ungbarnadauða, tíðni giftinga, um aidur þeirra sem gengu í hjóna- band, um fjölda þeirra ekkna sem giftust aftur, um barneignir í hjóna- bandi og utan þess o.s.frv.," segir Sogner. „Þarna varð mér að fullu ljóst, að ekkert var því til fyrirstöðu að sagn- fræðin hefði með venjulegt fólk að gera. Um líf þess og dauða, gleði og sorgir. Og það kviknaði hreinlega í FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 39 Rannsakar h vundagshetj - ur fyrri alda Súlvi Sogner er norsk kona, prófessor í sagnfræði við Oslóar- háskóla og einn þekktasti sagnfræðingur á Norðurlöndum. I lok síðustu viku hélt hún fyrirlestur hér á landi um þróun hjúskapar og annarra sambúðarforma í Noregi, allt frá siðbreytingu til dagsins í dag. Sigurður Ægisson hlýddi á mál hennar og langaði að því búnu að fræðast örlítið nánar um þessa geðþekku konu, sem hefur alla tíð látið sér annt um að kynna almenningi niður- stöður sagnfræðirannsókna í töluðu og rituðu máli og hlotið verðlaun fyrir. Morgunblaðið/Golli Selvi Sogner er prófessor í sagnfræði við Óslóarháskóla og einn þekktasti sagnfræðingur á Norðurlöndum. Aðaláhugasvið hennar er alþýðan fyrr á öldum. mér við þessa staðfestingu. Frá þeirri stundu hef ég einbeitt mér að rannsóknum af þessum toga.“ Einstæð móðir Á næstu árum eignaðist Sogner þrjú böm, en missti eitt þeirra. Þau hjónin skildu og nú var hún orðin einstæð móðir. Hún sótti hvað eftir annað um styrk til Rannsóknaráðs Noregs í almennum vísindum (NAVF, stofn- að 1949; undanfari Norska rann- sóknaráðsins, NFR, sem tók við af öllum fimm rannsóknaráðum Nor- egs 1993), því hana langaði að hefja rannsóknir á umræddu áhugasviði sínu. En henni var synjað allt til ársins 1970, að hún fékk loks já- kvætt svar, þá orðin 38 ára gömul. Rannsókn hennar, sem nú gat haf- ist, miðaði að því að skoða líf og kjör fólks í Austur-Noregi á 18. öld. „Ég hafði mjög gaman af þessu, þótt aðstæður hefðu getað verið betri. Þegar ég hóf rannsóknina voru börnin mín sex og átta ára, og það var stundum erfitt að koma þessu öllu heim og saman. En ég lærði fljótlega að skipuleggja tíma minn. Eg var áskrifandi að dagblaði um þær mundir en las það sjaldnast vegna anna,“ segir hún. En þótt Sogner hafi ekki náð að fylgjast með öllu sem gerðist á þeim árum, aflaði hún sér þess í stað mikillar vitneskju um land sitt fyrr á tíð, einkanlega í Rendalenprestakalli. Hún vissi nákvæmlega hver giftist þar hverjum, hver aldrei giftist, hver eignaðist barn utan hjóna- bands, eða hversu margir fluttust í burtu eða dóu þar á árabilinu 1733 til 1828. Afraksturinn varð að doktorsrit- gerð, „Folkevekst og flytting. En historisk-demografisk studie i 1700- árenes 0st-Norge“, sem út kom 1979 og telst vera brautiyðjanda- verk í norskri fólksfjöldasögu. „Það er ólíku saman að jafna, þeirri aðstöðu sem ég hafði þá og nú. Allar tölulegar upplýsingar varð ég að rita ég á spjöld og geyma í skókössum. I dag get ég, með því að ýta á einn takka á lyklaborði tölv- unnar minnar, fengið að vita að gift- ingar hafi verið 3500 talsins og um 10 þúsund á árabilinu 1733-1900,“ segir hún og brosir. Forfeðurnir engir sóðar En skyldi eitthvað hafa komið á óvart í þessari viðamiklu rannsókn á högum fólks í Austur-Noregi fyrr á tíð? „Já, já. Eitt var það, að munur var töluverður á milli hinna ein- stöku byggða. I Rendalen var dán- artíðni t.d. ákaflega lág, miðað við aðra staði og með því að skoða gögn frá héraðslæknum komst ég að því hver ástæðan var. Hreinlætið þar var einfaldlega svo mikið, að undr- un sætir. Það er ekki fyrr en upp úr 1920, að finna má jafn lága dánar- tíðni annars staðar í Noregi. Að vita þetta er mikilvægt, eins og gefur að skilja. Á þessum tíma voru engin sýklalyf til, og það gerir málið enn eftirtektarverðara. Margir halda, að forfeðurnir hafi verið sóðar upp til hópa, en þessi uppgötvun gengur þvert á slíkar raddir." Ber virðingu fyrir hugsun gamla tímans Solvi Sogner hefur verið mjög mikilvirk á fræðasviði sínu. Á níunda áratugnum gaf hún sig sér- staklega að rannsóknum á hjúskap og barneignum kvenna í hjónabandi og utan. Má þar nefna tvær bækur sem hún ritstýrði (með öðrum), „Marriage and Remamage in Populations of the Past“ (1981) og „Bot eller bryllup. Ugifte mpdre og gravide bruder i det gamle sam- funnet“ (1981). Undangenginn ára- tug hefur hún m.a. fengist við rann- sóknir á kynjasögu og réttar- farssögu; um þetta vitna m.a. þrjár bækur sem hún hefur ritstýrt (með öðrum), „Women’s Position and Demographic Change" (1993), „Med kjonnsperspektiv pá norsk historie" (1999) og „People meet the law“ (2000). Þá hefur Sogner lengi gegnt forystuhlutverki í alþjóða- nefnd fyrir sögulega lýðfræði og var um langt árabil formaður í stjórn norsku byggðasögustofnunarinnar. Hvað með hjónabandið eða önnur sambúðarform? Var þeim málum öðruvísi háttað þá en núna? „Eftir að hafa kynnst sögu þessa fólks get ég ekki annað en borið virðingu fyrir hugsanagangi þess, í sambandi við þá hluti,“ segir hún, eftir andartaks umhugsun. „Það er eins með það og hitt, sem ég nefndi áður, um fordóma gagnvart því sem áður var, að margir halda að for- feðurnir hafi verið siðlausir með eindæmum, ekki verið komnir á stig nútímamannsins hvað það varðar. Og svo hafi kirkjan verið dæmandi mann og annan fyrir allt það sem af- laga fór. En dæmin sanna að þessu var alls ekki svona farið. Ég tel raunar, að það fólk sem uppi var á þeim tíma hafi í ýmsu staðið okkur framar, og þá m.a. varðandi þessi málefni. Ég held að þetta hafi gengið fyrir sig á þann máta, að í upphafi hafi farið af stað einhvers konar leitun- ar- eða könnunarferli, þar sem aðil- ar svipuðust um eftir hugsanlegum maka, og ef það gekk eftir var kom- ið að næsta skrefi. En parið bjó þó ekki saman á þessu stigi málsins, heldur vai’ opinberlega trúlofað og þess vegna lögðu kirkjan og samfé- lagið blessun sína yfir þetta. Svo gerðist það kannski að stúlkan varð ófrísk, og á sama tíma áttaði parið sig á því að sambandið gengi ekki upp. Eða þá að barnsfaðirinn dó. Tölur um óskilgetin börn frá þess- um tíma eru að sönnu háar, en þær eru ekki eingöngu tilkomnar vegna almenns lauslætis eða framhjá- halds, heldur þessara aðstæðna, sem upp gátu komið. Að parið bjó ekki saman, fyrst eftir að það hafði kynnst, held ég að sé tilkomið vegna fjárhagslegra þátta; sá nauðsynlegi grundvöllur var einfaldlega ekki fyrir hendi á þessu stigi. Parið var það ungt, eins og sést á tölulegum upplýsingum úr heimildunum, og varð að bíða með slíkar framkvæmdir í mörg ár.“ Óvígð sambúð Nú virðist óvígð sambúð algeng- ari á Norðurlöndum en annars stað- ar í heiminum. Getur verið að hún eigi sér rætur í því fyrirkomulagi, semým varst að lýsa? „Eg held að það liggi miklu frem- ur í því, að upp úr þessu tóku konur að öðlast meiri réttindi og verða sjálfstæðari á ýmsan hátt. Hvað snertir vinnu og menntun gengu synirnir fyrir, en eftir að dæturnar fóru í auknum mæli að eiga þess kost afla sér menntunar voru þær ekki lengur háðar því að laga sig að einhverjum karlmönnum sér til lífsviðurværis, urðu fjárhagslega sjálfstæðar og höfðu um flemi kosti að velja.“ Telurðu að Jjetta hafi verið eitt- hvað svipað á Islandi? „Já, það held ég, og raunar á öðr- um Norðurlöndum einnig. Þau hafa alltaf verið um svo margt lík. Reglur vora hins vegar afar strang- ar á Islandi í kringum 1800 um flest sem tengdist hjúskap, s.s. aldur þeirra sem májtu ganga í hjóna- band o.s.frv. Á íslandi vora leyfileg aldursmörk töluvert hærri en í Finnlandi t.a.m., sem virðist hafa gert það að verkum, að á Islandi vora tiltölulega fáir í hjónabandi og margir í óvígðri sambúð, en í Finn- landi öfugt. Svíþjóð, Noregur og Danmörk era einhvers staðar þar á milli. Annars er býsna margt sem við ekki enn vitum í sambandi við gamla tímann, svo ekki er víst að þetta hafi verið algilt.“ Krónprinsinn og þj ónustustúlkan I sumar kom Hákon, ríkiserfingi Noregs, fram opinberlega og skýrði frá því að hann ætti í ástarsambandi við 26 ára gamla einstæða móður, Mette-Marit Tjessem Hoiby, sem væri í mannfræðinámi og í hluta- starfi sem þjónn. Þetta hefði staðið yfir í hálft ár en þau væru ekki enn trúlofuð, heldur þyrftu meiri tíma til að þróa sambandið. Er þetta ekki afsprengi gamla tímans og hugsun- arinnar sem þá ríkti, og sem ein- kenndist af ákveðnu frelsi og víðsýni í þessum efnum? „Éf krónprinsinn hefði verið uppi á dögum Kristjáns 4. (1577-1648), hefði ekki þótt tíðindum sæta að hann tæki sér ástkonu," segir Sogn- er. „Konungarnir gátu þetta og máttu. En það hefði samt orðið að vera fyrir luktum dyrum, ef svo má að orði komast; orðið að vera meira í leynum. Það, að Hákon getur þetta núna, er einfaldlega vegna þess, að samfélagið er orðið eins og það er, mun opnara og frjálsara en nokk- urn tíma áður og hann er, þrátt fyr- ir að tilheyra konungsfjölskyldu, ósköp venjulegur, ungur og hugs- andi maður, sem vill ákveðna hluti og lætur þá eftir sér. Það er vissu- lega umhugsunarefni að þetta skuli vera að gerast. Mér finnst hann sterkur persónuleiki og mjög hug- aður, þótt í raun og vera sé mjög ósanngjarnt að gera aðrar kröfur til hans en annarra manna á hans reki. Norska kirkjan er varkár í yfirlýs- ingum sínum, enda er málið við- kvæmt og eldfimt, en ég held að meirihluti norsku þjóðarinnar styðji Hákon og Mette-Marit í bar- áttu þeirra,“ segir þessi læknisdótt- ir að endingu, með glampa í augum og ekki er laust við að stolts gæti í rödd hennar í sambandi við ákvörð- un hins unga ríkiserfingja þjóð- lands hennar. Neikvæðar umræður um samruna Landsbanka og Búnaðarbanka ekki á rökum reistar Mikils árangurs að vænta af samruna Búnaðarbankinn og Landsbankinn hafa staðið fyrir mikilli breytingu í bankastarf- semi að undanförnu. Hafa þeir aukið um- svif sín, bætt tekjumyndun og hagrætt í rekstri. Þetta kemur fram í samtali Grétars J. Guðmundssonar við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans. IUMRÆÐUM um væntanlegar við- ræður um sam- rana Landsbanka ísknds og Búnað- arbanka íslands undan- farna daga hafa þær raddir verið áberandi sem segja að ekki sé að vænta nægilegrar hagræðingar af samrana þessara tveggja ríldsbanka vegna meirihluta eigu ííkisins. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbank- ans, segir að þessi um- ræða sé ekki á rökum reist. Bankarnir hafi báð- ir verið reknir eftir eðli- legum viðskiptalegum sjónarmiðum í mörg ár og sérstaklega eftir að þeir voru skráðir á Verðbréfa- þingi íslands í október 1998. „Landsbankinn og Búnaðarbankinn era nú tvö af öflugustu og fjöl- mennustu almennings- hlutafélögum í landinu," segir Hall- dór. „Þeir hafa báðir náð veralegum árangri á undanfömum tveimur ár- um með auknum umsvifum, betri þjónustu og bættri tekjumyndun samfara hagræðingu í rekstri. Því er mikils árangurs að vænta af sam- rana þeirra." Rangt að bankarnir geti ekki náð fram hagræðingu með sameiningu Halldór segir að allir hluthafar bankanna hafi nálgast þá út frá sömu hagsmunum, þ.e. með það að markmiði að auka arðsemi bank- anna, en það sé ekki gert nema með framúrskarandi þjónustu við við- skiptavini og mjög góðu starfsfólki. Þannig fari hagsmunir hluthafa, við- skiptavina og starfsfólks saman þeg- ar til lengri tíma er litið. „Það er einfaldlega rangt þegar verið er að gefa í skyn að bankarnir geti ekki náð fram hagræðingu með sameiningu vegna eignaraðildar rík- isins,“ segir Halldór. „Bæði Lands- bankinn og Búnaðarbankinn hafa staðið fyrir mikilli umbreytingu í bankastarfsemi. Búnaðarbankinn hefur bætt við þjónustuþáttum og náð mjög góðum árangri í verð- bréfaviðskiptum, sjóðarekstri og margháttuðum öðrum rekstri og boðið fram nýjar vörar og þjónustu. Landsbankinn hefur með sama hætti gjörbreytt þjónustuframboði bankans á síðustu tveimur áram. Þar hefur verið bætt við framtaks- fjáimögnun, alþjóðlegum sjóða- rekstri á Gurnsey, sérbankaþjón- ustu, fjármálaráðgjöf og heimilis- lánum og samþætt heimilislán og söfnunartryggingar. í því sambandi hefur Landsbankinn verið fram- kvöðull í verðbréfum hér á landi. Þá era báðir bankarnir að byggja upp erlendar starfsstöðvar til að styrkja alþjóðlega banka- og verðbréfaþjón- ustu þeirra." Að sögn Halldórs hefur veraleg- um árangri verið náð í hagræðingu innan Landsbankans. Bankanum hafi verið sett mjög skýr markmið þegar hann hafi verið skráður á Morgunblaðið/Golli Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka íslands. Verðbréfaþinginu haustið 1998. Grandvallarþáttur í rekstri bankans hafi verið að ná fram settum mark- miðum um arðsemi, kostnaðarhlut- fall, CAD-hlutfall, arðgreiðslur og vöxt heildareigna, sem eigi sér stoð í upphaflegri útboðslýsingu bankans. Full samstaða hafi verið milli ríkis- ins, sem hluthafa, og bankaráðsins um þau fjárhagslegu markmið sem sett vora fram í útboðslýsingunni haustið 1998. „Pólitísk íhlutun hefur þai-na ekki komið til. Ríkið, sem einn hluthafa, á sömu hagsmuna að gæta og aðrir hluthafar um að markmið- um bankans sé náð. Sú framsetning, sem heyrst hefur, að ríkið sé „með puttana í hlutunum," er því röng.“ Verulegum rekstarárangri hefur verið náð Halldór segir að Landsbankinn hafi sumarið 1999 sett af stað mjög viðamikið þjónustuverkefni innan bankans til að innleiða altæka árangursstjómun. Ráðgjöf og eftir- fylgni með verkefninu sé í höndum erlendra sérfræðinga frá Royal Bank og Scotland, eins best rekna banka í Evrópu. Hann segir að óhætt sé að fullyrða að bankinn sé kominn hvað lengst meðal íyrir- tækja hér á landi í slíkum vinnu- brögðum. Árangursmarkmið á öll- um sviðum og deildum séu sett með tilliti til þess virðisauka sem viðkom- andi störf séu að skila bankanum í heild. Þetta muni skila sér í enn betri þjónustu við viðskiptavini. „Rekstrarárangurinn sem bank- inn hefur náð er veralegur. Stöðu- gildum í almennum bankastörfum fækkaði um 38 frá miðju ári 1999 til sama tíma á þessu ári en á sama tíma fjölgaði stöðugildum í sérhæfð- um störfum í dótturfélögum bank- ans um 14. Þannig fækkaði starfs- mönnum um 24 á þessu tímabili. Heildarfækkun starfsfólks í almenn- um bankastörfum síðastliðin tvö ár er um 100. Á sama tíma hefur störf- um fjölgað um 40 í sérhæfðum störf- um tengt nýrri þjónustu. Lands- bankanum hefur því tekist að hagræða veralega. Það sama á við um fasteignir bankans. Fasteignir sem hlutfall af heildareignum lækk- uðu úr 2% í 1,4% á síðustu 12 mánuð- um. Þetta hlutfall var reyndar um 3% fyrir tveimur árum. Þessar tölur staðfesta að bankinn hefm- verið að ná árangri í hagræðingu." Að sögn Halldórs hefur útibúum og afgreiðslum bankans fækkað um 10, úr 65 í 55, á síðastliðnum tveimur áram, meðal annars með sölu útibúa og sameiningu stæni útibúa á höf- uðborgarsvæðinu. Samhliða hafi tekjumyndun verið styrkt með auknum umsvifum og víðtækri heildarþjónustu. „Hafa ber í huga að samþjöppun útibúanets á sér hvar- vetna stað, enda mun netþjónusta og aðrar tæknilausnir veita viðskipta- vinum okkar betra aðgengi að fjár- málaþjónustu en áður hefur þekkst. Við viljum að allir okkar viðskipta- vinir, án tillits til búsetu, geti nýtt sér tæknina í samskiptum við bank- ann á komandi árum.“ >»- Eðlilegt skref í að byggja upp sterka, alþjóðlega og sam- keppnishæfa einingu Halldór segist fagna ákvörðuninni um viðræður um samruna Lands- banka og Búnaðarbanka og að hún sé rökrétt. Frá sjónarhóli Lands- bankans geti samruni við viðskipta- banka skilað mestu hagræði. Rætt hafi verið um samrana Landsbank- ans og Islandsbanka, því það hafi verið stærsta einingin, en hægt sé að ná fram svipuðum markmjðum með sameiningu við Búnaðarbankann. Hann segir að samrani þessara banka sé hluti af sterkri framtíðar- sýn stjórnenda bankanna um að byggja upp fjárhagslega styrka ein- ingu sem veiti framúrskarandi þjón- ustu við viðskiptavini og sé öflugur þátttakandi í alþjóðavæðingu ís- lensks atvinnulífs í krafti sérþekk- ingar, bætts lánshæfismats og hás tæknistigs. Þannig séu fjárhagslegir hagsmunir viðskiptavina Lands- bankans, hluthafa og starfsfólksins, best tryggðir til lengi-i tíma litið. ít- arleg fagleg athugun hafi verið lögð til grandvallar upphaflegri sam- þykkt bankaráðs Landsbankans hinn 30. mars síðastliðinn fyrir því að leggja til samrana Landsbanka og Búnaðarbanka sem mótvægi við sameinaðan íslandsbanka og FBA. Hagræðingin sem talað sé um að ná fram með samrana Landsbankans og Búnaðarbankans sé fyrst og fremst vegna þess að höfuðstöðvar og útibú liggi vel saman til samruna. „Svo sem kunnugt er á stór er- lendur banki, First Union National Bank, 4,25% hlut í Landsbankanum. Þetta er sjötti stærsti bankinn í Bandaríkjunum og varð einmitt til úr miklu ferli samrana banka á aust- urströnd Bandaríkjanna. Stjóm- endur First Union Bank hafa lýst því yfir að þeir fagni hugsanlegum samrana Landsbankans og Búnað- . arbankans og það sama á reyndai við um aðra erlenda viðskiptaaðila bankans. Þeir era sammála banka- ráði og bankastjóra Landsbankans um að þessar viðræður séu rökrétt- ar og eðlilegt skref í að byggja upp sterka, alþjóðlega og samkeppnis- hæfa einingu.“ Aðspurður um fyrirkomulag þeirra viðræðna sem framundan era milli Landsbankans og Búnaðar- bankans og hin ýmsu mál sem þar þarf að taka á segist Halldór ekki geta tjáð sig um á þessu stigi. „Við- ^ ræður milli bankanna era að hefjast' og mikilvægt er að þær fari fram á jafnréttisgrandvelli. Vonandi verður hægt að kynna þá samningsniður- stöðu aðila sem allra fyrst og leita þá þegar forúrskurðar Samkeppnis- stofnunar. Því er ekki rétt af mér að tjá mig um efnisatriði þeirra samn- inga sem framundan era,“ segir^ Halldór J. Kristjánsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.