Morgunblaðið - 19.10.2000, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 45
UMRÆÐAN
Fjárfestu
í beinunum
ALÞJÓÐLEGI
beinvemdardagurinn
þann 20. október er í ár
helgaður fjárfestingu í
beinum. Það er stað-
reynd að í baráttunni
gegn beinþynningu er
fyrirbygging arðbær-
asta leiðin. Með því að
byggja upp sterk bein
hjá unga fólkinu okkar
drögum við úr kostnaði
við beinþynningu síðar
á ævinni og á þann hátt
er fjárfest í beinunum.
Samtökin Beinvemd
hafa alla tíð lagt
áherslu á fræðslu um
þætti sem draga úr
hættu á beinþynningu
og nú síðast undir slagorðinu „Holl-
usta styrkir bein.“ Bein eru lifandi
vefur þar sem fram fer stöðug
hringrás uppbyggingar og niðurrifs.
Uppbygging beinanna hefst strax á
fósturstigi og nær hámarki á þrí-
tugsaldrinum. Eftir það fara niður-
rifsöflin að ná yfirhöndinni og beinin
glata smámsaman styrkleika sínum.
Því sterkari sem beinin eru þegar
þetta byrjar, því minni hætta er á
beinþynningu síðar á
ævinni. Foreldrar og
aðrir sem vinna með
börnum ásmt unga
fólkinu sjálfu verða að
gera sér grein fyrir að
til þess að tryggja
sterk og góð bein er
nauðsynlegt að borða
mat sem er auðugur af
kalki og D-vítamíni og
hreyfa sig reglulega.
Hreyfing styrkir vöðva
og bein og því sterkari
sem beinin era, af því
meira er að taka þegar
beinþynningin byrjar.
Hvers kyns þjálfun er
til góðs og mikilvægt er
að hugað sé að hæfi-
legri hreyfingu barna nú þegar bíll-
inn er þarfasti þjónninn og sjónvarp
og tölvur helsti gleðigjafínn. Kann-
anir mannneldisráðs sýna að börn og
unglingar neyta að meðaltali nægi-
legs kalks en í því sambandi skal
bent á að um fjórðungur fær ekki
ráðlagðan dagskammt af kalki. Börn
og unglingar fá iðulega ekki nægi-
legt D-vítamín og nauðsynlegt er að
taka annaðhvort lýsi eða fjölvítamín
Anna Björg
Aradóttir
A-:.
m ■
www.postlistinn.is
athuga jólagjafir!!!
Islenski Póstlistinn
sími 557 1960
Beinvernd
Bein eru lifandi vefur,
segir Anna Björg Ara-
dóttir, þar sem fram fer
stöðug hringrás upp-
byggingar og niðurrifs.
að minnsta kosti yfir vetrartímann.
Beinþynning er vaxandi vandamál •
í heiminum öllum og læknis- og lyfja-
kostnaður vegna hennar er 27 millj-
ónir Bandaríkjadala á ári í Evrópu
og Bandaríkjunum. Hér á landi hef-
ur verið áætlað að kostnaður vegna
beinbrota af völdum beinþynningar
sé um hálfur mflljarður á ári.
Beinvernd vill leggja áherslu á að
fjárfest sé í beinum með því að
leggja inn á beinabankann strax á
unga aldri.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur
og stjómarmaður í Bein vemd.
Dragtir
KS.
SELECTION
iT ‘\LL
Neðst á Skólavöröustíg
„Ég var komin með of háan blóðþrýsting upp úrfertugu og þurfti að vera lengi á sjúkrahúsi. Síðastliðin
18 ár hef ég náð mun eðlilegri blóðþrýstingi, þökk sé daglegum skömmtum af blóðþrýstingslækkandi
lyfjum. Ef þeirra nyti ekki við gæti ég átt á hættu að fá hjartaáfall, heilablóðfall eða nýrnasjúkdóma.
Lyfin gefa mér kost á að lifa eðlilegu og heilbrigðu lífi um ókomna framtíð.
Ég ætla svo sannarlega að njóta þess!“
Lyf skipta sköpum!
Samtök verslunarinnar, sími: 588 8910
Fræðsluhópur lyfjafyrirtækja
Austurbakki hf. • Delta hf. • Farmasía ehf. • Glaxo Wellcome ehf. • Gróco ehf. • ísfarm ehf • Lyfjaverslun íslands hf.
Medico ehf. • NM Pharma ehf. • Omega Farma ehf. • Pharmaco hf. • Thorarensen Lyf ehf.
Vönduð íslensk
innimálning á
einstöku tilboðsverði.
Verð á lítra frá
* Miðað við 10 lítra dósir og ljósa liti.
í verslunum HÖRPU veita reyndir
sérfræðingar þér góða þjónustu og
faglega ráðgjöf við val á hágæða
málningarvörum.
HARPA MÁLNINGARVERSLUN,
BÆJARUND 6, KÓPAVOGI.
Sími 544 4411
HARPA NIÁLNINGARVERSLUN,
SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK.
Sími 568 7878
HARPA MÁLNINGARVERSLUN,
STÓRHÖFÐA 44, REYKJAVÍK.
Sími 567 4400
HARPA MáLNINGAHVERSLUN,
BROPANUM, KEFLAVÍK.
Sími 421 4790
MáiMlliefilVEItUfllM
c