Morgunblaðið - 19.10.2000, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 19.10.2000, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 57 Beinverndarátak í skól- um um allt land í TILEFNI alþjóðlega beinvernd- ardagsins föstudaginn 20. október nk. ætla skólar hvarvetna um landið að efna til sérstaks bein- verndarátaks. Yfirskrift bein- Iverndardagsins að þessu sinni er „fjárfestu í þínum beinum" og af 3 því tilefni ákvað félagið Beinvernd I að reyna að ná til ungs fólks. íþróttakennarar í 150 skólum um allt land fengu sendan bækl- inginn „Hollusta styrkir bein“ ásamt spurningablöðum um mjólk og beinvernd sem ætluð voru til dreifingar í 8. bekk. „Rannsóknir hafa sýnt að það er á unglingsár- um sem mataræði versnar og því vildi Beinvernd vekja þennan hóp til umhugsunar um þá góðu fjár- festingu sem gott mataræði og ; hreyfing skilar beinunum," segir í fréttatilkynningu. Alla þessa viku hafa fjölmargir skólar verið með sérstaka kynn- ingu meðal nemenda í 8. bekk og eins hafa nokkrir skólar skipulagt sérstakt beinverndarátak á sjálfan beinverndardaginn. Til að mynda ætlar Öskjuhlíðarskóli að vera með dagskrá fyrir alla nemendur kl. 10.10, Austurbæjarskólinn í Reykjavík verður með hreyfingu fyrir nemendur í 8. bekk í íþrótta- sal Vörðuskóla kl. 12.30 og kl. 11.00 á föstudagsmorgun ætlar Ár- skóli á Sauðárkróki að fara í rat- leik með 8. bekk og verður lagt upp frá íþróttahúsinu. Nemendur fá spurningar tengdar mjólk á hverri stöð en ratleiknum lýkur við Mjólkursamlagið þar sem þátt- takendur fá óvæntan glaðning. Fimmtudaginn 19. október mun Beinvernd taka í notkun nýjan upplýsingavef félagsins. Á vefnum er að finna fræðslu og gagnlegar upplýsingar um beinþynningu auk þess sem þar er hægt að taka svokallað áhættupróf með fljótleg- um hætti. Niðurstöður þess gefa vísbendingu um það hversu miklar líkur séu á beinþynningu. Fundur Kvenréttindafélags ís- lands og Vestnorræna ráðsins VESTNORRÆNA ráðið sem er samstarísvettvangur þjóðþinga Færeyja, Grænlands og Islands- ráðið stóð í júní 1999 fyrir kvenna- ráðstefnu í Færeyjum. Ráðstefn- una sem nefndist „Vestnordisk kvindepolitisk værksted" sóttu tæplega 60 manns og var þeim skipt upp í 6 vinnuhópa. Helstu niðurstöður hópanna voru lagðar fyrir þing Vestnorræna ráðsins í ágúst 1999. Ráðið samþykkti allar tillögurnar. Föstudaginn 20. október kl. 16- 18 býður Kvenréttindafélag íslands í samvinnu við íslandsdeild Vestn- orræna ráðsins til opins fundar til að meta árangur Færeyjaráðstefn- unnar. Fundurinn verður haldinn í sal Hallveigarstaða að Túngötu 14. Boðið verður upp á léttar veit- ingar. Fundurinn er öllum opinn en KRFÍ hvetur sérstaklega alla sem þátt tóku í Vestnordisk kvindepol- itisk værksted til að mæta á fund- inn. Félag um menningar- fjölbreytni á Vestfjörðum NÝTT félag áhugafólks um menn- ingarfjölbreytni verður stofnað á Vestfjörðum á sunnudaginn kemur, hinn 22. október. Stofnfundurinn verður samtímis á Hólmavík, Isafirði og Patreksfirði og verður hann tengdur með fjarfundabúnaði. Að stofnuninni stendur það fólk sem á undanförnum árum hefur staðið fyrir Þjóðahátíð Vestfirðinga en það hefur til þessa aðeins sinnt þessum málum sem áhugasamir ein- staklingar en ekki formleg félaga- samtök. Nú er meiningin að bæta úr því og skapa farveg fyrir þann mikla fjölda fólks sem hefur sýnt áhuga á málefnum sem tengjast erlendu að- komufólki, til að koma að uppbyggi- legu starfi. Ætlunin er að félagið haldi áfram því starfi sem áhugahópurinn hefur unnið að, þ.á m. að halda Þjóðahátíð Vestfirðinga sem haldin hefur verið í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttafordómum. Til þess fá hin nýju samtök gott veganesti en nýlega barst átta þúsund dollara framlag frá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, vegna næstu hátíðar. Félaginu hefur verið valið nafnið - Rætur og er með því bæði vísað til þess að hverjum manni sé dýrmætt að varðveita uppruna sinn, en einnig þess að vestfirskt samfélag standi á góðum grunni einmitt vegna þess hve rætur þess liggja víða, segir í fréttatilkynningu. Eftir stofnfundinn verða tónleikar undir yfirskriftinni Nýbúar njóta sín í Hömrum á Isafirði en þeir eru liður í menningarvikunni Veturnætur sem nú stendm- yfir á Vestfjörðum. Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Hvatt til ávaxtaneyslu NÝLOKIÐ er átaksvikunni Evrópa gegn krabbameini, sem haldin var í 16 Evrópulöndum samtímis. Markmið hennar var að hvetja til aukinnar neyslu ávaxta og græn- metis. Að vikunni stóðu hérlendis heilbrigðisráðuneytið, Manneldis- ráð og Krabbameinsfélagið og segir í frétt frá þeim að með því að auka neyslu þessarar fæðu megi draga úr líkum á ýmsum sjúkdómum. Hjá íslenskri erfðagreiningu hefur iengi tíðkast að ávaxtakarfa standi starfsmönnum til boða daglangt og í mötuneytinu er annars vegar boð- ið upp á salatbar og hins vegar heita máltíð. Ásta Bjarnadóttir starfsmannasljóri segir það stefnu fyrirtækisins að bjóða holla fæðu og stuðla að heilbrigði starfsmanna. Aðalfundur Foreldra- og styrkt- arfélags Greiningarstöðvarinnar AÐALFUNDUR Foreldra- og styrktarfélags Greiningarstöðvai-- innar verður haldinn fimmtudaginn 19. október kl. 20.30 í húsnæði Grein- ingarstöðvarinnar, Digranesvegi 5, 4. hæð, Kópavogi. Að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum mun María Játvarðar- dóttir, félagsráðgjafi á Greiningar- stöð, flytja erindi sem hún nefnir „Félagsleg réttindi barna með fötlun og aðstandenda þeirra". 1 I Þar sem gæði og gott verð fara saman... Allar vörur á lágmarksverði „outletverði Ferðatölvutaska ársins kr. 5.900,- létt, handhæg með fjölda hólfa. Vatteraður Apollo jakki með hettu í kraga, 4 litir kr. 6.900,- Kuldagallar, fullorðinna verð aðeins kr. 7.500,- Jakki, vatns & vindheldur og öndun, hetta í kraga kr. 9.900,- Raftæki í úrvali á frábæru verði. Frakki með leðurkraga -með lausu fóðri. kr. 12.900,- Falleg trégjafavara á heildsöluverði í úrvali Benzjakkinn vinsæli, vatteraður mittisjakki með leðurkraga. kr. 6.900,- asasws’'" "t Nýja markaðstorgið Kuldagallar barna frá kr. 3.500,- Grófur Fleece vendijakki kr. 3.900,- •ssssgr Ódýr gufustraujárn verð aðeins kr. 2.390,- Kabín flugtaska kr. 4.900,- í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 m
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.