Morgunblaðið - 19.10.2000, Qupperneq 64
Ó4 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ
•>
í dag er fimmtudagur 19. október,
293. dagur ársins 2000. Orð dagsins:
Gangið inn um þrönga hliðið. Því að
vítt er hliðið og vegurinn breiður,
sem liggur til glötunar, og margir
þeir, sem þar fara inn.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Isis
kemur í dag. Brúarfoss
og Helgafell fara í dag.
Fréttir
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðjud. og
fimmtud. frá kl. 14-17.
Félag frímerkjasafn-
ara. Opið hús laugar-
dagakl. 13:30-17.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9-12
baðþjónusta, kl. 9-16:30
pennasaumur og búta-
saumur, kl. 9:45 morg-
unstund, kl. 10:15 leik-
fimi, kl. il boceia, kl. 13
opin smíðastofa, kl. 13
pútt, kl. 9 hár- og fót-
snyrtistofur opnar.
Bóistaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8:30 böð-
un, kl. 9-9:45 leikfimi,
kl. 9-12 myndlist, kl. 9-
16 handavinna og fóta-
aðgerð, kl. 13 glerhst, kl.
14 dans.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18-20. Kl. 9
kaffi og dagblöð, böðun,
hárgreiðslustofan opin
og einnig handa-
vinnustofan, kl. 11:15
matur, kl. 13 opin
handavinnustofan, kl.
14:30 sögustund, kl.
15:30 kaffi.
Félagsstarf aldraðra
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 9 fótaaðgerð, kl.
10 hársnyrting, kl. 11:10
leikfimi, kl. 13 föndur og
handavinna.
Félagsst. Furugerði 1.
Kl. 9 aðstoð við böðun,
smíðar og útskurður og
glerskurðarnámskeið og
leii-munagerð, kl. 9:45
verslunarferð í Austur-
ver, kl. 13:30 boccia.
Félagsstarf aidraðra í
Garðabæ. Opið hús í
Holtsbúð 86 kl. 13:30.
Akstur skv. venju. Mál-
un og keramik kl. 13.
Boccia kl. 10.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reylgavíkurvegi 50.
Púttæfing í Bæjar-
útgerðinni kl. 10-12.
Bingó kl. 13:30. .
Hana-nú, Kópavogi.
Menningarreisan til
Hafnarfjarðar sunnud.
22. okt. Rúta ki. 14 frá
Gullsmára og kl. 14:10
frá Gjábakka. Heimsókn
á vinnustofu listamann-
anna Gests og Rúnu og
Menningar- og Hsta-
stofnunina Hafnarborg
m.m. Upplýsingar og
pantanir síma 564-5260
og 554-3400.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Brids i dag kl.
13. Undanfarin ár hefur
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
staðið fyrir fræðslu-
fundum undir yfir-
skriftinni „Heilsa og
hamingja á efri árum“,
sem fjalla um ýmsa
sjúkdóma, sem helst þjá
eldra fólk. Fræðslufund-
(Matteus 7,13.)
irnir verða haldnir þrjá
daga. Dagskrá fyrsta
dagsins er sem hér seg-
ir: Laugardaginn 21.
október kl. 13:30. Gigt-
arsjúkdómar: Fyrirles-
arar eru Helgi Jónsson
og Arnór Víkingsson.
Fræðslufundirnir verða
haldnir í Ásgarði, Glæsi-
bæ, félagsheimih Félags
eldri borgara.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund- og leikfimiæfing-
ar í Breiðholtslaug kl.
9:30, kl. 10:30 helgi-
stund, umsjón Lilja G.
Hallgrímsdóttir djákni,
djáknanemar í heim-
sókn, frá hádegi spila-
salur og og vinnustofur
opin, kl. 13 börn úr
Ölduselsskóla í heim-
sókn, veitingar í kaffi-
húsi Gerðubergs. Mynd-
listarsýning Bjarna
Þórs Þorvaldssonar
stendur yfir og af því til-
efni syngur Gerðubergs-
kórinn á morgun kl.
16:30 undir stjórn Kára
Friðrikssonar, undir-
leikarar Benedikt Egils-
son á harmonikku og
Unnur Eyfells á píanó.
Á eftir söngdagskrá
leikur og syngur Vina-
bandið lög. Mánud. 23.
okt. verður sameiginleg-
ur haustfagnaður með
Félagi eldri borgara í
Reykjanesbæ í Stapan-
um í Njarðvik. Skráning
á þátttöku hafin og allar
upplýsingar á staðnum
og í síma 575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
kl. 9-15, kl. 9:30 gler- og
postulínsmálun, leikfimi
kl. 9:05, kl. 9:50 ogkl.
10:45, kl. 13 klippimynd-
ir og taumálun. Söng-
fuglarnir taka lagið kl.
17. Guðrún Guðmunds-
dóttir mætir með gítar-
inn.
Kvennadeild Reykjavík-
urdeildar Rauða kross
íslands. Basar með
föndurvörum og heima-
bökuðum kökum verður
5. nóv. og jólafundur 7.
des. í Sunnusal Hótels
Sögu. Föndurvinna er á
hverjum miðvikudegi í
Fákafeni 11 kl. 13. Allir
velkomnir.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið kl. 9-17. Matar-
þjónusta er á þriðju- og
fóstudögum. Panta þarf
fyrir kl. 10 sömu daga.
Fótaaðgerðastofan er
opin kl. 10-16. Postu-
línsmálun kl. 9, jóga kl.
10, brids kl. 13. Handa-
vinnustofan opin kl. 13-
16. Prjónahópur kl. 13-
15.
Hraunbær 105. Kl. 9-
16:30 bútasaumur,
perlusaumur og korta-
gerð, kl. 9:45 boceia, kl.
9 fótaaðgerð, kl. 14 fé-
lagsvist.
Hæðargarður 31. Kl. 9-
16:30 opin vinnustofa,
glerskurður, kL' 9
-17 hárgreiðsla og böð-
un, kl. 10 leikfimi, kl.
13:30 bókabffl, kl. 15:15
dans.
Hvassaleiti 56-58. Kl. 9
opin handavinnustofa,
búta- og brúðusaumur,
böðun, fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 10
boccia, kl. 13 handa-
vinna, kl. 14 félagsvist.
Norðurbrún 1. Kl. 9
handavinnustofurnai'
opnar, útskurður kl. 10,
leirmunanámskeið kl.
13:30 stund við píanóið.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9:15-12 aðstoð við
böðun, kl. 9:15-15:30
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13-14 leik-
fimi, kl. 13-16 kóræfing.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
kl. 9:30 glerskurður,
fatasaumur og morgun-
stund, kl. 10 boceia, kl.
13 handmennt, körfu-
gerð og frjálst spil.
Bridsdeild FEBK, Gull-
smára. Spilað mánu-
daga og fimmtudaga í
vetur i Gullsmára 13.
Spil hefst kl. 13, mæting
15 mínútum fyrr.
GA-fundir spilafíkla eru
kl. 18:15 á mánudögum í
Seltj arnarneskirkj u
(kjallara), kl. 20:30 á
fimmtud. í fræðsludeild
SÁÁ, Síðumúla 3-5, og í
Kirkju Óháða safnaðar-
ins við Háteigsveg á
laugard. kl. 10:30.
Félagsvist í Húnabúð,
Skeifunni 11, í kvöld kl.
20. Þrjú kvöld í para-
keppni.
Kaffiveitingar. Allir vel-
komnir.
Hvassaleiti 56-58.
Sviðaveisla verður hald-
in föstud. 27. okt. kl. 19.
Húsið opnað kl. 18:30.
Matseðill: svið og rófu-
stappa, saltkjöt, kartöfl-
ur í jafningi, flatkökur,
kaffi og konfekt.
Skemmtiatriði Ómar
Ragnarsson með gam-
anmál og fleira, Ólafur
B. Ólafsson leikur á
harmonikku og píanó og
stjómar fjöldasöng.
Upplýsingar og skrán-
ing í s. 588-9335 og 568-
2586.
Kristniboðsfélag
kvenna, Háaleitisbraut
58-60. Biblíulestur í dag
kl. 17 hefur Benedikt
Arnkelsson.
Vesturgata 7. Fyrir-
bænastund verður í dag
kl. 10:30 í umsjón séra
Hjalta Guðmundssonar
dómkirkjuprests. Allir
velkomnir. Á morgun kl.
14:30-16 leikur Ragnar
Páll Einarsson á hljóm-
borð fyrir dansi. AlHr
velkomnir.
Orlofsnefnd húsmæðra
í Kópavogi. Myndakvöld
með konum sem fóru til
Færeyja í sumar kl. 20 í
kvöld í Gjábakka, fé-
lagsheimili eldri borg-
ara í Kópavogi, Fann-
borg 8.
Eskfirðingar og Reyð-
firðingar í Reykjavík og
nágrenni halda sinn ár-
lega kaffidag nk.
sunnud. kl. 15 í Félags-
heimiUnu Drangey,
Stakkahlíð 17.
Sjálfsbjörg, félags-
heimiU, Hátúni 12.1
kvöldkl. 19:30 tafl.
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, kl. 10
boccia, kl. 12 hádegis-
matur, kl. 13 vinnustofa
og myndmennt, kl. 15
kaffi.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 669 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 669 1329, fréttir 669 1181, íþróttir 569 1166,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 669 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1116. NETFANG:
RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í iausasölu 150 kr. eintakið.
VELVAKAJVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hvað er
að gerast?
ÞAÐ sem mig langar að
vita er, hvað er að gerast í
málum framhaldsskóla-
kennara, hvort ríkið sé
búið að gera eitthvað svo
það verði ekki verkfall. Ég
er í skóla og er tvítug. Ég
er búin að vera að hugsa
mikið um það hvort það
verði verkfall. Það hefur
mikil áhrif á námið hjá
mér, því að við nemendur
höfum yfir höfuð ekki hug-
mynd um hvað er að gerast
og vitum ekki hvernig
framhaldið verður hjá okk-
ur, ef verkfall verður.
Flestir nemendur eru
mjög óöruggir, vita ekki
hvernig málum verður
háttað ef verkfall verður,
hvort námið verður metið
eða kennt þegar verkfallið
er búið. Ekki er hægt að
einbeita sér mikið að námi
þegar framhaldið er svona
óljóst. Þar sem þetta skipt-
ir miklu máli fyrir alla
nemendur og þjóðina líka,
ætti að vera fjallað aðeins
meira um þetta í fjölmiðl-
um og þrýsta aðeins á ríkið
til þess að semja sem fýrst.
Nám er líka vinna. Á að
gera okkur atvinnulaus?
Ein áhyggjufull.
Blá bflastæði
ÁRNI hafði samband við
Velvakanda og vildi vekja
athygli á þvi, að hjá Hag-
kaupi í Skeifunni er búið að
mála stæðin fyrir fatlaða
blá. Hann þarf að nota
stæði fyrir fatlaða og hon-
um finnst þetta alveg frá-
bært og vill benda fleirum
á að gera slíkt hið sama.
Fjölbýlishúsa-
menningin
á íslandi
NOKKUR orð fyi'ir þá
hógværu búseta, undan-
tekningarlaust réttlausa,
sem búa í fjölbýli. Ég hygg
að hvergi nema hér tíðkist
það að einn íbúðareigandi,
jafnvel sá sem innheimtir
gjöld í hússjóð og á skila-
greinar á húsfundi, geti
leyft sér að afkvæmið
renni sér niður stigagang-
inn á fótbretti, utan fleira.
Ég hygg líka að hvergi
tíðkist það nema hér, að
einn íbúðareigandi, máske
tveir, eða leigjendur, geti
leyft sér að halda, trekk í
trekk, hávaðasöm partý
eftir klukkan tólf á mið-
nætti án leyfis annarra í
húsinu. Margt getum við
molbúarnir í snjóhúsunum
lært. Til að mynda, erlend-
is fær viðkomandi, tillits-
laus íbúi, hvort sem er eig-
andi eða leigjandi, eftir-
farandi viðvörun: 1. Talað
við hann. 2. Aðvörun. 3.
Flutningabffl...
Guðrún Jacobsen,
Bergstaðastræti 34.
Kínverskt nudd
og nálastunga
MIG langar tíl að koma á
framfæri upplýsingum um
bata sem ég fékk eftir að
hafa fengið kínverskt nudd
og nálastungur um nokk-
urt skeið. Ég var þannig á
mig komin að ég gat ekki
og hafði ekki getað skúrað
gólfin heima hjá mér í
nokkur ár vegna bakverkja
og verkja sem leiddu niður
í fætur, en strax eftir 3-4
tíma gat ég skúrað eitt
herbergi og í dag tveimur
mánuðum og 13-15 timum
seinna get ég skúrað alla
íbúðina. Núna get ég staðið
lengi verkjalaus sem var
ekki nokkur leið áður,
sömuleiðis fer ég í langa
göngutúra án þess að finna
til í bakinu.
Læknar höfðu úrskurð-
að mig með brjósklos. Ég
var einnig mjög slæm af
verkjum í hálsi og upp í
höfuð sem höfðu komið eft-
ir hnykk sem ég hafði hlot-
ið fyrir nokkrum árum, en
sá verkur er horfinn líka.
Natni og dugnaður þessa
kínverska fólks við við-
skiptavini sína er einstakur
og byggist á reynslu ótelj-
andi kynslóða. Og þess
njótum við nú hér í Hamra-
borginni okkar í Kópavogi.
Ég þakka þeim hjálpina af
öllu hjarta.
Heiða.
Tapað/fundid
Gleraugu
töpuðust
GLERAUGU töpuðust á
Landspítala við Hring-
braut, fimmtudaginn 12.
október sl., á leiðinni frá
deild 11-B og út á bílaplan.
Skilvís finnandi er vinsam-
legast beðinn að hafa sam-
band í síma 557 8999 eða
897 8299.
Rautt Pro-Style-
hjól hvarf frá
Bústaðakirkju
RAUTT Pro-Style 21 gírs
hjól, hvarf frá Bústaða-
kirkju, fóstudaginn 13.
október sl. Ef einhver veit
um afdrif þess, er hann
vinsamlegast beðinn að
hafa samband í síma
866 9512 eða 692 0776.
Krossgáta
LÁRÉTT:
1 skýli úr dúk, 4 félaus, 7
árstíð, 8 grimmur, 9 frí-
stund, 11 kvenmanns-
nafn, 13 sægur, 14 kæti,
15 hása, 17 málmur, 20
títt, 22 styggir, 23 logið,
24 deiia, 25 blossa.
LÓÐRÉTT:
1 siður, 2 sáran, 3 kurf, 4
guðhrædd, 5 nauta, 6
sveigur, 10 andstyggð, 12
vætla, 13 ögn, 15 undir-
ferlismaður, 16 tölum, 18
ófús, 19 auðvelda, 20
dkyrrðar, 21 tala.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 vandræðin, 8 mæðið, 9 lykta, 10 lóa, 11 nagga,
13 rændi, 15 frísk, 18 áttan, 21 ugg, 22 skarn, 23 aftra,
24 fagurgali.
Ldðrétt: 2 auðug, 3 daðla, 4 ætlar, 5 iðkun, 6 smán, 7
gati, 12 gas, 14 ætt, 15 foss, 16 ítala, 17 kunnu, 18 ágang,
19 titil, 20 nóar.
Yíkverji skrifar...
IVIKUNNI var 24 ára íþrótta-
kennari frá Hawaii, Angela Per-
ez Baraquio, krýnd ungfrú Banda-
ríkin. Það vakti athygli Víkverja að
þessi bráðfallega stúlka er orðin 24
ára gömul, en hér á landi þekkist
varla að svo gamlar stúlkur taki
þátt í fegurðarsamkeppni. Víkverja
hefur sýnst að þær íslensku stúlkur
sem taka þátt í fegurðarsamkeppni
séu flestar á aldrinum 18-22 ára.
Æskudýrkunin í fegurðarsam-
keppni virðist ekki hafa náð alveg
sama stigi í Bandaríkjunum, en
Bandaríkjamenn hafa iðulega
krýnt fegurðardrottningar í landi
sínu sem eru að verða hálfþrítugar.
xxx
UNDANFARNA tvo laugar-
daga hefur Karl Th. Birgisson
verið með útvarpsþætti á RÚV sem
hann kallar „Fyrsti þriðjudagur í
nóvember“. Þættirnir fjalla um
liðnar forsetakosningar í Banda-
ríkjunum og aðdraganda þeirra.
Þetta eru bráðskemmtilegir og
fróðlegir þættir. í fyrsta þættinum
fjallaði Karl um forsetakosningarn-
ar 1960 og sérstaklega baráttu
John F. Kennedys fyrir því að
verða útnefndur frambjóðandi
Demókrataflokksins. í þættinum
síðasta laugardag fjallaði Karl um
forsetakosningarnar 1972 þegar
Nixon vann með yfirburðum fram-
bjóðanda Demókrataflokksins,
George McGovern. McGovern
tókst að ná útnefningu síns flokks
ekki síst vegna stuðnings frá ungu
fólki sem var andsnúið Víetnam-
stríðinu, en honum tókst hins vegar
einstaklega óhönduglega upp í
kosningabaráttunni og fékk aðeins
um 32% atkvæða í forsetakosning-
unum og vann aðeins sigur í einu
fylki af 50.
Stórkostlegur sigur Nixons sner-
ist hins vegar fljótt í hroðalegan
ósigur því að sjúkleg tortryggni
hans hafði í kosningabaráttunni
leitt til þess að menn á hans vegum
brutust inn í Watergate-bygging-
una til að ná upplýsingum um kosn-
ingabaráttu McGoverns, en það
leiddi til þess að Nixon varð að
segja af sér á miðju kjörtímabili.
Eitt lykilatriðið í Watergate-
málinu voru hljóðupptökur af sam-
tölum forsetans og samstarfs-
manna hans í Hvíta húsinu. Þegar
þær voru loks afhentar kom í Ijós
að hluti af samtölunum hafði verið
þurrkaður út. í þætti Karls Th.
Birgissonar var komið inn á þetta
og leikið lag þar sem bandarískur
tónlistarmaður velti því fyrir sér
hvað hefði verið á upptökunum sem
ekki mátti heyrast. Texti lagsins
var á gamansömum nótum, en áður
en honum lauk, og áður en upplýst
var hvað tónlistarmaðurinn taldi að
hefði verið á upptökunum, var
dregið niður í laginu. Ástæðan var
sú að RÚV þurfti að koma að
auglýsingum. Þetta er auðvitað
óþolandi tillitsleysi við hlustendur.
Þeir sem ekki skilja að síðasta
setningin í góðum brandara þarf að
heyrast til að brandarinn njóti sín
ættu ekki að vinna við útvarp.
XXX
AÐ er oft ótrúlegt að sjá hvað
skemmdarfýsn fólks getur
verið mikil. Víkverji átti nýverið
leið um strætisvagnaskýli í Reykja-
vík. Búið var að brjóta og skemma
tímatöflu þar sem hægt er að fá
upplýsingar um ferðir strætisvagn-
anna. Óhagræðið fyrir farþega er
augljóst af þessu svo ekki sé
minnst á kostnað SVR við að lag-
færa skemmdirnar. Virðingarleysi
fyrir eignum samfélagsins er því
miður allt of algengt hér á landi.