Morgunblaðið - 19.10.2000, Page 65

Morgunblaðið - 19.10.2000, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 65 BRIPS Umsjón (iuðmundur l'áll Arnarsou HANS Göthe er einn af reyndustu spilurum Svía og alls ekki af baki dottinn, því hann heldur áfram að berj- ast um landsliðssæti, þrátt fyrir að vera kominn af létt- asta skeiði. Félagi hans nú er Lalle Albertson og þeir urðu í fjórða sæti í íyrsta æf- ingamóti sænska landsliðs- hópsins, rétt á eftir Magnúsi Magnússyni og Þresti Ingi- marssyni. Hér er spil frá innbyrðis viðureign par- anna: Vestur gefur; allir á hættu. Norður * A1054 * 3 * ADG10952 * D Vestur Austur *3 *KDG2 ¥96 ¥ÁKD72 ♦ K86 ¥74 +ÁKG9532 +86 Suður +9876 ¥G10854 * 2 +1074 Vestur Norður Austur Suður Göthe Þröstur Albertson Magnús 2 tíglar * Pass 2grönd** Pass 3grönd Dobl Pass Pass 51auf Dobl 5 tíglar Pass 5grönd Pass Dobl Pass Pass * 8-11 punktar og minnst fimmlitur í tígli. ** Krafa með hjartalit. Prentvillu- eða setningar- púkinn læðist stundum inn í þennan þátt, en svo er ekki í þetta sinn. Göthe tók ein- faldlega rangan sagnmiða úr boxinu þegar hann opnaði á tveimur tíglum. Hann hugð- ist segja tvö lauf til að sýna langan lauflit og létta opnun. Tveggja tígla opnunin lofaði hins vegar tígli og dobl Þrastar var af meiði Ligthn- ers - sýndi sterkan tígul á bak við opnarann! Göthe hefði betur setið sem fastast í þremur grönd- um, en hann reyndi að leið- rétta fyrri mistök með því að stökkva í fimm lauf. Makker hans sá ekki hvernig laufið gæti verið lengra en tígull- inn og breytti auðvitað í fimm tígla, en þá hrökklað- ist Göthe í fimm grönd. Magnús þurfti að spila út einspilinu í tígli til að ná þeim samningi einn niður, og það gerði hann, enda hafði Þröstur beðið um tígul út gegn þremur gi-öndum! SKAK (Im.sjón llcloi Áss Grélarsson Hvítur á leik. STAÐAN kom upp á 3. al- þjóðlega mótinu í Þórshöfn, Færeyjum, sem lauk fyrir skömmu. Hvítt hafði núver- andi íslandsmeistari, Jón Viktor Gunnarsson (2.368), gegn heimamanninum Her- luf Hansen (2.047). 32. Hxa6! Og svartur gafst upp enda verður stutt í mátið eftir 32. - bxa6 33. Dxa6+ Kd8 34. De6. Jón Viktor átti einnig annan skemmtilegan möguleika: 32. Dh3+, sem leiðir tii þvingaðs máts í sjö leikum! DAGBÓK Árnað heilla P O ARA afmæli. í dag, OU fimmtudaginn 19. október, verður fimmtugur Valdimar Ingibergur Þór- arinsson, Gnoðarvogi 28. Hann tekur á móti gestum á morgun, fóstudaginn 20. október, í sal Húnvetninga- félagsins, Skeifunni 11 (fyrir ofan þvottahúsið Fönn) milli kl. 18-21. Ljósmynd/Nína BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní sl. í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði af sr. Þór- halli Heimissyni Sigurbjörg Hlín Bergþórsdóttir og Karl Sæberg. Ljósmynd/Nína BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní sl. í Fríkirkj- unni í Reykjavík af sr. Hirti Magna Jóhannssyni Ragna Halldórsdóttir og Óskar Þór Nikulásson. Ljósmynd/Nína BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní sl. í Garða- ldrkju af sr. Sigurði Arnars- syni Dóróthea Gunnars- dóttir og Georg Kristjánsson. Með morgunkaffínu UOÐABROT SÆLUDALUR Þögul nóttin þreytir aldrei þá, sem unnast, pþá er á svo margt að minnast, mest er sælan þó að finnast. Eilíf sæla er mér hver þinn andardráttur og ýmist þungur, ýmist léttur ástarkoss á varir réttur. Hvítum, mjúkum, heitum, fógrum handleggjunum vil ég heldur vafinn þínum vera en hjá guði minum. Guð að sök mér gefur ei sem góðum manni, unun þó ég fremsta finni í faðminum á dóttur sinni. Páll Ólafsson. STJÖRNrSPÁ cftir Frances Drake VOG Afmælisbam dagsins: Þú ert ráðagóður og hefur ánægju af að brjóta mál til mergjar og tilkynna öðrum niðurstöður þínar. Hrútur (21. mars -19. aprfl) Nú fer að sjá fýrir endann á því álagi sem þú hefur búið við og þá máttu búast við umbun erfiðis þíns. Njóttu af- rakstursins áhyggjulaus. Naut (20. aprfl - 20. maí) Mál eru oft flóknari en virðist í fljótu bragði. Gefðu þér þvi góðan tíma svo þú komist hjá mistökum, sem kunna að verða þér alltof dýr. Tvíburar (21. maí - 20. júní) AA Þér veitist erfitt að gera upp á milli angurs og reiði í ákveðnu máli. Reyndu að sjá hlutina í réttu ljósi áður en þú lætur til skarar skríða. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þér finnst einhvern veginn eins og þú sért að missa tökin á hlutunum. En vertu róleg- ur, erfiðleikar líða hjá og þú nærð aftur vopnum þínum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Þótt þér finnist þú ekki hafa farið vel af stað í viðkvæmu einkamáli, skaitu ekki láta hugfallast. Þú vinnur á og kemur í mark sem sigurveg- ari. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) <DíL Það getur verið erfitt að verða fyrir stöðugum kröfum frá öðrum. Bentu þeim á hversu ranglátir þeir séu í þinn garð; þeir ættu að líta í eigin barm. (23. sept. - 22. okt.) Láttu aðra ekki eyðileggja fyrir þér friðinn. En þótt þú viljir rólegheit ertu hreint ekki skaplaus, eins og þeir fá að kynnast sem ganga of langt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þú átt í hörðum tilfinninga- legum átökum og mátt því ekki við mikiu. Reyndu að finna þér skjól meðan þú meltir málin og finnur þínar iausnir. Bogniaður (22. nóv. - 21. des.) ftO Það er margt sem byrgir manni sýn dags daglega. Reyndu að sjá í gegnum þok- una og þá muntu komast að því að heimurinn er hreint ekki svo slæmur. Steingeit (22. des. -19. janúar) Það er ýmislegt sem þú getur ekki stjórnað. Kúnstin er að sjá þá hluti fyrir og reikna með þeim þannig að þeir hafi sem minnst áhrif á þig. Vatnsberi (20.jan. -18. febr.) Nú er komið að vissum verk- lokum hjá þér og tímabært að staldra við og njóta um sinn. En bara stutta stund, því iífið heldur áfram. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að hafa sem mesta stjóm á skapsmunum þínum, sérstaklega verður þú að forðast að láta þín mál bitna á öðrum. Vertu staðfastur. k£~ Stjörnuspána á ad lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindaiegra staðreynda. Pantaðu jólamyndatökuna tímanlega Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 EIGNAMIÐIXMN Storfsmenn: Svefrir Krtstinsson lögg. (osleiflnosali, sölustjóri, ÞorUrfur St.Guímundsson,Bic, sölum.,Guimundur Sigurjónsson lögfr. og lögg.fosteignasoli. skjologer3. Slefón Hrofn Stefánsson lógft., sölum., Öskor R. HarSarson, sölumoður, Kiarton _ / J 11 _+ Hollgeirsson, sölumoour, Jóhonna Voldimorsdóttir, oogtýsingw, gjoldkeri, Inga Honnesdóttir, símovorslo og rilori, Oiöf jR/AR Steinarsdóttir, simavarsla og öflun skjola, Rakel Dögg Sigurgeirsoóttir, simavorslo og öflun skjala. Sími 0090 * Fax 38« 909.3 • Sióumiila 21 EINBYLI Stigahlíð •• einb/tvíbýli. Glæsilegt tvílyft um 335 fm einbýlishús með um 100 fm nýstandsettri íbúð á jarðhæð með sérinng. Stórar stofur m. arni. Heitur pottur. Falleg lóð. V. 35,0 m. 9664 Alftanes - sjávarlóð. Glæsilegt einlytt um 220 fm einbýlishús á sjávarlóð. Húsið skiptist i stórar stofur m. arni, 4 herb., tvöf. bilskúr o.fl. Húsið býður upp á mjög mikla möguleika. Frábært útsýni. V. 23,5 m. 9842 RAÐHUS Tunguvegur - raðhús. Vorum að fá í einkasölu gott raðhús á tveimur 'næðum auk kjallara, u.þ.b. 130 fm. Éndurnýjað þak. Góð lóð til suðurs. Þrjú svefnherbergi á efri hæð. Möguleiki á nerbergi í kjallara og góðu geymslurými. Mjög góður staður. V. 12,5 m. 9886 HÆÐIR Sigtún. Glæsileg, björt og rúmgóð efri hæð ásamt bílskúr á eftirsóttum staó við Sigtún. Hæðin skiptist þannig: Hol. eldhús, tvö herbergi, baðherbergi og tvær stofur. í kjallara er sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla. Parket. Kverklistar eru i loftum, glerjaðar millihurðír og lofthæð um 2,90. V. 18,0 m. 9798 4RA-6 HERB. Hjallabraut •• Hafnarfirðí. 4ra-5 herbergja mjög falleg um 110 fm íbúð á 4. hæð. Sérþvh. og búr innaf eldhúsi. Parket á góifum. Stórar suðvestursvalir m. frábæru útsýni. Mjög stutt í alla þjónustu, i.d. verslanir, skóla o.fl. V. 11,5 m. 9794 Skógarás. Mjög falleg 5-6 lierbergja íbúð á tveimur hæðum í litlu fjölbýlishúsi í Skógarási. Eignin skiptist í hol, fjögur herþergi, sjónvarpshol, stofu, eldhús, bað- herbergi, snyrtingu og búr, Góð eign. V. 15,2 m. 9884 2JA HERB. Ásholt - bílskýli. 2ja herb. björt og góð íbúð á 1. hæð í eftirsóttu fjölbýli. Innangengt er í bilgeymsiu. Öll sameign er til fyrirmyndar. Húsvörður. íbúðin er laus strax. Lokaður garður. Tilboð. 9868 Víkurás - goð. 2ja herb. falleg um 60 fm íbúð á jarðhæð i fallegu nýstand- settu litlu fjölbýlishúsi. Ibúðin er mjög vei meðfarin, parketlögð og með góðum innréttingum. Sérverönd út af stofu. Ákv. saia. V. 7,5 m. 9873 Rauðarárstígur. Falleg og vel skipul. 54 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli. Á gólfum er parket og í kjallara er 9 fm íbúðarherb/geymsla með glugga. V. 6,7 m. 9879 Laugamesvegur. Faileg 70 fm 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í nýlegu fjöl- býli. fbúöin skiptist I hol, geymslu, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og stofu með útgang út á svalir. Sérþvottaaðstaða, parket á gólfum og vandaðar innrétt- ingar. V. 8,9 m. 9876

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.