Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Landhelgisgæslan leggur út öldudufl norðaustur af Drangsnesi í Húnaflóa. Öldudufl sem hægt er að hringja í Hagdeild Samtaka atvinnulífsins Hagvöxtur frá 1995 á ekki rætur í meiri menntun SJÓFARENDUR fá upplýsingar um ölduhæð og ölduiengd frá níu ölduduflurn sem eru staðsett víða í kringum landið. Guðjón Sch. Tryggvason hjá vitasviði Siglinga- stofnunar Islands segir sjómenn notfæra sér upplýsingar frá dufl- unum í talsverðum mæli. Sérstak- lega þeir sem gera út á trillur. Þannig sleppa þeir við að sigla út og gá til veðurs á miðum en geta í staðinn hringt í símsvara og feng- ið upplýsingar um sjólag. Einnig er hægt að sjá þessar upplýsingar Eigendur myndbanda- sjálfsala kæra Lands- símann EIGENDUR Bíósjálfsala VIDEO- heima lögðu á fostudag inn kæru tii Samkeppnisstofnunar á hendur Landssímanum hf. fyrir brot á 17. og 20. grein samkeppnislaga. Sex alsjálfvirkir myndbandasjálf- salar fyrirtækisins voru settir upp víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í sumar. Tölvumar í sjálfsölunum senda upplýsingar um viðskipti og bilanir með rafpósti á netfang fyrir- tækisins sem svo eru áframsend í farsíma starfsmanna Bíósjálfsalanna með SMS-skilaboðum. Skilaboðin berast allan sólarhringinn og geta starfsmenn því verið hvar sem er en samt brugðist skjótt við þegar bilana- tilkynningar koma upp í símann. Skilaboðin voru send í tvö farsíma- númer, annað hjá Símanum - GSM og hitt hjá Tali. Um þessi fjarskipti var samið í sumar við Landssímann og gengu samskiptin til skamms tíma vel og var rafpósturinn sendur í gegnum SMTP-gátt GSM-deildar Landssímans. í októberbyrjun hættu skilaboð hins vegar að berast í Tal- símann og hafa ekki borist síðan. Ardís Þórðardóttir, einn eiganda Bíósjálfsalans, sagði í samtali við Morgunblaðið að ýmis óþægindi hefðu hlotist af þessu þar sem Lands- síminn hefði með aðgerðum sínum klippt á öll samskipti annars umsjón- armanns sjálfsalanna. Árdís sagði engar haldbærar skýringar hafa bor- ist frá Landssímanum og starfsmenn Landssímans sýnt lítinn áhuga á að taka efnislega á málinu þrátt fyrir ít- rekaðar óskir Bíósjálfsalans um út- skýringar. „Við sjáum fram á það að þetta sé óviðunandi ástand og óeðlUegt að fólki sé mismunað svona. Nútíma- fjarskipti byggjast á talnarunum og því á ekki að skipta neinu máli hvaða fyrirtæki er útgefandi á símanúmer- unum,“ segir Ardís sem hefur eftir sérfræðingum sínum að þetta sé klár- legt brot á samkeppnislöggjöfinni. á heimasíðu Siglingastofnunar, www.sigling.is. Ölduduflin hafa um árabil verið notuð til rannsóknar vegna hafn- arframkvæmda. Hið fyrsta var við ósa Hornafjarðar en síðan hafa öldudufl verið Iögð út á átta öðr- um stöðum í kringum landið. Frá 1994 hafa sjómenn getað fengið þessar upplýsingar í gegnum símsvara. Duflin eru fest við legu- færi með kaðli. Efst í kaðlinum er sterk teygja sem tryggir hreyfan- leika duflsins. Vegna teygjunnar ORRI Vigfússon, formaður Vernd- arsjóðs villtra laxastofna, NASF, er afar ósáttur við staðfestingu um- hverfisráðherra á ákvörðun Skipu- lagsstofnunar um að fyrirhugað þauleldi á laxi í sjókvíum í Mjóafirði skuli ekki fara í mat á umhverfis- áhrifum. Telur Orri að þarna megi greina stefnubreytingu hjá um- hverfisráðherra varðandi hættu á mengun sjávar. Hann segir ákvörð- un umhverfisráðuneytisins vera óheppileg skilaboð til umhverfis- yfirvalda landanna við Norður- Atlantshaf, sérstaklega í Bretlandi þar sem tekið hafi verið mark á ís- lendingum og þeir taldir hafa staðið vel að forvörnum gagnvart mengun sjávar. „Mér líst auðvitað ekkert á þetta. Urskuðurinn er skýr skilaboð ráðu- neytisins um það að íslendingar telji nú sjálfsagt að taka verulega áhættu gagnvart sjávarmengun án undangenginna óháðra rannsókna sem teljast mega sjálfsagðar varúð- arráðstafanir.“ Vísindamenn vara við áhrifum laxeldis á lífríkið Að sögn Orra er gert ráð fyrir að úrgangur frá fiskeldisstöðinni í Mjóafirði verði álíka mikill og frá 22.000 manna byggðarlagi og að Is- lendingar eigi eftir að vinna alla grunnvinnu til að geta mótað starfsreglur, umhverfissjónarmið og eftirlitsmál þegar laxeldi eigi í hlut. „Nú er ætlunin að geysast fram, upp á von og óvon, og sjá svo til hvernig náttúran bregst við. Þetta teljum við stórlega ámælisvert. Ákvörðun umhverfisráðuneytisins stríðir einnig mjög gegn margvís- fer duflið heldur aldrei á kaf. í duflunum er rafeindabúnaður sem sendir frá sér upplýsingar um ölduhæð og öldulengd á klukku- stundar fresti. Sendingar berast til móttökubúnaðar í landi sem sendir boðin áfram til Siglinga- stofnunar. Hvert dufl kostar á aðra milljón króna. Guðjón segir talsvert um að dufl slitni upp og týnist. Hann beinir þeim tilmælum til sjómanna að þeir dragi ekki veiðarfæri ná- lægt duflunum. legum alþjóðlegum skuldbindingum sem Island hefur tekist á hendur." Orri segir að ein höfuðorsökin fyrir því að laxeldi hafi lagst af við Austfirði á sínum tíma hafi verið sú að þörungablómi tók til sín megnið af súrefninu í laxakvíunum. Hann segir jafnframt að engar rannsóknir hafi verið gerðar á tíðni þörungablóma í fjörðum austan- lands og að vísindamenn hafi varað við áhrifum laxeldis á lífríkið í nýút- TVÖHUNDRUÐ og tveir kandídatar voru í gær, fyrsta vetrardag, braut- skráðir frá Háskóla Islands við hátíð- lega athöfn í Háskólabíói. Auk þeirra luku sautján starfsréttindanámi frá félagsvísindadeild. Hefðbundin dagskrá hófst með ein- leik Víkings Heiðars Ólafssonar á píanó. Þá voru prófskírteini afhent og Páll Skúlason háskólarektor ávarpaði kandídata. I ræðu sinni velti rektor upp spurn- ingum um sýnd og reynd mannsins í síbreytilegri veröld þar sem sýndar- veröldin tekst á við raunheiminn. Rektor sagði kynni fólks af sýndar- heiminum geta „auðgað og víkkað reynslu okkar og veitt okkur marg- víslegan fróðleik um raunveruleik- ann. En raunheimur okkar er engu að MENNTUNARSTIG vinnandi fólks á íslandi hefur lækkað frá árinu 1995. Þetta kemur fram í athugun sem gerð var á vegum hagdeildar Samtaka atvinnulífsins. Er skýring- in talin sú að í þenslunni að undan- förnu hafi vinna þeirra aukist mest sem eingöngu hafa lokið grunnnámi. Fram kemur í athugun hagdeildar SA að árið 1991 voru háskólamenn 11% starfandi fólks hér á landi en hlutfallið hækkaði jafnt og þétt í 15% árið 1999. Eftir 1995 hefur þeim hins vegar fækkað sem sótt hafa sér- eða framhaldsskóla og hlutur fólks sem aðeins hefur lokið grunnmenntun eða stuttu starfsnámi eykst að sama skapi. ,A-ukin menntun leggur 1% til landsframleiðslu frá 1991 til 1995 en síðan dregur lækkandi menntunar- stig starfandi fólks hana aftur niður um tæpt prósent. í ljós kemur að „menntunarstig" starfandi manna hækkar um nálægt 2% frá 1991- 1995, en minnkar svo aftur um IWPo eftir það. Þetta má skýra með því að á þensluskeiðum eykst vinna mest hjá þeim sem aðeins hafa lokið grunnnámi. Þar er af mestu að taka því að færri eru á vinnumarkaði í þessum hópi en meðal þeirra sem hafa lengra nám að baki, fleiri eru at- vinnulausir og þeir sem eru í starfi komnu hefti breska tímaritsins Nature. Einnig segir Orri að hætta sé talin á því að laxeldi hafi skaðað skelfiskiðnaðinn í Skotlandi og ekki hafi farið fram greining á lífríki humarsins við Suðausturland og því hvort humarstofninn geti beðið skaða af nábýli við laxinn. Þá segir hann að ótalin sé hætta af laxalús, veirusmiti og öðrum sjúkdómum sem borist geti í íslenska laxfiska frá laxeldisstöðvum. síður sá sami og reynslan af þessum sýndarheimi kemur aldrei í stað reynslu okkar af tilteknum raunveru- legum aðstæðum heldur byggist á henni.“ Nútímamaðurinn einblínir um of, að sögn rektors, á nútímann og ofmetur nútíðina sem hefur „sam- kvæmt þessum hugsunarmáta yfir- stigið fortíðina, hirt frá henni allt nýti- legt og látið hana falla að öðru leyti í gleymskunnar dá. Þá hefur nútíðin náð tökum á framtíðinni og þegar gert sér Ijósa grein fyrir öllum þeim möguleikum sem hún hefur að bjóða.“ Rektor sagði þennan hugsunarhátt skapa hættu á að við týnum sjálfum okkur, forfeðrum, börnum og jafnvel framtíðinni sjálfri. Hann hvatti því kandídata að reyna að afstýra þessari geigvænlegu þróun og leggja ríka vinna skemur en aðrir,“ segir í at- hugun hagdeildar SA. Hagvöxtur borinn uppi af fjárfestingum og mikilli vinnu í þessari athugun SA er einnig komist að þeirri niðurstöðu að mikill hagvöxtur undanfarin ár hér á landi hafi verið borinn uppi af miklum fjárfestingum og mikilli vinnu. Nokkur hagræðing hafi náðst upp úr miðjum tíunda áratugnum á meðan verið var að fullnýta fjármagn og vinnuafl en eftir að sá slaki hvarf hafi framleiðni minnkað. ---------------- Sumarbú- staður brann eftir gas- sprengingu KARLMAÐUR slasaðist talsvert eftir gassprengingu og eldsvoða í sumarbústað við Meðalfellsnes í Kjós snemma í gærmorgun. Hann var fluttur á Landspítala - háskóla- sjúkrahús við Hringbraut. Tvennt var í bústaðnum og að sögn lögreglu varð kona, sem var eigandi bústaðar- ins, fyrir miklu andlegu áfalh við sprenginguna og branann. Þau vora bæði komin í annan bústað þegar lög- regla og slökkvilið kom á staðinn. Slökkvilið Reykjavíkur var kallað út rúmlega hálfsex og vora þrír dælu- bílar sendir á staðinn, meðal annars frá varaliðinu á Kjalamesi. Þegar komið var á staðinn var bústaðurinn alelda og fór svo, að bústaðurinn brann að mestu til kaldra kola. --------------------- Ed Bradley á Islandi BANDARÍSKI fréttamaðurinn Ed Bradley, sem vinnur við þáttinn 60 Minutes á sjónvarpsstöðinni CBS, er staddur á íslandi um þessar mundir. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Morgunblaðsins er Bradley hingað kominn til að vinna frétta- skýringu um erfðarannsóknir á Is- landi og erfðamengi Islendinga. Mun hann meðal annars fjalla um Is- lenska erfðagreiningu. rækt við forfeðuma en einbeita sér um fram allt að sinna bömum vel og styðja við þá sem annast böm, því fátt sé vænlegra til að efla veraleikaskyn- ið en samband við bam sem er „að uppgötva heiminn og hefur ekki enn lært að sýnast.“ Lokaorð rektors vora svo áminning til almennings jafnt sem stjómvalda: „Störf uppalenda og kennara era óendanlega mildlvæg fyrir unga íslendinga og komandi kynsióðir en þau hafa því miður verið vanmetin á síðustu áratugum. Hér er því mikið verk óunnið í íslensku þjóð- félagi sem miklu skiptir fyrir framtíð þjóðarinnar. Eitt stærsta verkefni ís- lenskrar menningar á komandi áram er endurreisn virðingar og viður- kenningar fyrir starfi kennarans frá leikskóla til háskóla." Formaður NASF um úrskurð umhverfísráðherra um að laxeldi í Mjóafírði fari ekki í umhverfísmat Ákvörðunin stór- leg-a ámælisverð Páll Skúlason við brautskráningu frá Háskóla Islands Endurreisa þarf virðingu fyrir starfí kennarans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.