Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 35 HUGVEKJA Baráttan við myrkrið Fyrsti vetrardagur var í gær. Stefán Friðbjarnarson skrifar um skamm- degismyrkur og annað myrkur í mannheimi. Háteigskirkja í Reykjavík. GLEÐILEGT sumar! Þannig heilsumst við Is- lendingar á sumar- daginn fyrsta, þann marglofaða sérís- lenzka hátíðisdag. En hvað sögðum við hvert við annað í gær? Gleðilegan vetur? Það virðist sízt minni þörf á því að óska náungan- um og sjálfum sér gæfu og gengis þá vetur gengur í garð en þegar sól hækk- ar á lofti. Sérhver lífdagur okkar, sumar- eða vetrardagur, er Guðs gjöf. Það er okkar að hanna þessa gjöf, forma og móta að eigin þörfum og annarra. Góðar óskir um far- sælan vetur eiga að vera gefandi og gleðjandi, rétt eins og íslenzka sumar- kveðjan. Meðbyrs góðra óska er vissulega þörf þegar baráttan við vetrarmyrkrið fer í hönd. Sums staðar á landinu sést ekki til sólar vikum eða mánuðum sam- an vetrarmisserið. Hið foma mán- aðarheiti, ýlir, segir allt sem segja þarf um skammdegistímann. Já og orðið skammdegi lýsir vel myrk- asta vetrartímanum, frá því um miðjan nóvember og fram í febr- úarmánuð. Stundum gott betur. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem meirihluti þjóðarinnar býr nú orð- ið, er skemmstur sólargangur rétt rúmar fjórar klukkustundir. Myrkrið ræður lunganum úr sól- arhringnum. Skammdegismyrkrið þjakaði þjóðina mun meira fyrr á tíð en nú á tímum hitaveitna, raíljósa og hópferða á suðrænar sólarstrend- ur. Raunar hófst rafljósatíminn ekki íýrr en um eða upp úr alda- mótunum 1900. Horfum lítillega um öxi á lífsskilyrði Reykvíkinga fyrir eitt til tvö hundruð árum. Það var talið Reykjavík til tekna fyrr á öldum, hve mótak var mikið og aðgengilegt. Þegar verksmiðj- umar (innréttingamar) risu í Reykjavík um miðja 18. öld höfðu þær ekki á annað eldsneyti að treysta en mó. Sama máli gegndi um hýbýli manna. Það var erfitt starf og vinna mó úr jörðu, þurrka og flytja í geymslur. Móhús stóð m.a. þar sem síðar reis hús Mprg- unblaðsins við Aðalstræti. Ámi Óla segir í bók sinni, Reykjavík fyrri tíma: „Þegar þorp fer að myndast í Reykjavík, er þar ekk- ert eldsneyti nema mór. Menn urðu því að haga eldamennsku og upphitun eftir því. ... í eldhúsum vom opnar hlóðir, en í stofum veggofnar, svonefndir „bíleggjar- ar.“...“ Lýsing húsa var heldur ekki beysin. „Ljósáhöldin vóra tvenns konar, (lýsis)lampar og kolur. Lampamir vóra venjulega úr látúni og tvöfaldir. Efri lampinn var fyrir lýsið og kveikinn, en neðri lampinn var ofurlítið stærri og hann tók við því lýsi sem draup af lampanum, og skari af kveiknum. ... Kolurnar vora öðra vísi. Það var einfaldur lýsisgeymir með túðu og beinu skafti aftur af, og var þeim ýmist stungið í veggi eða þá í holur í stoðum og bitum....“ - Kerti vóra aðeins notuð til ljósa á hátíðum. Steinolíulampar komu ekki við Reykjavíkursögu fyrr en 1860 til 1870, eða fyrir 130 áram. Árið 1910 hefst síðan rekstur gas- stöðvar í Reykjavík. Rafmagns- stöðin hjá Elliðaám tekur til starfa árið 1921. Þá steig höfuðstaðurinn marktækt spor inn í nútímann. Enn lifir fólk sem man þegar raf- stöðin við Elliðaár leysti lýsis- og olíulampa af hólmi. Barátta fólks við myrkið langa og stranga vetrarmánuði, fyrir tíma rafmagns og hitaveitu, var önnur og erfiðari en nú er. „Um langan aldur var skammdegis- myrkrið einn af höfuðóvmum þjóð- arinnar,“ segir Ámi Óla í bók sinni. Samt sem áður mætti fyrsta götulýsingin, fáein olíuljós í Kvos- inni, andstöðu fólks, sem andæfði framföram. Sunnudagskvöldið 19. janúar 1879 vóra götuljósin, sjö að tölu, brotin. Myrkrið átti sína sam- herja þá sem fyrr og síðar. Á stundum nýtur annars konar myrkur, myrkrið í okkar eigin sinni, einnig stuðnings í samtíð okkar. Skammdegisþunglyndi er ekki óþekkt á okkar dögum, þrátt fyrir raflýsingu húsa og umhverfis. Myrkrið teygir anga sína inn í hugarheim og tilfinningar fólks. Þeir era ófáir sem þjást í þessu hugar- eða sálarmyrkri ótta, ein- semdar og skorts á umhyggju. Það er mikilvægt að lýsa upp þetta innra myrkur, ekkert síður en árs- tíðabundið myrkur í umhverfi okk- ar. Það geram við með vaxandi menntun og þekkingu, bæði heild- ar og einstaklinga, sem gefa betri sýn á samtíðina, kosti hennar og annmarka. Það getum við gert með margs konar hjálparstarfi á vegum ríkis, sveitarfélaga, sam- taka og einstaklinga. Það felst mikill skilningur á mannlífinu í þessari litlu bæn: Drottinn ger mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið! Kii'kjan og fjölmörg samtök sinna margs konar þörfu hjálpar- starfi. Slíku starfi þjónum við bezt með því greiða honum, sem er ljós lífsins, leið inn í myrkur samtím- ans, myi-kur mannshugans. SIEMENS Tæki sem eiga heima hjá þér! d r 49.900 kr. stgr. Uppþvottavél SE 34230 Nýuppþvottavél. Einstaklega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, tvö hitastig. C69.900 kr. stgr. Kæli- og frystiskápur KG 36V20 2351 kælir, 1051 frystir. Flxbxd = 185x60x64sm. 1 49.900 kr. stgr.) Bakstursofn HB 28024 Fjölvirkur bakstursofn með létthreinsikerfi. Sannkallaður gæðaofn frá Siemens. (59.900 kr. stgr. Þvottavél WM 54060 6 kg þvottavél sem hefur slegið í gegn hérlendis sem annars staðar. 1000 sn./mín. 49.900 kr. stgr.) Helluborð ET 72524 Keramíkhelluborð með snertihnöppum. Flott helluborð á ftnu verði. (29.900 kr. stgr. " Þurrkari WT21000EU Tekur 5 kg. Einfaldur í notkun. Barki fylgir með. Snýst í báðar áttir. 12.900 kr. stgr) Þráðlaus sími Gigaset3010Classic DECT/GAP-staða11. Einstök talgæði. Treystu Siemens til að færa þér draumasímann. (147.900 kr. stgr. Tölva SCALEO P70 700 MFIz Pentium III örgjörvi, 64 MB vinnsluminni, 10 GB harður diskur, 17" skjár, 16 MB AGP skjákort, 16 bita hljóðkort, 8 hraða DVD-drif, Word 2000, Works 2000, Windows 98 og margt fleira. Vönduð tölva frá risanum Fujitsu Siemens Computers. SMITH & NORLAND IMóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.