Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 29 Jón Karl Helgason RANNSOKN SEM MUN HAFA TÖLUVERÐ ÁHRIF JÓN Karl Helgason, bókmenntafræðingur og doktor í saman- burðarbókmenntum, var meðal leiðbeinenda Jóns Yngva Jóhannssonar við meistaraprófsverkefni hans. Hann segir stærsta kostinn við rannsóknir Jóns Yngva vera þann að þar sé dreginn fram í dagsljósið, betur en gert Jón Karl Helgason íslensk menning nokkuð sem Danir litu upp til og tóku mið af í mótun á sinni eigin þjóðernisvitund og menningu." Jón Karl bendir aukin- heldur á að mjög skemmtilegt sé að sjá hvemig danskir gagnrýn- endur hafi lesið verk ís- lensku höfundanna. Þeir virðist hafa verið sann- hafi verið áður, kafli í íslenskri og danskri bókmenntasögu sem að mörgu leyti hafi verið ósýnilegur til þessa. „Þarna er um að ræða íslenska höfunda sem skrifuðu á dönsku. Viðhorf íslendinga í garð þeirra virðist hafa verið blendin. Ekki voru allir jafn hrifnir af því að tungan og uppruninn væru svik- inn með þessum hætti. Um leið eru þetta höfundar sem tilheyra danskri bókmenntasögu en þar hafa þeir líka notið takmarkaðrar athygli vegna íslensks þjóðemis síns,“ segir hann. Jón Karl segir að Jón Yngvi hafi skoðað íslensku höfundana með skemmtilegum hætti, t.d. með því að bera stöðu þeirra sam- an við stöðu rithöfunda frá ný- lendum evrópsku stórveldanna. Þar finni hann ýmislegt sem sé líkt og annað mjög ólíkt. „Það sem er ólíkt vekur kannski hvað mesta athygli, enda er stað- reyndin sú að um leið og ísland var hluti af dönsku krúnunni var færðir um að höfundar héðan væm í náttúrulegu sambandi við sagnahefðina og menningarlegan upprana norrænna þjóða. „Það skipti litlu máii hvað þess- ir höfundar reyndu að vera nú- tímalegir og alþjóðlegir; þeir virt- ust dæmdir til að vera tengdir við íslensku fornsögumar og óljósar hugmyndir dönsku gagrýnend- anna um sögueyjuna í norðri." Jón Karl telur að rannsóknir Jóns Yngva séu fyrsta skrefið í þeirri viðleitni að gera þátt dansk- íslensku rit höfundahreyfingar- innar sýniiegri en verið hefur. „Rannsóknir á borð við þessa eru til þess fallnar að hafa víðtæk áhrif. Eg efast til dæmis ekki um að skrif Jóns Yngva verða höfð til hliðsjónar þegar íslensk bók- menntasaga verður skrifuð og endurskrifuð á næstu áram og áratugum. Nefna má til saman- burðar hvernig rannsóknir á ís- lenskum kvenrithöfundum era að breyta hinni opinbera bók- menntasögu smátt og smátt.“ ENSKA ER OKKAR MÁL Enskuskólinn Póstfang: enskuskolinn@isholf.is — Heirmasíða: www.enskuskolinn.is Rob Otorepec TOEFL/GMAT (undirbúningsnámskeið) Einkatímar námskeið fyrir starfsmenn fyrirtækja Hringdu og kannaðu málið símar 588 0303/588 0305 Viðskiptaenska Viðskiptaenska (talmál) Símsvörun á ensku Að geta kynnt fyrirtæki þitt FYRIRTÆKI: Bjóðum upp á sérhæfð SÉRNÁMSKEIÐ INNRITUN STENDUR YFIR FYRIR FULLORÐNA Julie Ingham Fjölbreytt námskeið í boði Almenn enskunámskeið, áhersla á talmál (8 stig) Umræðuhópar Sérnámskeið fyrir byrjendur og eldri borgara MÁLASKÓLAR í BRETLANDI Skólar í Colchester og Cambridge Kennt allan ársins hring, m.a. jólanámskeið (17. Sandra Eaton NÁMSKEIÐIN 30. HEFJAST 1. NOVEMBER segir Jón og heldur áfram: „Annað sem einnig er allrar athygli vert, er hversu lífseig þessi orðræða hefur reynst vera; þessar hug- myndir um íslendinga sem pínulít- ið frumstæða en þó upprunalega þjóð.“ Máli sínu til stuðnings bendir Jón Yngvi á að á stríðsárunum seinni hafi aðrir höfundar íslenskir aftur náð augum danskra lesenda. Það hafi ekki verið nein tilviljun. „Undir hersetu Þjóðverja kom- ust íslenskar átthagabókmenntir skyndilega í tísku í Danmörku. Þetta voru rómantískar sveita- sælusögur, sem stundum hafa ver- ið kenndar við Knut Hamsun og þessi meiður verið nefndur Hams- un-ismi. Fram komu íslenskir höf- undar sem síðar hafa aftur fallið í gleymskunnar dá, fólk á borð við Jón Björnsson, Bjarna Gíslason, Þorstein Stefánsson og Guðrúnu Jónsdóttur frá Prestbakka. Þessir höfundar náðu margir býsna miklum vinsældum og hlutu góðar viðtökur gagnrýnenda. Það var ansi merkilegt í ljósi þess að verk þeirra voru mjög gamaldags. Að auki voru sum þeirra hreint og beint ætluð sem beint andsvar við verkum Halldórs Laxness sem lýsti aðstæðum í íslenskum sveit- um á napran og raunsæjan hátt. Þannig er Sjálfstæðu fólki Lax- ness nánast svarað kafla fyrir kafla í einni bók Jóns Björnssonar og allt það sem Bjarti í Sumarhús- um mistekst það tekst söguhetju Jóns. Þetta sýnir að mínu viti hversu þrautseig orðræðan er og ekki síð- ur hversu miklu slíkur bókmennta- arfur og hugsunarháttur skipti fyrir danskt þjóðerni. Hann hélst í hendur við aukna þjóðernisstefnu þeirra á stríðsárunum. Danir héldu fast í uppruna sinn og stilltu upp sem mótvægi við hugmyndir Þjóðverja. Þeirra var hið samgermanska, Norðurlandanna var skandinavisminn og Danir voru ekki í vafa um hvorum hópn- um þeir tilheyi-ðu.“ Heillandi rannsóknarefni Jón Yngvi segir að sér þyki þetta heillandi rannsóknarefni. Hann hefur enda ekki látið sitja við rannsóknirnar einar; erlendis hefur hann látið til sín taka og gert sitt til að fylla upp í þá eyðu í bókmenntasögunni sem hann minntist á áður. Þannig birtist grein um rann- sóknir hans fyrr á þessu ári í Nordisk Litteratur 2000 um dansk-íslensku rithöfundahreyf- inguna, auk þess sem grein hans um sama efni var birt í bókinni Nordisk litteratur og mentalitet, sem gefin var út í Þórshöfn í Fær- eyjum á þessu ári. s athuga jólagjafir!!! M M www.postlistinn.is Islenski Postlistinn sími 557 1960 Fréttir á Netinu v^mbl.is ^ALLTAf= GiTTHVyK£? /VÝTT „ l. y i iii iwiuunuiaia „Ég hef alltaf átt þann draum að ferðast til regnskóga Suður-Ameríku. Nýverið rættist þessi draumur og ég undirbjó mig af kostgæfni. Þegar ég lét bólusetja mig fyrir ferðina, varð mér Ijóst hve ríkan þátt lyf eiga í að veita manni ferðafrelsi. Ég get ferðast frjáls án þess að eiga á hættu að sýkjast af hitabeltissjúkdómum.“ Lyf skipta sköpum! Samtök verslunarinnar, sími: 588 8910 Fræðsluhópur lyfjafyrirtækja Austurbakki hf. • Delta hf. • Farmasía ehf. • Glaxo Wellcome ehf. • Gróco ehf. • ísfarm ehf • Lyfjaverslun fslands hf. Medlco ehf. • NM Pharma ehf. • Omega Farma ehf. • Pharmaco hf. • Thorarensen Lyf ehf. EFLIR / HNOTSKÓGUR LF 309-00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.