Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 37 ASGEIR ÚLFARSSON + Ásgeir Páll Úlf- arsson fæddist á Seyðisfirði 30. des- ember 1932. Hann lést á líknardeild Landspítalans, Kópavogi, 13. októ- ber siðastliðinn. For- eldrar hans voru tilf- ar Karlsson, f. 29. janúar 1886, d. 1996, skósmiður og versl- unarmaður á Seyðis- firði, seinna inn- heimtumaður hjá Skeljungi, og Helga Jónina Steindórs- dóttir, f. 11. september 1905, dáin 1974. Systkini hans eru Guðrún Eva, f. 1925; Karl, f. 1927, Ágústa, f. 1928, maki Jón Edwald; Steinþór, f. 1929, maki Sigríður Jónsdóttir; Margrét, f. 1940, maki Guðbjartur Gunnars- son, og Emelía Dóra, f. 1942, maki Vagner Petersen. Elsta systkinið Karl Guð- geir, f. 1924, dó á öðru ári. Ásgeir ólst upp á Seyðisfirði. Þegar skólagöngu lauk þar, vann hann í Prentsiniðju Austur- lands. Eftir að hann flutti suður vann hann í Prjóna- stofunni Malín, Speglagerð Ludwig Storr og seinna sem húsvörður á Grund og fleiri stöðum. Eftirlifandi sambýl- iskona hans er Ellen Sighvatsson, f. 11. febrúar 1909. Dóttir hennar er Ágústa G. Sigfúsdóttir. Henn- ar dætur eru Valdís Vífilsdóttir, f. 1969, og Brynja X. Vífilsdóttir, f. 1973. Útför Ásgeirs fer fram frá Nes- kirkju mánudaginn 23. október og hefst athöfnin klukkan 15. Ásgeir Úlfarsson var ekki fyrir- ferðarmikill né heldur sóttist eftir athygli. Hann var ljúfmenni að allri gerð, dæmigerður óbreyttur borg- ari, sem gekk sína götu án áreitis, án bægslagangs, án þess að verða sam- ferðarmönnum sínum til meins eða ama. Hógvær og lítillátur í fram- komu, brosmildur og jákvæður, hvers manns hugljúfi. Ásgeiri kynntist ég fyrir mörgum áratugum í gegnum starfið í kring- um skíðaíþróttina og með okkur tókst kunningsskapur, sem þó var ekki fólginn í öðru en að taka tal saman á förnum vegi, í skíðalöndun- um, á vellinum og hjá sameiginlegri vinkonu okkar, Ellen Sighvatsson, þar sem hún bjó og býr á Amtmannsstígnum. Skelegg kona, brautryðjandi og ódrepandi áhuga- maður um velferð Skíðafélags Reykjavíkur og þau bæði. Ásgeir var Ellen stoð og stytta og með þeim ríkti gagnkvæm virðing og tillits- semi sem gaman var að fylgjast með. Nú þegar Ásgeir er genginn þakka ég tryggð, vináttu, hlý og góð kynni. Eg votta aðstandendum hans samúð mína. Ellert B. Schram. Vinur okkar og félagi Ásgeir Páll Úlfarsson lést aðfaranótt 13. október síðastliðinn. Ásgeir eða Bói, eins og við kölluðum hann okkar á milli, hóf feril sinn í KR veturinn 1957. Hann kom í skíðadeildina frá íþróttafélagi kvenna ÍK nágrönnum okkar og vin- um í Skálafelli, en þaðan komu á þessum árum, auk hans aðrir ungir menn, sem áttu eftir að setja mark sitt á deildina. Bói var góður skíða- maður og keppti fyrir KR á sjötta og sjöunda áratugnum. Hann vann til verðlauna í íþrótt sinni bæði sem ein- staklingur og í sveitarkeppni. Bói var mikill áhugamaður um íþróttir almennt og lét sig gengi KR miklu varða. Við fórum saman á völlinn á þessum árum og sáum félaga okkar í knattspyrnudeildinni verða Reykja- víkur-, bikar- og íslandsmeistara. Þá fylgdist hann vel með gengi KR í öðrum íþróttagreinum, en sérstak- lega gladdi það hann þegar félagar okkar í skíðadeildinni urðu Islands- meistarar eða unnu til annarra af- reka. Þessi áhugi Bóa á gengi KR hélst óskiptur til dauðadags. Hann var fastagestur vestur frá á heima- leikjum KR og gladdist heilshugar ylir sigrum félagsins á 100 ára af- mælisárinu í fyrra. Þótt hann væri orðinn sjúkur nú í haust þegar KR varð enn Islandsmeistari í knatt- spyrnu leyndi einlæg gleði hans sér ekki. Bói tók virkan þátt í uppbyggingu KR á skíðasvæðinu í Skálafelli, en þar var á seinni hluta sjötta áratug- arins byggður veglegur skíðaskáli og svo fyrsta skíðalyfta landsins. Bói var laghentur maður og góður smið- ur og nýttist verkhæfni hans vel í þeim fjölbreyttu verkefnum, sem þar féllu til. Hann var líka hjálpsam- ur og gæskuríkur. Það kom til dæmis vel í ljós á síð- ustu árum hvernig hann hlúði að þeim, sem honum þótti vænst um. Þeir sem til þekktu töluðu um þá al- úð og þann kærleika, sem hann sýndi þar í verki. Nú í haust, þegar Bói var í góðum bata af sjúkdómi sem lengi hafði hrjáð hann, kenndi hann þess meins sem svo dró hann til dauða. Sá sem þetta ritar hitti hann síðast tveim dögum áður en hann dó. Hann var þá kominn á líknardeild Land- spítalans og var furðu hress. Við rifj- uðum upp bjartar samverustundii- á fjöllum. Við töluðum líka um ferð sem við fórum saman til Akureyrar í maí, líklega 1959, til að keppa þar á skíðamóti og svo þegar við flugum heim með gamalli Katalínu, en það vai- lífsreynsla sem ekki verður rifj- uð upp hér. Og Bói brosti en sagði svo: „Já, ég man vel eftir þessu, en nú er ég kominn hingað." Ásgeir Páll Úlfarsson var gegn- heill KR-ingur og þannig munum við samferðamenn hans í KR minnast hans. Við sendum öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur öllum. Kveðja frá vinum í KR. Látinn er vinur sem ég hef þekkt til margra ára, hann var sambýlis- maður móður minnar. Þau áttu mörg sameiginleg áhugamál, svo sem skíðaferðir og ferðalög, og höfðu mikla ánægju af allri útivist. En það var einmitt í tengslum við skíðastarf- ið sem þau kynntust. Ásgeir var góð- ur skíðamaður og keppti fyrir KR. Ásgeir hafði marga góða eigin- leika. Hann var handlaginn og nat- inn og hafði mikla ánægju af smíðum og lék allt í höndunum á honum. Hann vann m.a. lengi á prjónastof- unni Malín og hafði farið til útlanda á hennar vegum til að læra á vélarnar. Einnig vann hann á speglaverkstæði Ludvigs Storr og síðast sem hús- vörður í Hagaskóla. Hann var vel lið- inn á vinnustöðum sínum, prúður og úrræðagóður. Ásgeir átti við vandamál að stríða, sem var honum fjötur um fót til margra ára, en á síðustu árum tókst honum að ná tökum á þeim vanda með góðri hjálp AA-samtakanna og vina sinna þar. Móðir mín og Ásgeir voru miklir félagar og studdu vel við bakið hvort á öðru. Síðustu árin eftir að heilsu móður minnar fór hrakandi og hún þurfti mikla umönnun annað- ist Ásgeir hana af mikilli natni og ósérhlífni, og það gerði henni unnt að búa áfram á heimili þeirra. Við minnumst Ásgeirs sem hvunndagshetju og þökkum honum fyrir allt það góða sem hann gerði fyrir móður mína. Ásgeir hafði ekki gengið heill til skógar í lengri tíma þegar hann greindist með alvarlegan sjúkdóm og lést af völdum hans eftir stutta legu. Við kveðjum Ásgeir með söknuði og þökkum honum vinátt- una og það sem hann hefur verið fyr- ir okkur. Systkinum hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ágústa B. Sigfúsdóttir. Ásgeir Páll Úlfarsson er látinn. Ég sakna vinar í stað. Árið 1991 opn- aði ég lítið fyrirtæki á Amtmanns- stíg gegnt húsinu nr. 2. Ekki voru margir dagar liðnir þegar nágrann- inn á móti leit inn og bauð mig vel- kominn á svæðið. Það var Ásgeir og þegar hann kynnti sig kannaðist ég við nafnið úr fréttum af skíðamótum mörgum árum áður. Ásgeir sagði að þau á nr. 2 langaði að ég liti yfir göt- una í kaffi og áður en um leið var ég orðinn daglegur gestur hjá Ásgeiri og Ellen. Og þau gerðu það ekki enda- sleppt. Ef ég komst ekki til þeirra kom Ásgeir gjarnan með góðgjörðir út til mín og átti ég að taka sem sjálf- sagðan hlut. Þau voru samhent í þessari gestrisni Ellen og Ásgeir og heimili þeirra var opið gestum og gangandi. Algengt var að blá- ókunnugt fólk sem átti leið hjá end- aði inni í eldhúsi eða í bókaherberg- inu sem oft var eins og járnbraut- arstöð í útlöndum, fólk kom og fór og því fleiri því ánægðari voru húsráð- endur. Síðan kom fyrsta haustið og veturinn minn á Amtmannsstígnum og þá kom Ásgeir mér enn í opna skjöldu. Ef hafði snjóað að nóttu til kom ég að vinnustaðnum með hreinsaðar tröppur og gangstétt. Og allt var það jafn sjálfsagt og ekki til að um það væri talað. Ef rúða brotn- aði var Ásgeir kominn og nýtt gler komið í á örskotsstund. Þegar MR keypti húsið nr. 2 kveið ég því mjög að missa svo góða granna en úr þvi rættist á besta máta. Þau fluttu í næsta hús nr. 6 og áfram héldu gagnkvæmar heim- sóknir. Síðustu árin hefur myndast lítill kaffiklúbbur hjá þeim. Á Amt- mannsstíg 6 og kl. 9 á hverjum virk- um morgni vorum við mættir í morg- unkaffi og mátti ekki bregðast. Þar voru málin rædd og mikið spaugað. Nú er þessum kafla í lífi okkar lokið. Ásgeir er farinn. Fyrir aðeins nokkr- um vikum tók hann ljúfmannlega á móti okkur morgun hvem. Við mun- um sakna þessara stunda og söknuð- urinn er mikill eftir Ásgeir. Fari hann blessaður um alla eilífð. Ellen mín. Þinn er söknuðurinn mestur. Votta þér og fjölskyldu þinni samúð mína og systkinum Ásgeirs og mágfólki og frændgarði öllum. Guðjón Jónasson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar gi-ein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við útför hjarkærrar móður okkar og tengdamóður, JÓHÖNNU KRISTÍNAR HELGADÓTTUR frá Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 4b á Hrafnistu Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Börn hinnar látnu og aðrir aðstandendur. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, tengdasonur, mágur og frændi, JÓN HILMAR SIGÞÓRSSON húsasmiður, Drekavogi 20, Reykjavík, sem lést þann 16. október, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 24. október kl. 13.30. Helga Óskarsdóttir, Hafliði Jónsson, Oddný Jónsdóttir, Guðni Sigþórsson, Helga Guðmundsdóttir, Guðrún Jóhanna Sigþórsdóttir, Guðmundur Ingi Jónsson, Sigþóra Oddný Sigþórsdóttir, Brynjar Sigtryggsson, Jakobína Hafliðadóttir, Sveinn Óskarsson, Dadda G. Ingvadóttir og börn. t Kveðjuathöfn um minn ástkæra son, bróður okkar, mág og frænda, ÓLAF GUÐJÓN ÁRSÆLSSON, Brekkustíg 17, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. október kl. 13.30. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju, Höfn, Homa- firði, miðvikudaginn 25. október kl. 14.00. Þeir, sem vilja minnast hins látna, vinsamlega láti slysavarnafélagið Landsbjörg eða aðrar líknarstofnanir njóta þess. Jónína J. Brunnan, Birgir Ársælsson, Aðalheiður Árnadóttir, Bragi Ársælsson, Birna Oddgeirsdóttir og frændsystkini. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, GUNNAR ÓSKARSSON, Asparfelli 6, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut föstudaginn 6. október sl. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju þriðju- daginn 24. október kl. 15.00. Jakobína Kristjánsdóttir, Henný Ósk Gunnarsdóttir, Vala Kolbrún Reynisdóttir, Gunnar Þór Berg Traustason, óskírður Traustason. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTÍNAR BJARGAR GUNNARSDÓTTUR frá ísafirði, Safamýri 40, Reykjavík. Sérstakar þakkir fyrir hlýlegt viðmót og kær- leiksríka umönnun sendum við starfsfólki Grensásdeildar, Landspítala Landakoti og Droplaugarstaða. Gunnar A. Baarregaard,Katrín Guðmundsdóttir, Harald B. Alfreðsson, Ingibjörg Bergmundsdóttir, Björn B. Alfreðsson, Laura Bergs og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.