Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell Ljuba ásamt eiginmanni sínum, Rajko, og syninum Slobodan. Skæruliðalæknir Titos og hógvær mannvinur L.juba Johannessen Despotovic hefur aldrei komið til Islands, þrátt fyrir að faðir hennar hafí verið íslenskur. Hann settist að í Serb- íu, var læknir með skæruliðasveitum Titos, og lést þar. Dóttir hans hefur minningu hans í heiðri og styður enn sósíalista, þótt jeir hafí reyndar tapað nýafstöðnum kosn- ingum. Urður Gunnarsddttir og Þorkell Þorkelsson hittu Ljubu í þorpinu Ratkovic. Morgunblaðið/Þorkell Ljuba og dóttirin Natasha. HÚN er eldheitur stuðn- ingsmaður Slobodans Milosevic og hana dreymir um að komast einhvem tímann til Reykjavíkur, þar sem föðurfjölskylda hennar býr. Faðir Ljubu Johannes- sen Despotovic var íslenskur læknir, Jóhannes Askevold Johannessen. Hann gekk til liðs við Serba í heims- styrjöldinni fyrri, varð síðar heit- trúaður kommúnisti og stríðshetja. Hann settist að í litlu þorpi um 170 km suður af Belgrað, þar sem Ljuba býr nú. Hún segir reyndar að draum- urinn um að komast til Islands sé með öllu óraunverulegur, efnahagur hennar ráði ekki við slíkt. En það breytir því ekki að hún lítur ekki síð- ur á sig sem Islending en Júgóslava og veit ekki með hverjum á að halda þegar löndin keppa í handbolta. Ljuba er fimmtug, brosmild og af- ar tilíinningarík kona, tárin eiga það til að bijótast fram þegar talið berst að atburðum sem hafa haft mikil áhrif á líf hennar. Hún býr með eiginmann- inum Rajko, syninum Slobodan, dótt- urinni Natöshu, tengdadóttur og bamabami í þorpinu Ratkovic. Hjón- in era með búskap en auk þess starf- ar Ljuba á sveitarskrifstofunni í ná- grannabænum Rekovac, sonurinn er aðstoðarmaður dýralæknis og dóttir- in starfar á tannlæknastofu. Ljuba er fædd og uppalin í þorpinu en þangað flutti faðir hennar eftir seinna stríð. Saga hans er einstök og í héraðinu er hans minnst sem stríðs- hetju og einstaks mannvinar. Læknir og stríðshetja Jóhannes var fæddur á Islandi en faðir hans, Matthías Johannessen, var frá Bergen. Hann kvæntist ís- lenskri konu, Helgu Magneu Norð- fjörð, og settist að í Reykjavík þar sem hann rak verslun uns hann lést 1900. Hann vildi að sonurinn fetaði í fótspor sín og yrði kaupmaður en það vildi Jóhannes ekki. Hugurinn stóð til læknanáms og er Jóhannes var nýút- skrifaður læknir frá Háskóla íslands hélt hann til náms í Kaupmannahöfn, en síðan hélt hann ásamt unnustu sinni og besta vini til London. Þar rákust þau á auglýsingu þar sem sagði að lækna vantaði til Serbíu á vegum Rauða krossins. Þetta var í upphafi heimsstyijaldarinnar fyrri, Serbar börðust gegn Austurrísk-ung- verska keisaradæminu. Þremenning- amir slógu til og fóra. Skömmu eftir komuna þangað veiktust unnusta Jó- hannesar og vinur úr taugaveiki og létust. Hann hélt hins vegar áfram störfum sínum með serbneska hem- um, sem beðið hafði algeran ósigur á fyrstu mánuðum stríðsins, og hrakt- ist með her og óbreyttum borgurum til Albaníu og Grikklands. Þegar stríðinu lauk settist Jóhann- es að í Uzice, sem var þekktur fyrir að þar vora höfuðstöðvar kommúnista- hreyfingarinnar. Jóhannes heillaðist og varð fljótlega eldheitur stuðnings- maður stefnunnar. Á milli stríða starfaði hann sem bamalæknir og varð m.a. þekktur fyrir að búa til lyf sín sjálfur þar sem oft var lítið að hafa. Er heimsstyrjöldin síðari braust út gekk hann í lið með skæruliðahreyf- ingu Josefs Broz Titos, sem seinna varð forseti Júgóslavíu. Jóhannes starfaði sem læknir flestöil stríðsárin, um tíma á aðalsjúkrahúsi hreyfingar Titos og kynntist honum nokkuð. Jó- hannes var eftirlýstur af þýska her- námsliðinu og handtekinn en til marks um hve mikils hann var metinn má nefna að hann var einn þriggja úr skæruliðahreyfingunni sem vora látnir lausir í fangaskiptum fyrir Jóhannes Askevold Johannessen Mynd tekin af Jóhannesi eftir siðari heimsstyrjöldina. Nada, síðasta kona Jóhannesar og móðir Ljubu. háttsetta þýska herforingja. Jóhann- es kvæntist í þrígang. Fyrstu eigin- konunni, Brönku, kynntist hann í fyrra stríði og eignaðist með henni son, sem þau misstu. Þau skildu og hann kvæntist öðra sinni Danielu, en hún lést í upphafi heimsstyrjaldar- innar síðari. Móðurafi Ljubu var liðsmaður Tit- os og tvö bama hans voru í skæraliða- hreyfingunni. Sonurinn, vinur Jó- hannesar, kynnti hann fyrir systur sinni, Nödu, eftir að Jóhannes varð ekkill. Þau giftust og eignuðust tvö böm en eldri bróðir Ljubu lést aðeins fjögurra ára. Hún er fædd árið 1948. Þrátt fyrir hetjulega framgöngu í stríðinu var Jóhannes þekktur fyrir hógværð, Ljuba segir hann lítið hafa viljað tala um sjálfan sig og flest það sem hún viti um föður sinn hafi móðir hennar sagt henni. Jóhannes sneri aftur til Ratkovic, þótt öruggari fram- tíð hefði beðið hans hefði hann viljað, því að honum var boðin héraðslækn- isstaða annars staðar. Fjölskyldan bjó á stundum við þröngan kost því fjölskyldufaðirinn vildi ekki láta þá sem vart áttu til hnífs og skeiðar borga fyrir læknisþjónustu og þeir vora ófáir fyrst eftir stríðið. Jóhannes skrifaðist á við nokkra ættingja sína á íslandi og hugðist fara þangað, er móðir hans lá fyrir dauðanum, en það varð ekki. Hann langaði til að fara öðru sinni en lést áður en úr því yrði. Stríðið hafði tekið sinn toll og heils- unni hrakaði og árið 1956 lést hann úr hjartaáfalli. Minnisvarði hefur nú verið reistur um Jóhannes skammt frá Rekovac. Við tóku erfið ár hjá mæðgunum en ættingjar Jóhannesar á Islandi gerðu sitt til að létta undir með þeim, eink- um bróðir Jóhannesar, Haraldur. Ljuba reyndist góður námsmaður og vegna aðstoðarinnar frá Islandi gat hún lagt stund á rússnesku og slav- nesk mál. Var henni boðin staða að- stoðarmanns eins helsta prófessors- ins í fræðunum við háskólann í Belgrað, en varð að hafna því, þar sem móðir hennar var orðin alvarlega veik. Ljuba sneri aftur til þorpsins, þar sem móðir hennar lést skömmu síðar. Veikindi móðurinnar urðu enn- fremur til þess að ekkert varð úr fyr- irhugaðri íslandsfór Ljubu. Hún hafði mikinn áhuga á skák og hafði frændi hennar, Matthías, sent henni flugmiða til íslands, svo hún gæti heimsótt landið og fylgst með heims- meistaramótinu í skák, er Fischer og Spasskí kepptu. Hún gat hins vegar ekki hugsað sér að yfirgefa móður sína og varð af ferðinni. Ljuba var orðin ástfangin af bónda í þorpinu, Rajko Despotovic, og er ár var liðið frá því móðir Ljubu lést giftust þau. Serbnesk siðvenja kveður á um að ekki megi fagna með veisluhöldum í ár eftir andlát í fjölskyldu, segir Ljuba, en bætir því við að hún líti fyrst og fremst á sig sem Júgóslava, ekki Serba, þótt hún hafi siðvenjurn- ar í heiðri. Það helgast ekki síst af uppeldinu en báðir foreldrar Ljubu vora eld- heitir stuðningsmenn Titos, sem stofnaði Júgóslavíu. Innan við ára- tugur leið frá andláti hans þar til hún liðaðist í sundur og nú era aðeins tvö ríki eftir, Serbía og Svartfjallaland. Það koma tár í augu Ljubu þegar tal- ið berst að upplausn landsins. „Það var eins og dauði náins vinar.“ „Dóttir föður míns“ Ljuba er ekki aðeins Júgóslavi, hún segist enn vinstrimaður og félagi í Sósíalistaflokknum. „Eg er jú dóttir föður míns,“ segir Ljuba með áherslu. Hún viðurkennfr sigur Vojslavs Kostunica í kosningunum og segir að hann sé líklega af hinu góða þar sem hann hafi haft afnám viðskiptaþving- ana í för með sér. Hins vegar hefur hún lítið álit á einum helsta stuðn- ingsmanni hans, Zoran Djindjic, sem hún segir hafa falið sig í Þýskalandi meðan á loftárásunum stóð. Ljuba styður Slobodan Milosevic, segist hafa gert það frá upphafi. Hrifning hennar á Vinstrihreyfingu Miru Markovic, eiginkonu Milosevic, er hins vegar takmörkuð. „Eiginkonan á ekki að stjórna flokknum. Mfra er góður rithöfundur en ekki stjórn- málamaður. Ein helsta ástæða falls Milosevic er fólkið í kringum hann, fjölskylda og vinir, sem hafa haldið of mörgum embættum. Nú er hann kall- aður glæpamaður, ég geri ráð íyrir að það séu eðlileg viðbrögð þegar for-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.