Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu viö andlát og útför eig- inmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, ALBERTS STEFÁNSSONAR skipstjóra, Miðgarði, Fáskrúðsfirði. Guðrún Einarsdóttir, Stefán Albertsson, Snjólaug Valdimarsdóttir, Þórhildur Albertsdóttir, Elías Ólafsson, Margrét Albertsdóttir, Guðmundur K. Erlingsson, Kristín Björg Albertsdóttir og afabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við fráfall og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU ANTONSDÓTTUR, Ægisstíg 4, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Sauðárkróks. Birna Árnadóttir, Bjarni Birgir Þorsteinsson, Sigríður Árnadóttir, Örn Arason, Rögnvaldur Árnason, Ingibjörg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við frá- fall föður okkar, tengdaföður og afa, JÓHANNESAR MARKÚSSONAR fiugstjóra. Kolbeinn Jóhannesson, Erna S. Sigurðardóttir, Helga Jóhannesdóttir, Hjörtur Grétarsson, Ingileif Jóhannesdóttir, Edda Jóhannesdóttir, Eiður S. Eiðsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okk- ur samúð og vináttu við andlát og útför ÞÓREYJAR D. BRYN JÓLFSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Sérstakar þakkir fá starfsmenn Efstabæjar í Skógarbæ fyrir einstaka hlýju og góða um- önnun síðustu árin hennar. Leifur Pétursson, Elsa Vilhjálmsdóttir, Ottó Ö. Pétursson, Sigríður Hannesdóttir, Guðrún Bergmann, Árni B. Guðmundsson, Þórður H. Bergmann, Sigríður Eggertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ' Lokað Verslun okkar verður lokuð mánudaginn 23. október frá kl. 9.00-14.00 vegna jarðarfarar SESSELJU DAVfÐSDÓTTUR. Kjötborg, Ásvallagötu 19. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. SIGRÍÐUR BOGADÓTTIR + Jónína Sigríður Bogadóttir fædd- ist í Flatey 26. nóv- ember 1907. Hún lést 3. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Bogi Guð- mundsson kaup- maður, bóndi og smiður í Flatey og kona hans Sigurborg Ólafsdóttir hús- freyja. Sigríður var fjórða í röð 11 systk- ina. Náðu 10 fullorð- insaldri og lifa nú eft- ir tveir yngstu bræð- umir. Systkinin talin í aldursröð voru: Guðmundur, f. 1903; Ólafía Guðrún, f. 1904, dó á 1. ári; Ólafía, f. 1905; Jónína Sigríður, f. 1907; Yngvi, f. 1909, Lára, f. 1910; Sturla, f. 1913; Þórður, f. 1915; Kristín, f. 1916; Sigurberg, f. 1918, Jón, f. 1923. Sigríður ólst upp í Flatey hjá foreldmm sínum ásamt systkina- hópnum. Uppkomin fór hún Mig langar að setja á blað nokkur orð til minningar um hana Sigríði föðursystur mína. Mín fyrstu tæp átta æviár sem ég átti í Flatey eru mjög sterk í minn- ingunni. Bæði sökum þeirrar nátt- úrufegurðar sem eyjarnar sköpuðu, þeirra lifnaðarhátta sem enn voru við lýði þar og ekki síst hins litríka mannlífs sem þar var. Ein af þessum persónum var Sigga. Það var altaf mikið um að vera í Flatey á þessum árum, þó er einn atburðir sem stend- ur mér enn ljóslifandi fyrir hugskots sjónum. Mín fyrsta minning um Vertshúsið. Pabbi og Sigga leiddu mig inn í herbergið inn af stofunni, inn að sjúkrabeð hennar ömmu og áttum við þar ógleymanlega stund saman. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en mörgum árum seinna hvaða áhrif veikindi og fráfall ömmu hafði á líf Siggu. Sigga hafði, eins og systur hennar höfðu gert, farið „suður“ til að vinna en komið vestur um slátt og sláturtíð. Síðan hætti Sigga að fara „suður“. Bræður hennar og systur flytjast frá Flatey hvert af öðru en hún verður eftir í föðurhúsum og tekur að sér heimilishaldið og geng- ur Dinna í móðurstað. Þannig man ég Siggu. Eitthvað að sýsla í eldhús- inu í Vertshúsi, passa uppá þá afa og Dinna eða lesa dönsku blöðin. Sigga las mikið enda varð hún bókasafns- stundum til höfuð- borgarinnar og var þar bæði í vistum og fiskvinnu. Ung að aldri varð hún fyrir þeim heilsubresti að eftir það þoldi hún aðeins takmarkaða vinnu. Ilentist hún því á heimili for- eldra sinna og tók við húsmóðurhlut- verkinu við lát móð- ur sinnar 1956. Þá gekk hún og í móð- urstað fóstursyni þeirra og dóttursyni, Kristni Breiðfjörð (Dinna). Um árabil var hún bókavörður við Bókasafnið í Flatev. Bogi dó 1965, en Sigríður og Kristinn fluttu suð- ur 1980. Bjuggu þau fyrst saman í Hátúni og hún þar til æviloka en hann hefur seinni ár búið í öðru sambýli á vegum Öryrlgabanda- lagsins. Útför Sigríðar fór fram frá Laugarneskirkju 13. október. vörður í bókasafninu í Flatey. Það var gott að koma í heimsókn til Siggu. Iðulega gaukaði hún kandís- mola eða einhverju góðgæti að okkur krökkunum og alltaf hafði hún eitt- hvað til að gefa okkur, þótt það væri ekki annað en fallegur steinn sem hún hafði fundið. Henni þótti mikil- vægt að geta glatt okkir. Einu sem þegar ég var í heimsókn í Flatey með fjölskylduna mína og var að kveðja Siggu þótti henni það miður að „núna ætti hún bara ekkert til að gefa mér hvað þá drengjunum þínum“. Sigga var alltaf vel til höfð. Ég man aldrei eftir henni öruvísi til fara en þannig að hún væri tilbúin að taka á móti hvaða heimsborgara sem var, enda var hún sannur heimsborg- ari sjálf, þótt hún hafi aldrei farið lengra að heiman en „suður“ til Reykjavíkur. Það má með sanni segja að þau Sigga og Dinni hafi siglt með síðasta skipi suður því þau voru síðust af Flateyingunum sem fluttu þaðan áður en nýir bændur hófu bú- skap á eyjunni. Mér er minnisstætt að í einu af mörgum bréfum sem Sigga skrifaði mér frá Flatey segir hún að þau Dinni séu einu manneskj- urnar í plássinu og um jólin hafi þau varla séð eina einustu manneskju sökum snjóþunga og óveðurs sem af var þeim vetri. Jæja frænka, nú þegar þú ert gengin á vit feðra þinna vil ég kveðja þig í hinsta sinn. Þú varst stór hluti af minni tilveru og ein af þeim mann- eskjum sem mótaði mig í bernsku. Ég er þakklátur fyrir þær samveru- stundir og þær minningar sem þú skilur eftir í huga okkar allra. Guð geymi þig, frænka. Guðjón Sigurbergsson og fjölskylda. Fyrstu kynni mín af Siggu Boga voru að ég á stráklingsárum kom í fylgd mömmu minnar inn til hennar. Ég þáði þar víst einhverjar góðgerð- ir. Þær áttu eftir að verða meiri seinna. Það fór vel á því að hlusta á rödd hennar í útvarpinu tveim dögum eft- ir að hún var jarðsett. Þá var endur- tekinn þáttur frá 1961. Stefán Jóns- son fréttamaður á ferð um eyjarnar talaði þar m.a. við Sigríði Bogadótt- ur, bókavörð í Flatey. Sigga var mótuð af möguleikum sinnar kynslóðar, sem ólst upp við þann aga, sem þurfti til að nýta allt sem nýtt varð. Hún sagði mér hve henni fannst tilfinningin skrýtin þeg- ar hún sem stálpaður krakki steig á gras í fyrsta sinn. Ég trúði því að vísu varla að rétt væri, en hún trúði því sjálf. Það segir mér að krökkun- um hafi hreint ekki verið leyft að vera neitt að traðka grasið að nauð- synjalausu. Malarbornir stígar og fjörur hafa orðið að duga sem leik- vangur um gróandann. Veturnir hafa síðan boðið upp á rýmra svið. Á árunum kringum 1970 átti ég heima í Flatey. Á þeim árum voru þar enn 20-30 manns búandi. Ég lét mig einhverntíma hafa það að orða svo frá sjónarhóli fjármanns, að Sigga og Dinni væru þau einu sem eftir væru af gamla Flateyjarstofn- inum. Það var rétt, þau voru inn- fædd. Hitt fólkið aðflutt. Sigga Boga, formföst, yfirlætis- laus, alúðleg, setti svip sinn á þennan hóp. Ekki mun hafa verið á al- mannavitorði fyrr en þá, er þessi hópur fór að halda með sér þorra- blót, að Sigga lumaði á hagmælsku. Fram voru reiddir léttmælisbragir hennar um lífið á líðandi stundu og gleyptir með þorramatnum við mikið smjatt. Hún kunni ýmsu að miðla, lesin og fróð. Bókavarðarstarfið hafði fært henni sitthvað. Kóngafólkið úti um Evrópu talaði hún um eins og fjöl- skyldu sína. - Og reynd. - Á Reykja- víkurárum hennar fyrr, var sjóleiðin Reykjavík-Flatey algengasti ferða- mátinn. Hún lenti tvisvar í skip- strandi á þessum ferðum sínum. Kannski höfðu þeir hlutir á dag- ana drifið sem gerðu hana veður- hrædda. Óttinn rak hana á annarra fund til að leita gistingar ef veður voru válynd á veturna. Hún var sumarsins barn og nátt- úruskoðari. Týndi steina og skeljar um allar fjörur, sem hún prýddi heimili sín bæði með. Já, þau voru tvö. Á hverju vori flutti hún bústað sinn um þvera Skansmýri og bjó í Al- heimi sumarlangt. Fyrir henni var þetta eins og að búa í sveitinni á sumrin. Fjölskyldan átti bæði Al- heim og Vertshúsíbúðina. Svo er enn. Sigga var aldrei að apa neitt, meirihlutanum til þægðar. Ein- hverntíma var fólk að bera saman bækur um hver farfugl væri mestur vorboði. Einkennisfugl Flateyjar, ritan, fékk víst atkvæði margra, en Sigga galt maðkaflugunni sitt. Já, hún miðlaði ýmsu. Það varð aldrei erindisleysa úr að renna í eld- húskrókinn hjá henni og doka stund. Kannski er stærsta erindið enn ónefnt. Það var að glomma í sig hverja sneiðina af annarri af jólakök- unni hennar góðu. Engin kerling önnur gerði aðra slíka. Hvort mun uppskriftin nú týnd og gleymd er hún er öll? Eða réð handverkið hér? Verkið lofar meistarann. Sigga og Dinni voru ákveðin ein- ing innan heildarinnar í Flatey þess- ara ára. Gott er það að vita að hann býr nú við atlæti og félagsskap sem honum hentar. Ég tiúi að enn eigum við eft- ir að sjást í Flatey. Honum og öðrum ættingjum Siggu sendi ég kveðju mína í minningu hennar. Jóhannes Geir Gfslason. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK___________________ Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.