Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Geðveikir dagar í Hásköla íslands Fréttagetraun á Netinu HUÐSLIPUN FOLKIFRETTUM MEBFERÐ MEB KRISTÖLLUM Ný vísindi l húdmeiferi Snyrtistofan Ágústa býður nú upp á nýja húðmeðferð þar sem húðln er slípuð meö orfínum kristöllum. Húðln endurnærist, slettist og lítur frísklegri út. Ekkert að fela mun ungur strákur sem datt úr námi vegna geðhvarfa segja okkur reynslusögu sína og síðan mun El- ísabet Jökulsdóttir skáldkona koma og segja okkur af sinni reynslu og lesa upp úr verkum sínum. A þriðjudaginn verður farið út í erfða- fræði og rannsóknir á geðsjúkdóm- um og siðferði þeirra. Engilbert Sigurðsson frá Geðdeild Landspít- alans, ásamt tveimur lífefnafræð- ingum frá Islenskri erfðagreiningu, mun reyna að svara því hvort okkur beri að leita erfðaþátta geðhvarfa og geðklofa. A miðvikudag verður hugtakið Geðrækt tekið fyrir undir fyrir- sögninni „Efld efling, efld vitund samfélags um geðheilbrigði". Geðræktarverkefnið sem hófst 10. október verður rætt og hvernig er fyrirhugað að markaðssetja geð- rækt á svipaðan hátt og líkmsrækt- in var markaðssett fyrir 25 árum þegar hún kom til landsins. Elín Edda Asmundsdóttir yfiriðjuþjálfi á geðdeild Landspítalans fræðir okk- ur um hvernig getum við ræktað geðheilsu okkur. A fimmtudeginu lýkur svo Geð- veikum dögum á því að við bjóðum stúdentum í leikhús á verðlauna- verk eftir Völu Þórsdóttur sem fjall- ar um stúlku sem fær geðhvörf," segir Sara Hlín stolt af þessari fjöl- breyttu og áhugaverðu dagskrá. Geðraskanir eru algengar Sara Hlín hafði sjálft lent í því að hafa prófkvíða og almennan kvíða sem margir fá þegar þeir byrja í há- skóla. Hana fór að langa til að vinna að því að stúdentar gætu leitað á vissan stað, til reyndra einstaklinga, í þannig tilfellum. „Ég var að huga að því að setja á laggirnar einhveija ráðstefnu um þessi mál þegar ég ákvað taka upp samstarf við Geðræktar-verkefnið sem Héðinn Unnsteinsson og Sigur- steinn Másson voru að hrinda af stað.“ Sara Hlín segir sjálfsagt marga stúdenta eiga við einhveijar geð- Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sara Hlín vill minnka fordóma gegn geðröskunum. raskanir að stríða eins og kvíða, þunglyndi og streitu. „Þetta er mjög algengt. Ég veit alla vega að 22% þjóðarinnar, um 65 þúsund íslendingar, stríða við þetta og ef við yfirfærum það hlutfall á Háskólann þá erum við tala um 1500 manns. Það eru mun fieiri haldnir geðröskunum en gera sér grein fyrir þvi. Ég hef lent í því að stúdentar hafa leitað til mín, og ég hef þurft að vísa fólki upp á bráðamóttöku geðdeiidar. Námsráðgjafinn hefur aðstöðu til þess að taka á móti fólki sem á erfitt, en það þarf að kynna betur svo maður þurfi ekki að taka þetta stóra og ógnandi skref að fara upp á geðdeild. Það getur verið mjög erfitt fyrir fólk sem þorir varla að viðurkenna þetta fyrir sjálfu sér, hvað þá öðrum.“ „En maður á ekki að þurfa að fela það ef það er eitthvað sem hrjáir mann andlega, ekki frekar en ef eitthvað hrjáir mann líkamlega,“ segir Sara Hlín. „Þess vegna þarf að auka for- varnir, auka umræðuna tii að draga úr fordómum. Amma var að segja mér að í þættinum 60 mínútum hefði eiginkona A1 Gore komið fram og talað um að hún ætti við mikið þunglyndi að stríða og væri á lyfj- um. Þá hefði maðurinn sem tók við- talið líka opnað sig um að hann hefði margsinnis hugleitt sjálfs- morð. Þetta finnst mér alveg magn- að, því það skiptir miklu máli að við höfum fyrirmyndir sem skara fram úr á sínu sviði, sem hafa átt við geðraskanir að stríða, hafa náð að vinna úr því og náð jafnframt að standa sig vel í lífinu. Við getum það öll,“ segir Sara Hlín að lokum og vonast til að sjá sem flesta í Há- skóla íslands á komandi Geðveikum dögum. Meðferðin tekur Vh klst. með höfuð-, axla- og andlitsnuddi, sérvöldum húð- maska og ambúlu. Hver húðgerð fær með- ferð sem hentar. Öll höfum við geð sem nauðsynlegt er að rækta, alveg eins og líkamann, segir Sara Hlín Hálfdánardóttir á Geðveikum dögum. LCC+ er styrkjandi dagskammtur - gott bragð til að rétta af það sem aflaga fer í meltingunni. ein á dag fyrlr fulla virkni! „VIÐ viljum fyrst og fremst efla vit- und fólks um að allir búi við geð og að það þarf að rækta það jafn vel og líkamann. Fólk þarf að vera meðvit- að um það,“ segir Sara Hlín Hálf- dánardóttir sem veitir Geðveikum dögum í Háskóla Islands forstöðu. Um er að ræða fjögurra daga ráðstefnu sem er samstarfsverkefni Stúdentaráðs, Námsráðgjafa HÍ og Geðræktar. Hefst hún á morgun og verða fyrirlestrar allir í aðalbygg- ingu Háskólans hvern dag milli kl. 16 og 18, og pallborðsumræður þar á eftir. Að rækta geðið „Þetta er viðamikið efni sem á að fjalla um, og m.a um sálræn vand- kvæði háskólastúdenta. Á mánudag- inn verður almennt fjallað um geð- sjúkdóma og kynning á þeim. Þá mbl.is Nýjar vörur í MOGGABÚÐINNI f Moggabúðinni eru margar skemmtilegar vörur. Þú getur m.a. keypt derhúfur, töskur, klukkur o.fl. beint af Netinu með öruggum hætti. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og færð þær sendar heim til þín eða á vinnustað. EINFALT OG ÞÆGILEGT! Þú getur líka komið við hjá okkur i Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1, skoðað vörurnar í sýningarglugganum og verslað. MOGGABÚÐIN Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.