Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Fjarðargata 1T, HafnartÍHH Símí 620 2600, Pax 620 2601 natfang as@asJs Heimasíða http://www.as.is -_____________________________J í I'MÍÖUM aö fá í sölu fallegar 3ja og 4ra herbergja ÍBÚÐIR með eöa án BÍLSKÚRS á góðum ÚTSÝNISSTAÐ. Ibúðirnar skilast fullbúnar að utan sem innan. án gólfefna. Verð á 3ja herbergja án bílskúrs kr. 10,9 millj. 3ja herbergja með bílskúr kr. 12,1 millj. 4ra herbergja með bílskúr kr. 12,7 millj. Teikn- ingar á skrifstofu. (2406) JE: 3E Jml mm 1 ííim;™ 1*1 - í«Pl I XL KRÍUÁS - LYFTUHÚS - MEÐ BÍLSKÚRUM Vorum að fá í sölu fallegt 12 íbúða -LYFTUHÚS" með 2ja - 3ja og 4ra herbergja íbúðum. SÉRINNGANGUR. MÖGULEIKI Á BÍLSKÚRUM. íbúðirnar seljast fullbúnar en án gólfefna. Hús að utan er KLÆTT og nánast VIÐHALPSFRÍTT. Verð frá 10,3 millj. ATVINNUHÚSNÆÐI TVÆR STÓRAR OG GÓÐAR stálgrindarskemmur í eigu S.Í.F. hf. ÓSEYRARVEGUR - MNÝLEGT ATV.HÚSNÆÐI Nýiegt mjög gott 1463 fm hús á mjög góðum stað við HÖFNINA. HÚS SEM BÝÐUR UPP A MARGA MÖGUL., HVORT SEM ER FISKVINNSLA EÐA ANNAÐ. HÓLAMIÐ - KEFLAVÍK Góð 612 fermetra (4620 rúmmetrar) stál- grindarskemma með mikilli lofthæð og tvennum innkeyrsludyrum. Staðsett við hesthúsahverfið í Keflavík skammt frá flugvellinum. Verð: tilboð. LANGITANGI - SEYÐISFIRÐI Góð 622,5 fermetra (4158 rúmmetr- ar) stálgrindarskemma á Seyðisfirði. Mikil lofthæð og góðar innkeyrsludyr. Verð: tilboð. Jy Leifur Hallgrimsson, oddviti Skútustaðahrepps Morgunblaðið/Kristján Leifur Hallgrimsson, oddviti Skútustaðahrepps, segir að byggð muni ekki halda velii fái Mývetningar ekki að nýta náttúruauðlindir sfnar, s.s. kísilgúrinn, sér til lífsviðurværis. Skynsamleg nýt- ing auðlinda for- senda byggðar MÝVETNINGAR bíða þess nú að umhverfísráðherra kveði upp úr- skurð um hvort áframhaldandi vinnsla kísilgúrs verði leyfð í Mý- vatni, en hans er að vænta 1. nóvem- ber næstkomandi. Skipulagsstjóri féllst í júlí á efnistöku Kísiliðjunnar á nýju námasvæði í Bolum í Syðri- Flóa en þar eru svæði sem talin eru geta séð fyrirtækinu fyrir hráefni í ríflega þrjá áratugi. Hráefni á núver- andi námasvæði í Ytri-Flóa munu að lfldndum ganga til þurrðar eftir um tvö ár. Kærufrestur vegna úrskurð- ar skipulagsstjóra rann út um miðj- an ágúst en tíu kærur bárust um- hverfisráðherra vegna hans. Leifur Hallgrímsson, oddviti Skútustaðahrepps, telur að í um- hverfismatsferlinu hafi mjög skort á að litið hafi verið til reynslunnar, en fyrir hendi sé um þriggja áratuga reynsla af dælingu kísilgúrs úr Ytri- Flóa. Hann sagði að síðasta sumar hafi lífríkið verið með miklum blóma, mikið hafi verið um fugl og varp tek- ist einstaklega vel og þá hafi um helmingur af þeim silungi sem veidd- ist í vatninu í fyrrasumar komið úr Ytri-Flóa, þar sem starfsemi Kísil- iðjunnar fari fram. Einnig bendir hann á að lífríki Laxár, sem renni úr Mývatni, hafi verið með besta móti í sumar. Áhersla lögð á að verja störf Leifur sagði að sveitarstjórn Skútustaðahrepps hafi einbeitt sér að því síðastliðin 6 ár að verja þá at- vinnu sem fyrir er í sveitinni. „Við höfum lagt á það höfuðáherslu að verja þau störf sem fyrir eru og ástæðan er fyrst og fremst sú að það er hægara um að tala en í að komast að skapa hér ný störf,“ sagði hann. Um 50-60 bein störf eru við Kísil- iðjuna í Mývatanssveit og að auki fjöldi afleiddra starfa sem henni tengjast. Leifur sagði að sveitar- stjóm hefði lagt mikla vinnu í leit að nýjum atvinnutækifærum og voru til að mynda nokkrar milljónir króna lagðar í stofnun Náttúruskóla fyrir fáum árum. Að sögn Leifs þótti skólinn ekki skila þeim árangri að veijandi væri að halda starfsemi hans áfram. Markhópar Náttúru- skólans voru grunn- og framhalds- skólanemar hér á landi sem og er- lendir stúdentahópar. „Við íhuguð- um málið vandlega áður en ákvörðun var tekin um að hætta starfseminni, en því miður þótti þessi starfsemi ekki vænleg til að skila þeim árangri sem að var stefnt,“ sagði Leifur. Þá nefndi hann að í janúar á síð- asta ári hefði sveitarstjórn ritað um- hverfisráðuneyti bréf þar sem farið hefði verið fram á flutning Náttúru- vemdar ríkisins í Mývatnssveit. Oskað hafi verið eftir viðræðum um málið en nú nær tveimur áram síðar hefði svar ekki enn borist. Forstöðu- maður Náttúrverndar ríkisins hefði þó tjáð sig í fjölmiðlum og séð öll tor- merki á slíkum flutningi. Sveitar- stjórn hefði einnig reynt mikið til að starfsemi Rannsóknarstöðvarinnar við Mývatn yrði aukin og að þar yrði að minnsta kosti einn starfsmaður að störfum allt árið, en nú færi starf- semin nær eingöngu fram að sumar- lagi, frá maí og fram í september, og eini starfsmaður stöðvarinnar sé búsettur í Reykjavík. „Menn hér bundu miklar vonir við það þegar lögin um vemdun Laxár og Mývatns vora sett 1974 og rannsóknarstöðin sett upp í tengslum við þau, að um allviðamikla starfsemi yrði að ræða í kringum stöðina og hingað myndi flytja fólk sem sinnti rannsóknum á svæðinu. Þær vonir hafa algjörlega bragðist," sagði Leifur. „Ef til vill er þetta að hluta til ástæða þess trúnað- arbrests sem kominn er upp á milli sveitarstjórnar og meirihluta stjóm- ar stöðvarinnar.“ Hann sagði að störfum í ferða- þjónustu hefði fjölgað eitthvað, en langt væri þar til þau gætu komið í stað þeirra starfa sem nú væra unnin í Kísiliðjunni. Búskaparhættir hafa í Mývatnssveit líkt og annars staðar í landinu breytst, samdráttur hefur orðið í sauðfjárframleiðslu og þá hef- ur kúabúum fækkað, en þau sem enn era starfandi hafa stækkað. Nýtum auðlindina skynsamlega „Það er alveg ljóst að ef við Mývetningar fáum ekki að nýta okk- ar náttúraauðlindir, s.s. kísilgúrinn, okkur til lífsviðurværis þá mun byggð hér ekki halda velli. Eg bendi á sambærilegt dæmi sem er fiski- miðin umhverfis landið. Okkur Is- lendingum hefur lánast að nýta þau skynsamlega og við viljum ekki að aðrir séu að segja okkur til í þeim efnum. Það hefur heldur ekkert komið fram sem segir að við heima- menn hér höfum ekki nýtt okkar auðlind skynsamlega," sagði Leifur. „Nú er búið að dæla kísilgúr af um 40% af botni Ytri-Flóa og Kísiliðjan er að óska eftir því að fá að dæla af 4% af botni Syðri-Flóa. Hafi vinnsla kísilgúrs haft áhrif í Ytri-Flóa þá er líklegt að þau verði 10 sinnum minni í Syðri-Flóa. Ég bendi á að með engu móti hefur tekist að tengja starfsemi Kísiliðjunnar við sveiflurnar í lífríki vatnsins og reyndar benda vísinda- menn á að vinnsla í Syðri-Flóa þýði í raun vinnslu í nýju vatni svo einangraðir sé flóarnir hvor frá öðr- um. Þá er jafnframt erfitt að skilja hvernig kísilgúrvinnsla í Ytri-Flóa getur haft svo víðtæk áhrif í Syðri- Flóa eins og sömu vísindamenn láta gjarnan að liggja. Mér finnst þeir ekki alveg samkvæmir sjálfum sér, blessaðir." Hann mótmælir því ámæli að fylgismenn Kísiliðjunnar séu ekki náttúraverndarsinnar. „Hverjir hafa meiri hagsmuni af því að náttúru Mývatns sé ekki hætta búin en við heimamenn? Það hefur orðið æ meira áberandi á síðustu misseram að hópur fólks á suðvesturhorni landsins líti svo á að það viti best hvernig standa eigi að málum varð- andi náttúravernd og það lítur málið öðram augum en við heimamenn. Náttúran skal njóta vafans og í sum- um tilfellum hafa algjöran óheftan framgang. Með rökum sem beitt er af þessu tagi geri ég ráð fyrir að aldrei megi grípa inn í gang náttúr- unnar, ekki stöðva framskrið sands né græða upp örfoka mela,“ sagði Leifur. Hann benti í þessu sambandi á að á árabilinu 1940 til 1960 hefur Slútnes verið ein af vinsælustu nátt- úraperlum Mývatnssveitar og þang- að komið fólk í miklum mæli. A þess- um tíma var eyjan nytjuð, þar var heyjað og eggjataka var þar einnig mjög mikil. Um 1960 lagðist nýting landsins af og ekki hafi liðið nema um tveir áratugir að svo var komið að ekki nokkur maður kemur á Slútnes, óheftur gróðurinn hefur fært eyjuna í kaf. Lengi velt fyrir sér sveiflum í lífríkinu Leifur sagði að langt væri síðan menn hefðu farið að velta íyrir sér sveiflum í lífríki Mývatns og nefndi að árið 1946 hefði verið lögð fram til- laga í Veiðifélagi Mývatns þess efnis að leitað yrði álits sérfræðinga á því að dýpka Ytri-Flóa til að kanna hvort þar gæti orðið lífvænlegra fyr- ir silung allt sumarið. „Þegar á fimmta áratugnum voru menn farnir að sjá að Ytri-Flói var svo grannur að lífsskilyrði silungs vora ekki nægilega góð.“ Þá benti Leifur á að bændur á Geiteyjar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.